Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2004 Ég starfa í apóteki og tek í bók-hald líka. Seturnar við skrif- borðið hafa ekkert að segja. En langar stöður við afgreiðslu reyna mjög á hrygginn. Þetta stafar af vöðvaspennu, einhvers konar gigt, en vöðvarnir bólgna þá upp, herp- ast og styttast og herða að hryggsúlunni.“ Segir Guðný Guð- mundsdóttir, sem hefur nýtt sér meðferð kírópraktors undanfarin ár með góðum árangri. „Ég sótti sjúkraþjálfun, leitaði hjálpar nuddara og nýtti heita bakstra. Með slíkri meðferð tók þursabitið heilan mánuð að jafna sig. Katrín kom mér aftur á móti í lag á einni viku.“ Guðný sækir tíma hjá Katrínu einu sinni í mánuði og segir að slík meðferð þjóni til- gangi viðhalds. Þannig komi hún í veg fyrir að óþægindi í baki taki sig upp að nýju. „Auðvitað kemur fyrir að ég fæ lítilsháttar baktak, en þetta lagast alltaf við fyrstu meðferð. Með þessu móti gengur bataferlið miklu hraðar fyrir sig en áður. Katrín kom mér algerlega til bjargar á sínum tíma og mér dettur ekki til hugar að leita ann- að.“ Það sem Guðný segir sér hafa komið hvað mest á óvart eru kald- ir bakstrar, sem lagðir eru á bakið. „Maður var alltaf að bjástra við þessa heitu bakstra. Katrín sagði mér hins vegar að leggja kaldra bakstra á bakið og þannig fóru bakverkirnir að minnka. Hér áður fyrr lá maður fyrir í lengri tíma, þegar þursabitið tók sig upp, en í dag tekur þetta um það bil tvo meðferðartíma.“ ■ Hvernig heldurðu þér í formi?: Set mér sífellt ný markmið Garðar Hilmarsson hefur ífimm ár hlaupið með skokk- hóp undir leiðsögn Péturs Inga Franzsonar, sem er á vegum l íkamsræktars töðvar innar Lauga. „Ég hef hreyft mig mikið gegnum tíðina en samt átt í basli við þyngdina. Ég hjólaði mikið áður og var í körfubolta en það hafði ekki nein áhrif á þyngdina. Ég var 110 kíló þegar ég byrjaði hérna en er nú kominn í 85 kíló. Þetta hefur verið að gerast jafnt og þétt,“ segir Garðar. „Hvað varðar þyngdarstjórn- un er þetta er sú hreyfing sem hefur virkað best fyrir mig. Mér finnast hlaupin gefa mér mestu stöðugu hreyfinguna allan tím- ann sem ég er að og ég hef meira verið að einbeita mér að brennslu en að auka hraðann. Mataræðið breytist aðeins líka því það er erfitt að hlaupa þegar maður er þungur.“ Garðar hleypur fimm til sjö sinnum í viku. „Stundum hleyp ég tvisvar á dag en ég reyni alltaf að taka minnst einn frí- dag.“ Hann segir félagsskapinn hafa mikil áhrif. „Þarna hittist hópur af fólki með svipuð áhuga- mál og við kynnumst líka fólki í öðrum hlaupahópum. Til dæmis fóru margir frá Íslandi til Búda- pest í maraþon síðasta haust. Þar hitti ég fullt af nýju fólki,“ segir Garðar. „Það gekk bara vel, en ég var ekki mikið að hugsa um tíma. Þetta var fimmta maraþonið mitt á einu ári og ég var bara að njóta þess að vera með.“ Garðar segist alls ekki hafa byrjað með það að markmiði að taka þátt í maraþoni. „Ég var bara að hugsa um heilsuna og var til dæmis mjög feginn þegar ég komst tíu kílómetra. En síðan leiddi eitt af öðru og maður setur sér sífellt ný markmið. Þetta er skemmtilegt og svo er allt annað líf að vera svona nálægt kjör- þyngd.“ ■ GARÐAR HILMARSSON Hefur verið í skokkhóp í fimm ár og smám saman farið úr 110 í 85 kíló. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Kaldir bakstrar kírópraktorsins komu mér einna helst á óvart. Bakverkurinn burt í einni andrá: Lagast alltaf við fyrstu meðferð Fræðslufundur: Léleg sjálfsmynd vegna fötlunar Félag CP á Íslandi heldurfræðslufund í kvöld þar sem fjallað verður um vanlíðan og lé- lega sjálfsmynd vegna fötlunar og hegðunarvandamála. Fyrirlesarar verða sálfræðingarnir Inga Hrefna Jónsdóttir, Reykjalundi, Guðríður Haraldsdóttir, skóla- skrifstofu Mosfellsbæjar, og Katrín Einarsdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Einnig mun Hildur Bergsdóttir, nemi í félags- ráðgjöf, kynna niðurstöður könn- unar sem hún gerði í samstarfi við Greiningarstöðina og CP-félagið. Félagið CP á Íslandi var stofnað í október 2001 og eru félagar rúm- lega 200, fatlaðir, ættingjar þeirra, fagfólk og aðrir sem láta sig málið varða. CP er skammstöfun fyrir cerebral palsy (einnig nefnt heila- lömun) sem vísar til skaða sem verður á heila á meðgöngu, í fæð- ingu eða rétt eftir fæðingu. Fundurinn verður í kvöld klukkan 20 í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitis- braut 11–13. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.