Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 1

Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 1
● landsleikur við letta í kvöld Ásgeir Sigurvinsson: ▲ SÍÐA 20 Gera betur en í síðasta leik ● 49 ára í dag María Lovísa: ▲ SÍÐA 18 Hannar kjólinn fyrir 50 ára afmælið ● verður með í fame í sumar Gunnlaugur Egilsson: ▲ SÍÐA 30 Dansar um allan heim MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR ÍSLAND MÆTIR LETTLANDI Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Lettum í vináttulandsleik í Ríga klukkan 17. Lettar eru með mjög öflugt lið og leika í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Portúgal í sumar. Landsleikurinn verður sýndur beint á Sýn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SUMAR OG SÓL og hægviðri. Stöku skúrir á Norðausturlandi, annars bjart og fallegt. Sannkölluð sumarblíða. Sjá síðu 6. 28. apríl 2004 – 115. tölublað – 4. árgangur ATVINNUÖRYGGI STARFSMANNA Í HÆTTU Norðurljós undirbúa málsókn gegn ríkinu. Atvinnuöryggi starfsmanna í hættu. Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir það áhyggjuefni. Sjá síðu 2 VINSTRISTJÓRN MÖGULEG Vinstri- hreyfingin – grænt framboð og Samfylking- in bæta við sig fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og gætu myndað stjórn saman. Sjálfstæðisflokkurinn hrapar. Sjá síðu 4 SAMIÐ UM LÓÐASKIPTI Nýr samn- ingur ríkis og borgar um lóðaskipti gerir ráð fyrir byggingarréttindum Landspítala og Há- skólans við Hringbraut. Sjá síðu 8 KATLA KOMIN Á STEYPIRINN Katla er komin á steypirinn ef miðað er við söguna en tæplega 80 ár eru síðan gos varð síðast í Mýrdalsjökli. Íbúar sofa rólegir. Sjá síðu 10 Gunni Helga: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Tvær fasteignir sem borguðu sig ● fjármál 53%66% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Fiskur og franskar: Breskari en drottningin LONDON, AP Það er ekkert breskara en fiskur og franskar, nema ef vera kynni Yorkshire-búðingur. Þetta er niðurstaða breskrar könnunar um hvað Bretum finnist gera Breta að Bretum. Sjálf drottningin, Elísabet önnur, má sætta sig við að vera í þriðja sæti og hefur naumlega betur en hinn hefðbundni breski morgunmatur sem aðrir jarðarbúar hafa margir hverjir átt í mestu vandræðum með að borða. Þrátt fyrir gömlu goðsögnina um að breskur matur sé óætur er matur í þremur af fimm efstu sætunum og tedrykkja er í tíunda sæti yfir fyrirbæri sem gera Breta að Bretum, rétt á eftir mál- verkum málarans Constable og Marks&Spencer-búðunum. ■ Enski boltinn og Skjár einn: Beðið eftir flauti lög- fræðinga VIÐSKIPTI „Við bíðum bara eftir að lögmenn FATR flauti til leiks,“ seg- ir Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins. „Þá stökkvum við upp í flugvél.“ Skjár einn er tilbúinn til þess að ganga frá samningum um ensku deildar- keppnina. Magnús segir að við- semjendurnir þurfi að klára 93 samninga samhliða og menn bíði bara rólegir eftir því að kallið komi. Til stóð að ganga frá samning- um fyrir lok mánaðarins. Magnús segir að þeir viti ekki hvenær nákvæmlega hægt verði að undir- rita, en Skjár einn sé tilbúinn þegar þar að komi. ■UNNIÐ Í AUSTURSTRÆTI Strætið hefur verið lokað fyrir allri umferð bifreiða í heila viku meðan skipt er um hellulagnir en þær voru farnar að síga og láta á sjá vegna umferðar. Gera hefur þurft við djúp hjólför og er vonast til að viðgerð ljúki að viku liðinni svo hægt verði að beina bílaumferð að nýju um strætið. Svipað slit er á stöku stað á Laugavegi en þar eru hellusteinar einnig notaðir við götu- lagningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R KÖNNUN Rúmlega þrír af hverjum fimm landsmönnum eru andvígir ríkisstjórninni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61% þeirra sem taka afstöðu segjast andvíg stjórninni en 39% eru henni fylgjandi. Stuðningur við stjórnina hefur farið lækk- andi í þremur síðustu könnunum Fréttablaðsins, sem teknar hafa verið eftir að könnun í ágúst í fyrra sýndi 58% stuðning við stjórnina. Þriðjungur þeirra sem þá studdu stjórnina hafa snúið baki við henni samkvæmt nýju könnuninni. „Þetta er minnsti stuðningur við ríkisstjórn sem ég hef séð mjög lengi. Ég man ekki eftir svona niðurstöðum síðan í Við- eyjarstjórninni. Þá, sérstaklega á fyrri hluta kjörtímabilsins, var ríkisstjórnin með tölur á þessu bili,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og vísar til upphafsára ríkisstjórnar- samstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sátu saman við stjórnvölinn á árunum 1991–1995. Ólafur segir algengustu niður- stöður um stuðning við ríkis- stjórnina undanfarin ár vera þær að um 60% styðji stjórnina, tölur að undanförnu um að helmingur styðji stjórnina séu því lágar og niðurstaðan nú með því lægsta í mörg ár. Hann segir alltaf hugsan- legt að um mæliskekkju sé að ræða en ef marka má niðurstöð- urnar telur hann líklegustu skýringuna á litlum stuðningi við stjórnina vera það umrót sem hef- ur verið að undanförnu. „Fjöl- miðlafrumvarpið og deilur um dómsmálaráðherra eru það sem kemur fyrst upp í hugann. Það eru mál sem hafa verið erfið fyrir rík- isstjórnina.“ Skoðanakönnunin var fram- kvæmd að kvöldi mánudags. 800 manns voru spurðir: „Ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) ríkisstjórn- inni?“ 83,7% tóku afstöðu, 12,9% voru óákveðin og 3,4% neituðu að svara. Aðspurðir skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega milli landshluta. brynjolfur@frettabladid.is FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Við munum væntanlega fjalla um frumvarpið þegar og ef til þess kemur að við fáum það til umsagnar. Þá verður meðal annars skoðað að þarna er bæði verið að banna ákveðnum aðilum algerlega að eiga hlut í fyrirtækjum og brjóta upp fyrir- tæki sem þegar eru til staðar. Þetta eru hlutir sem við munum vitaskuld velta fyrir okkur,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um frum- varp forsætisráðherra um eignar- hald á fjölmiðlum. Ari telur eðlilegt að Alþingi fjalli um það hvaða reglur eigi að gilda á þessu sviði, enda mikið mál fyrir íslenskt samfélag hvernig fjöl- miðlamarkaðurinn þróist. „Það blasir við að ef takmark- að verður hverjir megi eiga út- varpsmiðla þá verður það brýnna en áður að jafna samkeppnis- stöðuna á útvarpsmarkaðnum. Það verður ekki til heilbrigður rekstrargrundvöllur á því sviði ef ríkisfyrirtæki starfar á mark- aðnum með þeim hætti sem Rík- isútvarpið hefur gert. RÚV getur niðurgreitt sína starfsemi með skattfé og það skapast ekki eðli- leg rekstrarskilyrði við þær að- stæður. Þess vegna finnst okkur hugmyndir um að efla ríkisrekst- ur á þessu sviði láta mjög undar- lega í eyrum,“ segir Ari. ■ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur efasemdir um fjölmiðlafrumvarp: Skapar óheilbrigðan rekstrargrundvöll ARI EDWALD Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef takmarkað verður hverjir megi eiga útvarpsmiðla þá verður það brýnna en áður að jafna samkeppnisstöðuna á útvarpsmarkaðnum. Minnsti stuðningur við ríkisstjórn í áratug Innan við 40 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Minnsti stuðningur við ríkisstjórn frá því á árum Viðeyjarstjórnarinnar segir prófessor í stjórnmálafræði. Stuðningur við stjórnina hefur minnkað um þriðjung frá í ágúst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.