Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 4

Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 4
4 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Er nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum á þessu þingi? Spurning dagsins í dag: Á að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 74% 26% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Rúmlega helmingur lyfja í viðmiðunarverðskrá: Hækkun innan við 1.000 krónur LYFJAMÁL Verð á lyfjum í viðmið- unarverðskrá sambærilegra lyfja hækkar í 55% tilvika um minna en eitt þúsund krónur. Í mörgum tilvikum leiða breyt- ingar á reglugerð um lyfja- kostnað, sem taka gildi 1. maí nk., til þess að greiðslur sjúk- linga lækka umtalsvert, sam- kvæmt greinargerð lyfjadeildar Tryggingastofnunar. Skýringin á þessu er sú að þrjátíu daga greiðslutakmörkun er afnumin í flokki maga- og geðdeyfðarlyfja, sem þýðir að sjúklingar greiða aðeins eitt sjúklingagjald í stað þriggja áður. Með þessari breytingu lækka greiðslur sjúklinga í mörgum tilvikum umtalsvert eftir 1. maí. Samkvæmt greinargerðinni eru 132 lyfjapakkningar í við- miðunarverðskránni. Þar af eru 34 lyf með óbreytt verð, það er þau sem mynda viðmiðunar- verðið, og 39 til viðbótar þar sem verðbreytingin er innan við 1.000 krónur. Bent er á að ef sjúklingur notar lyf sem er dýr- ara en lægsta verð sambærilegs lyfs sé sá möguleiki fyrir hendi að læknir skipti í ódýrasta lyfið. Þannig haldist greiðsla sjúk- lings óbreytt og í sumum tilfell- um geti hún lækkað. ■ Vinstriflokkarnir gætu myndað stjórn Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun og gætu myndað stjórn saman. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar níu prósentustigum frá síðustu könnun. KÖNNUN Samfylkingin og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð ynnu meirihluta þingsæta ef kosið yrði í dag og niðurstöðurnar í samræmi við nýja skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Samkvæmt henni fengi Samfylkingin 35,3% atkvæða og 23 þingmenn en Vinstri grænir 15,3% atkvæða og níu þingmenn. Saman- lagt eru það 32 þingsæti af 63 og því hefðu vinstriflokkarnir meirihluta á þingi til að mynda stjórn. Samfylk- ing hefur nú tuttugu þingmenn og Vinstri grænir fimm. Samkvæmt könnuninni tapa báð- ir stjórnarflokkarnir fylgi frá kosn- ingum fyrir tæpu ári en miklu mun- ar á afdrifum þeirra frá síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun sem var gerð í lok síðasta mánaðar. Þá mældist fylgi hans rúm 40% en samkvæmt nýju könnuninni fengi hann 31,6% at- kvæða og tuttugu þingsæti, tapaði tveimur þingmönnum frá kosning- um. Fram- sóknarflokkur bætir tæpum þremur pró- sentum við sig frá síð- ustu könnun og fengi 12,7% at- kvæða en t a p a ð i f j ó r u m þ i n g - m ö n n - um frá kosning- u m , fengi átta í stað tólf. Þetta fylgi stjórnarflokkanna dugar til 28 þing- sæta samanlagt og vantar fjögur upp á að stjórnin haldi velli. Frjálslyndi flokkurinn fengi 4,9% þingsæta samkvæmt könnun- inni og þrjá þingmenn en hefur fjóra í dag. Næsti þingmaður inn væri tíundi þingmaður Vinstri grænna, sem næði kjöri á kostnað 23. þingmanns Samfylkingar. Athygli vekur í könnuninni að minna munar á fylgi Framsóknar- flokks eftir landshlutum en áður, samkvæmt henni njóta framsóknar- menn ellefu prósenta fylgis á höf- uðborgarsvæðinu en fimmtán pró- senta fylgis á landsbyggðinni. 800 manns voru spurðir: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 56,3 prósent aðspurðra tóku af- stöðu. brynjólfur@frettabladid.is Sala á Landsvirkjun: Rætt við ráðherra BORGARMÁL Borgarráð samþykkti í gær að fela borgarstjóra að leita viðræðna við iðnaðarráðherra vegna þess markmiðs að Reykja- víkurborg losi sig út úr eignar- haldi og ábyrgðum á raforku- framleiðslu Landsvirkjunar. Sam- þykktin var samhljóða og einnig var ályktað að það ferli ætti að hefja hið fyrsta. Vika er síðan skýrsla og tillög- ur Orkustefnunefndar borgarinn- ar voru kynntar og gagnrýnir F- listinn harðlega seinagang nefnd- arinnar en 14 mánuðir eru síðan listinn mótmælti óbeinni þáttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- verkefninu gegnum Landsvirkj- un. Telur F-listinn að erfitt verði að losa hlut borgarinnar nú þegar borgin er í ábyrgðum gagnvart verkefninu. Þar sé um stórfelld og óafsakanleg mistök að ræða enda búið að binda hendur borgarinnar næstu árin og íbúar á höfuðborg- arsvæðinu verði áfram í fjárhags- legri ábyrgð fyrir lántökum vegna virkjunarinnar. ■ Fást í útibúum Íslandsbanka um land allt og hjá Íslandsbanka-Eignastýringu, Kirkjusandi. Hægt er að panta bækurnar hjá Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru bækurnar til sölu í bókabúðum Pennans-Eymundsson, hjá Máli og Menningu og hjá Bóksölu stúdenta. Frábærar bækur frá Íslandsbanka-Eignastýringu 45 daga fangelsi: Átti gasdrifna skammbyssu DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir vopnalagabrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Maðurinn er sakfelldur fyrir að eiga gasdrifna skammbyssu, sem lögreglan fann í bíl hans, án tilskil- ins leyfis. Hann var tekinn þrisvar með alls rúmlega tuttugu grömm af amfetamíni og lítilræði af maríjúana. Þá ók hann bíl án þess að hafa ökuskírteini meðferðis. ■ Íslenska kvikmyndasamsteypan: Hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum GJALDÞROT „Þetta eru hálfleikstöl- ur og nú set ég enn meiri orku í seinni hálfleikinn,“ segir Friðrik Þór Frið- riksson, kvikmynda- leikstjóri og einn eig- enda Íslensku kvik- myndasamsteypunn- ar. Óskað hefur verið formlega eftir gjald- þrotaskiptum á fyrir- tækinu þar sem ekki tókst að afla þess fjár- magns sem nauðsyn- legt var til nauða- samninga. „Ég er að vissu leyti ánægður að þessu er lok- ið og hægt að loka bókinni. Ég er með mörg önnur verkefni á minni könnu sem ég sé alfarið um sjálfur og nú tekur við að koma þeim verkefnum á koppinn. Þessi kvikmyndabransi er víðast hvar með þessum hætti, að dýfur koma reglulega og sum- ar of djúpar. Það er alla- vega ljóst að ég skuld- set sjálfan mig ekki með þessum sama hætti og ég gerði með kvik- myndasamsteypuna.“ Gjaldþrotabeiðnin hefur ekki áhrif á önnur þau verkefni sem Friðrik vinnur að nema að litlu leyti og því má áfram bú- ast við að sjá myndir hans á hvíta tjaldinu í framtíðinni. ■ Viðbrögð við könnun Ríkisstjórnin kolfallin Þessi könnun erharður áfellis- dómur yfir ríkis- stjórninni og ekki má á milli sjá hvor fær harkalegri út- reið, Sjálfstæðis- flokkur eða Framsóknarflokkur, enda eru þeir jafn sekir í þeim vondu málum sem þeir eru að steypa yfir þjóðina um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar. „Ánægjulegast er auðvitað að samkvæmt þessari könnun er ríkisstjórnin kolfallin.“ Getum ágætlega við unað Mér sýnist útkoman bág hjástjórnarflokkunum en ágæt hjá okkur og Samfylkingunni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. Hann segir flokk sinn vera að mælast hæst yfir kjör- fylgi og hann geti ágætlega við það unað. „Við höfum heilmik- inn hljómgrunn og ætlum okkur að innleysa hann næst þegar kosið verður og vonandi verður það sem fyrst.“ Hrökkvum ekkert við Já, við erum oft á þessu róli íykkar könnunum og auðvitað hefðum við þegið að hafa þessa tölu hærri,“ segir Val- gerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og v i ð s k i p t a r á ð - herra. Hún segir það svo með Framsóknarflokk- inn að hann mælist almennt ekki hár í könnunum en þegar komi til kosninga sé annað uppi á ten- ingnum. „Því hrökkvum við ekk- ert við þó við fáum ekki sérstak- lega góðar kannanir.“ Þjóðinni ofboðið Þetta ber keim af þeirri um-ræðu sem er núna í þjóðfé- laginu og ég held að þjóðinni of- bjóði framferði stjórnvalda í fjöl- miðlamálinu. Þótt Davíð Oddsson sé að hætta sem for- sætisráðherra þarf hann ekki að láta svona,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. Einhliða fréttir Að mínu mati endurspeglarþetta þann fréttaflutning sem hefur verið af fjöl- miðlafrumvarp- inu. Hann hefur verið mjög ein- hliða og því koma þesar tölur ekki á óvart,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Aukinn viðskiptahalli: Erlend neysla vex EINKANEYSLA Heildarvelta í greiðslukortaviðskiptum jókst um tæp þrettán prósent á fyrsta fjórð- ungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Slíkt þykir benda til aukningar einkaneyslu. KB banki segir innbyrðis breytingar hafa orð- ið milli greiðslumiðla milli ára, þannig að heildarvelta kreditkorta, debetkorta og ávísana hafi ekki auk- ist milli ára. Bankinn efast ekki um að einkaneysla sé að aukast þótt ekki megi draga þá ályktun af þess- um tölum. Hins vegar stingi í augu aukning erlendra færslna um 25 prósent, sem bendi til aukningar viðskiptahallans. ■ LYFJAVERÐ Í mörgum tilvikum leiða breytingar á reglu- gerð um lyfjakostnað til þess að greiðslur sjúklinga lækka umtalsvert, samkvæmt nýrri greinargerð lyfjadeildar Trygginga- stofnunar. 4, 7% 11 ,8 %12,7% 31,6% 4,9% FYLGI FLOKKANNA Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? B D F S U 15,3% 35,3% 32 ,1 % 40 ,8 % Nú 19. mars Kosningar 2003 10 ,1 % 7, 4% 8, 8% 31 ,0 % 33 ,7 % 17 ,7 % ENGINN BILBUGUR Friðrik er áfram með mörg verkefni í vinnslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.