Fréttablaðið - 28.04.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 28.04.2004, Síða 6
6 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hverju köstuðu enskir mótmælendur íhægri öfgamanninum Jean-Marie Le Pen síðustu helgi? 2Hvað er talið að hryðjuverkahópursem jórdönsk stjórnvöld handtóku hafi ætlað að myrða marga? 3Hvaða bandarísku leikkonu hafasamtök samkynhneigðra kvenna í San Francisco veitt viðurkenningu? Svörin eru á bls. 31 LÍKFUNDUR Rannsókn lögreglu á láti Vaidasar Jucevicius, sem fannst miðvikudaginn 11. febrúar í höfn- inni við netagerðarbryggjuna í Nes- kaupstað, er lokið og hefur málið verið sent ríkissaksóknara. Að sögn Arnars Jenssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkis- lögreglustjóra, var niðurstaða rann- sóknarinnar sú að engar frekari að- gerðir verða gagnvart fólki búsettu í Litháen og hefur þeim anga rann- sóknarinnar verið hætt. Þá segir hann niðurstöður á tæknilegum rannsóknum styðja þau sönnunar- gögn og þær grunsemdir sem rann- sóknin beindist strax að. Niðurstöð- ur DNA-rannsókna styðja dánar- stað Juceviciusar og þá lýsingu sem sakborningar hafa gefið. Ekkert nýtt hefur komið fram sem breytir framvindu málsins. Nokkrir aðrir en þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnars- son og Tomas Malakauskas eru taldir tengjast málinu minnihátt- ar. Er það ríkissaksóknara að ákveða hverjir verða ákærðir í málinu. Þar sem fyrirspurnir og aðgerðir lögreglunnar í Litháen og hér á landi leiddu ekki til nið- urstöðu er málið sent sem ein- stakt tilvik til ríkissaksóknara. ■ Bætur skipta engu Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir bótaskyldu sem ríkið kann að baka sér með lögfestingu takmarkana á eignarhaldi fjölmiðla léttvægar í samanburði við þá aðför sem gerð sé að grundvallarmannréttindum. FJÖLMIÐLAR „Skaðabætur í þessu máli skipta engu, þetta er miklu stærra og flóknara mál en svo. Þarna er vegið að tjáningarfrels- inu, atvinnurétti og eignarréttar- ákvæðum,“ segir Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að stefnt hafi í fá- tæklega fjölmiðlaflóru á Íslandi með Morgunblaðinu og Ríkis- útvarpinu en fjölbreytni hafi skapast með tilkomu þeirra miðla sem nú tilheyra Norðurljósum. Umræða ráða- manna hafi hins vegar um langa hríð öll beinst að einu fyrirtæki, Baugi, bæði áður en það eignaðist Frétta- blaðið, DV og ljósvakamiðla Norðurljósa og eftir. Það sé því ekki flókið að sýna fram á að fjölmiðla- frumvarpinu sé beint gegn Baugi. „Þetta frumvarp er algjörlega sniðið að þessu eina fyrirtæki, sem að minnsta kosti forsætis- ráðherra og dómsmálaráðherra er afar illa við af einhverjum ástæð- um. Það má meðal annars sanna með því að benda á að dómsmála- ráðherra hefur sagt að sá eða þeir sem ekki styðja frumvarpið á þingi skipi sér í lið með Baugs- mönnum og séu þar með að verja Baug. Ef hægt er að færa sönnur á það fyrir dómi að þetta frum- varp sem síðar verður að lögum, sé þannig til orðið, þá myndu dóm- stólar ekki knýja fram markmið laganna, vegna þess að svona lög eru í andstöðu við grunnreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þetta hefur í fræðiritum verið kallað valdníðsla af hálfu löggjafar- valdsins,“ segir Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. Ragnar segir að með frum- varpinu sé vegið að tjáningar- frelsinu, því eftir standi færri fjölmiðlar og umræðan verði eins- leitari á ný. „Það virðist vera markmiðið með frumvarpinu því það getur aldrei haft í för með sér aukna fjölbreytni á sviði fjölmiðla. Það hefur enginn haldið því fram að innan sam- steypunnar sem frumvarpið beinist gegn, séu hættulegir fjölmiðlar, ef undan er skilinn forsætisráðherra. Hann segir jafnan að öll gagnrýni í garð ríkisstjórnarinnar jafngildi árásum,“ segir Ragnar Aðalsteins- son og bætir við að atvinnufrelsinu sé með frumvarpi forsætisráðherra stefnt í hættu. „Hví skyldi einhver hætta á það að fara út í fjölmiðlun hér eftir þegar hann má vita að þegar hann segir eitthvað sem hentar ekki stjórnarherrunum hverju sinni þá verða bara sett lög sem útiloka hann,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Ragnar vildi taka sérstaklega fram að lögmannsstofa hans hefði í gegnum tíðina unnið einstök lög- fræðiverkefni fyrir fyrirtæki sem tengjast fjölmiðlasamsteypu Norðurljósa. the@frettabladid.is Frjálshyggjufélagið: Mótmælir frumvarpinu FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ „Ríkisstjórn- in er að fara inn á afar hættulega braut með frumvarpi sínu,“ segir í fréttatilkynningu frá Frjáls- hyggjufélaginu þar sem félagið vill koma á framfæri eindregnum mótmælum gegn fjölmiðla- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þá segir að í frumvarpinu felist mikil skerðing á tjáningar- og atvinnu- frelsi. Félagið vill benda á að alger- lega ótækt sé að gera greinarmun á tjáningarfrelsi og eignarhaldi á fjölmiðlum. Því til að boða skoð- anir þurfi alltaf einhvers konar fjölmiðla. Eina sem andstæðingar fréttaflutnings einstakra fjöl- miðla geta farið fram á er frelsi il að boða skoðanir sínar sjálfir með sínum hætti. ■ Samtök auglýsenda: Ósátt við vinnubrögð FJÖLMIÐLAFRUMVARP Stjórn Sam- taka auglýsenda er ósátt við það að stjórnvöld skuli ekki hafa kynnt sér sjónarmið auglýsenda þegar unnið var að skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum og lögð drög að frumvarpi sama efnis. Í yfirlýsingu frá stjórninni kemur fram að samtökin telji það óviðunandi að auglýsendur, sem séu annar meginviðskiptavina- hópur fjölmiðlanna, skuli hunsað- ir. Stjórn samtakanna segist vera á móti of mikilli samþjöppun á fjölmiðlamarkaði þar sem hún hljóti fyrr eða síðar að leiða til hærra verðs fyrir auglýsinga- pláss og minni samkeppni. Jafn- framt er stjórnin hlynnt því að markaðsráðandi fyrirtæki í öðrum rekstri eigi ekki hlut í fjöl- miðlum þar sem það geti leitt til þess að auglýsendum verði mis- munað. ■ icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins LÖGREGLAN HEFUR LOKIÐ RANNSÓKN Niðurstöður úr tæknilegum rannsóknum hafa stutt sönnunargögn og lýsingu sakborninga. Líkfundarmálið er komið til ríkissaksóknara: Rannsókn í Litháen hefur verið hætt Gera vel við bílinn: 12 milljóna bílastæði BANDARÍKIN, AP Bílastæði eru fjarri því ókeypis í dýrari hverfum Bostonborgar í Bandaríkjunum. Nýlega seldist bílastæði fyrir met- fé, andvirði rúmra tólf milljóna króna. Upphæðin er þó fjarri því sú hæsta sem hefur verið greidd fyrir bílastæði í Bandaríkjunum. Í New York fara bílastæði fyrir rúmar 18 milljónir króna og í San Francisco mega menn búast við að borga 15 milljónir fyrir bílastæði. Richard Phipps, eigandi fast- eignasölu í Boston, segir verð bíla- stæðanna jafnvel valda fasteigna- sölum undrun þegar það er orðið dýrara en þriggja herbergja íbúð. ■ Bandaríkjadalur 73.45 -0.41% Sterlingspund 131.52 0.11% Dönsk króna 11.74 0.03% Evra 87.32 0.02% Gengisvísitala krónu 123,29 0,02% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 274 Velta 2.904 milljónir ICEX-15 2.728 0,41% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 116.215 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 52.375 Landsbanki Íslands hf. 51.854 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 9,87% Pharmaco hf. 2,14% Marel hf. 1,00% Mesta lækkun Nýherji hf. -5,06% AFL fjárfestingarfélag hf. -2,12% SÍF hf. -1,59% Erlendar vísitölur DJ * 10.513,8 0,7% Nasdaq * 2.041,9 0,2% FTSE 4.575,7 0,1% DAX 4.134,1 0,2% NK50 1.511,9 0,2% S&P * 1.143,9 0,7% VOÐASKOT Lögreglan á Selfossi bíður þess að fá niðurstöður krufningar vegna voðaskotsins sem varð Ásgeiri Jónsteinssyni að bana þegar hann og tíu ára vinur hans léku sér með skamm- byssu við Gesthús á Selfossi í mars. Að sögn Ólafs Helga Kjart- anssonar er þáttur byssueigand- ans til skoðunar hjá embættinu. VEGIÐ AÐ GRUNDVALLARRRÉTTINDUM Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að með fjölmiðlafrumvarpi forsætis- ráðherra sé vegið að tjáningarfrelsi og eignarrétti. Auk þess sé atvinnufrelsi stefnt í voða. „Þetta hefur í fræðiritum verið kallað valdníðsla af hálfu löggjaf- arvaldsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.