Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 8
8 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
■ Bandaríkin
Bjartsýnin minnkar:
Svartsýnni á atvinnuástand
VÍSITALA Væntingavísitala Gallups
lækkaði í apríl eftir stöðuga
hækkun undanfarna mánuði. Vísi-
talan stóð í 120,2 stigum í apríl og
hafði lækkað um tólf stig milli
mánaða. Vísitalan er samsett úr
nokkrum undirvísitölum
þar sem mæld eru mat á
núverandi ástandi og
væntingum til næstu sex
mánaða. Könnuð eru við-
horf og væntingar til
efnahagslífs og atvinnu-
ástands.
Allar undirvísitölur
lækkuðu milli mánaða.
Mat á atvinnuástandi
lækkar mest. Vísitalan
hefur hækkað frá áramót-
um, þar til nú. Hún náði
hæsta gildi síðan í maí í
fyrra í mars síðastliðnum.
Sé hins vegar tekið tillit til árstíð-
arleiðréttingar hefur vísitalan
farið lækkandi frá áramótum.
Greining Íslands-
banka veltir upp hugsan-
legum ástæðum lækkun-
ar nú. Að undanförnu
hafi dregið úr atvinnu-
leysi en samt sem áður
séu fleiri svartsýnir en
bjartsýnir á atvinnu-
ástandið. Hugsanlega
geti verið um einhverja
óánægju vegna kjara-
samninga að ræða.
Greiningardeildin bend-
ir á aðra hugsanlega
skýringu á lækkun vísi-
tölunnar eða lækkandi
gengi krónunnar, en Íslandsbanki
segir sterka fylgni milli gengis
krónunnar og vísitölunnar. ■
Samið um lóðaskipti
og uppbyggingu
Nýr samningur ríkis og borgar um lóðaskipti gerir ráð fyrir byggingarréttindum Landspítala og
Háskóla Íslands við Hringbraut. Nefnd um uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss leggur
til að vinnu við deiliskipulag lóðarinnar verði lokið á fyrri hluta árs 2006.
HEILBRIGÐISMÁL Tekist hefur samn-
ingur milli Reykjavíkurborgar og
ríkisins um nýtingu lóða við Hring-
braut til uppbyggingar Landspítala
- háskólasjúkrahúss. Samningurinn
tryggir sjúkrahúsinu og Háskóla
Íslands byggingarréttindi meðal
annars á Umferðarmiðstöðvar-
reitnum svonefnda. Þórólfur Árna-
son borgarstjóri og Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra undirrit-
uðu samning þessa efnis í gær.
Samkvæmt honum er spítalanum
heimilað að reisa meira magn bygg-
inga á svæðinu við Hringbraut
heldur en orðið hefði samkvæmt
eldri samningi, að færslu Hring-
brautarinnar afstaðinni.
Lóðir Landspítala í Fossvogi
munu aftur falla undir Reykjavík-
urborg, að öðru leyti en því að aðal-
byggingu spítalans verður afmörk-
uð lóð, svo og húsum LSH milli
Álands og Bústaðavegar.
„Það er ánægjulegt að þessi
þáttur skuli vera búinn,“ sagði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra í
gær. „Þarna er búið að vinna grund-
vallaratriði sem þurfa að vera í
lagi, áður en menn halda lengra.
Gengið hefur verið frá lausum end-
um við borgina, sem gefur mögu-
leika á að stíga næstu skref varð-
andi forgangsröðum, fjármögnun-
arleiðir og loks ákvörðun um
hvenær hafist yrði handa.“
Samkvæmt áfangaskýrslu sem
nefnd um framtíðaruppbyggingu
Landspítala - háskólasjúkrahúss
skilaði til heilbrigðisráðherra í gær
er gert ráð fyrir mikilli uppbygg-
ingu spítalans á svæðinu við Hring-
braut. Jafnframt er gert ráð fyrir
að stofnanir Háskóla Íslands, sem
tengjast honum verði á Hringbraut-
arsvæðinu. Tillögur nefndarinnar
að forgangsröðun gera ráð fyrir því
að byrjað verði á framkvæmdum
við slysa- og bráðaþjónustu spítal-
ans. Næsti áfangi yrði uppbygging
rannsóknarstofnana. Í þriðja for-
gangi yrði uppbygging dag- og
göngudeilda spítalans og loks upp-
bygging legudeilda og endurgerð
þeirra sem áfram nýtast við Hring-
braut.
Í skýrslu nefndarinnar er gerð
tímaáætlun undirbúnings og fram-
kvæmda. Lagt er til að hönnunar-
samkeppni fari fram um skipulag
Landspítalalóðar og grunngerð
nýbygginga.
Í skýrslunni er lögð áhersla á
gott umferðaraðgengi að Hring-
brautarsvæðinu. Reykjavíkurborg
mun á sinn kostnað, en í samráði
við LSH og HÍ, tryggja gott aðgengi
milli svæða. Þannig tekur borgin
þátt í nauðsynlegri uppbyggingu
bílastæða og bílastæðahúsa innan
lóða Landspítala og mun verja til
þess samtals 500 milljónum króna á
verðlagi í maí 2003.
Mikið skipulagsstarf fer nú
fram innan Landspítala -
háskólasjúkrahúss. Á vegum heil-
brigðisráðuneytisins vinnur nefnd
undir stjórn Jónínu Bjartmarz að
því að marka spítalanum skýrari
stöðu í heilbrigðisþjónustunni, en
verið hefur. Samtímis vinnur
svokölluð stýrinefnd að stjórnun
vinnu notenda við undirbúning
byggingu nýs spítala við Hring-
braut.
jss@frettabladid.is
Þriggja mánaða fangelsi:
Maður stal
óútfylltum
lyfseðlum
DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var
dæmdur í þriggja mánaða fang-
elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir að hafa stolið óútfylltum lyf-
seðlum, sérlyfjaskrá, stimplum,
tveimur fartölvum. tölvudiskum
og fleiru af skrifstofu á Land-
spítalanum.
Tæplega tvítugur maður var
dæmdur í þriggja mánaða fang-
elsi skilorðsbunið fyrir að hafa
tekið við þýfinu og fundið kaup-
anda að annarri tölvunni. Sá
eldri rauf skilorð með broti
sínu. ■
BUSH VEX ÁSMEGIN Fleiri
Bandaríkjamenn eru sáttir við
frammistöðu George W. Bush
sem Bandaríkjaforseta nú en í
byrjun mánaðarins samkvæmt
nýrri skoðanakönnun, þrátt fyrir
blóðug átök í Írak. 48% eru sátt
við frammistöðu hans en 43%
ósátt. Einungis 36% telja Bush
hafa skýra stefnu um að ljúka
þátttöku Bandaríkjanna í Írak.
KLERKUR KÆRÐUR FYRIR MORÐ
Kaþólskur prestur í Ohio á sjö-
tugsaldri hefur verið ákærður
fyrir morðið á nunnu sem fannst
látin fyrir 24 árum síðan, hún
hafði verið stungin 30 sinnum.
Málið var tekið aftur til rann-
sóknar eftir að kona hélt því
fram að kaþólskir prestar hefðu
misnotað sig kynferðislega.
EIGNARHALD „Þingvellir eru auðvit-
að kirkjujörð,“ segir sr. Þórhallur
Heimisson, prestur í Hafnarfjarð-
arkirkju. Ríkisstjórnin lítur svo á
að Þingvellir séu í eigu ríkisins en
ekki þjóðkirkjunnar, að því er
fram kemur í greinargerð með
lagafrumvarpi forsætisráðherra
um þjóðgarðinn.
„Þegar Þingvallabær var reist-
ur árið 1930 þá var meðal annars
notað fé úr kirkjujarðasjóði til að
byggja húsnæðið,“ segir sr. Þór-
hallur. Hann bendir á að þó sam-
vinna hafi verið milli ríkis og
kirkju um rekstur Þingvalla á
undanförnum áratugum hafi
aldrei verið gengið frá samning-
um um eignarhald á jörðinni.
„Þetta mál hefur aldrei verið
klárað þannig að kirkjan á í raun-
inni enn þessa jörð og þennan
stað. Það sama á við um prests-
setrið sem er prestssetur en ekki
sumarbústaður forsætisráðherra
eða ríkisstjórnarinnar eins og
ráðamenn vilja vera láta.“
Þórhallur segir að kirkjan hafi
ítrekað óskað eftir viðræðum við
ríkisvaldið um þetta mál en fengið
dræmar undirtektir. ■
– hefur þú séð DV í dag?
Íbúar á
Baldursgötu
flýja
Malagafangann
GADDAFÍ Í EVRÓPU
Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi fór mikinn
þegar hann mætti í höfuðstöðvar fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Hann veifaði til stuðningsmanna sinna
fyrir framan höfuðstöðvarnar en lést ekki
taka eftir mótmælendum sem kölluðu
hann morðingja. Þegar inn var komið
afhenti Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, honum box með
myntum Evrópusambandsins. Gaddafí
spurði í gríni hversu verðmætar þær væru
en Prodi sagði þær sannast sagna lítils
virði, andvirði tæpra 2000 króna.
Breskir skólar:
Trúleysi í
námskrá
LONDON, AP Gera má trúleysi jafn
hátt undir höfði og helstu trúar-
brögðum í trúarbragðafræðslu í
breskum grunnskólum sam-
kvæmt nýrri samþykkt stjórn-
valda.
Kenna verður börnum í öllum
bekkjum breskra grunnskóla trú-
arbragðafræði. Höfuðáhersla er
lögð á kristna trú en einnig verður
að kenna börnum um önnur helstu
trúarbrögð heimsins. Nú er í
fyrsta skipti gert ráð fyrir að
kynna megi lífsskoðanir trúleys-
ingja fyrir nemendum en ákvörð-
un um það er í hendi skólastjórna
á hverjum stað. ■
SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON
„Þetta er borðleggjandi mál sem fulltrúar ríkis og kirkju þurfa að ræða,“ segir sr. Þórhallur
um þær deilur sem upp eru komnar um eignarhald á Þingvöllum.
Deilt um eignarhald á Þingvöllum:
Ekki sumarbústaður forsætisráðherra
SAMKOMULAG
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Árnason borgarstjóri undirrituðu samninginn fyrir hönd borgar og ríkis.
Apríl 125,8
Maí 136,8
Júní 117,9
Júlí 112,6
Ág. 115,3
Sep. 116,8
Okt. 125,2
Nóv. 120,9
Des. 104,2
Jan. 123,7
Feb. 127,5
Mars 132,9
Apríl 120,6
SVARTSÝNI UM
VINNU
Þrátt fyrir að atvinnu-
leysi fari minnkandi,
þá eykst svartsýnin
vegna atvinnuástand-
sins í væntingavísitölu
Gallups.