Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 11

Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Lögfræðistofa Reykjavíkur UPPGJÖR Fyrstu tvö uppgjör fyrir- tækja á aðallista Kauphallar Ís- lands ollu vonbrigðum. Nýherji og Straumur fjárfestingarbanki hafa birt uppgjör. Miklar væntingar voru gerðar til uppgjörs Straums enda vitað um mikinn gengis- hagnað á skráðum eignum félags- ins. Hagnaður fyrstu þriggja mánaða eftir skatta var tveir milljarðar króna, en greiningar- deildir bankanna höfðu vænst enn betri afkomu eða milli 2,5 og þriggja milljarða. Tap varð hins vegar af rekstri Nýherja upp á tæpar 32 milljónir. Greiningardeild KB banka segir uppgjör félagsins verulega undir væntingum. Greiningardeildin gerði ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði yrði 75 milljónir, en raunin varð fimm milljóna hagnaður. Í tilkynningu Nýherja eru helstu skýringar lakari afkomu sagðar að sala hefði farið hægar af stað á árinu en ráð var fyrir gert og kostnaður vegna nýrra hugbúnaðarverkefna sem enn væru ekki farin að skila tekjum. ■ 15 þúsund króna sekt: Vildi komast hjá gjöldum DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur mað- ur sem reyndi að komast hjá að borga tæplega þrjú þúsund krón- ur í aðflutningsgjöld var dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 15 þúsund krónur í sekt. Var hann dæmdur bæði fyrir skjalafals og tollalagabrot. Breytti maðurinn heildar- verði hlutanna sem hann keypti á um þrettán þúsund krónur í þrettán hundruð krónur. Vörurn- ar, sem maðurinn keypti í gegn- um bandaríska vefsíðu, voru gerðar upptækar. ■ BORIN Á KJÖRSTAÐ Kosningar fóru fram í Indlandi í fyrradag, fjölmennasta lýðræðisríki heims. Blóðugar kosningar: Sex felldir á kjörstöðum INDLAND, AP Þrír slösuðust í tveim- ur sprengjuárásum á kjörstaði í indverska hluta Kasmír en það þótti vel sloppið þegar Indverjar greiddu atkvæði í þriðju umferð þingkosninga. Annars staðar voru árásirnar blóðugri og kostuðu sex einstaklinga lífið. 33 hafa látið lífið síðan kosningarnar hófust fyrir viku. Atal Bihari Vajpayee forsætis- ráðherra kvaðst sigurviss og bjóst við að halda starfi sínu næstu fimm árin. Rahul Gandhi, hvers faðir, amma og langafi voru forsætisráðherrar, var í framboði ásamt móður sinni í einu helsta vígi Congressflokksins. ■ Tveir jeppar ultu: Ökumaður- inn dottaði UMFERÐARÓHAPP Jeppi sem var að draga bilaðan jeppa á kerru fór út af veginum og valt á Borgarfjarð- arbraut við Árból, skammt frá Hvanneyri, um klukkan fjögur að- faranótt þriðjudags. Jeppinn lenti í lausamöl í vegkantinum með þeim afleiðingum að kerran fór út af veginum og jeppinn sem var bilaður kastaðist af henni. Þá kom slinkur á jeppann sem dró kerruna og hann valt út af. Fjórir voru í bílnum og sluppu þeir með minniháttar áverka, enda allir í bílbeltum. Báðir jepp- arnir eru mikið skemmdir og voru þeir dregnir á brott með kranabíl. Að sögn lögreglu er talið að öku- maðurinn hafi dottað. ■ Ástralía: Framdi 80 kynferðisbrot KYNFERÐISBROT Fertugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir alls 80 kynferðisbrot á ungum dreng í norðurhluta landsins. Áttu brotin sér stað á tímabilinu 1993–1998 en drengurinn er 19 ára í dag. Telur lögregla sig hafa nægar sannanir til að dæma manninn mörgum sinnum til lífs- tíðarfangelsis en réttarhöld yfir manninum hefjast í næstu viku. ■ Fyrstu uppgjör ársins: Vonbrigði á markaðnum MIKLAR KRÖFUR Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, skilaði góðum hagnaði af starfsemi bankans fyrstu þrjá mánuði ársins. Mikil bjart- sýni var um afkomuna og urðu sumir fyrir vonbrigðum með hana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.