Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 16
Davíð vígði Stöð 3 Davíð Oddsson var heldur ósáttur við Fréttablaðið þegar hann ræddi við blaða- menn í Alþingishúsinu á mánudaginn. Meðal efnis í blaðinu þann dag var upp- rifjun á þátttöku hans fyrir nokkrum árum í stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Ísfilm sem vera átti í sameign Reykjavíkurborg- ar, Sambandsins, Morgunblaðsins, DV og fleiri fjársterkra aðila. Þá þótti honum ekkert athugavert við eigna- tengsl ljósvakamiðla og dagblaða sem nú á að banna. Það hefur síðan rifjast upp fyrir okkur að þegar Stöð 3, sem Morgun- blaðið átti hlut í, var hleypt af stokkunum 24. nóvember 1995 var það enginn annar en Davíð Oddsson sem stýrði vígslunni. Segir í Morgunblaðsfrétt daginn eftir: „Forsætisráðherra óskaði stöðinni og áhorfendum til hamingju með áfangann og nýja möguleika í sjón- varpsflórunni.“ Getur verið að það sé ekki sama hverjir eiga fjölmiðlana? Ekki í Mogganum Ummæli Haraldar Sveinssonar stjórnar- formanns Árvakurs, um fjölmiðla- frumvarp forsætisráðherra voru í öllum fjölmiðlum fyrir helgina. Sterklega orðuð gagnrýni hans þótti hvarvetna fréttnæm nema í einum fjölmiðli sem ekki hefur birt stafkrók um málið. Skoðanir Haraldar þykja greinilega ekki eiga erindi við lesendur Morgunblaðsins. Snjallir Leikfélagsmenn? Er þetta tilviljun eða eru þeir svona snjallir hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Búnir að finna út hvernig á að láta reksturinn, sem gengið hef- ur á afturfótunum, ná festu á ný? Í nýja stjórn félagsins, sem valin verður á kjörfundi í byrjun maí, ætla þeir að fá Ingu Jónu Þórðardóttur, forystumann í Sjálfstæðisflokknum og eiginkonu fjár- málaráðherra, sem formann, Ágúst Einars- son, prófessor úr Samfylkingunni, og Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðs- ins, auk leikaranna Mörtu Nordal og Ellerts A. Ingimundarsonar. Sumum þykir þetta nokkuð góð uppskrift fyrir opinberar fjár- veitingar og þóknanlega fjölmiðla- umfjöllun. F jölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar byggir ekki á málefna-legum forsendum. Takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla eróhugsandi nema tæknilegar hindranir séu fyrir því að allir sem vilja geti stofnað og haldið úti fjölmiðli. Ef engar slíkar hindran- ir eru fyrir hendi eru slíkar reglur ekkert annað en brot á tjáningar- frelsi manna og atvinnufrelsi – tilraun til að setja löngun stjórnvalda til að stjórna fjölmiðlaumhverfinu ofar þessum mannréttindum. Það geta allir sem vilja stofnað dagblöð. Á meðan efni þeirra stangast ekki á við ákvæði laga um vernd einkalífs, meiðyrði eða önnur ákvæði sem varða takmarkanir á ritfrelsi getur enginn amast við útgáfu dagblaða. Þá gildir einu hvort einhver vill kaupa blaðið, auglýsa í því eða lesa það. Ef einhver kærir sig um getur hann gefið út dagblað sem á sér engan rekstrargrundvöll, engan hljómgrunn og engan sýnilegan tilgang – á sama hátt og mönnum er frjálst að gefa út dagblöð með hverjum þeim tilgangi sem þeir sjáfir leggja í útgáfuna. Þetta er óskoraður réttur hvers borgara, hvers fyrirtækis og félags í öllum lýðræðislegum samfélögum veraldar. Ástæða þess að útvarps- og sjónvarpsrekstur er víða leyfis- skyldur og leyfi eru veitt með ýmsum skilmálum er að tíðnisvið til útsendinga eru takmörkuð auðlind. Það geta ekki allir sem vilja sent út útvarps- eða sjónvarpsdagskrá. Þetta er ekki raunin hér- lendis. Hér er enn nóg til af rásum fyrir þá sem vilja stofna og halda úti útvarps- eða sjónvarpsdagskrá. Með stafrænum sending- um verður til gnægð slíkra rása. Af þessum sökum er frumvarp Davíðs Oddssonar ekki aðeins árás á mannréttindi og grundvallarreglur samfélagsins heldur þarflaust með öllu ef litið er til almannahagsmuna eða almennra viðhorfa. Þegar engar tækni- eða efnislegar forsendur liggja til þess að takmarka eignarhald á fjölmiðlum er slík ráðagerð aðför að lýðræðislegum grundvelli samfélagsins. Nú má vera að í samfélaginu séu uppi mismunandi skoðanir um hverjir eru heppilegastir eigendur fjölmiðla og hverjir óheppi- legri. En það á einnig við um flest annað. Davíð gæti örugglega út- búið lista yfir menn og fyrirtæki sem honum finnst óheppilegt að eigi verslanir, banka – hvað eina. Það má meira að segja vel vera að honum finnist óheppilegt að KR sé Íslandsmeistari í fótbolta. En það skiptir engu máli. Það fylgir opnu og lýðræðislegu samfélagi að innan þess séu uppi alls kyns skoðanir. Hæstarétti fannst til dæm- is tveir umsækjendur um starf hæstaréttardómara heppilegir en Birni Bjarnasyni fannst heppilegra að skipa þann þriðja og kæru- nefnd jafnréttisráðs heppilegra að ráða þann fjórða. Það eina sem skiptir máli er að hér gildi réttlátar almennar reglur og lög sem byggja á viðurkenndum grundvallarreglum. Það gerir frumvarp Davíðs Oddssonar ekki. Í því felst mismunun og í því er ekkert réttlæti. En sem kunnugt er er ríkisvald án rétt- lætis ekkert annað en bófaflokkur – svo vitnað sé til Ágústínusar kirkjuföður. ■ 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Takmörkun á tjáningarfrelsi án efnislegra forsendna er árás á grundvöll samfélagsins. Ríkisvald án réttlætis er bófaflokkur degitildags@frettabladid.is Eflum og skerpum skoðana- skiptin á vettvangi Fréttablaðsins Nokkrar breytingar á skoðana- vettvangi Fréttablaðsins koma til framkvæmda í dag og næstu daga. Snúa þær bæði að efnistök- um og útliti. Markmiðið er að efla og skerpa þjóðfélagsumræðuna í blaðinu. Í höfuðdráttum verður skoðun- um, ábendingum og athugasemd- um um málefni líðandi stundar framvegis komið á framfæri í blaðinu með eftirfarandi hætti: Í fyrsta lagi með ýmiskonar efni sem unnið er af starfsmönn- um ritstjórnar. Verður leitast við að upplýsa lesendur um ólík sjón- armið í umræðum dagsins, segja frá mönnum og málefnum og straumum og stefnum í þjóðfélag- inu. Aukið verður smám saman við efni af þessu tagi sem fyrir er í blaðinu. Í öðru lagi með daglegum pistl- um fastra penna og reglulegum greinaskrifum frá hópi fólks utan ritstjórnar. Mun blaðið eiga frum- kvæði að því að sækja slíkt efni til fólks utan blaðsins í samræmi við þjóðfélagsumræðuna hverju sinni. Er að því stefnt að höfundar efnis komi víða að úr þjóðfélag- inu, búi að fjölbreyttri menntun, reynslu og sérþekkingu, hafi mis- munandi sýn á Ísland og umheim- inn og ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Auk pistla er ætlun- in að að teikningar af ýmsu tagi, eftir erlenda og innlenda höfunda, birtist á skoðanavettvangnum. Meðal þeirra sem leggja okkur lið á því sviði er Hallgrímur Helga- son, rithöfundur og myndlista- maður, með persónu sinni Grim sem framvegis birtist í fötudags- blaðinu. Síðast en ekki síst býðst öllum lesendum að senda efni sem birt verður í dálknum Bréf til blaðsins. Er það efni vel þegið og hvetjum við lesendur til að senda okkur línu. Sérstaklega hvetjum við kon- ur til að láta í sér heyra, en þær hafa því miður verið í miklum minnihluta þeirra sem senda okk- ur efni. Eldri kynslóðin, sem ætti að hafa fleiri næðisstundir til skrifta en yngra fólk, mætti líka vera duglegri við að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Við kjósum helst að þetta verði ör- stuttar athugasemdir, sjónarmið, ádrepur eða leiðréttingar sem verði ekki nema 50–200 orð að lengd. Því gagnorðari sem bréf eru því fyrr verða þau birt. Sann- leikurinn er sá að stutt og hnitmið- að efni kemst betur til skila hjá lesendum dagblaða en langlokur. Bréfriturum verður boðið að birta lengri gerð bréfs sem grein á nýj- um skoðanavettvangi á vefnum Vísir.is, en hann mun birtast stór- efldur í nýjum búningi í næsta mánuði. Á Vísi verður boðið upp á skoðanaskipti af öðru tagi en áður hafa sést á íslenskum vefjum. Verða náin og gagnvirk tengsl á milli umræðna á vefnum og í blað- inu eins og síðar mun koma nánar í ljós. Þannig munu t.d. athuga- semdir sem lesendur á netinu gera við skrif Fréttablaðsins að einhverju leyti rata í blaðið sjálft. Lengri aðsendar greinar verða áfram birtar í Fréttablaðinu ef efnið er talið mikilvægt innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Annað að- sent efni verður birt eftir mati hverju sinni. Ástæðan fyrir því að sú leið er farin að flytja skoðanaskipti og umræður að nokkru leyti yfir á netið er tvíþætt. Annars vegar stafar það einfaldlega af því að blaðinu berst á degi hverjum meira efni en það getur með góðu birt miðað við það rými sem til ráðstöfunar er. Í stað þess að láta efnið annaðhvort bíða birtingar von úr viti eða leggja það til hlið- ar birtum við það í heild á um- ræðuvettvangi blaðsins á netinu og vísum til þess með úrdrætti í blaðinu sjálfu. Hins vegar er ljóst að netnotkun hér á landi er gífurlega mikil og sýna kannanir að yfir 80% heimila á landinu hafa aðgang að netinu. Þar fara nú þegar fram lífleg skoðana- skipti og má jafnvel segja að drjúgur hluti hinnar almennu þjóðfélagsumræðu hafi fundið sér þar farveg, ýmist á pólitísk- um vefritum, á spjallsíðum eða í bloggi. Fjölmennur hópur Íslend- inga sem búsettur er utan land- steinanna les Fréttablaðið nú þegar eingöngu á netinu. Við treystum því að allur þorri les- enda blaðsins, sem áhuga hefur á þessu efni, muni ekki einskorða lesturinn við skoðanasíður blaðs- ins heldur kynna sér einnig efnið sem í boði verður á netinu. Hið nýja form umræðuvett- vangsins er ekki alskapað í upp- hafi. Það mun mótast smám sam- an en verður jafnframt í stöðugri endurskoðun. Við þiggjum með þökkum allar ábendingar og til- lögur. Markmiðið með þessum breytingum er að efla og skerpa þjóðfélagsumræðuna sem fram fer á síðum blaðsins. Rétt er að hafa í huga að það er tiltölulega stutt síðan Fréttablaðið var opnað fyrir almennum skoðanaskiptum í formi aðsendra greina. Hefur reynst mikill áhugi á því að nýta sér þennan vettvang. Blaðið hefur hins vegar ekki áhuga á taka upp þann ósið, sem önnur dagblöð komu á fyrir mörgum árum, að birta nánast allt aðsent efni, óháð því hversu áhugavert það er eða hvort það teljist eiga erindi við lesendur. Fréttir blaðsins eru skrifaðar og birtar eftir faglegu mati. Við teljum tímabært að sama gildi um aðsendar greinar, að dagblöð leitist einnig við að leggja faglegt mat á slíkt efni í þágu lesenda. Einnig að þau hafi frumkvæði að því fá fólk úti í þjóðfélaginu til að leggja orð í belg, ekki síst ef það hefur sér- þekkingu á málum sem eru ofar- lega á baugi. Það er engum greiði gerður með því að birta gagnrýn- islaust hvaðeina sem rekur á fjör- urnar. Það er von og trú ritstjórnar Fréttablaðsins að þær breytingar og nýjungar sem framundan eru falli lesendum í geð, enda eru þær gerðar í því eina augnamiði að þjóna þeim betur. Efni frá lesendum sem berst á tölvutæku formi nýtur að öðru jöfnu forgangs. Netfang fyrir allt aðsent efni til blaðsins er greinar@frettabladid.is. ■ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Í DAG Breytingar fram undan ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Er þá ekki hægt að vera í bæði? „Mér finnst auðvitað sárt að Hreinn (Loftsson) skuli frekar kjósa að vera í Baugi en Sjálf- stæðisflokknum.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra um ákvörðun Hreins að segja sig úr Sjálf- stæðisflokknum. Fréttablaðið 27. apríl. Gott lyktarskyn „Ég finn ilm af banönum.“ Ævar Örn Jósepsson rithöfundur um frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. DV 27. apríl. Tímabært frumvarp „Það var tímabært að hér kæmi fram frumvarp að lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Ástæð- an er fyrst og fremst og eingöngu sú, að þróunin á fjölmiðlamark- aðnum hér gefur tilefni til þess.“ Leiðari Morgunblaðsins. 27. apríl. FRÁ DEGI TIL DAGS Markmiðið með þessum breytingum er að efla og skerpa þjóðfélagsumræðuna. ,, Það eina sem skipir máli er að hér gildi réttlátar almennar reglur og lög sem byggja á viðurkenndum grundvallarreglum. Það gerir frumvarp Davíðs Oddssonar ekki. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.