Fréttablaðið - 28.04.2004, Side 26

Fréttablaðið - 28.04.2004, Side 26
Ætli ég fari ekki bara upp íhesthús með tertur og kaffi,“ segir María Lovísa fatahönnuður en hún nær 49 ára aldrinum í dag. „Ég er mikil hestakona og er með hesta upp í Andvara. Þangað hef ég boðið til mín fólki áður. Það er alltaf gaman að fá vini og fjöl- skyldu til sín í heimsókn og það er viss sjarmi yfir því að gæða sér á glóðvolgum vöfflum upp í hest- húsi.“ María Lovísa hélt upp á tuttugu ára afmæli verslunar sinnar í fyrra og segist vera mikil afmæl- iskona. „Mér finnst sérstaklega gaman að halda upp á stórafmæli. Fertugsafmælið mitt hélt ég í Þrastarheimilinu í Hafnarfirði, bauð um hundrað manns og sló upp balli með hljómsveit. Ég er ekki byrjuð að skipuleggja fimm- tugsafmælið á næsta ári en mér þætti viðeigandi að slá bara upp hlöðuballi í tilefni dagsins.“ María Lovísa hefur hannað ófáa afmæliskjólana í gegnum tíð- ina. „Konur leggja mikla áherslu á að klæðast fallegum dressum þeg- ar þær eiga stórafmæli,“ segir María Lovísa, sem hefur saumað kjóla á fjölmargar þekktar konur í samfélaginu, leikkonur, stjórn- málakonur og forsetafrúr. „Af afmæliskjólunum er mér þó minnisstæðastur kjóll sem ég hannaði á konu sem var að fara að halda upp á áttræðisafmælið sitt.“ María hefur einnig hannað afmæliskjóla á sjálfa sig. „Ef ég ætti að hanna afmæliskjól í ár yrði hann svartur og hvítur en stórafmælið mitt er ekki fyrr en á næsta ári og tískan breytist svo ört að það er ómögulegt að segja til um hvernig næsti afmæliskjóll mun líta út.“ ■ Þennan dag árið 1945 voruítalski einræðisherrann og leið- togi fasistaflokksins þar í landi, Benito Mussolini, og hjákona hans Clara Peacci tekin af lífi. Ítalskir andófsmenn handtóku parið og myrtu þau þegar Mussolini og Peacci voru á flótta á leið til Sviss. Hinn 61 árs fyrrum einræðis- herra Ítalíu hafði verið gerður að táknrænum valdahafa þýsku lepp- stjórnarinnar á Norður Ítalíu við stríðslok. Þegar bandamenn fikruðu sig upp Ítalíuskagann og ósigur Öxulveldanna varð augljós íhugaði Mussolini endalok sín. Mussolini vildi ekki falla í hendur Breta eða Bandaríkjamanna og vit- andi það að kommúnistaflokkur- inn, sem hafði barist við leifar landlausra fasista og leynisamtaka í norðri, myndi meðhöndla hann sem glæpamann, ákvað hann að gera tilraun til að flýja til Sviss sem var hlutlaust land í stríðinu. Hann og Clara Peacci höfðu það að svissnesku landamærunum en þar dulbjuggu þau sig með því að klæðast herklæðum og vonuðust þannig til að geta smeygt sér inn í Austurríki með þýskum hermönn- um. Ekki heppnaðist dulbúningur- inn betur en svo að andófsmenn komu auga á Mussolini og Petacci. Andófsmennirnir skutu þau og lík þeirra voru flutt til Mílanó þar sem þau voru hengd upp á hvolf þannig að almenningur gæti sýnt þeim óvirðingu. ■ ■ Þetta gerðist 1789 Áhöfnin á herskipinu Bounty gerir uppreisn og skilur William Bligh skipstjóra og 18 áhafnarmeðlimi eftir á reki í Suður-Kyrrahafinu. 1947 Landkönnuðurinn Thor Heyerdahl leggur upp í 4.300 mílna siglingu, á fleka, frá Perú til Pólinesíu. 1967 Cassius Clay (Mohammed Ali) neitar að ganga í bandaríska her- inn af trúarlegum ástæðum. 1969 Charles de Gaulle, forseti Frakk- lands, lætur af embætti. 1990 Broadway-söngleikurinn A Chorus Line hættir eftir 6.137 sýningar. 1996 Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ber vitni í Whitewater-málinu. 2000 Fimm manns farast þegar maður, sem virtist knúinn kynþátta- fordómum, hóf skotárás í úthverfi Pittsburgh. AFTAKA Lík Mussolini og Peacci voru hengd upp í Mílanó til merkis um að Mussolini væri sannanlega allur og stríðinu lokið. 18 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Nýjar bækur ■ Afmæli Júlíus Brjánsson, leikari og hestamaður, er 53 ára. Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri er 48 ára. Gunnar Karlsson myndlistarmaður er 45 ára. Andrés Magnússon blaðamaður er 39 ára. ■ Andlát Bjarni Hans Gunnarsson, Teigaseli 5, Reykjavík, lést laugardaginn 24. apríl. Guðfinna Helgadóttir frá Ey, Njálsgerði 10, Hvolsvelli, lést laugardaginn 24. apríl. Guðmann Heiðmar lést sunnudaginn 25. apríl. Hreggviður Daníelsson frá Bjargshóli, Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis á Ásbraut 9, Kópavogi, lést laugardaginn 24. apríl. Ingiríður Elísabet Ólafsdóttir, Breiða- gerði 9, Reykjavík, lést laugardaginn 24. apríl. Jóhanna Sveinsdóttir sjúkraliði, lést laugardaginn 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jónína Margrét Jónsdóttir frá Fjalli, Öldustíg 8, Sauðárkróki, lést föstudaginn 23. apríl. María Bjarnason frá Bakka, síðast til heimils að dvalarheimilinu Skálahlíð, Siglufirði, lést sunnudaginn 25. apríl. Lilja Bernódusdóttir lést laugardaginn 24. apríl. Pálmi Sævar Þórðarson matsveinn, lést laugardaginn 24. apríl. ■ Jarðarfarir 10.30 Guðrún Magnúsdóttir, Skúlagötu 72, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Guðrún S. Steingrímsdóttir, verður jarðsungin frá Neskirkju. RITIÐ – Tímarit Hugvísindastofn- unar er komið út. Efni Ritsins er fjölbreytt að vanda en megin- þema heftisins að þessu sinni er Dauðinn. Álfrún Gunnlaugsdóttir fjallar um frásagnir þeirra sem lifðu af vist í fangabúðum nas- ista, m.a. um bók Leifs Muller, Ís- lendings sem var tvö ár í Sach- senhausen og gaf út bók um reynslu sína strax árið 1945. Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um uppvakninga sem minni í nútíma- menningu og tengsl þess við önn- ur menningarfyrirbæri, eins og t.d. pönkið. Jens Lohfert Jørgen- sen glímir við dauðann í verkum danska rithöfundarins J. P. Jacob- sen út frá kenningum franska hugsuðarins Maurice Blanchot og veltir því fyrir sér hvort hlutverk skáldskaparins sé ekki öðrum þræði að tákngera dauðann, þ.e. tjá það tóm sem dauðinn er. Guðni Elísson tekur til umfjöllun- ar ljóðlist Steinunnar Sigurðar- dóttur í tvöföldu ljósi langrar hefðar tregaljóða í vestrænum bókmenntum og þess uppbrots á hefðinni sem felst í nýrri stöðu konunnar sem skálds en ekki lengur þess tákns sem skáldið af karlkyni yrkir um. Ritið fæst í flestum bókaverslun- um. Einnig er hægt að nálgast það hjá Hugvísindastofnun. 28. apríl 1945 BENITO MUSSOLINI ■ Ítalski einræðisherrann og fasistinn var tekinn af lífi þennan dag árið 1945 ásamt hjákonu sinni Clöru Peacci. Afmæli MARÍA LOVÍSA ■ Fatahönnuður er 49 ára í dag. Í tilefni dagsins ætlar hún að baka vöfflur og bjóða vinunum upp í hesthús. JAY LENO Sjónvarpsmaðurinn og grínarinn Jay Leno er 54 ára í dag. 28. apríl Ég hef nánast allan minn starfs-feril tekið þátt í að byggja upp eitthvað nýtt og verið í stjórnun- arstöðu þar sem miklar breyting- ar eru í gangi,“ segir Hrönn Pét- ursdóttir, sem nýlega hefur verið ráðin starfsmanna- og kynningar- stjóri Fjarðaáls sem fyrirhugar að reisa álver í Reyðarfirði. „Þetta hefur iðulega verið í ein- hverri starfsemi þar sem starfs- mannaþróun og menntun starf- manna hefur verið mikilvægur þáttur þannig að þetta er ekki ókunnugur heimur fyrir mér. Mér fannst þetta verkefni líka vera spennandi strax í upphafi.“ Hrönn verður búsett í Fjarða- byggð og segist vera að leita sér að húsnæði. „Ég ólst upp út á landi, bæði á Ólafsfirði og Akur- eyri, þannig að mér er ekki ókunn- ugt að búa utan Reykjavíkur,“ segir hún og hlær. Þar að auki hef- ur hún undanfarin ár unnið á Snæ- fellsnesi við undirbúningsvinnu í tengslum við stofnun nýs fram- haldsskóla. „Ég bý ein, en mun gera Aust- urland að minni fjölskyldu. Það er mjög mikið um að vera fyrir aust- an. Fólk er mjög samhuga um hvað þetta er stórt verkefni og hvað það er mikilvægt að hlutir gangi vel fyrir sig.“ Þar sem hún hefur ekki enn tekið til starfa er eðlilega erfitt að meta hvernig starfið mun reyn- ast. „Það verður mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á hvaða áhrif Fjarðaál hefur á svæðið. Það munu verða miklir fólksflutning- ar á mjög stuttum tíma. Við verð- um bara að reyna að sjá til að allt gangi sem best fyrir sig.“ ■ Tímamót HRÖNN PÉTURSDÓTTIR ■ Nýr starfsmanna- og kynningarstjóri Fjarðaáls. Spennandi tímar framundan HRÖNN PÉTURSDÓTTIR Mikið undirbúningsstarf er óunnið áður en Fjarðaál tekur til starfa 2007. Sjálf hefur hún störf 4. maí. Stórafmæliskjólar og hlöðuball Mussolini tekinn af lífi MARÍA LOVÍSA Segir afmæliskjólinn í ár vera svart- hvítan en hannar þó ekki kjól á sjál- fa sig nema á stórafmælum og bíð- ur því spennt til næsta árs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.