Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 27
19MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Þegar Bjarki Bragason skráðisig í hollvinafélag þýsku menn- ingarstofnunarinnar Goethe- Zentrum var honum fagnað sér- staklega. Peter Weiss, forstöðu- maður Goethe-Zentrum, afhenti honum bæði blómvönd og bóka- gjöf. Það hittist nefnilega svo á að Bjarki varð meðlimur númer 2000 í hollvinafélaginu, sem annast rekstur stofnunarinnar. Sex ár eru síðan Goethe-stofnun- inni hér á landi var lokað, en jafn- skjótt var opnuð ný Goethe-miðstöð sem tók við hlutverki stofnunarinnar. „Þetta var einkavæðing. Við sem vinnum hér erum ekki lengur starfsmenn þýska sambandsríkis- ins með launum og eftirlaunum, heldur erum við starfsmenn Holl- vinafélagsins,“ segir Peter Weiss. „Fyrir notendur breyttist hins vegar ekkert. Við erum með sama gamla bókasafnið og sömu dag- skrána, kvikmyndasýningar og fleira.“ Þeir sem voru með bókasafns- skírteini frá gömlu Goethe-stofn- uninni héldu gamla númerinu sínu, en síðan hafa bæst við tæp- lega 700 manns, allt áhugafólk um þýska menningu og tungu. ■ Félögum Goethes fjölgar             !!"#$%%!# %&'%#()*+,'%%%--%%'./ 0,& ,1%%!1%#'2          ! " 4 5+       %   %               %  4 6%         %   4        %      %  %    4 7 0  %  %   "            %        %  #    $ "8 9  .$:;<'=$:; % ":=;;;    #3%"-"' %%4'567789:9  $56778;:: 0-<#2     &  >               %   "    %        %      %  /    +     %     %   0 %           % % %   Unnsteinn Kristinn Hermanns-son, kúabóndi í Laxárdal, er að byggja sér nýtt fjós. Hann býst við að flytja inn um mánaðamótin. Nýja byggingin er með legubása fyrir fjörutíu og átta kýr auk kálfastíu og sjúkrabása. Unnsteinn tók við kúnum á Leiðólfsstöðum 1997 af foreldrum sínum. Sama ár byggði hann sér nýtt íbúðarhús á jörðinni og býr hann nú á Leiðólfsstöðum II. „Ég ætla að flytja inn um mán- aðamótin. Það verður þvílíkur munur að komast í nýja fjósið,“ segir Unnsteinn, sem mun færa sig mun nær nútíma búskap við flutninginn. „Það verður mjalta- gryfja í nýju byggingunni þar sem ég get mjólkað tíu kýr í einu. Í dag tekur það mig um fjóra tíma að mjólka og gefa en þegar allt verður farið að ganga sinn vana- gang í nýja fjósinu kem ég til með að klára mjaltirnar á einum tíma.“ Nokkrir verktakar hafa unnið tæknivinnu við verkið og vinir og vandamenn hafa einnig eitthvað hjálpað til. En mestmegnis hefur Unnsteinn haft hjá sér einn smið. Nú þegar sér fyrir endann á vinnu þeirra standa þeir stoltir eftir. „Mér voru veitt verðlaun fyrir að vera bjartsýnismaður ársins á síðasta þorrablóti enda er þetta fyrsta fjósið sem byggt er í Laxárdalnum í tuttugu ár. Ef maður dettur ekki í það þegar þetta er tilbúið þá er eitthvað að manni,“ segir Unnsteinn og glott- ir þegar hann er inntur eftir þeirri hefð að halda reisugill þeg- ar bygging rís. ■ Búskapur UNNSTEINN KRISTINN HERMANNSSON ■ er að reisa nýtt fjós og ætlar að fá sér í staupinu við verklok. Fyrsta fjósið í Laxárdal í tuttugu ár BYLTING Það verður bylting fyrir Unnstein að komast í nýja fjósið. Goethe-miðstöðin ■ Tvö þúsund manns hafa nú skráð sig í hollvinafélag þýsku menningarstofnunar- innar Goethe Zentrum. Um þessar mundir eru um það bil 400 þeirra virkir í félaginu. SKIPVERJAR TÝS Á KOLBEINSEY Skipverjar á varðskipinu Tý réðust til uppgöngu á Kolbeinsey fyrir stuttu þegar varðskipið átti leið þar fram hjá. Kolbeinsey, sem er nyrsti hluti Íslands fer stöðugt minnkandi og brotnar sífellt af henni norðan- og austanverðri. Eftir að alþjóðlegar samþykktir tókust um að miða 200 mílna lögsögu við Kolbeinsey, þrátt fyrir að eyjan sökkvi í sæ, hafa Íslendingar hætt að reyna að halda eyjunni við með steypu. FÉKK BLÓMVÖND OG BÓKAGJÖF Bjarki Bragason, meðlimur númer 2000 í Hollvinafélagi Goethe-Zentrum, fékk blómvönd og bókagjöf frá Peter Weiss forstöðumanni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.