Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 30
Fyrir síðustu helgi gaf popp-sveit Íslands, Írafár, út sinn
fyrsta DVD-disk. Eða það er að
segja ef ekki er talinn með fylgi-
diskur sem gefinn var út með sér-
útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar,
Allt sem ég sé.
„Þarna er nú meira og minna
allt sem hefur komið út sjónrænt
með hljómsveitinni Írafár,“ segir
Vignir Snær Vigfússon, gítarleik-
ari og lagahöfundur, um diskinn
sem ber einfaldlega nafn sveitar-
innar. „Öll myndböndin, gerð
myndbandanna „Fáum aldrei
nóg“ og „Allt sem ég sé“, og
útgáfutónleikarnir okkar sem við
héldum fyrir jólin. Svo er líka
þátturinn sem var tekinn upp við
gerð síðustu plötu.“
Þátturinn sem Vignir talar um
er heimildarmyndin sem fjallaði
um gerð síðustu plötu, Nýtt upp-
haf, sem seldist í þúsundum ein-
taka fyrir síðustu jól. Þar er
meðal annars fylgst með sveitinni
við upptökur í Orlando, þangað
sem sveitin fór til þess að skipta
um vinnuumhverfi.
„Það fór myndatökumaður með
okkur þessar tvær vikur og fylgd-
ist með,“ segir Vignir, og viður-
kennir að hafa verið mjög meðvit-
aður um myndavélina á meðan
myndatökumaðurinn ráfaði í
kringum þau. „Við leigðum okkur
hús og það var voðalega þægilegt
að vinna. Maður var svo sem orð-
inn vanur myndatökumanninum
undir lokin. En Guð, hvað ég
myndi ekki vilja vera stjarna í
raunveruleikasjónvarpsþætti.“
Írafár eru frekar róleg í einka-
lífinu og Vignir segist halda að
þau séu frekar eðlileg. Það er því
lítið um skandala í heimilda-
rmyndinni. Í mesta lagi drukkið
te og svo talið í lagið.
Vignir segir DVD-diskinn lík-
legast vera einu eiginlegu útgáfu
hljómsveitarinnar á árinu en hún
hefur ákveðið að vera ekki með í
jólaslagnum í ár. Hann á þó von á
því að Írafár sleppi tveimur nýj-
um lögum á safnplötuna Svona er
sumarið 2004. „Við erum að byrja
á prufuupptökum, ég er einmitt
að því þessa stundina. Við ætlum
að reyna að klára þessi lög fyrir
júní,“ segir Vignir að lokum.
Tónleikarnir voru sérstaklega
hljóðblandaðir í 5.1 Dolby Digital
fyrir útgáfuna. ■
22 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
Tónlist
ÍRAFÁR
■ Allt sjónrænt efni sem tengist
sveitinni Írafár er nú fáanlegt
á einum DVD-diski.
Allt sem sést... með Írafár
ÍRAFÁR
Írafár tók sig svo saman og hljóðritaði talrás ofan í seinni heimildarmyndina.
Eigum við að skella
okkur á pöbbinn,
Haraldur?
Pöbbinn... neeei...
ég er sko að horfa
á Glæsta
nágranna í
sjónvarpinu sko...
Ég verð víst bara að
segja sannleikann... ÉG ER EKKI
ÓLÉTT!!
GÆRAN!
Hún hefur
dregið þá á
asnaeyrunum
allan tímann!
Vesalings
Steve og
Danny og hann
þarna litli
feiti með
tréfótinn!
Það er sko
ekki
auðvelt
að vera
karlmaður!
Sumir okkar
REYNA það
samt, Haraldur!
Þú sagðir að ÉG
væri faðir
barnsins sem þú
gengur með, en
nú segist Steve
vera faðirinn...
Dína?
Hver er
faðirinn, ég
eða Danny?
Eða litli
durgurinn þarna
með tréfótinn?
Svaraðu,
Dína!