Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 32
24 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 1 APRÍL Miðvikudagur Maður er bara með plötu áplötuspilara og svo er maður með mixer og kannski eitthvert hljóð sem maður leikur sér að,“ segir plötusnúðurinn Gísli Galdur þegar hann er beðinn um að lýsa því hvað „scratch“ er. „Í rauninni snýst þetta um að taka upp hljóð og snúa því á alla kanta með því að nota mixerinn.“ Scratch hefur verið þýtt sem plötuklór eða skífuskank. Sagan segir að plötuklórið hafi verið fundið upp árið 1975 þegar Grand Wizard Theodore, sem þá var ungur piltur í New York, stöðvaði plötu á plötuspilaranum sínum með hendinni til þess að heyra hvað amma hans var að segja honum. Hún var að biðja hann um að lækka í tónlistinni. En svo þegar hann hreyfði hendina aðeins og plötuna með, þá spratt fram nýtt hljóð og „scratchið“ varð til. Gísli lítur á það nánast sem köllun sína að kynna þessa tækni fyrir fólki. Í kvöld ætlar hann að sýna, á svonefndu Tímakvöldi í Klink og Bank, heimildarmynd frá árinu 2001 sem heitir einfald- lega Scratch. Í þeirri mynd er saga plötuklórsins rakin frá upp- hafi og fram yfir aldamótin. Þetta þykir mögnuð mynd sem meðal annars var tilnefnd til verðlauna á Sundance-kvik- myndahátíðinni. „Þessi mynd er um þetta fyrir- bæri og söguna. Þarna eru viðtöl við stærstu plötusnúðana í heim- inum og þeir spurðir hvenær þeir fóru að spá í þetta. Þeir eru mikl- ir pælarar allir og það er farið í alls konar afbrigði og mis- munandi stíl í þessum geira.“ Gísli segist hafa notað þetta í ýmsum hljómsveitum, og þá hreinlega sem eitt af hljóð- færunum. „Þessu svipar í raun og veru mjög til slagverkshljóðfæra. Í myndinni er einmitt sýnt hvernig hægt er að heimfæra slag- verksnótur yfir á scratch, og ég veit um gaur sem er byrjaður að skrifa út nótur fyrir scratch.“ Eftir myndina ætlar Gísli að mæta á svæðið með græjur sínar og gefa sýnidæmi af plötuklóri. „Ég ætla bara að sýna fólki hvernig þetta er og jafnvel leyfa því að prófa.“ ■ ■ TÓNLIST Pælir í plötuklóri Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Richard Strauss ::: Metamorphosen Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 9 FIMMTUDAGINN 29. APRÍL KL. 19:30 UPPSELT FÖSTUDAGINN 30. APRÍL KL. 19:30 UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Söngvarar ::: Elín Ósk Óskarsdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík Kórstjóri ::: Garðar Cortes Rauð #6 Samverustund Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu á fimmtudagskvöld kl. 18.00. Fyrirlestur Árna Heimis Ingólfssonar um tónleikana hefst. kl. 18.30. 9. SINFÓNÍA BEETHOVENS Dáðasta tónverk allra tíma Þessi sýning er helguð minn-ingu föður míns, sem lést á hrottalegan hátt á Reykjanes- brautinni 14. nóvember,“ segir Hulda Halldórsdóttir, sem er með sýningu í gamla Kaupfélagshús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Ég er það tengd föður mínum að áhrifa hans gætir víða á sýningunni.“ Hulda hefur sýnt víða á undan- förum árum, og ekki bara í hefð- bundnum listasölum. Í fyrra vakti athygli þegar hún tjaldaði fyrir utan Kjarvalsstaði og hélt þar sýningu á verkum sínum. „Oft er ekki auðhlaupið að því að komast að í sýningarsölum. Þess vegna verður maður bara að finna sér leið sjálfur ef maður ætlar að halda áfram.“ Í þetta skiptið hefur hún komið sér fyrir með verk sín við hliðina á menningarmiðstöðinni Hafnar- borg í Hafnarfirði. „Hérna var golfbúð áður, en nú er þetta tómt og þess vegna fékk ég leyfi frá eigandanum til að leika mér eins og ég vildi. En þetta er mjög skemmtilegt hús- næði, kjörinn sýningarsalur og meira að segja með súlum.“ Á sýningunni eru tólf verk, öll hvítmáluð og unnin úr ýmsu efni. Hulda segir sýningargesti marga hverja hafa sýnt sterk viðbrögð, en treystir sér engan veginn til að skilgreina verk sín nánar. „Fólk verður að upplifa þetta sjálft. Það er tilfinningin inni í manni sem bankar upp á þegar maður verður fyrir áhrifum.“ Sýningin er á annarri hæð að Strandgötu 26–28. Hún verður opin alla daga klukkan 13–20, en síðasti sýningardagur er 1. maí. ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  21.00 Heimildarmyndin Scratch (2001) verður sýnd á Tímakvöldi í Klink og Bank. Í myndinni er fjallað um plötuklór og plötuspilaralist og þróun þeirra. Á eftir myndinni mun Gísli Gald- ur plötusnúður ræða um þessa sérstöku gerð tónlistarsköpunar og gefa sýni- dæmi. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Karlakórinn Þrestir heldur árlega vortónleika sína í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þetta eru aðrir tónleikarnir af fjórum þetta árið. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir og einsöng með kórnum syngur Jóhann Sigurðarson.  20.00 Óperudeild Nýja söngskól- ans „Hjartansmál“ sýnir óperuna Hvar er Fígaró? í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Þessi uppsetning er sam- bland af óperum þriggja tónskálda, þeir- ra Giovanni Paisiello, Gioacchino Rossini og W.A. Mozart, um Fígaró. Stjórnandi og leikstjóri er Guðbjörn Guðbjörns- son. Píanóleikari er Julian Hewlet.  20.00 Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur tónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Dagný Björgvinsdóttir. Einsöngvarar eru þau Kristín R. Sigurðardóttir, Ragna S. Bjarna- dóttir, Magnús Sigurjónsson og Baldvin Júlíusson. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.15 Leikhópurinn Á senunni sýnir á litla sviði Borgarleikhússins sýninguna Paris at night, sem byggð er á ljóðum eftir Jacques Prévert. GÍSLI GALDUR Ætlar að kynna plötuklór og aðra plötusnúðalist á Tímakvöldi í Klink og Bank í kvöld. Meðal annars verður sýnd heimildarmyndin Scratch. HULDA Á SÝNINGU SINNI Sýningu Huldu Halldórsdóttur að Strandgötu 26–28 í Hafnarfirði lýkur á laugardaginn. ■ MYNDLIST Tilfinningar banka upp á

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.