Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 33
MIÐIKUDAGUR 28. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Alþingi hafnaði friðarfána Í gær ók sjúkrabíll á milli ýmissastofnana á höfuðborgarsvæðinu með hvítan fána sem tákn friðar. Fáninn var fluttur á sjúkrabörum inn á stofnanirnar þar sem hann var afhentur sem gjöf. Þarna var á ferðinni myndlistar- neminn Bjarki Bragason, sem und- anfarnar vikur hefur tekið þátt í námskeiði um umhverfislist í Lista- háskóla Íslands. „Hann fór um allt, meðal annars í Stjórnarráðið og Alþingi,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir myndlist- arkona, sem hefur haft umsjón með þessu námskeiði. „Hann lenti reyndar í því að þeir höfnuðu þessari gjöf á Alþingi. Hann stóð lengi vel í áköfum sam- ræðum með hálfar sjúkrabörur út um dyrnar á Alþingi. En þeir sögð- ust ekki þiggja gjafir nema hringt væri á undan.“ Í dag og á morgun ætla fleiri nemendur af þessu námskeiði að halda áfram að fremja umhverfis- list, sem þau hafa verið að undirbúa á námskeiði Bryndísar í Lista- háskólanum. Ítalski skiptineminn Gabriele Porta ætlar til dæmis að vinna lítið verk við húshorn á Bergþórugötu í dag. Annar nemandi, Kristjan Zaklynsky, hefur „fundið út hvar draugar eiga heima hér í borg og hefur sett upp lítið skilti öðrum til viðvörunar“. Einnig verður María Antal með hljóðverk í Kringlunni og á morgun ætlar Karl Bergmann Ómarsson að búa til innsetningu í Hljómskála- garðinum, sem hann hefur „átt í eró- tísku sambandi við“ undanfarið. ■ BJARKI MEÐ HVÍTA FÁNANN Nemendur í námskeiði um umhverfislist verða á ferð víða um Reykjavík nú í vikunni, þar sem þau ætla að setja svip á bæinn. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Síldin kemur og síldin fer eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Jörgen Weibull, prófessor við Boston University heldur erindi um hvort hagfræði sé vísindi og prófanir hagfræðikenninga með tilraunum í Odda, stofu 101. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ■ MYNDLIST

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.