Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 6
6 14. júní 2004 MÁNUDAGUR Pólverjar kjósa hér á landi: Stjórnmálaáhugi lítill KOSNINGAR „Það er erfitt að meta þátttökuna í þessum kosningum þar sem sumarleyfi standa nú yfir en fáir skráðu sig til að kjósa utan kjörfundar,“ segir Pawel Bart- oszek. Pawel sat í kjörstjórn utankjör- fundar fyrir Evrópuþingskosning- arnar hér á landi en Pólverjum gafst kostur á að kjósa til þingsins nú um helgina. „Það var mun erf- iðara að ná til fólks fyrir þessar kosningar en fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna sem var um inn- göngu Póllands í Evrópusamband- ið. Í þeim kosningum voru um 100 sem skráðu sig en nú rétt undir 40 manns.“ Pawel segir þátttökuna hér vera lýsandi fyrir þann áhuga sem var í Póllandi, mjög litla. „Evrópa er almennt ekkert sér- staklega áhugasöm um þessar kosningar. Mönnum finnst að Evr- ópuþingið hafi ekki það mikið vald og eins er það frekar fjar- lægt fólki. Almennt er kosninga- þátttakan mun minni í þessum kosningum en öðrum og þar ofan á bætist að stjórnmálaáhugi Pól- verja er ekkert sérstaklega mik- ill,“ segir Pawel og bætir því við að þetta sé að verða svolítið eins og í Bandaríkjunum, menn sinni sínum hlutum og vinni sína vinnu og hafi ekki mikla trú á því að stjórnmálin breyti miklu. „Þetta er þó eitthvað sem við erum vön að gera í hvert skipti sem kosn- ingar eru enda partur af okkar til- veru sem Pólverjar á Íslandi.“ ■ Dræm þátttaka í Evrópukosningum Kosningarnar til Evrópuþingsins eru þær fyrstu síðan ESB stækkaði í maí. Víða snérust þær fremur um innanlandsmál en Evrópusambandið. KOSNINGAR Kosningum til Evrópu- þingsins er lokið. Áhugaleysi hefur einkennt kosningarnar í öllum að- ildarlöndunum 25 en þetta eru fyrstu kosningarnar frá stækkun sambandsins í maí. Í mörgum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins beindist kastljósið fyrst og fremst að innanlandsmál- um fremur en Evrópu. Í Þýskalandi settu íhaldsmenn þetta fram sem tækifæri til að láta í ljós álit sitt á stjórn kanslarans Ger- hards Schroeder en aðgerðir hans vegna ástands á vinnumarkaði hafa sætt gagnrýni. Flokkur Schroeders beið afhroð í kosningunum. Það sama má segja um danska stjórnar- flokkinn Venstre sem tapaði tveim- ur þingsætum. Í Ungverjalandi var bent á að ekki nokkurt auglýsinga- skilti sem tengdist kosningabarátt- unni væri um málefni Evrópu, kosn- ingarnar snérust fyrst og fremst um stjórnmálaflokkana og tilraunir þeirra til að tryggja stöðu sína inn- anlands. Sumir frambjóðendurnir ein- beittu sér aðeins að einu baráttu- máli. Hans Kronberger, frambjóð- andi austurríska Frelsisflokksins, háði baráttu undir yfirskriftinni, „Tyrkland í ESB? Ekki með mér!“ Eins vöktu sumir frambjóðendur meiri athygli en aðrir; slóvanska fótboltastjarnan, eistneska ofurfyr- irsætan og tékkneska klámmynda- stjarnan voru þeirra á meðal. Málefni Evrópusambandsins sem helst voru rædd í afstöðnum kosningum tengjast erfiðleikum sambandsins við að koma saman stjórnarskrá og hvort Tyrkland eigi að bætast í hópinn. Mjög skiptar skoðanir eru á hugsanlegri aðild Tyrkja en stjórnvöld þar í landi hafa lagt ríka áherslu á að hefja aðildar- viðræður sem fyrst. Tyrkir hafa lagt mikla vinnu í það síðust tvö ára að uppfylla þær kröfur sem sam- bandið gerir til aðildarríkja sinna. Í sambandslöndunum 25 voru 350 milljónir manna á kjörskrá en kosið var um 732 þingsæti. Kjör- sókn var 43% en mest var hún á Kýpur eða um 70%. ■ Meiðyrðamál gegn for- sætisráðherra: Dómur í dag MEIÐYRÐAMÁL Dómur í meiðyrða- máli Jóns Ólafssonar, fyrrum eiganda Norðurljósa, gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra verð- ur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið var þingfest í janúar en Jón höfðaði málið vegna ummæla Davíðs þess efnis að viðskipti hans hefðu brag af kaupum og sölu þýfis. Lögmaður Jóns, Sig- ríður Rut Júlíusdóttir, sagði þá að ekki væri hægt að líta fram hjá stöðu Davíðs, menntun og áhrif- um hans í íslensku þjóðfélagi. Ummæli hans væru því alvar- legri en ella. ■ Svíþjóð: Tveir létust á heræfingu STOKKHÓLMUR, AP Tveir létust þegar sænskir herbátar rákust saman undan ströndum Sviþjóðar í gær. Skipin voru við heræfingar í skerjagarðinum út af Stokkhólmi þegar atvikið átti sér stað. Slysið varð með þeim hætti að annar báturinn sigldi á miklum hraða aftan á hinn og voru þeir sem létust á þilfari þess síðar- nefnda. Bátarnir sem í hlut áttu eru sömu gerðar, 19 metrar langir og sérhannaðir til að sigla á mikl- um hraða. ■ Indland: Sjö fórust í aurskriðu INDLAND, AP Sprenging í tengslum við vegaframkvæmdir kom af stað aurskriðu sem varð sjö manns að bana á Indlandi í gær. Flytja varð tugi manna á sjúkrahús eftir slysið. Verið var að breikka fjölfarinn fjall- veg með þessum afleiðingum en þeir sem fórust voru staddir á veg- inum þegar skriðan varð. Að sögn yfirvalda í héraðinu þar sem slysið átti sér stað fór skriðan af stað þegar stór klettur sem þrengdi veginn var sprengdur. Þá er talið að hinar árlegu monsúnrign- ingar á svæðinu hafi haft sitt að segja, enda jarðvegur gegnblautur eftir þær. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Þekkt breskt tímarit fjallaði á dögun-um um fjölmiðlamálið á Íslandi. Hvað heitir tímaritið? 2Hvaða forsetaframbjóðandi vill frestaforsetakosningunum? 3Hvað fá breskar fótboltabullur aðreykja óáreittar í Portúgal? Svörin eru á bls. 30 www.plusferdir.is Mallorca 29.955 kr. N E T M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð með 1 svefnherbergi í 7 nætur á Pil Lari Playa 24. júní. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 24. júní Verð frá British Airways: Gista ekki í Sádi-Arabíu LONDON, AP Áhafnir breska flug- félagsins British Airways munu ekki dvelja næturlangt í Sádi-Arabíu í tengslum við ferðir félagsins þangað. Félagið tilkynnti um þessa breytingu í gær en hún er tilkomin vegna árása íslamskra öfgamanna á útlendinga í landinu. BA hyggst ennfremur fella niður beint flug frá Lundúnum til Riyadh en mun þess í stað fljúga til Kúvæt. Þar munu áhafnir gista en fljúga svo að morgni til Sádi-Arabíu áður en haldið er heim á leið til Lund- úna á ný. ■ Telenor brýtur lög FJARSKIPTI Neytendasamtök í Noregi gagnrýna stærsta símafyrirtæki landsins, Telenor, harðlega og ásaka það um lögbrot. Fjarskiptafyrirtæki í Noregi eiga í harðri samkeppni og hefur verð á farsímum því lækkað til muna á undanförnum árum. Ef keypt- ur er farsími með fyrirframgreiddu símakorti frá Telenor þarf að greiða 15 þúsund krónur fyrir að skipta um símafyrirtæki fyrsta árið. Neytenda- samtökin hafa lengi átt í baráttu við fjarskiptafyrirtækin og segja þau fé- fletta yngstu viðskiptavini sína. Ný- lega voru sett lög um skuldbindingu viðskiptavina við ákveðin farsímafyr- irtæki og telja Neytendasamtökin Telenor brjóta á þeim. ■ JÓN ÓLAFSSON Veit í dag hvort um- mæli forsæt- isráðherra hafi verið meiðyrði í hans garð eins og hann telur eða hugrenning- ar eins og forsætisráð- herra segir. PAWEL BARTOSZEK Sat í kjörstjórn utankjörfundar en Pól- verjum gafst kostur á að kjósa til Evrópu- þingsins hér á landi. GERHARD SCHROEDER Flokkur kanslarans beið afhroð í Evrópuþingkosningunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.