Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. júní 2004
REYKJAVÍK • AKUREYRI
Sláttuorf
Þau mest seldu.
Tilvalin í garðinn
og sumarbústaðinn.
Verð frá
kr. 11.500.-
Kona hraktist úr starfi:
Fékk engar
atvinnuleys-
isbætur
UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS Umboðs-
maður Alþingis kemst að þeirri
niðurstöðu að úthlutunarnefnd at-
vinnuleysisbóta á höfuðborgar-
svæðinu hafi ekki tekið tillit til
aðstæðna þegar hún synjaði konu
um bætur í 40 bótadaga því konan
hafi ekki sagt starfi sínu lausu
vegna gildra ástæðna. Konan
sagði ástæður uppsagnarinnar
víst vera gildar; hún hafi sagt
starfi sínu lausu þegar sama-
vinnuveitandi hennar sagði eigin-
manni hennar upp, en hún var að-
stoðarmanneskja hans. Þá var
framkoma vinnuveitanda í henn-
ar garð óviðunandi. Umboðsmað-
ur beindi þeim tilmælum til úr-
skurðarnefndar að hún taki upp
mál konunnar að nýju óski hún
eftir því. ■
Útskriftarball:
Smokkar og
herbergi
í boði
NEW YORK, AP Foreldrum útskrift-
arnema í bandarískum miðskóla
var ofboðið þegar þeir fengu
bréf, að því er virtist frá skóla-
yfirvöldum, þar sem skýrt var
frá því að boðið yrði upp á getn-
aðarvarnir á útskriftarballinu.
Einnig stæðu hótelherbergi til
boða þeim nemendum sem hefðu
áhuga á því.
Athugun leiddi í ljós að bréfið
var ekki frá skólayfirvöldum
heldur óprúttnum prakkara sem
falsaði bréfsefni skólans og sendi
út eftir nafnalista sem hann
komst yfir. Sá á ekki von á góðu
því málið verður kært til lög-
reglu.
Nemar eru alla jafna sautján
eða átján ára þegar þeir útskrif-
ast úr miðskóla. ■
Ný heimildarmynd:
Lifað í limbói
KVIKMYNDIR Heimildarmyndin
Alive in Limbo, Lifandi í limbói,
var frumsýnd á Heimildar- og
stuttmyndahátíðinni í Reykjavík
um helgina. Myndina gerðu
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina
Nacceche og Ericu Marcus og tók
framleiðsla hennar tæpan áratug.
Í myndinni er fjallað um palest-
ínska flóttamenn sem búa í flótta-
mannabúðum í Líbanon og rætt
við þá um afstöðu þeirra til manna
og málefna. Kvikmyndagerðar-
konurnar fóru fyrst til Líbanon
árið 1993 og í þrígang á árunum
1999 til 2002. „Það var erfitt að
vinna myndina á svona löngum
tíma. Fjármörgnun gekk erfiðlega
og sérstaklega var erfitt að fá
peninga í Bandaríkjunum til
verksins enda fjallað á gagnrýn-
inn hátt um framgöngu Banda-
ríkjastjórnar í málefnum araba.
Um tíma leit út fyrir að myndin
yrði ekki gerð,“ segir Hrafnhild-
ur. Verkefnið er runnið undan rifj-
um Ericu, sem er gyðingur en
svíður að horfa á illa meðferð
araba og útbreidda fordóma gegn
þeim.
Hrafnhildur segir að gerð
myndarinnar og ferðalögin til Líb-
anon hafi haft mikil áhrif á sig.
„Það urðu miklar breytingar á
mínu lífi við að kynnast þessum
heimi. Myndin sem vanalega er
dregin upp af aröbum er ósann-
gjörn og ósönn. Mér leið ofboðs-
lega vel í Líbanon og vonast til að
komast þangað aftur.“ ■
HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR
„Mér leið ofboðslega vel í Líbanon og vonast til að komast þangað aftur.“
Króatía:
Samið um
skuldir
ZAGREB, AP Samkomulag hefur
náðst milli stjórnvalda í Króatíu
og alþjóðagjaldeyrissjóðsins um
tæplega 100 milljóna dala lán.
Samkvæmt samkomulaginu
skuldbinda króatísk stjórnvöld
sig til að skera niður útgjöld rík-
isins og lækka skuldir.
Fjárlagahalli Króatíu á síð-
asta ári var 6,3 prósent af lands-
framleiðslu en samkomulagið
gerir ráð fyrir að hallarekstur
megi ekki vera meiri en 4,5 pró-
sent. Skuldir ríkisins nema 77
prósentum af landsframleiðsl-
unni. Búist er við að stjórn al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins stað-
festi samkomulagið á fundi sín-
um 4. ágúst næstkomandi. ■