Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 30
30 14. júní 2004 MÁNUDAGUR Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi, ráðstefnur og ættarmót Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Snúrur í hangandi merki Vörunr. 1033 Vörunr. 1020 K Vörunr. 1025 K Vörunr. 1018 K Hægt er að velja á milli þess að hafa snúru, hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Prentum á barmmerkin ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. Stærðir á barmmerkjum. Vörunúmer hæð* breydd 1018 K 3,5 7,5 cm 1020 K 4,5 7,5 cm 1025 K 6 9,5 cm 1033 6,5 9,5 cm „Frábært! Ég var í fyrra og ætla aftur í sumar!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Financial Times. Ástþór Magnússon. Maríjúana. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1menjar, 6eik,7kú,8rr, 9orm, 10æra,12ana,14brá,15en,16óó,17 oss,18kaup. Lóðrétt: 1meri,2eir, 3nk,4akranes,5 rúm,9ora,11króa,13ansa,14bók,17 op. Lárétt: 1 minjar, 6 trjátegund, 7 nautgrip, 8 tveir eins, 9 snák, 10 sómi, 12 álpast, 14 augna- loka, 15 samtenging, 16 tveir eins, 17 okk- ur, 18 verslun. Lóðrétt: 1 hryssa, 2 málmur, 3 einkennisstafir, 4 kaupstaður, 5 hvíla, 9 vörumerki, 11 inni- loka, 13 svara, 14 rit, 17 gat. Lausn: Hamlet kaupir tómata „Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er,“ segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleik- húskeppni sem fór fram í Borgar- leikhúsinu fyrir helgi. „Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslu- maður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkr- ar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkom- an varð sú að frasarnir voru tekn- ir úr kjörbúðinni en það sem gerð- ist á sviðinu var allt úr Hamlet.“ Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. „Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr um- ræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt,“ segir Bergur en auk þess að vera höfundur leik- stýrði hann verkinu og fór á kost- um á sviðinu. „Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi.“ Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar held- ur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. „Þetta var frábært og litlu stelp- urnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigur- inn.“ ■ „Ég er alheimsborgari“ Mike Pollock, fyrrverandi Utan- garðsmaður, gaf út tvær breið- skífur á dögunum; sólóplötuna World Citizen og svo Apocalypse Revue ásamt hljómsveit sinni The Viking Hillbilly. Plötunum er einnig dreift í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og báðar plötur fengu á dögunum glimrandi góða dóma í dagblaðinu The Courier sem gaf sólóplötu Mikes fjórar stjörnur en plötu sveitarinnar þrjár og hálfa. „Í þessum hópi er mikill kær- leikur,“ segir Mike um hópinn sem mannar The Viking Hillbilly og gefur út plöturnar. „Þegar ég hitti fyrst Ronny árið 1998 og horfði í augu hans hugsaði ég með mér; „hvar hefur þú verið, bróð- ir?“ Við þekktum hvor annan eins og skot. Áttum svo margt sameig- inlegt, eins og afmælisdag.“ Ronny heitir réttu nafni Ron Whitehead og er afkastamikið skáld í Kentucky. Honum kynntist Mike í Central Park í New York árið 1997 á minningarathöfn um skáldið Allen Ginsberg. Platan Viking Hillbilly kemur á óvart. Hún er blanda af ljóðaupp- lestri, söng, teknó, blús og rokki. Það er síðan skemmtileg stað- reynd að Mike vottar Megasi virð- ingu sína með því að flytja eitt laga hans, Lóa Lóa Lóa, á ensku. Sólóplata Mikes er svo með öðru sniði en hún varð til eftir að Mike lét undan þrýstingi sinna nánustu um að gera sólóplötu í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Viðbrögðin hafa orðið til þess að Mike er byrjaður á annarri sóló- plötu sem verður að mestu óraf- mögnuð. Titill plötunnar gefur þær vísbendingar að Mike sé ekki mikið fyrir þjóðrembu. Einnig er ríkur friðarboðskapur svífandi yfir lögunum. „Það eina sem ég get gert til þess að koma á heimsfriði er að finna friðinn inni í sjálfum mér. Vonandi smita ég út frá mér. Ég er hálfur Bandaríkjamaður og hálfur Ís- lendingur. Ég var mikið á flakki á uppvaxtarárunum og lenti í til- vistarkreppu. Bandarísku krakk- arnir kölluðu mig „íslenska strákinn“ en þegar ég var hér var ég „Kaninn“. Ég komst að því í restina að ég hlyti að vera al- heimsborgari.“ Um þjóðarstolt hefur Mike þetta að segja; „Ég keypti það aldrei. Ég held að það sé óhollt. Það er gott að vera stoltur af sjálf- um sér og fjölskyldu en það er líka til óhollt stolt sem loðir við egóisma og þjóðernishyggju. Þetta er afskaplega lítill heimur. Jörðin er eitt stórt þorp í mínum augum. Við erum öll tengd eins og laufblöð á tré. Hvort sem það er George Bush eða Mahatma Gandhi.“ biggi@frettabladid.is Metal-hátíð á þjóðhátíðardaginn Það er ekki nóg með það að þjóðin fagni 60 ára afmæli lýðveldisins á þjóðhátíðardaginn 17. júní með hátíð- arhöldum í bænum heldur verður unnendum harðkjarnarokks gefin sérstök ástæða til þess að fagna. Í gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg verður nefnilega haldin stærsta metal-hátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, til þessa. Hátíðin verður opin öllum aldurshópum og ber yfirskrift- ina Masters of the Universe. Þar koma fram fjórar erlendar sveitir auk rjómans af íslensku senunni. Bandaríska sveitin Shai Hulud þyk- ir sérstaklega ástríðufull og einlæg og laus við alla tilgerð. Nýjasta plata hennar, That Within Blood Ill-Temper- ed, og frumburðurinn, Hearts Once Nourished With Hope & Compassion, frá 1997 þykja sönnun þess. Bandaríska sveitin Give Up the Ghost er íslenskum metal-hundum vel kunn enda kom hún hingað á dögunum og hélt ógleymanlega tónleika. Danska sveitin Urkraft hefur verið kölluð fánaberar metalsins í Dan- mörku og hefur á stuttum tíma vakið á sér mikla athygli. Emo-rokksveitin 27 stingur mest í stúf á hátíðinni. Tónlist sveitarinnar er lýst sem dreymandi, ambient rokki sem er undir léttum djassáhrifum. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskíf- ur, Songs from the Edge of the Wing (1999) og Animal Life (2002) sem báð- ar fengu lofsamlega dóma gagn- rýnenda í Bandaríkjunum. Íslensku sveitirnar sem spila á há- tíðinni verða I Adapt, Changer, Drep. Fighting Shit og Afsprengi Satans. Fjörið hefst kl. 17 í gamla Sjón- varpshúsinu, inngangseyrir verður 1.800 kr. ■ SHAI HULUD Eina ástæðan fyrir því að þessir menn eru í svona góðu jafnvægi er að þeir missa sig gjörsamlega á sviði.TÓNLIST MASTERS OF THE UNIVERSE ■ Á 60 ára afmæli lýðveldisins verður haldin stærsta metal-hátíð á Íslandi til þessa. DANSLEIKHÚS BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON ■ Hleypti nýju lífi í Hamlet Shake- speares í dansleikhúskeppni í Borgarleik- húsinu. Verkið hlaut bæði fyrstu verðlaun keppninnar og var valið besta sýningin að mati áhorfenda. TÓNLIST MIKE POLLOCK ■ Gaf út tvær breiðskífur fyrir skemmstu og hefur fengið góða dóma í Bandaríkj- unum. BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON Kom, sá og sigraði með verkinu Hamlet Superstore í dansleikhúskeppni Borgarleik- hússins í síðustu viku. MIKE POLLOCK Orðinn hálfrar aldar gamall og hefur aldrei verið frjórri. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15 % AFSLÁTTUR AF BUXNADRESSUM OG -DRÖGTUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.