Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 19
■ ÞETTA GERÐIST
MÁNUDAGUR 14. júní 2004
1777 Þingið tekur ákvörðun um útlit
bandaríska fánans.
1811 Rithöfundurinn Harriet Beecher
Stowe fæðist í Litchfield í Conn-
ecticut.
1846 Bandarískir landnemar í Mexíkó
gera uppreisn gegn þarlendum
stjórnvöldum og vilja sjálfstætt
Kaliforníuríki.
1940 Þjóðverjar koma til Parísar.
1946 Donald Trump fæðist. Hann er
tákn fyrir mikla uppsveiflu í við-
skiptum á níunda áratugnum.
1954 Fyrsta almannavarnaæfingin sem
nær yfir öll Bandaríkin.
1982 Falklandseyjastríðinu lýkur eftir
mikla baráttu Argentínumanna og
Breta.
1985 Flugi TWA númer 847 er rænt af
hryðjuverkamönnum en flugvélin
var á leið frá Aþenu til Rómar.
Henni er svo lent í Líbanon að
kröfu ræningjanna.
Mikið úrval af barnaskóm, dömuskóm,
herraskóm, töskum og buddum. Einnig
mikið úrval af beltum og skarti
KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP HJÁ OKKUR!
30% AFSLÁTTARDAGURINN
OKKAR ER Í DAG 14. JÚNÍ
Kringlan 5689-345
Smáralind 544-5515
30% AFSLÁTTURAF ÖLLUM VÖRUMAÐEINS Í DAG!
BARNAFÖT AFHENT
Einar Sigfússon afhenti Mæðrastyrksnefnd
barnaföt fyrir hönd AKS ehf. Konurnar á
myndinni eru f.v. Kristín Njarðvík, Hildur G.
Eyþórsdóttir formaður og Halldóra Sigur-
björnsdóttir.
Mæðra-
styrksnefnd
dreifir
fatnaði
Mæðrastyrksnefnd tók nýlega við
rausnarlegri gjöf frá AKS ehf. þeg-
ar Einar Sigfússon afhenti full-
trúum nefndarinnar talsvert úrval
af nýjum fatnaði, einkum barna-
fatnaði, en fyrirtækið AKS ehf.
stendur fyrir fatamarkaði í
Perlunni tvisvar sinnum á ári undir
nafninu Merkjavara á silfurfati.
Mæðrastyrksnefnd dreifir
fatnaðinum til skjólstæðinga
sinna og segir Hildur G. Eyþórs-
dóttir, formaður nefndarinnar, að
gjöfin komi sér einkar vel þar
sem alltaf sé mikil þörf á vönduð-
um barnafötum. Einstaklingar og
fyrirtæki gefa Mæðrastyrks-
nefnd ýmist nýjar vörur eða vel
með farna notaða hluti og úthlut-
anir nefndarinnar eru á miðviku-
dögum frá kl. 14.00 til 17.00 í hús-
næði nefndarinnar að Sólvalla-
götu 48. ■