Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 20
20 14. júní 2004 MÁNUDAGUREM Í FÓTBOLTA Ilmur, litur og eða lbragð Vínsmökkun og vínkynning á Vínbarnum 15. júní kl. 19.30 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A TV 2 49 84 06 /2 00 4 Við brögðum á v ínum og kynnumst v íntegundum sem fara vel með gr i l lmat. Ýmsir smárétt ir í boði . Vinsamlegast t i lkynnið þátttöku í s íma 560 7700 fyr ir k l . 12 þr ið judaginn 15. júní . Verð 2.000 kr. , takmarkaður sætaf jö ld i . EM Í FÓTBOLTA Martin Jørgensen er maðurinn sem Danir binda hvað mestar vonir við á EM í Portúgal. Jørgensen er gríðarlega fljótur og teknískur, með góð skot en jafn- framt mjög duglegur og vel gefinn leikmaður sem getur leyst hvaða stöðu sem er. Hann átti frábært tímabil með Udinese í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða. Jørgensen er bestur á kant- inum og vonast Danir til þess að hann eigi eftir að leggja upp mörg færi fyrir framherjanna Jon Dahl Tomasson og Ebbe Sand. ■ ■ FYLGSTU MEÐ Dananum Martin Jørgensen ■ Hann er afskaplega greindur knattspyrnu- maður sem gaman er að vinna með. Alberto Zaccheroni, fyrrum þjálfari Udinese. EM Í FÓTBOLTA Andrea Pirlo hefur verið líkt við Roberto Baggio af ítölskum knattspyrnuspekingum en yfirsýn hans, sendingar og snilli í aukaspyrnum þykja um margt minna á „hið guðdómlega tagl“, eins og Baggio var oft nefndur. Pirlo átti í vandræðum með að tryggja sér fast sæti í ítalska landsliðinu en eftir frábært tíma- bil með AC Milan er fastlega búist við því að hann verði einn af lykil- mönnum liðsins á miðjunni í EM. Pirlo lék sinn fyrsta leik í efstu deild á Ítalíu aðeins sextán ára gamall fyrir Brescia en hefur einnig leikið með Inter Milan. ■ ■ FYLGSTU MEÐ Ítalanum Andrea Pirlo ■ Þegar ég sé hvað Andrea getur með boltann þá velti ég því fyrir mér hvort ég sé virkilega knattspyrnumaður. Gennaro Gattuso, samherji Pirlos hjá AC Milan og ítalska landsliðinu. Úr sjötta sæti í það fyrsta Michael Schumacher fór með sigur af hólmi í kanadíska kappakstrinum í sjöunda sinn. FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Mich- ael Schumacher er á góðri leið með að eyðileggja Formúlu 1 kappaksturinn sem spennandi íþrótt. Yfirburðir hans eru slíkir að aðrir ökumenn líta út eins og þeir séu að leika í myndinni Ekið með Miss Daisy og í gær vann hann sinn sjöunda sigur í átta fyrstu keppnum ársins þegar hann kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum sem fram fór í Montreal. Sigurinn kom þó áhugamönn- um í Formúlunni ekki á óvart því þetta var þriðja árið í röð og í sjöunda sinn sem þessi frábæri Þjóðverji vinnur í Montreal. Sigurinn var jafnframt 77. sigur Schumachers í Formúlu 1 kappakstrinum en hann var þó ekki auðsóttur. Schumacher var sjötti eftir tímatökuna og þurfti á öllu sínu besta að halda til að ná forystunni úr höndum bróðurs síns Ralfs sem var fyrstur á ráspól. Ralf, sem ekur fyrir Williams- liðið, réð ekki við eldri bróður sinn þegar Michael hafði náð forystunni og mátti teljast góður með að halda öðru sætinu því Rubens Barrichello, félagi Mich- aels hjá Ferrari, sótti hart að Ralf. Bretinn Jenson Button hjá BAR hafnaði í fjórða sæti. Schumacher hefur nú 70 stig á toppnum í keppni ökumanna, átján stigum á undan félaga sínum Barrichello. Button er þriðji með 43 stig. „Ég get ekki verið annað en sáttur við þennan sigur. Ég vissi að það yrði erfitt fyrir mig að ná fyrsta sætinu eftir lélega tímatöku en sem betur fer gekk allt upp hjá mér í dag,“ sagði Schumacher eftir keppnina. ■ FYRSTUR YFIR ENDALÍNUNA Michael Scumacher sést hér koma fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í Montreal í gær en hann vann þennan kappakstur þriðja árið í röð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.