Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 23
MOSTOVOI KENNIR ÞJÁLFARANUM UM Alexander Mostovoi, miðju- maður rússneska landsliðsins, vand- aði ekki þjálfara liðsins, Georgy Yartsev, kveðjunar eftir tapleikinn gegn Spáni á laugardaginn og sagði að tapið væri honum að kenna þar sem liðið hefði æft of stíft fyrir mótið. „Við vorum algjörlega búnir þegar leikurinn byrjaði. Ég veit að Spánverjar æfðu ekki jafnmikið og við fyrir mótið og það sást í þessum leik. Ég er hundfúll og tel að mögu- leikar okkar á að komast upp úr riðlinum séu úr sögunni,“ sagði Mostovoi. SAEZ HRÓSAR VALERON Inaki Saez, landsliðsþjálfari Spánar, var ekki að spara hrósyrðin á Juan Carlos Valeron sem kom inn á sem vara- maður og skoraði sigurmarkið gegn Rússum aðeins hálfri mínútu síðar. „Valeron er frábær leikmaður sem getur breytt gangi leikja á auga- bragði. Við þurftum mann eins og hann gegn Rússum,“ sagði Saez í gær. ■ MÁNUDAGUR 14. júní 2004 ■ EM Í FÓTBOLTA Rudi Völler: Skemmtið ykkur EM Í FÓTBOLTA Rudi Völler, lands- liðsþjálfari Þjóðverja, vill að sínir menn skemmti sér á morgun þegar liðið mætir Hollendingum í fyrsta leik liðanna á EM í Portú- gal. „Leikmenn verða að hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Þeir verða að vera spenntir og þeir verða að hlakka til að spila. Ég hef það á tilfinningunni að þannig sé komið fyrir mínum mönnum eins og staðan er í dag og þannig á það að vera,“ sagði Völler. ■ RUDI VÖLLER Vill sjá sína menn glaða og spennta. BARIST UM BOLTANN Króatinn Robert Kovac sést hér skýla boltanum fyrir Svisslendingnum Hakan Yakin í leik liðanna í gær. EM Í FÓTBOLTA Svisslendingar og Króatar gerðu í gær markalaust jafntefli í fyrsta leik B-riðils á Evrópumótinu í Portúgal. Bæði lið hljóta að vera óhress með úrslitin því sigur hefði gefið liðunum gott veganesti fyrir leik- ina gegn Frökkum og Eng- lendingum í næstu umferð. Svisslendingar þurftu að hafa meira fyrir stiginu því þeir léku einum manni færri síðustu fjörutíu mínútur leiksins. Miðjumaðurinn snjalli Johann Vogel fékk að líta rauða spjaldið á 49. mínútu þegar hann krækti sér í annað gult spjald. Leikurinn var fjögugur í fyrri hálfleik og fengu Króatar nokkur góð færi til að skora. Framherjinn Ivica Olic fékk besta færið en hann skallaði í slána af stuttu færi. Svisslendingar voru jafnvel hættulegri eftir að þeir voru orðnir einum manni færri og sóknarmaðurinn Alexander Frei átti þrumuskot sem Tomislav Butina, markvörður Króata, varði naumlega. Króatar áttu einnig nokkur færi en allar þeirra tilraunir strönduðu á mjög svo vel greidd- um markverði Svisslendinga, Jörg Stiel, sem átti mjög góðan leik í markinu. ■ Markalaust jafntefli hjá Sviss og Króatíu í B-riðli: Baráttustig hjá Sviss FÓRU Á TAUGUM Leikmenn portúgalska liðsins hafa viðurkennt að hafa farið á taugum gegn Grikkjum. Gestgjafar Portúgala: Kenna sviðsskrekk um ófarir EM Í FÓTBOLTA Leikmenn portú- galska landsliðsins voru með skýringar á reiðum höndum eftir tapið gegn Grikkjum í opnunar- leik Evrópumótsins í Portúgal á laugardaginn. Tapið þótti óvænt en Nuno Gomes, framherji liðsins, sagði skýringuna á tapinu felast í sviðsskrekk leikmanna. „Við vorum taugastrekktir enda búnir að bíða lengi eftir þessum leik. Við ætluðum okkur að sigra í þessum leik og pressan á okkur var mikil. Við vorum taugaveiklaðir í byrjun og það reyndist okkur dýrkeypt. Við höfðum 50 þúsund áhorfendur á okkar bandi en náðum ekki að nýta það. Eins og allir Portúgalar trúðum við því ekki að við gætum tapað. Ég hugsaði aldrei út í það að við myndum tapa fyrir Grikkjum en það var ekki vanmat – það var bjartsýni,“ sagði Gomes. Félagi hans, Simao Sabrosa, tók í sama streng og sagði spenn- una í liðinu hafa verið of mikla í byrjun. „Við erum hins vegar ekki hættir og höfum enn stuðning portúgölsku þjóðarinnar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.