Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 8
8 14. júní 2004 MÁNUDAGUR Mannskæð sjálfs- morðsárás í Írak: Tólf biðu bana BAGDAD, AP Tólf manns biðu bana og þrettán særðust í sjálfs- morðsárás nærri bandarískri her- stöð í Bagdad í gær. Íraskir lög- reglumenn höfðu stöðvað bifreið sem ók gegn einstefnu þegar mikil sprenging varð með þeim afleið- ingum að fjórir lögreglumenn og árásarmaðurinn létust, auk sjö óbreyttra borgara. Bandarískir hermenn voru hvergi nærri þegar sprengingin átti sér stað en leitt er að því líkum að henni hafi verið beint að herstöð þeirra, enda bíllinn á leið þangað þegar hann var stöðvaður. Þetta er þriðja bílasprengju- árásin á einni viku í Írak en síðast- liðinn þriðjudag voru gerðar sprengjuárásir í tveimur íröskum borgum með þeim afleiðingum að fimmtán létu lífið og fleiri en 50 slösuðust. Yfirmaður írösku lögreglunnar í höfuðborginni, Abdul-Razzaq Kadhem, sagði að árásirnar væru fjörbrot hryðjuverkamanna. „Írak mun ekki líða undir lok. Við mun- um komast af,“ sagði Kadhem. ■ – hefur þú séð DV í dag? Dópsalinn í Þorlákshöfn sagður hafa komið undan skammbyssu FÓRNARLAMB TILRÆÐISMANNSINS Móðir Samah Hussein grætur yfir líki hans en Samah var einn þeirra sem lét lífið. Grunur um veiru í neysluvatni: Sundlaugin enn opin á Húsafelli SÝKING Ekki er hægt að útiloka að Norwalk-veiran sem fundist hef- ur í sýni sjúklings í kjölfar dvalar í Húsafelli geti verið í neyslu- vatni á staðnum. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættis- ins. Ekkert athugavert hefur þó fundist í vatninu á svæðinu. Veir- an getur lifað í mat og vatni og borist frá manni til manns með snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Sundlauginni á staðnum hefur ekki verið lokað en að sögn eig- andans, Bergþórs Kristleifssonar, hefur aðsókn minnkað til muna að undanförnu. Ef neysluvatnið á Húsafelli er sýkt með Norwalk-veirunni vinn- ur klórinn í sundlauginni lítið á henni. Helgi Helgason hjá Heil- brigðiseftirliti Vesturlands telur þó ekki nauðsynlegt að loka sund- lauginni. „Heita vatnið í lauginni hefur upprunnalega verið um 80 gráðu heitt og því minni líkur á að veiran finnist í því vatni. Við vit- um ekki einu sinni hvort veiran leynist í vatninu eða hvernig fólk hefur sýkst af magakveisunni á Húsafelli. Auk þess hefur veikin komið upp á öðrum stöðum í land- inu og teljum við því óþarfi að loka aðeins ferðaþjónustu Húsa- fells að svo stöddu. Á meðan ekk- ert er hægt að útiloka ráðleggur sóttvarnalæknir ferðamönnum á svæðinu að gæta hreinlætis, þvo hendur sínar og sjóða drykkjar- og neysluvatn.“ ■ LILLI, MIKKI OG GLAÐBEITT ÆSKAN Fóstbræðurnir úr Hálsaskógi gerðu sér glaðan dag í gær á fjölskylduhátíð í miðborg Reykjavíkur. Heldur varð hátíðin endaslepp þar sem veðrið var með leiðinlegra móti og margir héldu sig innan dyra fyrir vikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HARÐUR ÁREKSTUR Árekstur varð á Skeiðarárbrú á tíunda tím- anum á laugardagskvöldið. Einn maður hlaut minniháttar meiðsl en alls voru þrír í bílunum. Bíl- arnir eru báðir óökufærir eftir atvikið. GRUNAÐIR UM ÖLVUNARAKSTUR Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í Kópavogi í fyrrinótt, grunaðir um ölvun við akstur. Töluverður erill var vegna ölvun- ar og útkalla vegna annarra mála þar í fyrrinótt. ELDUR Í DÝNU Eldur kom upp í rúmdýnu í íbúð á Flókagötu á laugardagskvöldið. Ekkert er vit- að upptök eldsins, en greiðlega gekk að slökkva hann. Reykræsta þurfti íbúðina. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.