Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 1
▲SÍÐA 22
Zidane skoraði
tvö undir lokin
● ætlaði ekki að verða rithöfundur
Steinunn Sigurðardóttir:
▲
SÍÐA 18
Gaf fyrstu ljóða-
bókina út 19 ára
Micke Pollock:
▲
SÍÐA 30
Gamli Utangarðs-
maðurinn í stuði
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
MÁNUDAGUR
TÓNLEIKAR KRIS KRISTOFFER-
SON Bandaríski tónlistarmaðurinn Kris
Kristofferson heldur tónleika í Laugar-
dagshöll í kvöld. Enn eru til miðar á tón-
leikana. KK og Ríó Tríó hita upp fyrir
kappann.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
BJART MEÐ KÖFLUM AUSTAN TIL
Annars staðar fremur skýjað og víða skúrir.
Hiti 10-16 stig, hlýjast á Austurlandi. Sjá
síðu 6.
14. júní 2004 – 160. tölublað – 4. árgangur
FÍKNIEFNASALAR GERA ÚT FRÁ
SELFOSSI Sýslumaðurinn á Selfossi
fylgist vel með fíkniefnamálum. Þrjú sjálf-
stæð mál sem leiddu til upptöku fíkniefna
komu upp fyrir helgina. Innbrot hafa einnig
verið tíð í mánuðinum. Sjá síðu 2.
TÓLF FÉLLU Tólf Írakar biðu bana í
sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad. Þetta er
þriðja bílasprengjuárásin á einni viku í
Írak. Sjá síðu 8.
AL-KAÍDA GERÐI HUGMYND
HITLERS AÐ VERULEIKA Hitler ráð-
gerði árásir á skýjakljúfa New York-borgar í
seinni heimsstyrjöld og var undirbúningur
langt á veg kominn. Sjá síðu 10.
FÓRNARLAMB EIGIN VEL-
GENGNIKærur flæða yfir Mannréttinda-
dómstólinn í Evrópu þannig að hann hefur
ekki undan. Fyrir dyrum standa breytingar
sem fækka eiga málum. Mál héðan hafa
haft margvísleg áhrif á löggjöf og vinnulag
réttarkerfis hér á landi. Sjá síðu 12.
Sa
m
kv
æ
m
t f
jö
lm
i›l
ak
ön
nu
n
Ga
llu
ps
m
ar
s
'0
4
48%65%
Kvikmyndir 26
Tónlist 26
Íþróttir 20
Sjónvarp 28
KOSNINGAR Kosningum til Evrópu-
þingsins er lokið í öllum 25 aðild-
arríkjum Evrópusambandsins.
Kosningaþátttaka var dræm á
heildina litið eða 43%. Áhugaleysi
og innanríkismál settu mark sitt á
kosningarnar.
Í mörgum aðildarríkjunum not-
uðu kjósendur tækifærið og
refsuðu stjórnvöldum fyrir stefnu
sína. Í Þýskalandi beið flokkur
Gerhards Schroeder kanslara af-
hroð og það sama má segja um
stjórnarflokkinn Venstre í Dan-
mörku sem tapaði tveimur þing-
sætum. Kosningarnar á Spáni
sýndu aftur á móti að fylgisaukn-
ing sósíalista í síðustu þingkosn-
ingunum er varanleg en talið var
að hryðjuverkin í Madrid hefðu
litað þau úrslit um of. Hér á landi
gafst Pólverjum kostur á að kjósa
utan kjörfundar og var á fjórða
tug Pólverja sem nýtti sér það. Að
sögn Pawels Bartoszek, kjör-
stjórnarmanns, er það mun
dræmara þátttaka en í síðustu
þjóðaratkvæðagreiðslu þegar kos-
ið var um inngöngu landsins í ESB.
Sjá síðu 6.
Evrópuþingkosningum lauk í gær:
Mjög léleg kjörsókn
BORGARMÁL Borgarfulltrúar
Reykjavíkurlistans vísa á bug
fullyrðingum um að stjórnar-
kreppa og valdþreyta sé farin að
setja mark á stjórnarsamstarfið.
Í viðtali við Fréttablaðið um
helgina sagði Helgi Hjörvar að
R-listann skorti afdráttarlausa,
pólitíska forystu og að hann ótt-
aðist að listinn væri að breytast
í litla klíku.
Árni Þór Sigurðsson, forseti
borgarstjórnar, segist ekki deila
þeirri sýn Helga að pólitísk völd
þurfi að vera á einni hendi til að
forystan sé afdráttarlaus. Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir, formað-
ur borgarstjórnarflokks R-list-
ans, fagnar gagnrýni en segir að
núverandi valddreifing í borgar-
stjórn sé lýðræðislegri en áður
var. Alfreð Þorsteinsson Fram-
sóknarflokki segir það „út í
hött“ að tala um forystukreppu.
Þórólfur Árnason borgar-
stjóri fagnar umræðunni en seg-
ist ekki hafa ákveðið hvort hann
ætli að taka að sér pólitískt
burðarhlutverk, það skýrist þeg-
ar nær dregur kosningum.
Jóhann M. Hauksson, doktor í
stjórnmálafræði, segir það af-
káralega stöðu til lengdar ef
borgarstjóri gegni aðeins stöðu
framkvæmdastjóra borgarinn-
ar, en Þórólfi sé hins vegar snið-
inn þröngur stakkur þar sem
hann hefur ekki pólitískt umboð
kjósenda heldur er ráðinn í stöð-
una.
Sjálfstæðismenn segja um-
mæli Helga staðfesta það sem
þeir hafi lengi bent á. Reykja-
víkurlistinn standi á brauðfótum
og það eina sem haldi samstarf-
inu saman sé vilji þeirra sem
ráða til að sitja við kjötkatlana.
Sjá nánar síðu 4.
FYRIRLIÐARNIR SÁTTIR AÐ LOKNUM ÆSISPENNANDI LEIK Þeir David Beckham, fyrirliði Englendinga, og Zinedine Zidane, fyrirliði
Frakka, féllust í faðma að lokinni æsispennandi viðureign liða sinna á Evrópumótinu í Portúgal í gær. Englendingar komust yfir í fyrri
hálfleik en Frakkar skoruðu tvö mörk eftir að venjulegur leiktími var liðinn og höfðu sigur í einum dramatískasta leik á EM hin síðari ár.
Ísraelar beina augum
frá átökum:
Salómons-
dómur
hinn nýi
FORRÆÐISDEILA Fréttir af ófriðará-
standi í Ísrael hafa vikið fyrir for-
ræðisdeilu milli hjóna og líffræði-
legra foreldra þrettán mánaða
drengs sem vilja fá hann aftur.
Líffræðileg móðir barnsins hafði
skilið við mann sinn þegar hún
ákvað að láta barnið til ættleiðingar.
Hún skipti um skoðun þegar barnið
var þriggja mánaða gamalt. Í hér-
aðsdómi tapaði hún málinu en líf-
fræðilegi faðirinn áfrýjaði. Dóms er
beðið frá hæstarétti Ísraels.
Allt frá skemmtikröftum til
rabbía hafa rætt málið í fjölmiðlum.
Baráttunni hefur verið líkt við úr-
skurð Salómons í Biblíunni, sem
vildi skipta barni í tvennt til að fá
úrskurð um hvor tveggja kvenna
ætti lítinn dreng. Móðirin ákvað þá
að gefa sinn hluta eftir en fékk
barnið að launum. ■
Hafna fullyrðingum
um forystukreppu
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans segja samstarfið innan hans gott. Borgarstjóri hefur ekki
ákveðið hvort hann tekur að sér pólitískt forystuhlutverk. Sjálfstæðismenn segja ummæli Helga
Hjörvar staðfesta að R-listinn standi á veikum grunni.
● gaf tvær breiðskífur út á dögunum
Guðbergur Garðarsson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Ævintýragarður
í Hafnarfirði
● fasteignir ● hús
M
YN
D
/A
P
EM í Portúgal:
● frakkar unnu englendinga, 2–1
ATKVÆÐI GREITT Í VARSJÁ
Pólverjar tóku þátt í sínum fyrstu
kosningum til Evrópuþings í gær.