Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 12
14. júní 2004 MÁNUDAGUR
Flest mál sem Mannréttindadóm-
stóll Evrópu tekur upp enda með
því að ríki eru talin brotleg við
ákvæði Mannréttindasáttmála
Evrópu. Af þeim sökum leitast
ríki gjarnan til að enda mál með
sáttargjörð, áður en til dómsupp-
kvaðningar kemur. Björg
Thorarensen, prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands, telur mála-
fjölda héðan mjög áþekkan því
sem gerist í öðrum löndum, sé
miðað við mannfjölda. „Kæru-
fjöldinn er svipaður og gerist og
gengur meðal ríkjanna sem lengst
hafa átt aðild að Mannréttinda-
sáttmála Evrópu,“ segir Björg, en
bætir við að Mannréttindadóm-
stóllinn eigi í mjög miklum vand-
ræðum vegna síaukins málafjölda
og lengdum málsmeðferðartíma
sem af honum leiðir.
Breytingar í vændum
„Segja má að dómurinn sé
fórnarlamb eigin velgengni. Bæði
hafa bæst við aðildarríki og svo er
það vitneskjan um að menn nái ár-
angri með því að kæra til dóms-
ins,“ segir Björg og bætir við að
árlega berist dómnum um 38 þús-
und mál sem öll þurfi einhverja
afgreiðslu. „Raunar er stærsti
hluti mála ekki talinn tækur til
efnismeðferðar, en ef mál komast
í skoðun eru líkindi fyrir því að
endanlega verði talið um brot að
ræða.“ Björg segir um 90 prósent-
um mála vísað frá á frumstigi, en
í um 90 prósentum af þeim sem
komist áfram komist dómurinn að
því að um brot hafi verið að ræða.
Þá segir Björg að dómstóllinn hafi
reynt að auka lyktir mála með
sáttum, auk þess sem fyrir dyrum
standi breytingar á Mannréttinda-
sáttmála Evrópu sem miði að því
að fækka málum. „Samþykktur
hefur verið 14. viðauki við Mann-
réttindasáttmálann sem kveður
meðal annars á um að minniháttar
mál sem ekki varði meiriháttar
hagsmuni kærenda verði ekki tek-
in til meðferðar. Þetta varð svolít-
ið umdeilt, enda um stefnubreyt-
ingu að ræða.“ Björg sagði þó
erfitt að átta sig á hvort einhver
af þeim málum sem dómstóllinn
hefur þegar fjallað um héðan,
myndu ekki sleppa í gegn eftir
breytingarnar. „Það er umdeilt
hvaða mælistiku dómstóllinn á
eftir að leggja á mál í framhald-
inu,“ sagði Björg og bætti við að
ætla megi að 14. viðaukinn taki í
fyrsta lagi gildi eftir um tvö ár.
Ein afleiðingin taldi Björg þó að
gæti verið að færri dómar um
framkvæmdaatriði sem ekki
varði mikla hagsmuni kærenda
kæmu frá Mannréttindadómstóln-
um.
Ráðherraráð ESB fylgir mál-
um eftir
Björg segir að síðustu ár sé
alla jafna ekki verið að fást við
grundvallaratriði löggjafar og
réttarfars í málum sem héðan
koma, ólíkt því sem var í fyrstu
málunum sem dómurinn tók fyrir.
„Til dæmis dómarnir tveir á síð-
asta ári sem vörðuðu beitingu
réttarfarslaga og kölluðu ekki á
sérstakar lagabreytingar. Og
þessi dómur Hildu Hafsteinsdótt-
ur [sem féll á þriðjudag] fjallar
1990 - Jón Kristinsson (sátt)
Umferðarbrot varð til þess að íslenska
ríkið varð að skerpa skil á milli fram-
kvæmda- og dómsvalds, því sýslumaður
mátti ekki sitja beggja vegna borðs við
rannsókn og dóm máls. Stjórnvöld gerðu
lagabreytingar sem sneru að réttaröryggi
og aðskilnaði valds.
1992 - Þorgeir Þorgeirson (dómur)
Með því að dæma Þorgeir fyrir meiðyrði
árið 1987 taldist Hæstiréttur hafa brotið
gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu. Í kjölfarið var felld úr hegningarlög-
um 108. greinin þar sem sagði: „Aðdrótt-
un [um ríkisstarfsmann], þótt sönnuð sé,
varðar sektum ef hún er borin fram á
ótilhlýðilegan hátt“.
1993 - Sigurður Sigurjónsson (dómur)
Kærð voru ákvæði í lögum um nauðsyn
aðildar að bifreiðastjórafélaginu Frama til
að fá eða halda akstursleyfi. Í dómnum
var talið að ólöglegt væri að skilyrðis-
binda atvinnuleyfi Sigurðar við aðild að
Frama. Árið 1995 var með öðrum breyt-
ingum á stjórnarskrá bætt inn ákvæði um
félagafrelsi, þar sem segir að ekki megi
skylda menn til aðildar að félögum nema
til að þjóna opinberum hagsmunum.
2000 - Siglfirðingur ehf. (sátt)
Útgerðarfyrirtæki var í félagsdómi dæmt
til sektargreiðslu fyrir brot gegn verkfalli
sjómanna. Kært var að úrskurðinum var
hægt að áfrýja, en Mannréttindasáttmáli
Evrópu tryggir réttinn til endurskoðunar á
æðra dómstigi. Í kjölfarið var lögum um
félagsdóm breytt þannig að sektarákvörð-
unum má áfrýja til Hæstaréttar.
2000 - Vilborg Y. Sigurðardóttir (sátt)
Kærð höfnun Hæstaréttar á bótaskyldu
ríkisins vegna gæsluvarðhalds á þeim for-
sendum í þá veru að kærða væri ekki lík-
legri til að vera saklaus en sek af ákæru-
atriðum. Lagaákvæðum um bætur fyrir
gæsluvarðhald að ósekju var breytt með-
an málið var til meðferðar í Strassborg og
Yrsa fékk bætur og afsökunarbeiðni frá
ríkinu.
2003 - Pétur Þór Sigurðsson (dómur)
Dómur sem tók til hæfis hæstaréttar-
dómara, en eiginmaður hæstaréttardóm-
ara hafði átt í umtalsverðum viðskiptum
við Landsbankann sem var hlutaðeigandi
að málinu. Talið var að brotið varðaði 6.
grein Mannréttindasáttmála Evrópu og í
dómnum gerðar ríkari kröfur til hæfis
dómara í Hæstarétti þegar kemur að
tengslum við málsaðila en tíðkast hafði
hér á landi. Pétri voru dæmdar bætur.
2003 - Sigurþór Arnarsson (dómur)
Fjallað um réttinn til milliliðalausrar máls-
meðferðar í opinberum málum sam-
kvæmt 6. grein Mannréttindasáttmála
Evrópu og snýr beint að vinnulagi Hæsta-
réttar. Þarna taldi Mannréttindadómurinn
að Hæstiréttur hefði að eigin frumkvæði
átt að láta leiða vitni fyrir dóminn til
skýrslugjafar í svokölluðu Vegasmáli. Sig-
urþóri voru dæmdar bætur.
2004 - Hilda Hafsteinsdóttir (dómur)
Mannréttindadómstóllinn komst að því
að lögreglu hafi skort lagaheimildir til
handtöku og vistunar í fangaklefa án
þess að til rannsóknar máls kæmi á árun-
um 1988-1992. Síðan hafa verið sett ný
lögreglulög.
DÓMAR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLSINS YFIR ÍSLENSKA RÍKINU
Fórnarlamb
eigin velgengni
Kærur flæða yfir Mannréttindadómstólinn í Evrópu þannig að hann
hefur ekki undan. Mál héðan hafa haft margvísleg áhrif á löggjöf og
vinnulag réttarkerfis hér á landi.
FÁNI EVRÓPUSAMBANDSINS
Þegar mál fá efnismeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eru yfirgnæfandi líkur á að
ríki teljist brotleg við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Björg Thorarensen laga-
prófessor segir að 90 prósentum mála sé vísað frá, en af þeim sem eftir standa sé um
sekt að ræða í 90 prósentum tilvika.
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
ÁHRIF DÓMA MANNRÉTT-
INDADÓMSTÓLS EVRÓPU