Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 16
Hvað vakir fyrir Helga?
Fátt vakti meiri athygli um helgina en
yfirlýsingar Helga Hjörvar í viðtali við
Fréttablaðið þar sem hann sagðist hafa
áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn
væri að verða lítil pólitísk klíka í Ráð-
húsinu og að sárlega skorti pólitíska
forystu í borginni. Ummæli Helga voru
vitaskuld skilin á þann
veg að hann væri að
lýsa eftir pólitískum
forystumanni sem
gæti leitt R-listann í
næstu kosningum.
Ein samsæris-
kenningin sem
fór á kreik í kjöl-
far viðtalsins var
sú að Helgi væri
í raun að lýsa eftir sjálfum sér pólitísk-
um forystumanni, að hann ætti sjálfur
að taka að sér forystuhlutverk í borg-
inni. Það sem rennir stoðum undir
þessa kenningu er að Helgi er einn af
guðfeðrum R-listans og hugmynda-
fræðingur Röskvukynslóðarinnar
svokölluðu. Helgi mun varla koma til
greina í ráðherraembætti þótt Samfylk-
ingin kæmist í stjórn eftir næstu
kosningar og því kann borgin að verða
á ný spennandi vettvangur fyrir hann.
Rís nýr Dagur?
Hins vegar hefur lengi verið horft til
Dags B. Eggertssonar um að taka við
sem pólitískt sameiningartákn Reykja-
víkurlistans. Dagur er ekki rígbundinn
neinum af flokkunum sem standa að
listanum, þótt hann hafi fylgt Jóhönnu
Sigurðardóttur að málum í Þjóðvaka á
sínum tíma. Þá er Dagur sá útvaldi í
þeim skilningi að guðmóðir R-listans,
sjálf Ingibjörg Sólrun Gísladóttir, hand-
valdi Dag í hið lausa 7. sæti sem hún
fékk að velja í sjálf
fyrir síðustu kosn-
ingar. Það þótti
ýmsum vera í raun
krýning arftakans.
En hvort sem það
verður Helgi eða Dagur
er líklegt að það verði
helgidagur hjá R-list-
anum þegar málin
leysast.
Andstaðan við fjölmiðlalög
Davíðs Oddssonar á sér marg-
háttaðar málefnalegar ástæður
enda er í þeim vegið að mikils-
verðum réttindum manna í nú-
tímasamfélagi og reynt að end-
urheimta þá fábreytni og stjórn
á fjölmiðlamarkaði sem forsæt-
isráðherrann virðist þakka
mikið fylgi á árum áður – en
þetta sást meðal annars á því að
þegar þeir fáu stjórnarþing-
menn sem ómökuðu sig í ræðu-
stól alþingis í umræðum um
málið reyndu að láta sér detta
eitthvað í hug til rökstuðnings
málinu bentu þeir einatt á það
að fjölmiðlar í eigu tiltekinna
aðila birtu fréttir sem andsnún-
ar væru landstjórninni – og því
bæri að banna viðkomandi að
eiga fjölmiðla.
En þótt málefnalegar ástæð-
ur andstöðunnar séu mikilvæg-
ar verður því ekki neitað að þar
virðist líka miklu valda afstaða
fólks til Davíðs Oddssonar og
stjórnarhátta hans. Eins og
málum er komið í samskiptum
hans og þeirra sem hann út-
nefnir í óvinasveit sína hverju
sinni er manni til efs að honum
hefði auðnast að koma illinda-
laust í gegnum þingið frum-
varpi um öxulþunga á þjóðveg-
um. Bæði er seta hans á valda-
stóli orðin þvílík að andstæð-
ingar rífa hár sitt og klæði í
hvert sinn sem hann lyftir
fingri, og eins virðist manni
stundum engu líkara en að sam-
band hans og andstæðinga hans
sé orðið óheilbrigt í hæsta
máta. Engu er nefnilega líkara
en að maðurinn hafi einhvers
konar nautn af hinu eilífa þrasi;
þrífist jafnvel ágætlega í þessu
andrúmslofti rifrildis, beiskju
og andúðar, sem óneitanlega
hlýtur að vera farið að þreyta
almenning ósegjanlega.
Það þarf ekki að ganga í
neinar grafgötur um að Davíð
nýtur valdsins, en hann virðist í
æ ríkari mæli þurfa að upplifa
sitt vald sem valdaleysi ann-
arra. Þegar þannig háttar verð-
ur valdið neikvætt afl, niður-
rifsafl.
Ég held að ýmislegt í núver-
andi vandræðum okkar eigi ef
til vill rót í þessari skynjun á
valdinu, þessari þörf fyrir að
finna vald sitt með því að hafa
sigur eftir harðvítug átök –
fremur en að sjá vald sitt birt-
ast í góðum verkum. Þetta birt-
ist á ýmsan hátt: til dæmis er
sláandi sú þörf Davíðs og klíku
hans að skilgreina fyrir aðra
hver þeirra afstaða sé til ým-
issa mála. Hann hefur búið til
óvin úr Baugi, án þess að mað-
ur átti sig alveg á ástæðum
þess. Kannski vill hann hefna
Kolkrabbans, kannski þolir
hann ekki fjármálavald sem
óháð er honum – hver veit – en
hitt er ljóst að Davíð hefur ekki
linnt látum fyrr en Baugur er
orðinn skýrt skilgreindur óvin-
ur og allir sem andmæla Davíð
þar með afgreiddir sem tagl-
hnýtingar auðhringsins.
Við höfum mörg dæmi um
það hvernig Davíð leitast við að
draga fram öfgamanninn í mót-
spilurunum sínum, knýja fram
sem einstrengingslegasta af-
stöðu hugsanlegra mótherja í
sem skýrastri andstöðu við
hans eigin afstöðu fremur en að
leitast við að finna þann sam-
eiginlega flöt sem erfitt hlýtur
að vera að láta sér yfirsjást á
þessum tímum pragmatíkur og
lausnar undan hugmyndakerf-
um. Þannig tókst honum með
málsmeðferð sinni í framlagn-
ingu fjölmiðlafrumvarpsins að
knýja þingmenn stjórnarand-
stöðu til andstöðu við það – þótt
raunar sé þarna um að ræða
mál sem þingmaður úr vinstri
armi Vinstri grænna, Álfheiður
Ingadóttir, hreyfði fyrst og
þingmenn Samfylkingar styðja
eflaust margir í hjarta sér. For-
sætisráðherranum virtist henta
betur að niðurlægja þingið og
alla þá sem frumvarpið varðaði
og vit höfðu á efninu með hin-
um ósvífna tímaramma sem
gefinn var þingnefndum og um-
sagnaraðilum til að fara yfir
málið og leyfði síðan stjórnar-
andstöðu að láta móðan mása í
ræðustól, þar sem valdaleysi
hennar varð æ átakanlegra með
hverju orðinu.
Þegar kom til kasta forseta
Íslands var svo engu líkara en
að Davíð Oddsson legði sig í
framkróka við að ögra forset-
anum til að skrifa ekki undir
lögin. Á meðal forsetinn var að
hugsa sig um steig Davíð sem
sé fram í fjölmiðla og hamraði
á valdaleysi forseta Íslands,
hann gerði á alla lund lítið úr
embættinu og manninum sem
því gegnir – og var naumast á
það bætandi – sagði að embætt-
ið hefði ekki þann málskotsrétt
sem segir í stjórnarskránni að
það hafi - og vísaði í einhverja
gamla afmælisritsfyndni Þórs
Vilhjálmssonar því til stuðn-
ings – sagði að hann myndi
sjálfur segja til um það hvort
forsetinn hefði þetta vald, stað-
hæfði svo að einstaklingurinn
Ólafur Ragnar Grímsson væri
vanhæfur til að fjalla um þetta
mál, og dró dóttur Ólafs inn í
umræðuna. Af ráðsnilld sinni
kom Davíð því sem sé þannig
fyrir að Ólafur Ragnar Gríms-
son þurfti ekki einungis að
verja það háa embætti sem
hann gegnir, sjálfstæði þess og
heiður, heldur og að standa
vörð um fjölskyldu sína, og er
þá ótalinn allur sá óhróður sem
hann mátti sitja undir frá tals-
mönnum Davíðs.
Davíð bjó þetta allt til. Hann
er höfundur þjóðarþráttarinn-
ar. ■
N ú þegar aðeins tvær vinnuvikur og ein helgi eru til forsetakosn-inga er ekki enn ljóst um hvað þessar kosningar munu snúast.Ég held að það séu fáir sem geri ráð fyrir harðri baráttu fram-
bjóðenda. Það er ákaflega ólíklegt annað en Ólafur Ragnar Grímsson fái
mikinn meirihluta greiddra atkvæða. Þótt það séu engin fordæmi fyrir
því að Íslendingar hafi fellt sitjandi forseta í kosningum er að sjálf-
sögðu ekkert sem segir að slíkt geti ekki gerst. En til þess þarf sterkari
frambjóðendur en þá Baldur og Ástþór. Þótt þeir kunni báðir að vera
góðir og gegnir menn er annar þeirra lítt þekktur af landsmönnum og
hinn fremur kunnur að endemum en af verkum sem gætu aflað honum
fylgis í kosningum. En þótt úrslitin kunni að liggja ljós fyrir verður án
efa fylgst með niðurstöðum kosninganna og ályktanir dregnar af þeim.
Verður kjörsókn nægjanlega mikil til að Ólafur Ragnar og stuðnings-
menn hans geti túlkað sigur yfir öðrum frambjóðendum sem sigur Ólafs
Ragnars? Eða munu yfirburðir hans yfir meðframbjóðendum sínum
verða það miklir að hægt sé að túlka niðurstöðurnar sem afdráttarlausa
stuðningsyfirlýsingu þjóðarinnar? Og hvernig á að meta atkvæðin sem
mótframbjóðendur Ólafs Ragnars fá? Eru það atkvæði til að lýsa
óánægju með störf Ólafs Ragnars? Og munu nógu margir mæta á kjör-
stað til að skila auðu til að lýsa yfir vantrausti á Ólaf Ragnar?
Þótt kosningarnar sjálfar – það er valið á milli frambjóðenda – virð-
ist ekki vera spennandi geta þetta engu að síður orðið spennandi kosn-
ingar. Það hefur aldrei áður verið jafn mikill hiti í kringum forsetaemb-
ættið og sitjandi forseti hefur aldrei verið gagnrýndur jafn hart áður.
Og það er athyglivert að þessi gagnrýni kemur einkum frá ríkisstjórn-
inni og stjórnarflokkunum – og þá einkum sjálfstæðismönnum. Þeir
virðast sækja nokkuð skipulega að Ólafi Ragnari. Það mun því án efa
verða ráðið í kosningaúrslitin til að meta styrk þessarar ákvörðunar for-
ystu Sjálfstæðisflokksins.
Þessi einarða gagnrýni sjálfstæðismanna á störf Ólafs Ragnars er
ekki síður söguleg en ákvörðun hans að synja fjölmiðlalögunum stað-
festingar. Sjálfstæðismenn hafa sagt að með ákvörðun sinni hafi Ólafur
Ragnar ákveðið að forsetaembættið skuli ekki lengur vera sameiningar-
tákn þjóðarinnar. En það er engu síður hægt að segja að forysta Sjálf-
stæðisflokksins hafi rofið þessa hefð með harðri gagnrýni á Ólaf Ragn-
ar – ekki aðeins störf, heldur ekki síður persónu hans og meintan hulinn
tilgang að baki störfum hans. Það að forsetinn skuli hafa verið samein-
ingartákn er að sjálfsögðu ekki aðeins afrakstur af störfum forsetanna
hingað til heldur ekki síður afstaða þjóðarinnar til starfs þeirra. Það má
glögglega sjá á því hversu ólíkir forsetarnir hafa verið. Eftir að þeir
hafa náð kjöri hefur þjóðin gefið þeim svigrúm til að móta embættið að
sér og ekki véfengt með hvaða hætti þeir hafa starfað. Opinská andúð
forystu Sjálfstæðisflokksins og nokkurs hóps almennra sjálfstæðis-
manna á Ólafi Ragnari er því söguleg.
En þessi andstaða blæs nokkru lífi í komandi forsetakosningar. Án
hennar hefði í raun litlu skipt hversu margir hefðu mætt á kjörstað,
hversu margir skilað auðu og hversu margir kosið mótframbjóðendur
Ólafs Ragnars. Nú er nokkur spenna í kringum kosningarnar. ■
14. júní 2004 MÁNUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Gagnrýni sjálfstæðismanna á Ólaf Ragnar Grímsson
setur nokkra spennu í komandi forsetakosningar.
Átök í kringum
átakalausar kosningar
Höfundur Þjóðarþráttarinnar
ORÐRÉTT
Sagnfræðileg sérþekking?
Ég veit að það var ekki Björg
Thorarensen sem kenndi Birni
Bjarnasyni stjórnskipunarrétt;
hún er of ung til þess.
Gunnar Karlsson, prófessor í sagn-
fræði, sér hlutina auðvitað í sagn-
fræðilegu samhengi.
Fréttablaðið 13. júní
Laus skrúfa
Hafi 26. grein stjórnarskrárinnar
átt að vera einhvers konar örygg-
isventill þá er ljóst af þessu máli
um fjölmiðlalögin, að sá ventill
hefur breyst í lausa skrúfu.
Ragnar Thorarensen landfræðingur
er ekki sáttur við framgöngu forseta
Íslands í fjölmiðlamálinu.
Morgunblaðið 12. júní
Stöðugur fögnuður á RÚV?
Ríkisútvarpið er í þjóðareign og
starfsmenn þess fagna þegar
eigendur hafa samband, sem
gerist æ oftar.
Bogi Ágústsson, forstöðumaður
fréttasviðs Ríkisútvarpsins, svarar
kvörtun frá einum af eigendum þess,
Birgi Guðjónssyni yfirlækni. Sá síð-
arnefndi hafði kvartað yfir því að
fréttastofa RÚV greindi ekki frá and-
láti Ronalds Reagan, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta.
Morgunblaðið 12. júní.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Það að forsetinn skuli hafa verið sameiningartákn
er að sjálfsögðu ekki aðeins afrakstur af störfum forset-
anna hingað til heldur ekki síður afstaða þjóðarinnar til
starfs þeirra. Það má glögglega sjá á því hversu ólíkir for-
setarnir hafa verið.
,, Í DAGSTJÓRNARHÆTTIR Í LJÓSIFJÖLMIÐLAMÁLSINS
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Það þarf ekki að
ganga í neinar graf-
götur um að Davíð nýtur
valdsins, en hann virðist í æ
ríkari mæli þurfa að upplifa
sitt vald sem valdaleysi ann-
arra. Þegar þannig háttar
verður valdið neikvætt afl,
niðurrifsafl.
,,
LÍNUDANS
Einn þekktasti línudansakennari á
Norðurlöndum, Susanne Mose Nielsen,
verður með námskeið í línudansi fyrir
byrjendur og lengra komna í Galtalæk
helgina 18 – 20. júní nk.
Allir velkomnir!
Verð fyrir námskeið, gistingu og dansleik
kr 5.000,- á mann.
degitildags@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871