Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 6
6 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Eimskipafélag Íslands: Uppsagnir vegna skipulagsbreytinga VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands hefur tilkynnt að í gær hafi verið fækkað um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi hjá félaginu en nú stendur yfir vinna við endur- skipulagningu hjá félaginu. Ekki er vitað hversu mörgum verður sagt upp vegna breytinganna en þær verða kynntar í lok mánaðar- ins þegar sex mánaða uppgjör fé- lagsins liggur fyrir. „Við erum að vinna í endur- skipulagningu á félaginu og þetta er í raun afleiðing af nýju skipu- lagi. Síðan erum við að endur- skoða alla þætti starfseminnar. Það er í raun það hlutverk okkar sem við fengum frá nýjum eig- endum og stjórn að auka arðsemi og vöxt félagsins og eftir því erum við að vinna,“ segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips. Hann segir að töluverður hóp- ur starfsmanna hafi komið að end- urskipulagningunni og samstarf við fulltrúa starfsmanna hafi ver- ið gott. „Það er alltaf erfitt að standa í svona breytingum, sérstaklega þegar þær snúa að starfsfólki. Við erum að reyna að aðstoða þá sem missa vinnuna eins og við getum,“ segir hann. ■ Uppgangurinn dregur ekki úr atvinnuleysinu Þrátt fyrir aukinn hagvöxt dregur ekki úr atvinnuleysi. Vaxtahækkanir vinna gegn minnkandi atvinnuleysi. ASÍ hefur áhyggjur og ítrekar að- hald í ríkisfjármálum og aðgerðir í atvinnumálum. VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi helst enn hátt þrátt fyrir mikinn hag- vöxt. Aukin umsvif í efnahagslíf- inu skila ekki fleiri störfum. Á sjöunda þúsund manns eru at- vinnulausir. Skráð atvinnuleysi Vinnumála- stofnunar mælist 3,1 prósent í júlí. Atvinnuleysi annars ársfjórð- ungs samkvæmt vinnumálakönn- un Hagstofunnar var fjögur prós- ent eða 6.600 manns. Árstíðar- sveiflur eru í atvinnuleysi og sé leiðrétt fyrir þeim þá gefa tölur til kynna að ekkert dragi úr atvinnu- leysi. „Við höfum áhyggjur af þess- ari þróun,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir tölur um atvinnuleysi benda til þess að framleiðniaukn- ing sé í hagkerfinu. „Það er í sjálfu sér gott, en ef Seðlabankinn þarf að hækka vexti til að vinna gegn þenslu og atvinnuleysi helst hátt, þá veldur það áfram atvinnu- leysi til langs tíma.“ Gylfi segir því að þrýstingurinn sé því á ríkisstjórnina að halda aftur af ríkisútgjöldum. Hækkandi stýri- vextir styrkja krónuna og draga úr samkeppnishæfni mikilvægra fyrirtækja. Til lengri tíma vinnur það gegn hærra atvinnustigi. Að- hald ríkisfjármála minnkar þörf fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. „Það þurfa að koma til virkar vinnumarkaðsaðgerðir og menn þurfa að vera í það minnsta íhaldssamir í útgáfu atvinnuleyfa til þeirra sem koma utan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Það þarf að sjá til þess að atvinnuleysi sé sem minnst.“ Gylfi segir varasamt að horfa á prósentutölurnar eingöngu. Þarna séu fjölmargir einstaklingar á ferð sem búi við það böl sem atvinnuleysið sé. Stefán Úlfarsson, hagfræðing- ur hjá ASÍ, segir áhyggjur þar á bæ einkum beinast að tvennu. „Það er annars vegar að hlutfall þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir í meira en sex mánuði hef- ur verið að festast í sessi. Það hef- ur vond áhrif á fólk og það þolir slíkt ekki miðað við skuldbinding- ar þess. Hitt er atvinnuleysi ungs fólks. Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu.“ haflidi@frettabladid.is Breyting á myntkörfunni: Vægi evrunnar vex KRÓNAN Seðlabankinn hefur end- urskoðað myntkörfu krónunnar með tilliti til vægis mynta í utan- ríkisversluninni. Helstu breytingarnar nú eru að vægi evru eykst um þrjú pró- sent á kostnað vægis bandaríkja- dollars. „Þetta er í samræmi við þá þróun sem verið hefur,“ segir Þórarinn G. Pétursson, stað- gengill aðalhagfræðings Seðla- banka Íslands. Vægi evru í myntkörfunni er komið yfir 42 prósent, en vægi dollarans er tæplega 22 prósent. Vægi mynta innan Evrópu er tæp 74 prósent og nemur aukn- ingin tæplega þremur prósent- um. ■ ■ ÍRAK GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,21 -0,03% Sterlingspund 132,2 -0,10% Dönsk króna 11,85 0,05% Evra 88,11 0,02% Gengisvísitala krónu 122,58 -0,03% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 213 Velta 1.535 milljónir ICEX-15 3.029 -0,28% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 322.619 Marel hf. 52.703 Actavis Group hf. 44.358 Mesta hækkun Landssími Íslands 19,23% Vátryggingafélag Íslands 3,95% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,32% Mesta lækkun Hampiðjan hf. -1,72% Flugleiðir hf. -1,27% Landsbanki Íslands hf. -1,16% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ 10.232,9 -0,1% Nasdaq 1.922,9 -0,5% FTSE 4.372,6 0,3% DAX 3.898,8 -0,1% Nikkei 11.356,6 -2,17% S&P 1.114,6 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hver er formaður Samtaka her-stöðvaandstæðinga? 2Hjá hvaða íslensku fyrirtækjum varuppgjöri frestað vegna sumarleyfa? 3Hvað heitir nýráðinn þjálfari Fram-ara? Svörin eru á bls. 42 4. flokki 1992 – 43. útdráttur 4. flokki 1994 – 36. útdráttur 2. flokki 1995 – 34. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is BALDUR GUÐNASON Forstjóri Eimskips segir að félagið veiti þeim aðstoð sem missa vinnu sökum skipulagsbreytinga hjá félaginu. Byssa í buxnastreng: Skaut undan sér ENGLAND Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær. David Walker skaut sjálfan sig í klofið eftir að hafa drukkið 15 lítra af bjór og troðið afsagaðri haglabyssunni niður í buxurnar hjá sér. Walker sótti byssuna á heimili sitt eftir rifrildi við æskuvin sinn um hvor þeirra ætti að greiða fyrir næsta bjór á barnum. Á leið- inni til baka á barinn hljóp slysa- skot úr byssunni. Vegna afleiðing- anna hlaut Walker vægasta dóm sem landslög leyfa. ■ Teknir eftir innbrot í Austurbænum: Síbrotabræð- ur í haldi lögreglu LÖGREGLUMÁL Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gær- morgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykja- víkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda inn- brota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghand- teknir fyrir. Afbrotasaga bræðranna mun vera löng. Yngri bróðirinn komst meðal annars í fréttir undir árs- lok 2002, þá 13 ára gamall, þegar hann og 31 árs gamall maður af erlendu bergi brotinn voru grun- aðir um hasssölu á Sauðárkróki og Blönduósi. Að sögn lögreglu voru bræðurnir enn í haldi síð- degis í gær. ■ KALLA HERLIÐIÐ HEIM Filippsey- ingar hafa ákveðið að kalla heim 51 hermann sem er á þeirra veg- um í Írak. Þar með létu stjórnvöld undan þrýstingi mannránsmanna sem hneppt höfðu filippseyskan vöruflutningabílstjóra í gíslingu. Bandamenn innrásarinnar í Írak hafa lýst vonbrigðum sínum með ákvörðun Filippseyinga. UPPGANGUR OG ATVINNULEYSI Hagkerfið er komið af stað en atvinnuleysið minnkar ekki. ASÍ hefur áhyggjur af ungu fólki og þeim sem hafa verið án atvinnu lengur en sex mánuði. ATVINNULEYSI SAMKVÆMT KÖNNUN HAGSTOFUNNAR: 2003 Fyrsti ársfjórðungur 3,9% Annar ársfjórðungur 4,1% Þriðji ársfjórðungur 2,6% Fjórði ársfjórðungur 2,9% 2004 Fyrsti ársfjórðungur 3,1% Annar ársfjórðungur 4,0% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.