Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 22
Nýlega heyrði ég sérfræðing í öryggismálum lýsa stöðu Íslands í herfræðilegum skilningi með sam- líkingu til einföldunar, sem var eitthvað á þessa leið: Ísland er eins og hús í öruggu hverfi með dýran varðhund á meðan helsta ógnin sem steðjar að eru veggjatítlur. Síðari heimsstyrjöld, Kóreustríðið og kalda stríðið milli stórvelda gerðu Ísland að miðpunkti yfir- ráða á Norður Atlantshafi og hluta af varnarlínu Bandaríkjanna sjál- fra í hálfa öld. Eftir 1991 ógnar ekkert ríki eða ríkjahópur yfir- ráðum NATO og Bandaríkjanna á „hafinu okkar“. Samkvæmt hefð- bundnum skilningi herfræðinnnar er Ísland um þessar mundir ekki á nokkurn hátt hernaðarlega veiga- mikið. Örugga hverfið okkar samanstendur af þátttöku í NATO, ÖSE, SÞ, EES og fleiri alþjóðasam- tökum. Virk þátttaka í þessum hús- félögum er okkar helsta vörn í dag. Dýri varðhundurinn er Bandarík- jaher, sem stendur í ströngu um þessar mundir, og lætur sér ekki líka að teppa menn og tæki á Ís- landi yfir engu þegar sárvantar bakstuðning við átakaverkefni á „heitari“ stöðum. Evrópuherstjórn Bandaríkjahers, sem herstöðin í Keflavík var færð undir, hefur þröngan fjárhag og sker niður umsvif og kostnað. Í pólitískum farvegi Ekkert óvinveitt ríki hefur getu til að ráðast á landið. En veggjatítl- ur geta eyðilagt hin bestu hús eins og dæmin sanna: Alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi, útbreiðsla gereyð- ingarvopna, skipulögð glæpastarf- semi, vandamál fólksflutninga, farsóttir, umhverfisslys og nátt- úruhamfarir eru allt saman ógnir sem gætu steðjað að og teygt anga sína hingað. Gegn þeim duga fjórar F-15 orrustuþotur og önnur hátækni hermennskunnar harla lítið. Varnir og viðbrögð gegn slík- um ógnum eru fyrst og fremst í höndum stjórnmálamanna, al- þjóðasamtaka, löggæslu, almanna- varna og upplýsingaþjónustu. Ekki er ástæða til þess að gera lítið úr því að Davíð Oddssyni for- sætisráðherra hefur með þrjósku sinni tekist að tryggja að forræðið í ákvörðunum sem varða fram- kvæmd varnarsamningsins milli Íslands og Bandaríkjanna verður hjá bandaríska utanríkisráðuneyt- inu með blessun sjálfs forsetans. Málið er í þeim pólitíska farvegi sem Íslendingar kjósa helst og ekki í völdunarhúsi hinna ýmsu stjórnarskrifstofa í Washington og deilda í Pentagon. Valdhrokinn gagnvart heimsbyggðinni hefur eitthvað minnkað í Hvíta húsinu í aðdraganda kosninga og vegna gagnrýninnar á innrásina í Írak. Upp hefur komið þörf til þess að sýna traustum vinaþjóðum a.m.k. kurteisi fyrir röskt hálfrar aldar samstarf. Óvissan er þó engu minni en áður. Bandaríkjastjórn mun ekki taka einhliða ákvörðun um heim- köllun varnarliðsins. Hún virðir varnarsamninginn en hvikar hver- gi frá þeirri stefnu að leggja niður kaldastríðsherstöðvar. Ekki er lík- legt að breyting verði á þeirri stefnu þótt nýr forseti taki við 20. janúar 2005. Bush Bandaríkjafor- seti kom því ákveðið til skila á fundum með Davíð Oddssyni að hann vildi fá upplýsingar um það hvernig Íslendingar meti sínar eigin varnarþarfir og að hve miklu leyti þeir séu reiðubúnir til þess að standa undir kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Boltinn er því ekkert síður hjá íslenskum stjórnvöldum heldur en þeim bandarísku. Tími þráteflisins er liðinn og tími stefnumótunar, raunveru- legra samninga og skapandi lausna runninn upp. Það er ekki lengur boðlegt að halda Suðurnesjamönn- um í fullkominni óvissu um fram- vindu atvinnumála í kringum her- inn. Feimnismálin er varða fjár- mögnun Keflavíkurflugvallar verður að ræða. Flytja þarf innan- landsflug þangað til þess að ná fram meiri hagræðingu í rekstur- inn. Setja þarf fram mat á öryggis- og varnarþörfum Íslendinga og afla því víðtæks pólitísks skiln- ings. Nauðsynlegt er að koma upp „þankatanki“ á háskólastigi til þess að stuðla að rannsóknum og fræðilegri umfjöllun um öryggis- og varnmál. Heimavinnan er að mestu óunnin á þessum sviðum, enda ber umræðan öll þess merki. Viðbrögðin við einstökum ákvörð- unum stjórnvalda á sviði öryggis- mála eru endurkast af þeirri stefnu að ræða hvorki né fræða um þessi viðkvæmu mál. Varðhundurinn dýri á Keflavík- urflugvelli verður til staðar í ein- hver misseri til vibótar. Mikilvægt er að Ísland verði áfram hluti af öryggiskerfi NATO og eigi samn- ingsbundið varnarsamstarf við Bandaríkin. Til þess að ekki sé að- eins um form að ræða heldur einnig innihald þarf að vera um gagnkvæmt framlag til varnar- og öryggismála að ræða. Hér á að vera viðbúnaður gegn veggja- títlum, svo vísað sé til líkingarinn- ar í upphafi, en varðhundurinn dýri hefur áfram það hlutverk að gæta sameiginlegra varnar- og öryggishagsmuna Íslands og Bandaríkjanna. Hverjir eru þeir á næstu árum? Þeirri spurningu verðum við að svara refjalaust. Höfundur er ráðgjafi í almanna- tengslum og varaþingmaður Sam- fylkingarinnar. 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR22 Varnir og veggjatítlur Lækkun tekjuskatts um 4% á næstu árum sem forsætisráð- herra hefur boðað nú nýverið er alls ekki æskileg fyrir lægri tekjuhópa miðað við aðra kosti í stöðunni. Einnig er óljóst hvernig þessi lækkun virkar – gjöld almennings gætu t.d hækkað ann- ars staðar eða þjónusta dregist saman vegna þessa. Á undanförn- um árum hefur skattbyrði þeirra sem hafa t.d. 100.000 kr. í mánað- artekjur aukist verulega vegna þess hvað skattleysismörkin hafa lækkað að raungildi. Skatturinn er því greiddur af stærri hluta tekna en áður. Þannig greiddi sá sem hafði sömu rauntekjur árið 1990 5,5% tekna sinna í skatt en greiðir nú 11,1%. Hann greiðir því nú 11.084 kr. í skatta af 100.000 kr. tekjum. Þetta gerir rúmlega 5.580 kr. meira í skatt á mánuði á föstu verðlagi af þessum lágu tekjum. Ef tekjuskattur er lækkaður úr 38,58% í 34,58% miðað við óbreytt skattleysismörk þá lækkar skatt- ur hans um 1.150 kr. á mánuði. Eins og sést hér á undan þýðir það samt að þrátt fyrir þessa lækkun hafa tekjuskattar hans hækkað um rúmlega 4.400 kr. á mánuði frá árinu 1990. Það er ekki skatta- lækkun. Fyrir þá tekjuhærri væri þetta þó mun betra, því skattar þeirra sem hefðu t.d. 1.000.000 kr. á mánuði lækkuðu um 35.549 kr. Hægt væri einnig að hækka skattleysismörkin um 12.491 kr. á mánuði með óbreyttri skatt- prósentu fyrir sama kostnað fyrir ríkissjóð ef byggt er á lauslegri nálgun efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins um kostnað. Þá myndu skattar allra framteljenda lækka jafnmikið eða um rétt tæp- ar 5000 kr. á mánuði, hvort sem tekjur þeirra væru 100.000 eða 1.000.000 kr. Þetta kemur þeim tekjulægri mun betur og raunar öllum með tekjur undir 196.000 kr. á mánuði. Það er því komin tími á hækkun skattleysismarka því þróunin undanfarin ár hefur verið sú að skattbyrði þeirra tekjulægstu hefur aukist hlutfallslega mest. ■ „Ég undirritaður sem kosinn er þingmaður til Alþingis Íslend- inga heiti því að viðlögðum drengskap mínum og heiðri að halda stjórnarskrá landsins.“ Þennan eiðstaf skrifa allir þing- menn undir með eigin hendi og í viðurvist þingheims, þegar þeir taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Þennan eið má alþingismaður aldrei svíkja. Það sem ríkis- stjórnarliðar reyna nú að gera með því að synja þjóðinni um þj- óðaratkvæðagreiðslu um fjölmi- ðlalögin, er ekkert annað en brot á stjórnarskránni. Hún kveður mjög skýrt á um hvað beri að gera ef forseti lýðveldisins neit- ar að skrifa undir lög frá Alþingi og vísar þeim í staðinn til þjóðarinnar. Grein 26 hljóðar meðal annars svo:„Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfest- ingar, og fær það þó engu að síð- ur lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er und- ir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu“. Þetta ákvæði er mjög skýrt og hafið yfir allan vafa. Fólk þarf ekki að vera sprenglærðir lögfræðingar til að skilja þenn- an texta. Synji forseti því að staðfesta lög þá SKULU þau eins fljótt og hægt er í þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem allir þegnar með kosningarrétt hafi kost á þátttöku. Undanfarið höfum við hvað eftir annað orðið vitni að því hvernig forkólfar stjórnarflokk- anna hafa talað með lítils- virðingu um helgustu löggjöf lýðveldisins sem er stjórnars- kráin. Þeir virðast búnir að gleyma þeim drengskapareið sem þeir skrifuðu undir þegar þeir settust á Alþingi Íslendinga í fyrsta sinn. Stjórnarliðar með formenn beggja stjórnarflokka í fararbroddi voga sér að fullyrða að skýr ákvæði stjórnarskrár sem staðið hafa óhreyfð í 60 ár, séu nú allt í einu vafasöm og þar af leiðandi ekki marktæk. Þeir ýja að því í fjölmiðlum og meira að segja í ræðustól Alþingis, að þeir heiðursmenn sem sátu á þingi veturinn 1943–1944, hafi verið einhverjir bögubósar í lagasmíð sem vissu ekki hvað þeir voru að gera þegar þeir voru að semja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Þetta er alrangt. Það er nóg að lesa ræður þingmanna frá þessum tíma til að sjá að þessir feður lýðveldisins og höfundar stjórnarskrárinnar gerðu sér fulla grein fyrir því hvað þeir voru að gera. Málskotsréttur forseta lýðveldisins og valdsvið hans var rætt í þaula af þá- verandi þingmönnum. Þeir veittu forseta það vald að skjóta lögum til þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem einfaldur meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði réði því hvort lög tækju endanlegt gildi eða ekki. Því miður er það svo að Alþingistíðindi frá árinu 1944 eru illa aðgengileg fyrir al- menning. Ég tók mig því til og vélritaði upp umræður þing- manna um þessi efnisatriði stjórnarskrárinnar frá því fyrir 60 árum, og hef nú lagt út á vef- síðu Frjálslynda flokksins: xf.is. Hvet ég alla þá sem vilja kynna sér hvað vakti fyrir höfundum stjórnarskrárinnar þegar þeir sömdu 26. grein hennar, að lesa hvað þessir þingmenn sögðu. Það skiptir mjög miklu máli nú, þegar forystusveitir ríkis- stjórnarflokkanna reyna hvað þær geta til að rangtúlka stjórn- arskrána og rugla þjóðina í rím- inu varðandi framkvæmd á skýrum ákvæðum hennar. Síðan má spyrja hvort stjórnlaga- kreppa sú sem ríkisstjórnar- flokkarnir eru nú vísvitandi að leiða yfir þjóðina sé í raun ekki refsiverð fyrir dómsólum? Tím- inn mun leiða það í ljós. Benda má á að til eru lög um ráðherra- ábyrgð frá 1963, þar sem hægt er að dæma ráðherra ef hann hefur „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýð- veldisins“. Brot varða embætt- ismissi, fésektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Gjörningur sá sem stjórna- flokkarnir reyna nú að fremja á stjórnskipan lýðveldisins hefur í raun ekkert með pólitíska flokkadrætti að gera. Hér er tekist á um grundvallaratriði. Vinnubrögð þau sem Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur viðhafa nú, stangast á við allt sem sannir lýðræðissinnar, hvar í flokki sem þeir eru, hljóta að trúað á. Við öll, sem trúum á lýð- ræðið, eigum að mótmæla af öllu afli. Ég, sem alþingismaður sem hef undirritað eið að stjórn- arskrá, mun aldrei samþykkja annað en að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um fjölmiðla- lögin sem forseti skaut til þjóð- arinnar. Allt annað er skýlaust brot á stjórnarskránni. Höfundur er þingflokksfor- maður og varaformaður Frjáls- lynda flokksins. Gengi krónunnar og hamborgaraverð Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði á sama tíma og viðskiptajöfnuður verður stöðugt óhag- stæðari. Búast mætti við að með óhag- stæðari viðskiptajöfnuði myndi gengi krónunnar veikjast. Með því drægi úr innflutningi og útflutningur væntanlega glæðast á móti og halli á viðskiptajöfn- uði myndi minnka. Það hefur ekki gerst undanfarna mánuði sem væntanlega má að hluta rekja til innflutnings vegna stóriðju. Ein kenning hagfræðinnar er kenning- in um jafnvirðisgildi (e. purchasing power parity), en samkvæmt þessari kenningu ætti að vera hægt að kaupa sömu vörur fyrir sömu peningaupphæð hvar sem er í heiminum. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla að aðlagast svo sama vara kosti það sama hvar sem er. Þessi kenning liggur að baki könnun sem tímaritið Economist tekur reglulega saman um verð á Big Mac í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt kenningunni ætti þessi gerð hamborgara að kosta það sama alls staðar. Þannig fæst einfaldur mælikvarði á það hvort gengi gjald- miðla sé „rétt“ skráð miðað við verð á hamborgara. Þarna er verið að beita kenningunni í sinni einföldustu mynd. Grunnur könnunarinnar er verð á Big Mac í Bandaríkjunum, sem var að með- altali 2,90 dollarar í maí sl. Samkvæmt samanburði the Economist, þá er gjald- miðill Kína vanmetinn gagnvart dollar um 57%, þ.e. ef kenningin um jafn- virðisgildi héldi, þá ætti gjaldmiðill Kína að vera 57% meira virði miðað við verð á Big Mac í þessum tveimur löndum. Á hinum endanum er Sviss. Miðað við verð á Big Mac í Sviss, ætti gjaldmiðill- inn að vera 69% minna virði gagnvart dollar til að jafna verð á hamborgaran- um í þessum löndum, enda er verð á Big Mac í Sviss 4,90 dalir. Ísland er ekki með í þessum saman- burði, en einfalt er að bæta úr því. Á Ís- landi er verð á Big Mac (samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka og heima- síðu McDonaldís, 13. júlí) 6,15 mælt í dollurum og því það hæsta meðal þeirra ríkja sem eru í könnun the Econ- omist. Samkvæmt þessu er virði krón- unnar ofmetið um 112,4% gagnvart Bandaríkjadal og til að kenningin um jafnvirðisgildi gilti um krónu gagnvart dollar, þá þyrfti gengi krónunnar að vera 151,3 krónur á hvern dollar í stað 71,22 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans 13. júlí. Ef krónan veiktist sem þessu nemur þá væri verð á Big Mac það sama hér á landi og í Banda- ríkjunum. Ég er að sjálfsögðu ekki að spá svona mikilli veikingu á gengi krónunnar, að- eins að benda á það að það væri ekki óeðlilegt að sjá einhverja veikingu krón- unnar á næstunni í ljósi mikils innflutn- ings, ekki síst á neysluvörum. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Um svikinn eiðstaf og brot á stjórnarskrá MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN STJÓRNARSKRÁIN EINAR KARL HARALDSSON UMRÆÐAN VARNARMÁLIN Gjörningur sá sem stjórnaflokkarnir reyna nú að fremja á stjórn- skipan lýðveldisins hefur í raun ekkert með pólitíska flokkadrætti að gera. Hér er tekist á um grundvallaratriði. ,, ÓLAFUR ÓLAFSSON FORMAÐUR FÉLAGS ELDRI BORGARA UMRÆÐAN SKATTAMÁL EINAR ÁRNASON HAGFRÆÐINGUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Að lækka skatta en hækka þá samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.