Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 8
Næst fjárlögum: Náið samstarf við stofnanir Fjærst fjárlögum: Lífeyrisskuldbindingar vega þungt Ástæðan fyrir því hversu ná- lægt fjárlögum samgönguráðu- neytið hefur farið er fyrst og fremst sú að ráðuneytið hefur átt mjög náið og gott samstarf og samráð við þær stofnanir sem undir það heyra, segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðun- eytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu. „Við höfum lagt mjög ríka áherslu á fjármálastjórn. Þrjár af okkar stofnunum eru inni í samgönguáætlun. Þar áætlum við fram í tímann og reynum að hafa það sem næst raunveru- leikanum. Ég held að það sé mjög náið samstarf og samráð við stofnanirnar og það að vera meðvituð um mikilvægi þess að halda sig innan heimilda,“ sem sýnir að þetta sé hægt, segir Ragnhildur. „Það var frestun á ákveðnum framkvæmdum í vegamálum en það á ekki að hafa skipt sköp- um,“ segir Ragnhildur. „Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn hjá ráðherra samgöngumála og hans fólki.“ ■ Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, segir að rekstur fjár- málaráðuneytisins sé ekki sam- bærilegur við rekstur annarra ráðuneyta. Stærstu liðirnir sem valdi frávikum snúi ekki að rekstri stofnanna á vegum ráðuneytisins heldur efnahags- málum. „Útgjöld fjármálaráðuneytis- ins hafa verið 40 prósentum hærri samkvæmt ríkisreikningi en stefnt var að. Stór hluti skýrist af greiðslum inn á líf- eyrisskuldbindingar sem koma ekki til greiðslu fyrr en síðar auk vaxtagreiðslna og skattaaf- skrifta,“ segir Baldur. Að sögn Baldurs má skýra útgjaldaaukningu fjár- málaráðuneytisins, þau ár sem þau voru mest, með því að þá hafi lífeyrisskuldbindingar rík- isins hækkað hraðast annars vegar vegna breyttra uppgjörs- aðferða og hins vegar vegna samninga við ríkisstarfsmenn sem hafi haft hærri lífeyris- skuldbindingar í för með sér. ■ 8 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Óskhyggja, óráðsía eða breyttar forsendur Stjórnarandstæðingar segja fjárlög blekkingu eina en stjórnarliðar segja margt geta komið upp á sem breyti forsendum fjárlaga. EFNAHAGSMÁL Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórn- arliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjár- málastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari „ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum“. Stofnunin vísar jafn- framt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu „fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimild- um.“ Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlög- um síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. „Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhalds- legur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsing- ar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess, segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent ræki- lega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjár- magn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjár- lögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist „Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygi- ferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eð- lilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma,“ segir Birkir Jón Jóns- son, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjár- lögin hafa ekki gengið eftir. „Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla út- gjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni.“ Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjár- lögin ekki litið jafn vel út. „Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú,“ svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúr- keyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöld- um umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann segir að þó að Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orð- ið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. „Þetta snýst ekki um óheimil út- gjöld,“ segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum út- gjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamn- ingar sem auka útgjöld meira en bú- ist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur. Því verði að bregðast við með fjáraukalögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og auk- inna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið afl- að fyrir hvoru tveggja. ■ – hefur þú séð DV í dag? Opinberrar rannsóknar krafist á Kristni Gylfa Jónssyni Leyniskýrsla lýsir spillingu svínakóngs Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.yamaha.is Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00 TIL AFGREI‹SLU STRAX Vi› lánum allt a› 70% Arctic Trucks bjóða lán til kaupa á nýjum mótorhjólum. Lánin geta numið allt að 70% af kaupverði og gilt til 60 mánaða. Kynnið ykkur möguleikana og látið draum- inn verða að veruleika. Hjólaðu í sumar. FAZER 600 verð verðYZF R6 DRAGSTAR 1100 ROADSTAR WARRIOR 1700 YZF-RI 1.597.000 YZF-R6 1.297.000 Fazer 600 977.000 Fazer 600 Naked 917.000 FJR 1300 A 1.797.000 RoadStar Warrior 1700 1.897.000 RoyalStar Venture 1300 2.357.000 Bulldog 1100 1.187.000 DragStar 1100 classic 1.247.000 DragStar 650 classic 1.027.000 Virago 535 DX 757.000 Y A M A H A G Ö T U H J Ó L Y A M A H A G Ö T U H J Ó L ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 28 7 0 7/ 20 04 tilboð LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! % 10,6 1,3 8,0 13,4 7,2 1,5 -1,9 3,6 -3,1 -3,5 1999 2000 2001 2002 2003 MARKMIÐIN NÁST ILLA Verulegur munur hefur verið á þeim afgangi sem stefnt hefur verið að við samþykkt fjárlaga og þeirrar niðurstöðu sem lá fyrir þegar tekjur og gjöld höfðu verið gerð upp. Tafl- an sýnir hvaða afgangi var stefnt að, sem hlutfall af fjárlögum og hver niðurstaðan varð. Markmið fjárlaga Niðurstaða HEIMILD: UNNIÐ ÚR TÖLUM RÍKISENDURSKOÐUNAR. í prósentum BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÚTGJÖLD RÍKISSJÓÐS UM- FRAM ÞAÐ SEM STEFNT VAR AÐ Í FJÁRLÖGUM ÚTGJÖLD RÍKISINS UMFRAM FJÁRLÖG 1999-2002 Ráðuneyti/ Útgjöld Hlutfallsleg Málaflokkur umfram fjárlög framúrskeyrsla Fjármálaráðuneyti 40.217 milljónir 38,4% Forsætisráðuneyti 993 milljónir 20,9% Hagstofa Íslands 234 milljónir 17,0% Utanríkisráðuneyti 2.653 milljónir 16,3% Ríkisútgjöld samanlögð 59.976 milljónir 10,8% Félagsmálaráðuneyti 4.312 milljónir 7,7% Menntamálaráðuneyti 7.011 milljónir 7,5% Iðnaðarráðuneyti 696 milljónir 7,2% Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti 21.745 milljónir 7,0% Landbúnaðarráðuneyti 2.510 milljónir 6,4% Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 2.783 milljónir 6,0% Vaxtagreiðslur 3.505 milljónir 5,7% Æðsta stjórn 466 milljónir 5,6% Viðskiptaráðuneyti 271 milljón 5,1% Sjávarútvegsráðuneyti 503 milljónir 4,9% Umhverfisráðuneyti 450 milljónir 3,8% Samgönguráðuneyti 1.627 milljónir 2,9% HEIMILD: RÍKISENDURSKOÐUN Taflan endurspeglar ekki eyðslu umfram fjárheimildir heldur eyðslu umfram það sem stefnt var að í fjárlögum. Fjárheimildir geta hækkað með fjáraukalögum sem er ætlað að mæta óvæntum útgjöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.