Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 40
■ BREIÐABL.–ÍBV 0-4 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 30. 0–2 Olga Færseth 53. 0–3 Margrét Lára Viðarsdóttir 73. 0–4 Olga Færseth 88. BEST Á VELLINUM Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–11 (3–7) Horn 3–5 Aukaspyrnur fengnar 9–9 Rangstöður 2–6 MJÖG GÓÐAR Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Rachel Kruze ÍBV GÓÐAR Erla Hendriksdóttir Breiðabliki Sandra Karlsdóttir Breiðabliki Olga Færseth ÍBV Michelle Barr ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV 28 26. júní 2004 LAUGARDAGUR [ STAÐAN ] LANDSBANKADEILD KVENNA [ STAÐAN ] LANDSBANKADEILD KARLA FÓTBOLTI KR-ingar naga sig væntan- lega í handarbökin eftir að hafa misst tveggja marka forystu niður í jafntefli í leiknum gegn írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. KR-ingar höfðu leikinn í hendi sér um miðbik síðari hálfleiks en féllu of aftarlega og komu leikmönnum Shelbourne inn í leikinn sem þurftu aðeins tíu síðustu mínúturnar til að jafna leikinn, 2–2. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR- inga, ákvað að treysta á reynsluna í leiknum gegn Shelbourne í gærkvöld. Hann tók framherjann unga Kjartan Henry Finnbogason út úr liðinu og setti Arnar Gunn- laugsson, sem var meiddur í síðasta leik gegn Fylki, inn í hans stað. Auk þess sem kom Sigurvin Ólafsson inn á miðjuna í stað Kristins Haf- liðasonar sem er meiddur. KR–ingar byrjuðu leikinn ágæt- lega og fengu tvö fyrstu færi leiksins. Fyrst átti Sigurvin skalla rétt framhjá á 9. mínútu og á 18. mínútu skaut síðan Sigmundur Kristjánsson rétt fram hjá marki Shelbourne. KR-ingar réðu nokkuð ferðinni í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér verulega góð marktækifæri. Írska liðið verður seint sakað um að hafa lagt ofuráherslu á sóknarleikinn í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni náðu þeir að skapa smá usla fyrir framan mark KR. KR-ingar fengu óskabyrjun í síðari hálfleik þegar Arnar Jón Sigurgeirsson kom þeim yfir á 47. mínútu. Hann fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt við vítateiginn, Arnar Gunnlaugsson renndi boltanum til hans þar sem hann stóð á vítateigshorninu hægra megin og þrumaði boltanum í fjærhornið – glæsilegt mark. KR-ingar kættust enn frekar sjö mínútum síðar þegar Sigurvin Ólafs- son bætti við öðru marki. Arnar Gunnlaugsson var þá aftur á ferð- inni með aukaspyrnu og þurfti Sigurvin ekki að gera annað en að ýta boltanum yfir línuna á fjærstöng. Fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur KR-inga en eftir að hafa haft góð tök á leiknum duttu þeir aftar á völlinn og leikmenn Shelbourne komust meira inn í leikinn. Það átti eftir að reynast KR-ingum dýrkeypt því á síðustu tíu mínútunum hleyptu Íslandsmeistararnir inn tveimur mörkum. Alan Moore minnkaði muninn á 81. mínútu þegar hann fékk stungu- sendingu inn fyrir sofandi vörn KR- inga, skaut en Kristján varði en Morre fékk boltann aftur og skoraði. Fimm mínútum síðar jafnaði írska liðið metin þegar Kristján Örn Sigurðsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. David Crawley gaf boltann fyrir og Kristján, sem ætlaði að hreinsa, hitti boltann ekki og sendi hann glæsilega í netið óverj- andi fyrir Kristján Finnbogason, markvörð KR-inga. KR-ingar geta sjálfum sér um kennt að hafa misst forystuna niður og þeirra bíður erfitt verkefni á Írlandi í næstu viku. ■ 1–0 Þórarinn Kristjánsson, víti 22. DÓMARINN Kristinn Jakobsson í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–5 (5–1) Horn 5–2 Aukaspyrnur fengnar 22–24 Rangstöður 2–3 MJÖG GÓÐIR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík GÓÐIR Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Ólafur Gottskálksson Keflavík Sandor Matus KA Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson KA Pálmi Rafn Pálmason KA 1-0 KEFLAVÍK KA 1–0 Einar Þór Daníelsson 32. 2–0 Atli Jóhannsson 89. DÓMARINN Gylfi Orrason góður BESTUR Á VELLINUM Atli Jóhannsson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (6–5) Horn 6–6 Aukaspyrnur fengnar 18–17 Rangstöður 3–2 MJÖG GÓÐIR Tryggvi Bjarnason ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV Sinisa Kekic Grindavík GÓÐIR Páll Hjarðar ÍBV Ian Jeffs ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Momir Mileta Grindavík Óli Stefán Flóventsson Grindavík Paul McShane Grindavík 2-0 ÍBV GRINDAVÍK 1–0 Arnar Jón Sigurgeirsson 47. 2–0 Sigurvin Ólafsson 54. 2–1 Alan Moore 81. 2–2 Kristján Sigurðsson, sjálfsmark 86. DÓMARINN Peter Vervecken, Belgíu slakur BESTUR Á VELLINUM Petr Podzemsky KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (4–5) Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 17–28 Rangstöður 1–7 MJÖG GÓÐIR Petr Podzemsky KR Kristján Örn Sigurðsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR GÓÐIR Ágúst Gylfason KR Gunnar Einarsson KR 0-0 KR SHELBOURNE [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] SIGMUNDUR Í BARÁTTUNNI Sigmundur Kristjánsson, vængmaður KR-inga, sést hér í baráttu við einn leikmann írska liðsins Shelbourne. KR-ingar voru komnir í mjög góða stöðu en misstu niður 2–0 forustu í jafntefli. Tveggja marka forysta í súginn hjá KR-ingum Misstu unninn leik gegn Shelbourne niður í jafntefli á síðustu tíu mínútum leiksins og eiga erfitt verkefni í útileiknum í næstu viku. Fylkir 10 5 4 1 15–8 19 FH 10 4 5 1 16–11 17 ÍA 10 4 4 2 12–9 16 ÍBV 10 4 3 3 16–11 15 Keflavík 10 4 2 4 11–15 14 KR 10 3 4 3 13–12 13 KA 10 3 2 5 10–13 11 Víkingur 10 3 2 5 9–12 11 Grindavík 10 2 4 4 9–15 10 Fram 10 1 4 5 9–14 7 Valur 8 8 0 0 31–3 24 KR 8 6 1 1 40–9 19 ÍBV 7 4 2 1 36–6 14 Breiðablik 7 3 0 4 11–19 9 Stjarnan 8 1 4 3 11–27 7 Þór/KA/KS 7 1 2 3 8–21 6 FH 7 1 1 5 5–36 4 Fjölnir 8 0 1 7 3–20 1 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 13 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 12 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 10 Olga Færseth, ÍBV 9 Guðlaug Jónsdóttir, KR 8 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 Landsbankadeild karla: Keflvíkingar í fimmta sæti FÓTBOLTI Keflvíkingar komust í fimmta sæti Landsbankadeildar- innar í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af KA-mönnum, 1–0, í Keflavík. Sigurinn var fyrsti sigur Keflvíkinga á KA-mönnum á heima- velli síðan 1982. Þórarinn Kristjánsson kom Keflvíkingum yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að danski varnarmaðurinn Ronni Hartvig hafði brotið á Zoran Daníel Ljubicic innan vítateigs. Fram að að markinu hafði leikurinn verið afskaplega daufur en eftir það tóku Kefl- víkingar öll völd á vellinum og Scott Ramsey var tvívegis nálægt því að auka muninn. KA-menn náðu sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik og voru arfaslakir. Fátt markverkt gerðist í síðari hálfleik annað en að Keflvík- ingurinn Scott Ramsey fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Ramsey tók Örn Kató Hauksson hálstaki eftir að Örn Kató hafði brotið illa á honum og fengu báðir gult spjald og sennilega átti Ramsey að fá beint rautt fyrir hrottaskap sinn. Þetta var fyrsti sigur Kefl- víkinga síðan 7. júní en þá tryggði áðurnefndur Þórarinn þeim sigur gegn Víkingi. ■ Landsbankadeild kvenna: Öruggur Eyjasigur í Kópavogi FÓTBOLTI Eyjakonur unnu loksins sigur á útivelli í Landsbankadeild kvenna þegar þær sóttu þrjú stig á Kópavogsvöllinn. ÍBV vann leikinn 4–0 með tveimur mörkum frá bæði Margréti Láru Viðarsdóttur og Olgu Færseth en Margrét Lára hefur þar með skorað 14 mörk í fimm leikjum gegn Blikum á tímabilinu. ÍBV hafði góð tök á leiknum og vann sannfærandi sigur. Liðið fékk kannski ekki mörg færi en nýtti þau sem gáfust mjög vel. Margrét Lára Viðarsdóttir átti mjög góðan leik fyrir ÍBV og er að ná sér af erfiðum meiðslum og þá fyllti Rachel Kruze vel skarð Karenar Burke á miðjunni en Burke verður ekkert með ÍBV í næstu leikjum. ■ ATLI SKORAÐI OG VAR BESTUR Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson skoraði seinna mark ÍBV gegn Grindavík í gær og var besti maður vallarins. ÍBV komið í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar: Góður sigur ÍBV á Grindvíkingum FÓTBOLTI Eyjamenn skelltu sér í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar með góðum sigri á Grindvíkingum, 2–0, í Vestmannaeyjum í gær. Staða Grindvíkinga er hins vegar slæm, liðið er í níunda sæti deildarinnar og miðað við væntingar liðsins fyrir mót þá má ætla að verulega sé farið að hitna undir þjálfara liðsins, Zeljko Sankovic, í kjölfar slæms gengis liðsins að undanförnu. Það þarf kannski ekki koma neinum á óvart að Grindvíkingar skyldu tapa þessum leik því þeir hafa ekki unnið útileik í sumar. Einar Þór Daníelsson kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem fá færi litu dagsins ljós. Í síðari hálfleik voru Eyjamenn sterkari aðilinn en Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson komst tvíveg- is nálægt því að jafna metin fyrir Grindavík undir lokin en brást bogal- istin í bæði skiptin. Það var síðan Atli Jóhannsson, besti maður vallarins, sem kórónaði mjög góðan leik sinn með því að gulltryggja sigur Eyjamanna með marki mínútu fyrir leikslok. ■ MARGRÉT LÁRA Skoraði tvö mörk fyrir Eyjastúlkur gegn Breiðabliki í gærkvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.