Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 54
Auðunn Blöndal er nú staddur út í Graz ásamt þeim Pétri Jóhanni og Huga Jens (Ofur- huga) í 70 mínútum. Þar ætla piltarnir að hitta tónlistar- konuna Pink en hún verður með tónleika á Íslandi 10. og 11. ágúst. „Tónleikahaldararnir á Íslandi höfðu samband við Pink og hennar lið hér úti og fengu það í gegn að við mættum koma til Austurríkis til að fara á tón- leika með henni og taka svo við- tal við hana eftir á,“ segir Auðunn sem flaug út með strák- unum í gær og kemur til með að spjalla við Pink á laugardaginn. „Pink er jú engin Sugababes gella,“ segir Auðunn aðspurður um hvort hann hræðist söng- konuna. „Hún virkar svolítil trukkalessa á okkur, klæðist alltaf í leðri og gæti verið svo- lítið hörð í horn að taka. En við erum þrír og hún er ein þannig að við erum ekkert mjög hræddir og við ætlum að gera allt sem við getum til að atast í henni.“ Það er ný upplifun fyrir strákana í 70 mínútum að koma til Graz. „Enginn okkar hefur komið hingað og Sveppi greyið er alveg í rusli yfir því að hafa ekki komist með en hann er að fara að sýna Fame á fimmtudag, föstudag og laugardag. Það eina sem ég vissi um landið áður en ég kom hingað er að Arnold Schwarz- enegger fæddist hér en við erum svo bara hérna úti að steikja í íbú- um Austurríkis, ætlum að gera falda myndavél og koma heim með fullt af sprelli,“ segir Auð- unn. En hvaða heimsfrægu popp- stjörnur skildu strákarnir í 70 mínútum ætla að tala við næst? „Við stefnum á að taka viðtal við 50 cent þegar hann kemur til Íslands. Það er þó spurning hvort maður þori nokkuð að atast í honum. Það er búið að skjóta 50 cent níu sinnum um ævina og ég hef því á tilfinningunni að hann sé ekkert sérstaklega hræddur við þrjá vitleysinga úr 70 mínútum.“ ■ Enski boltinn trúarbrögð um allan heim Um síðustu helgi var þriðja tón- leikahelgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Staðartónskáld helg- arinnar var hið kunna enska tón- skáld John Tavener og frumflutti Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar, nýtt verk eftir hann, sem var samið að beiðni Kammerkórsins, auk þess sem fleiri verk eftir tón- skáldið voru flutt. Einn af söngv- urum Sumartónleikanna var Hrólfur Sæmundsson, söngvari og einn af forsprökkum íslensku sumaróperunnar. „Tavener komst ekki sjálfur vegna veikinda,“ segir Hrólfur, „en eiginkona hans var þarna og hún var virkilega ánægð. Hún sagði mér að þetta væri einn besti flutn- ingur á verkum hans sem hún hafði heyrt. Í framhaldinu gaf hún mér netfang sitt og spurði hvort ég vildi ekki koma til Englands og syngja. Þetta boð heillar ef rétta tækifærið býðst. Hingað til hef ég ekkert mikið verið að leita á erlend mið.“ Það eru þrjú ár síðan Hrólfur kom úr mastersnámi í söng frá Boston og hann segir það ganga svo vel að vera atvinnusöngvari að hann hafi ekki undan. „Þetta er spurning um að sitja ekki á rass- inum og bíða eftir símtölum.“ Hrólfur segist verða viðloð- andi Sumaróperuna að minnsta kosti næstu tvö árin. Í haust stefn- ir hann á að halda tónleika auk þess að fara að syngja svolítið í Svíþjóð og í Danmörku. ■ Bíður ekki eftir símtölum Atast í Pink í Austurríki 42 15. júlí 2004 FIMMTUDAGURHRÓSIÐ „Þetta verður fótboltaveisla í opinni dagskrá,“ segir sjónvarpsmaðurinn Snorri Már Skúlason en hann verður verkefnisstjóri yfir enska boltanum á Skjá einum í vetur og hefst handa við undirbúning í vikunni. „Ég kem til með að bera ábyrgð á því að koma enska boltanum sómasamlega til skila til áhorfenda Skjás eins. Það verða sex leikir sýndir í hverri viku og hugmyndin er að íslenskir þulir verði ráðnir til að lýsa stærstu leikj- unum. Fyrstu helgina verða sýndir stórleikir milli Tottenham og Liver- pool annars vegar og Chelsea og Manchester United hins vegar svo þetta fer allt saman kröftuglega af stað.“ Snorri Már stýrir svo eigin þætti í tengslum við enska boltann. „Þetta verða upphitunarþættir fyrir stór- leikina sem eru sýndir á laugardög- um. Ég fæ til mín gesti í stúdíó sem velta vöngum yfir komandi umferð en jafnframt verður litið á þetta fyrirbæri sem enska deildin er í víðu samhengi. Þetta á að vera skemmti- legt og vonandi pínulítið vitrænt líka.“ Að auki býður Skjár einn upp á erlenda upphitunarþætti og marka- þætti á mánudögum. „Það má segja að enski boltinn sé að verða að trúarbrögðum um allan heim. Áhuginn og áhorfið er gífur- legt á þessa deild hvort sem er í Asíu, Evrópu eða vestanhafs. Ég geri mér grein fyrir ástríðunni sem er tengd þessu og veit því að hér verða menn að vanda sig,“ segir Snorri en hann hóf sjónvarpsferil sinn á ríkis- sjónvarpinu árið 1986. „Þá vann ég undir handleiðslu Friðriks Þórs Frið- rikssonar í poppþætti þar sem Frið- rik annaðist dagskrárgerð. Síðan hef ég verið í fréttatengdu efni á Stöð 2, var einn af umsjónarmönnum Dags- ljós í Sjónvarpinu og séð um fót- boltaþáttinn 4-4-2 á Sýn. Það má því segja að ég hafi bara átt að prófa Skjá einn og mér líst mjög vel á að reyna fyrir mér þar,“ segir Snorri Már. „Skjárinn er mun minni í sniðum en Ríkissjónvarpið og Stöð 2 og því fylgja ótvíræðir kostir. Leiðsl- ur í öllum ákvarðanaferlum eru til dæmis ekki eins langar og ég hef vanist og af þem litlu kynnum sem ég hef haft af Skjá einum hingað til finnst mér eins og það ríki bæði heimilisleg stemning og baráttuhug- ur sem er frábært að fá að taka þátt í.“ Útsendingar á enska boltanum hefjast um miðjan ágúst. ■ SJÓNVARP SNORRI MÁR SKÚLASON ■ Byrjaði hjá Ríkissjónvarpinu 1984 og vann síðar hjá Stöð 2 og Sýn. Það eina sem vantaði í sjón- varpssafnið var Skjár einn en þar sér Snorri um að framreiða enska bolt- ann fyrir áhorfendur í vetur. TÓNLIST HRÓLFUR SÆMUNDSSON ■ Mikið að gera í söngnum. SNORRI MÁR SKÚLASON Gerir sér grein fyrir ástríðunni sem tengist enska boltanum og hlakkar til að takast á við ný verkefni á nýrri sjónvarpsstöð. í dag Ótímabært kynlíf unglinga Davíð bakkar eða stjórnin springur Nýbúaprestur gagnrýnir rannsókn á hvarfi Sri Lárétt: 1 svöl, 5 karlfugl, 6 býli, 7 átt, 8 flugfélag, 9 ellimóð, 10 tónn, 12 arinn, 13 uppistaða, 15 hreyfing, 16 fuglar, 18 nagli. Lóðrétt: 1 virki, 2 skjóta, 3 fimmtíu og einn, 4 bústýra, 6 legsteinn, 8 eins um r, 11 vann eið, 14 nart, 17 sólguð. LAUSN: Lárétt:1köld,5ari,6bú,7sa,8sas,9hrum, 10as,12stó,13lón,15ið,16arar, 18gaur. Lóðrétt:1kastalar, 2öra,3li,4húsmóðir, 6 bauti,8srs,11sór, 14nag,17ra. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 1. Stefán Pálsson 2. Afli og Atorku 3. Ólafur Kristjánsson ... fær göngufólk fyrir að vera duglegt að skipuleggja skálda- göngur, draugagöngur, nefndar- göngur og hverjar aðrar göngur sem því dettur í hug. HRÓLFUR SÆMUNDSSON Eiginkona John Tavener varð mjög hrifin þegar Hrólfur söng lög eftir eiginmanninn. AUÐUNN, PÉTUR OG HUGI JENS Strákarnir létu smella af sér mynd með gsm síma fyrir utan Keflavíkurflugvöll áður en þeir þeystust út til Austurríkis í gær til móts við tónlistarkonuna Pink. SPRELL AUÐUNN BLÖNDAL ■ Strákarnir í 70 mínútum tóku viðtal við stelpurnar í Sugababes fyrir skömmu. Nú eru þeir staddir í Austurríki og ætla þar að ná tali af tónlistarkonunni Pink.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.