Fréttablaðið - 20.07.2004, Page 1

Fréttablaðið - 20.07.2004, Page 1
● skoraði sigurmarkið gegn fylki Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 17 Emil sendi FH á toppinn MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR VIÐEYJARSIGLING Í kvöld verður farið í siglingu umhverfis Viðey í stað venjubundinnar gönguferðar um eyna. Lagt verður upp frá Sundahöfn kl. 19.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÞURRT Í BORGINNI Dálítil súld eða rigning við norður- og austurströndina. Bjart með köflum sunnan og vestan til og hlýjast þar. Sjá síðu 6. 20. júlí 2004 – 196. tölublað – 4. árgangur FAÐIRINN VITNI Þrír kafarar á vegum lögreglunnar leituðu að Sri Rahmawati í sjón- um við bryggjuna á Geldinganesi í gær án árangurs. Faðir mannsins, sem situr í gæslu- varðhaldi er meðal vitna í málinu. Sjá síðu 2 ÁSAKANIR UM „GERVIKAUP“ For- maður Sjómannasambandsins segir Samherja fara í kringum lög með „gervikaupum“ á togara. Forstjóri Samherja vísar gagnrýni á bug og segir hana ómálefnalega. Sjávar- útvegsráðuneyti sér ekkert athugavert við kaupin. Sjá síðu 6 ÓSTÖÐVANDI ÞRÓUN Nærsvæði borg- arinnar njóta góðs af þróun þar sem fyrirtæki færa starfsemi sína í auknum mæli út í jaðar borgarbyggðarinnar. Íbúðaverð rýkur upp í nágrenni Reykjavíkur og fólk sækir vinnu sína um lengri veg en áður. Sjá síðu 8 MÓTMÆLTU STÓRVIRKJUNUM Um þrír tugir manna mótmæltu náttúruspjöllum vegna virkjanaframkvæmda við stjórnstöð Landsvirkjunar á degi hálendisins. Fólkið er ósátt við stjórnvöld. Sjá síðu 10 36%50% Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 16 Sjónvarp 21 María Heba Þorkelsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Fann sig í dansinum ● heilsa Róbert Stefánsson: ▲ SÍÐA 18 Einn fárra sem stunda kraftdrekaíþróttina ● ólýsanleg tilfinning María Þórðardóttir: ▲ SÍÐA 22 Verður með í Harlem ● djasssöngleikur byggður á lögum dukes ellington VIÐSKIPTI Bykofjölskyldan hefur bæst í hluthafahóp Íslandsbanka. Mikil viðskipti voru með bréf í ban- kanum á föstudag þegar viðskipti voru með bréf í bankanum fyrir 1,4 milljarða króna á genginu níu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun eignarhaldsfélag í eigu Steinunnar Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga Guðmundssonar, eig- anda Byko, vera kaupandi að bréf- um í bankanum. Jón Helgi er sjálfur í bankaráði KB banka í krafti ríf- lega fjögurra prósenta eignarhlutar í bankanum. Fjölskyldan hefur lengi haft sterka stöðu í íslensku viðskiptalífi og hefur sú staða eflst að undan- förnu með kaupum á matvöru- keðjunni Kaupási og ráðandi hlut í Flugleiðum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins annast Íslandsbanki kaup í sjálfum sér fyrir eignahaldsfélag Steinunnar fyrir tæp fimm prósent í bankanum sem gengið er frá með framvirkum samningi. Miðað við gengið í viðskiptum á föstudag er um hátt í fimm milljarða fjár- festingu að ræða. Auk eignar í Kaupási, Flugleið- um og KB banka hefur fjölskyldan náð góðum árangri í öðrum fjár- festingum. Félag í eigu Jóns Helga átti hlut í Straumi fjárfestingar- banka sem seldur var skömmu fyrir stórfelldar breytingar á eignarhaldi Eimskipafélagsins og tengdra félaga. Með kaupunum í Íslands- banka styrkist staða fjölskyldunnar enn frekar. Samkvæmt heimildum er ekki um skammtímafjárfestingu að ræða. Stærstu eigendur bankans hafa verið með eignarhluti sína í fram- virkum samningum við fjármála- fyrirtæki. Orri Vigfússon hefur gengið frá sínum samningum og á félag sem hann veitir forystu nú 5,4 prósent í bankanum. Miðað við nú- verandi gengi er markaðsverð Ís- landsbanka um 90 milljarðar króna og hafa stærstu eigendur hagnast á framvirkum samningum í bankan- um sem gerðir voru undir nú- verandi gengi. haflidi@frettabladid.is HALLDÓR ÁSGRÍMSSON AÐ LOKNUM FUNDI MEÐ DAVÍÐ ODDSSYNI Í STJÓRNARRÁÐINU Í GÆR Gjörbreytt fjölmiðlafrumvarp verður kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. Engin takmörk verða á eignarhaldi fjölmiðla og fjölmiðlalögin sem forseti synjaði staðfestingar verða felld niður. Hluti af niðurstöðu málsins er að stofnuð verði nefnd um breytingu á stjórnarskrá. Veldu ódýrt bensín Bykofjölskyldan í Íslandsbanka Bykofjölskyldan bætist í hóp stærstu eigenda Íslandsbanka. Félag í eigu Steinunn- ar Jónsdóttur hefur tryggt sér hlut fyrir á fimmta milljarð króna í bankanum. Engin fjölmiðlalög Öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðla hafa verið tekin út úr breyttu frumvarpi er kynnt verður á ríkisstjórnarfundi í dag. Einungis verða ákvæði um brottfall fyrri laga og breytingu á skipun útvarps- réttarnefndar. Samkomulag Davíðs og Halldórs kveður á um að völd forseta verði einungis formleg. FJÖLMIÐLALÖG Engin lög um tak- mörkun á eignarhaldi fjölmiðla verða sett að þessu sinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun kynna ríkisstjórninni í dag gjör- breytt fjölmiðlafrumvarp. Í því hafa öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðlafyrirtæki verið tek- in út. Eftir standa tvö ákvæði. Annars vegar að fjölmiðlalögin sem forseti synjaði staðfestingar 2. júní falli brott og hins vegar breytingu á skip- an útvarpsréttarnefndar, samkvæmt heimildum innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Framsóknarmenn fengust ekki til að tjá sig um málið. Hluti af niðurstöðum viðræðna Halldórs og Davíðs er að stofnuð verði nefnd um málefni stjórnar- skrárinnar. Stefnt verður að því að festa í stjórnarskrá þá framkvæmda- hefð sem verið hefur á Íslandi frá stofnun lýðveldisins, það er að segja að forseti framkvæmi einungis vald ráðherra. Forsetinn yrði eftir því valdalaus og málskotsréttur hans til þjóðarinnar, eins og honum var beitt 2. júní, væntanlega afnuminn. Fjölmiðlanefndin mun taka til starfa að nýju í haust og eins og fram hefur komið mun stjórnarandstaðan taka þátt í starfi hennar. Búist er við því að stjórnar- flokkarnir haldi þingflokksfundi strax að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður kl. 9.30, þar sem hið breytta frumvarp verður kynnt. Fundur allsherjarnefndar hefur verið boðaður klukkan 14. „Við erum algjörlega sammála um þá niðurstöðu sem liggur fyrir,“ sagði Davíð að loknum fundi hans og Halldórs í gær. Af sama tilefni tók Halldór fyrir það að Framsóknar- flokkurinn hefði sett fram úrslita- kosti í málinu. sda@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 4. Japanar ásakaðir: Kaupa sér stuðning ÍTALÍA, AP Hvalfriðunarsinnar saka Japana um að nota þróunaraðstoð til að kaupa fátækar þjóðir til stuðnings við málstað hvalveiðiþjóða í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Japanar svöruðu þeim ásökunum með því að þjóðir sem þeir ættu samstarf við skildu málstað sinn oft betur en aðrar þjóð- ir. Þeim þjóðum sem styðja hvalveið- ar hefur fjölgað úr níu í 27 á þremur árum. Japanar hótuðu því við upphaf ársþings hvalveiðiráðsins að þeir kynnu að segja sig úr ráðinu ef banni við hvalveiðum í atvinnuskyni yrði ekki hnekkt á þinginu en tóku fram að úrsögn úr ráðinu yrði neyðar- ráðstöfun. ■ HVALVEIÐUM MÓTMÆLT Grænfriðungar efndu til mótmæla við fundarstað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.