Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 2
2 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Varnarliðið svarar ekki ásökunum verkalýðshreyfingarinnar: Boltinn hjá utanríkisráðuneytinu KJARAMÁL Hvorki talsmenn né yf- irmenn Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli vilja tjá sig um um- mæli Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, um meint kjarasamn- ingsbrot gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum. Félagið hefur sent utanríkisráðuneytinu stefnu eftir stefnu vegna málsins en Kristján segir að starfsmenn varnarliðsins hafi ekki fengið lög- bundnar kjarabætur til jafns við aðra landsmenn síðustu tvö árin. Sérstök kaupskrárnefnd utan- ríkisráðuneytisins ákveður ráðn- ingarkjör og vinnuskilyrði starfs- manna varnarliðsins og er því ekki um það að ræða að semja beint við varnarliðið eins og verkalýðshreyfingin hefur óskað eftir. Kaupskrárnefnd kemur saman þegar þess gerist þörf og niðurstöður hennar eru endan- legar. Fyrir kemur að yfirmenn varnarliðsins eru ósammála nefndinni og það virðist hafa kom- ið niður á hundruðum starfs- manna á Keflavíkurflugvelli sem nú leita réttar síns. ■ Faðir mannsins meðal vitna Þrír kafarar á vegum lögreglunnar í Reykjavík leituðu að Sri Rahmawati í sjónum við bryggjuna á Geldinganesi í gær án árangurs. Faðir mannsins sem situr í gæslu- varðhaldi er meðal vitna í málinu, en feðgarnir hafa búið saman í Stórholtinu. MANNSHVARF Þrír kafarar, tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og einn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík, leit- uðu að Sri Rahma- wati í sjónum við bryggjuna á Geld- inganesi í gærdag án árangurs. Sri hefur verið sakn- að á þriðju viku og er barnsfaðir hennar og fyrrum sambýlismaður grunaður um að eiga þátt í hvarfi hennar. Bílför eftir jeppa sem hugs- anlega voru talin geta verið eftir jeppa mannsins urðu til þess að leitað var við bryggjuna á Geldinganesi. Að sögn kafaranna var lélegt skyggni fyrir framan bryggjuna vegna leðju á botninum eða aðeins um einn metri. Fjær bryggjunni var um tveggja til þriggja metra skyggni. Nálægt bryggjunni er frekar lítill straumur en aftur meiri þegar farið er lengra út á flóann. Kafararnir voru í sjónum í tvo klukkutíma og köfuðu á um 400 metra breiðum kafla með- fram nesinu og tíu til tólf metra út á sjóinn. Í sjónum fannst poki með fuglshræjum sem virtust hafa verið í sjónum í einhvern tíma án þess að pokinn flyttist frá bryggjunni. Einn af þeim sem hefur verið yfirheyrður vegna málsins er aldraður faðir mannsins, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í nær tvær vikur. Faðir mannsins var heima aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí en þá um morguninn spurðist síðast til konunnar. Feðgarnir hafa búið saman í íbúðinni við Stórholt. Niðurstöður DNA-rannsókna eru væntanlegar frá Noregi í þessari viku. Upphaflega var gert ráð fyrir að niðurstöðurnar lægju fyrir í síðustu viku. En þar sem senda þurfti nýtt samanburðar- sýni til Noregs til að bera saman við lífsýnin sem fundust á vett- vangi liggja niðurstöður ekki enn fyrir. hrs@frettabladid.is Sjómenn ríkisins: Hafa ekki samið KJARAMÁL Ekki náðist samkomulag milli Sjómannafélags Reykjavíkur vegna háseta Hafrannsókna- stofnunar og varðskipa og fjármála- ráðuneytisins hjá ríkissáttasemjara í gær. Kjaraviðræðurnar stranda á sjó- mannaafslætti sem sjómanna- félagið vill tryggja í kjarasamningi sem gera á til ársins 2008. Nýr fund- ur og sá þriðji um deiluna hefur verið boðaður á miðvikudag. Sam- kvæmt Jónasi Garðarssyni, for- manni sjómannafélagsins, óttast sjómenn ríkisins að sjómanna- afsláttur sem nemi allt að 273 þús- undum á ári verði aflagður. ■ Hryðjuverkavarnir: Leyndarmál á glámbekk LONDON, AP Leyniskýrslur um hugsan- legar hryðjuverkaárásir á Heathrow- flugvöll fyrir utan London fundust í götukantinum nokkur hundruð metra frá flugvellinum. Í skýrslunni eru þeir staðir tilgreindir sem þykja henta best til að skjóta flugskeytum að flugvélum. Breska dagblaðið The Sun greindi frá þessu í gærmorgun. Þar sagði að ökumaður mótorhjóls hefði fundið skjölin, sem voru tekin saman af lög- reglu til að sporna gegn hryðju- verkum, og komið þeim til blaðsins. Lögreglan hóf þegar í stað rann- sókn á því hvernig skjölin hefðu getað týnst og fundist á opinberum vettvangi. ■ DÆMDUR FYRIR BARNSMORÐ Tyrkneskur karlmaður hefur verið dæmdur í 36 ára fangelsi fyrir að myrða tveggja ára pilt. Pilturinn lá sofandi í kerru þegar skotbardagi braust út í kringum hann. Eitt skot- anna hæfði piltinn sem varð honum að bana. Maðurinn viðurkenndi að hafa orðið valdur að andláti piltsins en hafnaði því að um morð væri að ræða. FLÓRÍDA ROLF KÆRIR Þýskur eftir- launaþegi hefur höfðað mál á hend- ur stjórnvöldum. Hann vill að þau taki aftur til við að greiða húsa- leiguna fyrir sig í Miami í Banda- ríkjunum. Þangað flutti hann eftir að hann komst á eftirlaun. Mál hans vakti mikla athygli og hneykslun og lauk með því að stjórnvöld breyttu lögum til að þurfa ekki að greiða húsaleigu mannsins. DEILT UM ERFÐABREYTT MATVÆLI Landbúnaðarráðherrar Evrópusam- bandsins náðu ekki samkomulagi um að leyfa sölu erfðabreyttra matvæla til almennings. Matvælin sem deilt er um eru framleidd af Monsanto-fyrirtækinu bandaríska og hafa þegar fengið heilbrigðis- vottorð matvælaeftirlits ESB. HVALVEIÐAR Ekki er víst að neitt verði úr hvalveiðum í atvinnu- skyni þrátt fyrir að um þann möguleika sé rætt á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Sorrento á Ítal- íu, segir Stefán Ásmundsson, for- maður sendinefndar Íslands. Hendrik Fischer, formaður Al- þjóðahvalveiðiráðsins, lagði fram skjal um mikilvægi atvinnuhval- veiða fyrir trúverðugleika ráðsins með sérstökum skilyrðum. „Það eru aðeins þreifingar og afstaða ríkja sem mun koma betur í ljós [í dag],“ segir Stefán. Þá verði stóru mál fundarins rædd. Stefán segir ekki þurfa að ákveða hversu marga hvali megi veiða. Það liggi fyrir með reikni- formúlu sem vísindaráðið hafi lagt til fyrir meira en áratug síð- an. Ræða þurfi hvernig hægt sé að tryggja að hvalstofnar verði ekki ofveiddir. Stefán segir umræðuna hafa staðið í hvalveiðiráðinu á annan áratug. „Það sem hefur breyst núna er að það hefur raunveruleg vinna farið fram þar sem að mál- um hefur þokað áfram og Gretti- staki hefur verið lyft í að þoka málunum áfram.“ ■ ■ ÍRAK ■ EVRÓPA ,,Faðir mannsins var heima aðfaranótt sunnudags- ins 4. júlí en þá um morguninn spurðist síðast til konunnar. „Það slekkur þær að minnsta kosti ekki. “ Dr. Björn Karlsson er brunamálastjóri. Ný skýrsla sýnir að eignartjón af völdum bruna var í fyrra mun minna en meðaltal síðustu áratuga. SPURNING DAGSINS Björn, kveikir þetta vonir? JIMMY CARTER Berst gegn aftökum unglinga. Ungir glæpamenn: Barist gegn aftökum WASHINGTON, AP Fyrrum leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna heitinna, Læknasamtök Banda- ríkjanna og 48 þjóðir eru meðal þeirra sem hafa beitt sér fyrir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna bindi endi á aftökur unglinga. Hæstiréttur hefur tekið fyrir mál frá Missouri þar sem hæsti- réttur ríkisins úrskurðaði aftökur unglinga ólöglegar. Rétturinn tók þar með undir rök þeirra sem vilja ekki láta lífláta glæpamenn fyrir glæpi sem þeir fremja fyrir átján ára aldur. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, og Mikhail Gorba- tsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkj- anna, hafa þrýst á Hæstarétt sem og Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada auk fleiri ríkja. ■ Aðalmál alþjóðahvalveiðiráðsins rædd í dag: Óvíst um hvalveiðar í atvinnuskyni ATHAFNASVÆÐI VARNARLIÐSINS Íslenskir starfsmenn eiga inni hundruð þúsunda í vangoldin laun en kjarasamningum hefur ekki verið fylgt síðustu tvö árin. FILIPPSEYINGAR KVEÐJA Síðustu filippseysku hermennirnir yfir- gáfu Írak í gær. Með þessu von- ast stjórnvöld á Filippseyjum til að bjarga lífi filippseysks manns sem er gísl uppreisnarmanna. BRETAR BORGA BÆTUR Bresk stjórnvöld hafa greitt út bætur vegna 120 atvika þar sem breskir hermenn í Írak þykja hafa farið rangt að eða gert alvarleg mis- tök. Bætur hafa meðal annars verið greiddar vegna láts óbreyttra borgara eftir lok bardaga, meiðsla og eignatjóns. EGYPSKUM GÍSL SLEPPT Íraskir uppreisnarmenn slepptu egypsk- um gísl sínum úr haldi að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jaze- era. Maðurinn var tekinn í gísl- ingu fyrir nær tveimur vikum. Honum var sleppt eftir að fyrir- tækið sem hann vinnur hjá hætti starfsemi í Írak. HVALUR Ræða á hvort rétt sé að veiða hvali í atvinnuskyni til að auka trúverðugleika Al- þjóðahvalveiðiráðsins á fundi þess í dag. LEITAÐ Í SJÓNUM Einn kafari frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík og tveir frá ríkislögreglustjóra leituðu að Sri Rahmawati í sjónum við bryggjuna á Geldinganesi í gær. Stærstu regndropar sögunnar: Risastórir regndropar REGNDROPAR Bandarískir vísinda- menn hafa borið kennsl á stærstu regndropa sögunnar samkvæmt BBC. Talið er að regndroparnir hafi náð allt að einum sentímetra að stærð. Regn- droparnir féllu til jarðar yfir Brasilíu og Marshalleyjum, sem er lítill eyja- klasi í norðurhluta Kyrrahafsins. Vísindamennirnir telja að miklir eld- ar séu orsök risaregndropanna í Brasilíu. „Þetta eru stærstu regn- dropar sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli mínum,“ segir Peter Hobbes, einn vísindamannanna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.