Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 8
8 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ógnaröld í Súdan: Kerfis- bundnar nauðganir KENYA, AP Súdanskir arabar nauðga konum og börnum til að hrekja afríska Súdana út úr vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan, að sögn mannréttindasamtaka í landinu. Tugir þúsunda hafa látið lífið í átökum í Darfur-héraði og rúmlega milljón manns hafa þurft að yfir- gefa heimili sín, rúmlega sex millj- ónir manna búa í héraðinu. Sumir saka ríkisstjórn Súdans um að halda hlífiskildi yfir vígamönnunum en ríkisstjórnin vísar því á bug. Samkvæmt Amnesty Inter- national hafa vígamennirnir nauðg- að konum og börnum allt niður í átta ára að aldri, kerfisbundið til að niðurlægja fjölskyldur þeirra og ættbálka. Oft er konum nauðgað í viðurvist fjölskyldu sinnar og fyrir almenn- ingi. Ódæðisverk á borð við þessi jafnast á við verstu stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að sögn mannréttindasamtaka. Ríkisstjórn Súdans vinnur að samningum um vopnahlé við súd- anska uppreisnarmenn, skærur þeirra við hirðingja í Darfur-héraði hafa varað í hálft annað ár. ■ Hjálpartæki ástarlífsins í Texas: Hætt við málsókn TEXAS, AP Máli saksóknara gegn konu í Bandaríkjunum hefur ver- ið vísað frá dómi. Konan var kærð fyrir að brjóta lög um siðgæði en hún stóð fyrir sölu á kynlífsvarn- ingi með því að skipuleggja fundi í heimahúsum þar sem slíkar vörur voru kynntar og seldar. Samkvæmt lögum í Texas er bannað að selja ýmis hjálpar- tæki ástarlífsins. Í undirbúningi er málshöfðun á hendur fylkinu þar sem látið verði reyna á það hvort lög gegn sölu kynlífstækja standist stjórnarskrá Bandaríkj- ríkjanna. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SVONA ERUM VIÐ STÖÐUGILDI HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 2002 Efling - stéttarfélag 831 Félag íslenskra leikskólakennara 408 Stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi 4 Þroskaþjálfafélag Íslands 22 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 193 Samtals 1.458 Heimild: Árskýrsla Leikskóla Reykjavíkur 2002 Framkvæmdastjóri NATO: Varar Serba við BELGRAD, AP Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, segir yfirvöld í Serbíu/Svartfjallalandi verða að sýna vilja í verki og handtaka og framselja eftirlýsta stríðsglæpa- menn vilji þau koma á traustum og góðum tengslum við NATO. Mjög er þrýst á Serba að hand- taka og framselja Ratko Mladic, sem grunaður er um stríðsglæpi vegna aðildar sinnar að fjölda- morðunum í þorpinu Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þar voru átta þúsund fullorðnir múslimar og drengir teknir af lífi. Fimmtán aðr- ir Serbar eru eftirlýstir af Samein- uðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. ■ BÍLVELTA Á SUÐURLANDSVEGI Mað- ur slapp með minniháttar áverka þegar bifreið hans valt á Suður- landsvegi skömmu fyrir hádegi í gær en bifreiðin er talin ónýt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru tildrög slyssins ekki ljós að öðru leyti en að maðurinn er talinn hafa misst stjórn á bílnum. FÍKNIEFNI Á EYRARBAKKA Lögregl- an á Selfossi fann lítilsháttar magn af kannabisefnum á manni á Eyrar- bakka. Ekkert fannst við nánari rannsókn. Maðurinn var færður til yfirheyrslu og sagði efnið ætlað til eigin neyslu. Málið telst upplýst. FLÓTTAMENN Í DARFUR Sameinuðu þjóðirnir hyggja að að minnsta kosti 30 þúsund manns hafi látið lífið í skærum í héraðinu. Þróun sem verður ekki stöðvuð Nærsvæði borgarinnar njóta góðs af þróun þar sem fyrirtæki færa starfsemi sína í auknum mæli út í jaðar borgarbyggðarinnar. Íbúðaverð rýkur upp í nágrenni Reykjavíkur og fólk sækir vinnu sína um lengri veg en áður. Þróun í þá átt að höfuðborgin og nærliggjandi byggðarlög séu að verða eitt atvinnusvæði hafa stuðlað að aukinni uppbyggingu og hækkun húsnæðisverðs í jaðri svæðisins. Merki þessa má glögglega sjá á Sel- fossi og í Hveragerði, í Grindavík og Reykjanesbæ og einnig á Akranesi. Til samanburðar má geta þess að þróun íbúðaverðs í Vestmannaeyjum er allt önnur, en þær eru tæpast hluti af atvinnu- og þjónustusvæði hinna sveitarfélaganna. Mesta hækkunin í Grindavík Síðustu ár hefur íbúðarverð hækk- að mest á Suðurnesjum. Í Grindavík er meðalverð fermetra í fjölbýlishúsi nú tæpum 67 prósentum hærra en fyrir fimm árum síðan. Á sama tíma hefur íbúðarverð í Vestmannaeyjum staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár, ef undan er skilin hækkun sem átti sér stað milli áranna 1999 og 2000. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- nesi, segir að ákveðin höfðuborgar- lögmál séu farin að segja til sín á þrí- hyrningi sem markist af Borgar- byggð, Selfossi og Reykjanesbæ og telur ljóst að sveitarfélög á þessu svæði eigi eftir að taka upp nánara samstarf í framtíðinni. Hann bendir á að norðan Hvalfjarðar hafi þegar verið stigin ákveðin skref í þessu efni, til dæmis með aðkomu að Orku- veitu Reykjavíkur og svo hafnar- samlagi Reykjavíkur, Akraness, Grundartanga og Borgarness, sem verði að veruleika í byrjun næsta árs. „Svo eru önnur mál sem eru til skoðunar. Þar má nefna almennings- samgöngur og slökkviliðsmál,“ segir hann. Viðmið fólks að breytast Gísli vísaði til ráðstefnu sem fram fór nýlega á vegum Aflvaka, atvinnu- þróunarfélags Reykjavíkur, þar sem fram kom að hugsa þyrfti hluti í at- vinnuþróun á þessu svæði í stærra samhengi en gert hafi verið áður. „Og menn eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði hann og benti jafnframt á að spáð hafi verið að fyrirtæki eigi eftir að leita í auknum mæli svæða fyrir rekstur sinn utan hins harða kjarna höfuðborgarinnar. „Þetta held ég að sé að sýna sig að sé rétt mat og spurn- ingin er bara hvernig sveitarfélögin sem liggja að höfuðborgarsvæðinu bregðast við, bæði í skipulagsmálum og uppbyggingu á aðstöðu. En þróun- in er farin af stað og verður ekki stöðvuð,“ segir Gísli og telur að nær- svæði borgarinnar eigi eftir að njóta góðs af. „Þetta er orðið eitt atvinnu- svæði og viðmið að breytast um hvað fólki finnst langt og stutt í vinnu. Fólk er líka greinilega í auknum mæli far- ið að velja sér búsetu út frá mismun- andi forsendum. Auðvitað verður alltaf meginþunginn í höfuðborginni, en fólk hefur líka möguleika á að vel- ja sér búsetu rétt fyrir utan borgina, hvort sem það er á Akranesi eða Sel- fossi og njóta þá þeirra kosta sem smærri samfélög hafa upp á að bjóða.“ Samgöngur skipta máli Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir þá þróun að sveitarfél- ögin átta, á og í grennd við höfuðborg- arsvæðið, séu smám saman að verða eitt þjónustu- og atvinnusvæði sem endurspeglist meðal annars í hækkun íbúðaverðs. „Frá miðju þess er svona klukkutímaakstur í allar áttir og al- veg ljóst að bættar samgöngur, til dæmis göngin undir Hvalfjörð og bættar vegsamgöngur bæði til Suður- nesja og Suðurlands, hafa haft þarna verulega þýðingu. Við sjáum fyrir okkur að þessi þróun haldi áfram,“ sagði hann og vísaði líka til hafnar- samlagsins sem tekur gildi um ára- mót og til þess hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur teygt anga sína bæði um Vestur- og Suðurland. „Öll þessi þróun gerir að verkum að þessi svæði eru að tengjast saman,“ segir Vilhjálmur og bætir við að ein af- leiðingin sé aukið samstarf þessara sveitarfélaga. „Og það samstarf á enn eftir að aukast.“ Gæðum misskipt Vilhjálmur tekur fram að margir ólíkir þættir geti haft áhrif á fast- eignaverð, en atvinnumál séu vissu- lega einn þeirra þátta. „Þannig má líka segja að mikil uppbygging stór- iðju hafi átt sinn þátt, rétt eins og má nú glögglega sjá á Miðausturlandi,“ segir hann. Einn þeirra þátta sem haft getur áhrif til hækkunar íbúðar- verðs segir Vilhjálmur að sé lóðar- skortur og telur slík áhrif hafa kom- ið fram í Reykjavík. „En því er ekki að heilsa í þessum sveitarfélögum, hvorki á Akranesi, Selfossi, né á Reykjanesi. Þar er enginn lóðaskort- ur,“ segir Vilhjálmur. Hann sagði að þótt þróunin væri jákvæð víða væri ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af öðrum stöðum á landinu þar sem þróun atvinnumála og búsetu- skilyrða hefur ekki verið jafn já- kvæð. „Það er alveg ljóst að þau mál þarf að skoða mjög alvarlega enda staðan víða mjög erfið. Munurinn á einstaka byggðasvæðum í landinu er töluvert mikill.“ ■ ÞRÓUN FERMETRAVERÐS ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Á NOKKRUM STÖÐUM Í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR SL. 5 ÁR * Hækkun 2000 2001 2002 2003 2004 frá 2000 Akranes 71.596 77.236 81.343 87.154 90.167 25,9% Sveitarfélagið Árborg 81.429 88.634 100.698 100.044 106.247 30,5% Hveragerði** 72.013 73.113 89.020 96.928 94.110 30,7% Sveitarfélagið Ölfus 64.952 74.209 76.772 85.205 82.115 26,4% Vestmannaeyjar 51.495 59.033 51.210 49.653 56.639 10,0% Reykjanesbær 68.033 78.784 89.717 95.916 103.493 52,1% Grindavík 53.646 76.746 63.050 70.154 89.407 66,7% Mosfellsbær 106.586 114.588 117.062 130.603 142.343 33,5% Reykjavík 110.857 119.507 123.014 130.332 139.252 25,6% * Nafnverð, meðaltal krónuverðs á fermetra samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. **Verð á íbúðarhúsnæði í sérbýli. MUNUR Á FERMETRAVERÐI Í BÆJARFÉLÖGUM MIÐAÐ VIÐ HÖFUÐBORGINA * Mosfellsbær 102,2% Reykjavík 100,0% Árborg 76,3% Reykjanesbær 74,3% Hveragerði 67,6% ** Akranes 64,7% Grindavík 64,2 % Ölfus 59,% Vestmannaeyjar 40,7% * Nafnverð, meðaltal krónuverðs á fer- metra í fjölbýlishúsi það sem af er ári samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. ** Fermetraverð í einbýli, ekki fjölbýli. FJÖLBÝLISHÚS Í BYGGINGU Íbúðaverð hefur hækkað í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þykir það til marks um þá þróun að á suðvesturhorni landsins sé að verða til eitt þjónustu- og atvinnusvæði. – hefur þú séð DV í dag? Einstæð móðir í sex mánaða fangelsi fyrir að stela fötum á barnið ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÞRÓUN ATVINNUMÁLA OG BÚSETU Í NÁGRENNI HÖFUÐBORGARINNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.