Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 35 2 0 7/ 20 04 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.yamaha.is Opið mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.00 TÆTUM OG TRYLLUM Stórútsala á mótorhjólafatnaði Mótorhjólagallar Jakkar, úlpur, hjálmar og margt fleira Motocross og Enduro fatnaður og fylgihlutir. götuhjóladekk á kynningarverði Allt að 35% afsl. Allt að 35% afsl. 25% a fsl. 15 - 35% afsl. SEATTLE, AP Tölvufyrirtæki og fyrirtæki sem reka vefsíður hafa nú áhyggjur af því að nýjasta ör- yggisuppfærsla Windows-stýri- kerfisins geri það að verkum að breyta þurfi fjölmörgum forrit- um og vefsíðum svo hægt sé að notast við þau óhindrað. Öryggisbrestir í Windows- stýrikerfum hafa valdið truflun á tölvunotkun víða um heim enda eru veikleikarnir nýttir til þess að dreifa tölvuveirum og ormum auk þess sem hætta er á að viðkvæm- um og mikilvægum upplýsingum sé stolið. Sérfræðingar segja já- kvætt að Microsoft bregðist við hættunni af hörku en gagnrýna að stýrikerfið hafi farið á markað áður en öryggismálin voru leyst. Meðal breytinga sem ný öryggisuppfærsla hefur í för með sér að settur er upp svokallaður eldveggur á hverri tölvu. Eld- veggir takmarka samskipti við netið. Notendur munu í auknum mæli geta fylgst með því hvort tölvan þeirra sækir forrit á netinu óumbeðið og þurfa oftar að svara sjálfvirkum tilkynningum um hvort menn vilji heimila tilteknar aðgerðir þegar þeir heimsækja vefsíður. ■ Ný öryggisuppfærsla hjá Microsoft: Gæti valdið vanda á netinu KÓNGURINN Í HONG KONG Knattspyrnukappinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Manchester United fyrir nokkrum árum, var staddur í Hong Kong í gær til að kynna knattspyrnuskóla félagsins. ÖRYGGIÐ KOSTAR SITT Til að tryggja betur öryggi á netinu þarf að fórna hluta af þeim einfaldleika sem þar ríkir. Eftirlit með fram- kvæmdum: Tilboðum hafnað FJARÐABYGGÐ Tvö tilboð bárust í eftirlit með framkvæmdum við álvershöfn að Hrauni í Reyðar- firði. Annað tilboðanna var frá Hnit hf. að upphæð rúmlega 33,5 milljónir króna, sem er 146,5 % af kostnaðaráætlun og hitt frá VSB ehf. fyrir tæplega 52,8 mlljónir króna, sem er 226,5 % af kostnað- aráætlun. Kostnaðaráætlun nam 22,9 milljónum króna. Hafnarnefnd Fjarðabyggðar samþykkti í gær að hafna tilboð- um og leggur til að gengið verði til samninga við Hnit ehf. á grund- velli kostnaðaráætlunar. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.