Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 12
Þingmenn sem þegja
Eitt furðulegasta fyrirbærið á Alþingi
Íslendinga eru þingmenn sem þegja –
hafa sig lítt eða ekkert í frammi í þinginu
og heyrast sjaldan eða aldrei í ræðustól.
Von er að menn spyrji til hvers þetta
blessaða fólk hafi verið að gefa kost á sér
til þingstarfa. Ekki nóg með að það þegi á
vinnustað sínum heldur sjást sjaldan eftir
það blaðagreinar eða pistlar á netinu. Al-
þingismenn njóta ýmissa fríðinda, til
dæmis fá þeir ókeypis tölvur og farsíma
og þingið greiðir kostnað við að halda úti
vefsíðum þeirra sem það kjósa. Ef marka
má lista yfir heimasíður alþingismanna á
vefsíðu Alþingis (althingi.is) hafa aðeins
25 af 63 þingmönnum sýnt því áhuga að
hasla sér völl á netinu. En ekki tekur betra
við þegar farið er að smella á tenglana
inn á þessar 25 vefsíður. Þá kemur í ljós
að þær eru flestar óvirkar og óuppfærðar
mánuðum og jafnvel árum saman. Þorri
þingmanna, sem heldur úti vefsíðu, virð-
ist með öðrum orðum fátt hafa að segja
við kjósendur sína sem vafra um á netinu.
Má í því sambandi minna á að allur þorri
íslenskra heimila er nettengdur.
Ögmundur sækir
á Björn
Lofsverðar undant-
ekningar eru frá þess-
ari þögn þing-
manna á
netinu.
Fremstur í
flokki er,
eins og
alþjóð veit, Björn Bjarnason ráðherra
(bjorn.is), en á undanförnum mánuðum
hefur hann fengið harða samkeppni frá
Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni
Vinstri grænna, sem heldur úti líflegri vef-
síðu (ogmundur.is). Aðrir þingmenn sem
uppfæra reglulega eru helst Ágúst Ólafur
Ágústsson, Björgvin Sigurðsson, Helgi
Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr
Samfylkingu og Hjálmar Árnason úr Fram-
sóknarflokki. Þá sýnir Einar K. Guðfinns-
son, þingflokksformaður sjálf-
stæðismanna, viðleitni til að
halda vefsíðu sinni lifandi.
Flestir aðrir alþingismenn
haga sér gagnvart netinu eins
og þreyttir og syfjaðir emb-
ættismenn. Er skömm að
því.
Hvorugt orðið stjórnviska eða
stjórnkænska koma manni í hug
þessa dagana. Maður vonar þó
sannarlega að formenn ríkis-
stjórnarflokkanna hafi haldið að
útspilið í fjölmiðlamálinu hafi
verið mikil stjórnkænska því
ómögulegt er að fá mig til að trúa
því að þeir hafi látið sér detta í
hug að í þeirri gjörð fælist mikil
stjórnviska. Í Stóru tilvitnanabók-
inni er haft eftir Trygve Lie,
Norðmanninum, sem var fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna fyrir margt löngu: „Sönn
stjórnkænska er að skera nág-
ranna sinn á háls án þess að nág-
ranninn taki eftir því“. Það var
líklega eitthvað svoleiðis bragð
sem átti að leika, en það tókst nú
ekki sérlega vel. Á fallegu sumri
logar allt í umræðum, ekki um
fjölmiðlafrumvarpið því það
skiptir litlu sem engu máli lengur,
heldur um stjórnarskrána og
stjórnskipunina. Þó það skipti
vissulega miklu máli hvernig lög
eru sett um fjölmiðla, því slík lög
snerta tjáningarfrelsi og prent-
frelsi sem eru grunnréttindi okk-
ar, þá er umgengni valdhafanna
við stjórnarskrána og stjórnskip-
unina ennþá mikilvægari.
Á dönsku heitir stjórnarskráin
„Grundloven“, sem er miklu betra
heiti jafnvel fyrir Íslendinga, því
orðið skýrir sig sjálft. Stjórnar-
skráin er nefnilega grunnurinn
undir öll önnur lög sem sett eru
og hún segir fyrir um hvernig
valdhafarnir eiga að haga sér við
hinar ólíku aðstæður. Hún segir
m.a. fyrir um hvernig leysa má
forsetann frá embætti áður en
kjörtíma hans líkur og hún segir
hvað skal gera ef forsetinn synjar
lögum samþykkis. Hvorugri þess-
ari fyrirsögn eða greinum stjórn-
arskrárinnar verður breytt nema
með samþykki þjóðarinnar. Í
stjórnarskránni stendur að hægt
sé að leysa forseta frá störfum
„ef það er samþykkt með meiri
hluta atkvæða við þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem til er stofnað að
kröfu Alþingis, enda hafi hún
hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna“
(11. gr). Valdhafarnir geta ekki
ákveðið að það þurfi einungis
meiri hluta alþingismanna til að
stofna til slíkrar atkvæða-
greiðslu, á sama hátt geta þeir
ekki ákveðið að halda ekki þjóðar-
atkvæðagreiðslu þegar forsetinn
hefur synjað lögum samþykkis,
því það stendur skýrt í 26. grein
þessa mikilvæga plaggs að svo-
leiðis eigi það að vera. Hvorug
greinin hefur verið notuð í þau
sextíu ár sem stjórnarskráin hef-
ur verið í gildi, þær eru engu að
síður enn í gildi og þær gilda eins
og þær voru skrifaðar og ekki
öðruvísi. Væntanlega hefði þjóðin
fallist á að fjölmiðlafrumvarpið
yrði einfaldlega dregið til baka og
alvöru vinna hafin við nýja frum-
varpssmíð um fjölmiðla í haust,
en nú virðast valdhafarnir líka
búnir að klúðra því. Það breytir
engu þó ungir þingmenn tali um
að Ólafur Ragnar reyni valdarán
eða ungir fréttamenn spyrji gesti
sína hvort þeir séu ekki orðnir
„þreyttir“ á þessu máli. Frétta-
mennirnir fá einfaldlega þau svör
að almenningur sé ekki þreyttur,
en hafi aðra skoðun en vald-
hafarnir og ég tek eftir því að
ungir þingmenn sem ég hef aldrei
heyrt tala um Davíð heldur alltaf
forsætisráðherrann, skeyta skapi
sínu á Ólafi Ragnari. Ég er nú orð-
in svo miðaldra að mér finnst
alltaf kúnstugt þegar ráðherrarn-
ir eru ekki nefndir með nafni, en á
sama hátt var ég líka vön því að
talað væri um Herra forsetann og
Herra Biskupinn.
Ég velti því fyrir mér hvernig
getur staðið á því að stjórnendur
landsins hafa slitnað svo úr sam-
bandi við umbjóðendur sína. Það er
eins og þeir hvorki sjái né heyri.
Framsóknarþingmaður sagðist
bara hafa lesið um óróleika í Fram-
sóknarflokknum í Fréttablaðinu,
það er væntanlega vegna þess að á
Morgunblaðinu hefur forgangsröð-
un frétta verið venjufremur ná-
kvæm upp á síðkastið og konan
hefur líklega hvorki aðgang að út-
varpi né sjónvarpi. Í öllu vand-
ræðaástandi má hins vegar finna
einhverja glætu. Það moldviðri
sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir
okkur verður væntanlega og von-
andi til þess að stjórnarskráin
verður endurskoðuð og þá sérstak-
lega litið til þess hvernig fólk getur
haft meiri og beinni áhrif á stjórn
landsins en það hefur nú. Fólk í
ólíkum stjórnmálaflokkum er
margt sammála um nauðsyn þess.
Þess vegna er mér nánast óskiljan-
legt hvernig álitsgjafar sem alltaf
hafa talað fyrir frelsi og auknu lýð-
ræði skuli óskapast svo sem raun
ber vitni yfir því að forsetinn leyfi
þjóðinni að kjósa um fjölmiðlalög-
in, jafnvel svo að þeir leyfa að snú-
ið sé út úr stjórnarskránni. ■
E f ríkisstjórninni tekst að leysa þann hnút sem hún hefur hnýtt áfjölmiðlamálið og endurreisa frið í samfélaginu munu ráðherrarog þingmenn örugglega verða fegnir hvíldinni frá argaþrasi
undanfarinna mánaða – eins og reyndar þjóðin öll. Vilji ríkisstjórnarinn-
ar til að reka þetta mál áfram í andstöðu við meginþorra almennings,
hagsmunahópa, sérfræðinga, eigin flokksmenn – svo til alla fyrir utan
þröngan hóp í kringum forystumenn flokkanna – hefur ýft upp svo viða-
miklar deilur og harðvítugar að leita þarf langt aftur til að finna saman-
burð. Og allir virðast sammála um að tilefni þess máls – lagasetning um
eignarhald á fjölmiðlum – sé hvorki svo mikilvægt né tímabært að það
réttlæti allan þennan ófrið. Ýmist segja menn að hægt sé að skapa víð-
tækari sátt um slíkar reglur en ríkisstjórninni hefur auðnast eða þá að
þörfin fyrir þessar reglur sé stórlega ofmetin og geti aldrei orðið annað
en hluti af víðtækari endurskoðun á lagaumhverfi fjölmiðla sem tæki þá
á samfélagslegu hlutverki þeirra; réttindum og skyldum. En hvað svo
sem er hæft í slíku mati þá er ljóst að fjölmiðlamálið hefur spilast illa í
höndum ráðherranna og vafið svo upp á sig að nauðsynlegt er að staldra
við og endurmeta málið sjálft en ekki síður þau álitamál sem ákvörðun
forseta Íslands að synja lögunum frá í vor staðfestingar hefur þyrlað
upp. Þau álitamál snúa að stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og vald-
mörkum forseta, Alþingis og ráðherra. Þetta er stór mál og mikilvæg –
og reyndar einnig tímabær – en ekki þess eðlis að þau verði leyst í
snöggu áhlaupi og allra síst sem afleiðing eða lausn af einstökum dæg-
urmálum. Eins og önnur mannanna verk þarfnast stjórnarskrá reglu-
legra viðgerða og endurbóta. En þar sem stjórnarskrá heldur utan um
grundvallarreglur samfélagsins er nauðsynlegt að breytingar á henni
verði ræddar ítarlega og opið, að sem flestir kostir verði kannaðir og að
breið samstaða náist um endanlega niðurstöðu.
Þótt fjölmiðlamálið hafi dregið fram þessi álitamál um stjórnar-
skrána er hins vegar ekki hægt að mæla með því að stjórnvöld enda-
sendi sér í þessa endurskoðun strax. Ef vanda á vinnuna er þvert á móti
þörf á að láta einhvern tíma líða og leyfa mestu ófriðaröldunum að
lægja. Auk þess hafa ýmiss önnur stór mál og brýn legið óleyst vegna
fyrirferðar fjölmiðlamálsins og sem ekki er síður aðkallandi að taka á
en endurskoðun stjórnarskrár. Þar á meðal má nefna boðaðar skatta-
lækkanir og tilheyrandi tiltekt í ríkisrekstrinum til að mæta þeim. Af-
nám virðisaukaskatts á matvæli myndi auka gæði þess að búa á Íslandi
en hátt matarverð er mesti ágallinn við okkar ágæta samfélag. Aukið
frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum hefði sambærileg áhrif til
góðs. Átak til betri rekstrar hjá ríkinu myndi ekki aðeins spara fjármuni
heldur bæta þá þjónustu sem ríkið hefur tekið að sér að veita almenn-
ingi.
Síðan má selja Símann, endurskoða stjórnkerfi lífeyrissjóðanna (sem
er það fyrirbrigði sem á endanum mun eignast Ísland), leita lausna á
varnarmálum þjóðarinnar, endurmeta og styrkja velferðarkerfi í
heilbrigðis-, félags- og menntamálum og marka stefnu í skólamálum.
Þegar þetta undarlega sumar er hálfnað gæti fólk talið að Íslending-
ar væru illa settir og í mikilli hættu. En staðan er þvert á móti góð og
framtíðin á að geta borið með sér óteljandi spennandi tækifæri og
ánægjuleg úrlausnarefni. Þetta samfélag okkar er auðugt og þjóðin ekki
svo vitlaus og býr yfir vilja, þori og kjarki til stórra verka. Það er kom-
inn tími til að efla þessa eiginleika samfélagsins og hvíla þrasgirnina og
stríðlyndið. ■
20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Það er mikilvægt að ríkisstjórninni auðnist að endur-
vekja frið í samfélaginu og hvetja fólk til góðra verka.
Önnur mál
á dagskrá
Hvorki stjórnviska
né stjórnkænska
ORÐRÉTT
Síamstvíburar
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson eru pólitískir síamství-
burar og enginn teljandi munur
á þeirri pólitík sem þeir aðhyll-
ast. Helst vilja þeir gera upp
málin sín á milli án þess að
blanda öðrum inn í það mál.
Birgir Hermannsson stjórnmála-
fræðingur.
DV 19. júlí.
Lög þýðingarlaus
Það er ekki hægt að setja not-
hæfar reglur eða lög um sam-
skipti eigenda, ritstjóra og al-
mennra blaðamanna. [...] Varla
getur það samræmst atvinnu-
frelsisákvæði stjórnarskrár að
mynda verndarhjúp um ritstjóra
eða fréttamenn þannig að eig-
endur ráði engu og beri enga
ábyrgð.
Þorkell Sigurlaugsson stjórnarfor-
maður útgáfufélags Viðskiptablaðs-
ins og fleiri fjölmiðla.
Morgunblaðið 19. júlí.
Þar fauk síðasta hálmstráið...
Frjálsræði í viðskiptalífinu hefur
sem betur fer stóraukist en það
er rangt að halda að frelsið hafi
komið með Davíð Oddssyni.
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismað-
ur Samfylkingarinnar.
Morgunblaðið 19. júlí.
Tóbak og sykur
Mannslíkaminn er ekki gerður
fyrir sykur. Blóðið fer á ringul-
reið og boðefnaskipti heilans
einnig, Verst er að sykur er
fíkniefni. Mikil notkun kallar á
enn meiri notkun. Menn verða
háðir honum eins og tóbakið.
Jónas Kristjánsson.
DV 19. júlí.
Engin takmörk
Maður spyr sig, ætla þeir næst
að fara að nota blint fólk og fatl-
að fólk eða fólk með ungabörn?
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður
á Keflavíkurflugvelli, um „burðar-
dýr“ með fíkniefni.
DV 19. júlí.
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Í DAG
STJÓRNARSKRÁIN
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
Stjórnarskráin er
nefnilega grunnurinn
undir öll önnur lög sem sett
eru og hún segir fyrir um
hvernig valdhafarnir eiga
að haga sér við hinar ólíku
aðstæður.
,,
degitildags@frettabladid.is