Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 14
Streita er alvarlegt nútímavandamál og því ættu sem
flestir að reyna að draga úr henni. Eyddu hálftíma á
hverjum degi í það að gera eitthvað sem þér finnst
gaman eins og að liggja í baði, lesa, hlusta á tónlist,
heimsækja vin eða leika þér við hundinn þinn. Það
minnkar streitu og gerir þig glaða/n.
• Úr hreinum jurtum
og jurtaolíum
• Engin tilbúin rotvarnar-
eða ilmefni
• Lífræn ræktun með
“demeter” vottun
• Hjálpa þér að öðlast
heilbrigðari húð
Dr.Hauschka
Snyrtivörur
Kárastíg 1, 101 Reykjavík
Sími 562 4082
Úr hreinum jurtum
og jurtaolíum
Engin tilbúin rotvarnar-
eða ilmefni
Lífræn ræktun með
„gæða-vottun“
Hjálpa þér að öðlast
heilbrigðari húð
CAMBRIDGE KÚRINN.
Nýtt á Íslandi!
Bæði til megrunar og uppbyggingar.
Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast.
Verndar innri líffæri og vöðva
Óskum eftir sölufólki um land allt
Viltu vita meira ?
Heimsæktu þá heimasíðu okkar
www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína.
eða 894 1507 Þóranna
„Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant,
ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur
alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi,“ segir
Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslands-
meistari kvenna í skylmingum.
„Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að
mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka
kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæð-
ingi sínum og dómara með virktum,“ segir Þorbjörg,
sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hef-
ur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það
í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum
með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist
Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár.
Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að
þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og
stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið
hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar
og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að
keppa.
„Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við
mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og
keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálf-
urunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með
landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er
mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá
nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á
andstæðinginn og hann á þig,“ segir Þorbjörg, sem
hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með
haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands.
„Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir
eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að
góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda
áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr lands-
liðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heims-
meistaramótinu en það var alveg frábær reynsla.
Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir
mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var
það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í
skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að
keppa,“ segir Þorbjörg.
„Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinn-
um í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum.
Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er
gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp
úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst
allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því
þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna,“
segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum
tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið
hana á heilann.
„Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna
ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu, tilbúin að
skylmast,“ segir Þorbjörg hlæjandi.
kristineva@frettabladid.is
Sportið mitt:
Skylmast í svefni
Þorbjörg Ágústsdóttir fékk skylmingar á heilann eftir að
hún prófaði að mæta á æfingu og ætlar sér nú stóra hluti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Allir vilja hugsa vel um heilsuna og er fólk sífellt
meðvitaðra um hvað það lætur ofan í sig. Margir
stökkva til og henda öllu því í sem hefur yfirbragð
heilsufæðis en átta sig kannski ekki alltaf á því hvað
er nákvæmlega svona hollt við vöruna sem það
kaupir. Við höfum lært að lesa kaloríur, fitumagn og
kolvetnismagn á upplýsingamiðum utan á pakkning-
um matvæla en einnig rekum við augun í miða sem
segja okkur að engan viðbættan sykur sé að finna
eða að varan innihaldi hitt og þetta sem þykir eftir-
sóknarvert eins og til að mynda soja.
Ingibjörg Óskarsdóttir, verslunarstjóri Heilsu-
hússins í Kringlunni, segir að vinsældir á sojavörum
hafa aukist verulega og þá sérstaklega á þeim vörum
sem koma í stað venjulegra mjólkurafurða en soja sé
hollt fyrir alla og sé það alþekkt að það sé sérstak-
lega gott fyrir konur.
Soja inniheldur plöntuprótín, nauðsynlegar fitu-
sýrur og mikilvæg efni eins og járn og sink sem
jafnframt finnst í kjöti og er tofu sem unnið er úr
soja kjörið fyrir þá sem vilja minnka við sig eða
hætta kjötneyslu þar sem sojaprótín inniheldur litla
sem enga fitu. Hægt er að fá kalkbætta sojamjólk og
má nota hana alveg í stað kúamjólkur bæði til
drykkjar og í mat, bakstur og eftirrétti. Hentar það
vel þeim sem hafa greinst með mjólkurofnæmi eða
hverjum þeim sem vill draga úr neyslu á mjólkur-
afurðum. ■
Sojavörur:
Draga úr hættunni á of háu kólesteróli