Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 20
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Feimin stúlka í sumarblíðu. SJÓNARHORN Ormur Karlsson er fulltrúi lögfræðings. Í hverju felst starfið? Ég skrifa stefnur og innheimtubréf og sinni almennum skrifstofustörfum. Ég þjónusta lögfræðinginn, fer yfir þrotabú og ýmislegt fleira. Hvenær vaknarðu á morgnana? Stundvíslega klukkan korter yfir átta. Hversu lengi vinnurðu? Starfinu lýkur klukkan fimm en stundum er það aðeins rúmlega. Hvað er skemmtilegast við starfið? Það er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað nýtt sem gerist. Svo er líka gam- an að kynnast nýjum hliðum á lífinu sjálfu. En erfiðast? Gjaldþrot hjá einstaklingum, það er mjög sorglegt. Hvað gerirðu eftir vinnu? Ég fer heim og í sturtu. Hvað gerirðu um kvöldið? Þá reyni ég að slappa af. ORMUR KARLSSON ER FULLTRÚI LÖGFRÆÐINGS. HVUNNDAGURINN 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 Blómið: Hvítmaðra Hvítmaðra vex í vallendi um landið allt, í móum, mosaþembum og grýttum jarðvegi. Hún blómgast í júní og sveigir sig upp í 5–20 cm hæð en stundum liggur hún líka niður við jörð. Blöðin eru í kransi sjö til átta saman, aflöng og óreglu- leg. Engar spurnir höfum við af nýt- ingu hvítmöðru að fornu né nýju. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra. Iðunn 1983. SVIPMYND DALVÍK: KAUPSTAÐUR VIÐ SAMNEFNDA VÍK YST VIÐ VESTANVERÐAN EYJAFJÖRÐ SAGAN: Dalvík fór að byggjast um 1881 og varð löggiltur verslunarstaður 1909. Þar var þriðja stærsta síldarsöltunarhöfn landsins um tíma. ÍBÚAFJÖLDI: 1500. FORNMINJAR: 14 kuml fundust þar frá víkingatímanum árið 1908. ÖRLAGAATBURÐUR: Einn harðasti jarðskjálfti í byggð á Íslandi varð á Dalvík 1934. Talinn hafa verið 6,2 á Richter. Um 200 manns urðu heimilislausir. MANNVIRKI: Sundlaugin á Dalvík þykir sérlega flott. Hún er teiknuð af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.