Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 11 UAA VÖRDUR Hallgrimur Aðalsteinsson og Magnea Garöarsdóttir I Garöi í öngulsstaðahreppi með verðlaunalampa Biinaðarsambands Eyjafjarðar. — Ljósmynd: H.H.J. heyrir maður þessa niðja bænda nota köpuryrði af ýmsu tagi um sveitafólk. Þeir tala þá um sveitavarginn eða annað ámóta. Enginn ætti þó að taka þetta illa upp, heldur virða þeim til vork- unnar, er svo kemst að orði. Það virðist mér nefnilega vera enn eitt einkenni fólks, sem slitið hefur verið af rót sinni og ekki gefizt tóm til þess að fóta sig i nýjum jarðvegi, að þvi hættir til að gera sem minnst úr uppruna sinum. Þarna bólar á sálrænum örðugleikum hins nýorðna borgarbúa, sem finnur til öryggisleysis sins i umhverfi, sem ekki er orðið honum eigin- legt. f,( Eyfirzk menning og myndarskapur En snúum okkur nú aftur að Eyjafirði og vikjum að eyfirzkum myndarskap. Þvi er auðvitað ekki að leyna, að i Eyjafirði er viðast hvar gott undir bú. En það er á hinn bóginn ekki nóg, að landið leggi mönnum upp i hendurnar, ef ekki fylgir dugnaður og áræði. Eyfirðingar hafa verið hinir ötulustu við rækt- un, eins og viða má sjá þar um sveitir. Það vekur til dæmis at- hygli manns, þegar farið er um Staðarbyggð, að þar eru samfelld Ljósmynd: H.H.J. tún Þveránna á milli. Svo sam- felld ræktun um mikinn hluta sveitar er sjaldgæf hérlendis. Kýr eyfirzkra bænda eru lfka flestum kúm nythærrí, en hitt er þó meira um vert, að mjólkin flokkast vel. Það hefur nefnilega verið landlæg plága á Islandi, sem valdið hefur okkur stórtjóni, að einblina á afurðamagnið, en skeyta minna um vörugæði. Ey- firðingar taka hvort tveggja með i sína búreikninga. Þeir binda þó ekki hugann við það eitt, sem gefur peninga í aðra hönd. Heimamenn hafa óviða komið upp jafnstórum og mörg- um skógarspildum með gróður- setningu eða þá friðun lands, þar sem lifandi birkirætur leyndust i jörðu, þótt enginn sproti kæmist upp úr sverðinum vegna ágangs, eins og gert var á Þelamörk. ti Verðlaun fyrir snyrtimennsku og umhirou Það lætur að likum, að menn hirða vel jarðir sinar i Eyjafirði. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur tekið upp þann sið að verð- launa þá, sem þykja bera af um snyrtilega umgengni á jörðum sinum. Verðlaunagripir eru tvenns konar. Annars vegar veggskildir, sem veittir eru til eignar, og hins vegar farand- gripur, fagurlega skorinn lampi, gerður af listamönnunum i Litla- Arskógi, þeim Kristjáni Eldjárni og Vigfúsi Hannessonum. Þeim búnaðarsambandsmönn- um hlýtur að vera vandi á hönd- um, þegar velja skal þá bæi, sem verðlauna á, þvi að heita má undantekning að rekastá bæi, þar sem ekki er allt snyrt og fágað. Ekki gafst timi til þess að skoða nema fáa þessara verðlauna- bæja. Nefna má til dæmis Litla- Arskóg á Arskógsströnd, Stóra- Hamar og Garð i öngulsstaða- hreppi, Skarð i Grýtubakka- hreppi og Stóra-Dunhaga i Skriðuhreppi. Allir eru þessir bæir, og raunar þorri eyfirzkra bæja, fagurt og eftirbreytnivert dæmi um eðli- legan og sjálfsagðan myndarskap fólks, sem býr að gamalgróinni bændamenningu eins og hún gerist bezt og er i óslitnum tengsl- , um við fortið sina, en kann lika að meta það og færa sér i nyt, sem nútiminn hefur upp á að bjóða. Það hefur verið haft eftir Stephani G. Stephanssyni, að hann hafi einhverju sinni sagzt vilja liggja á þeim bletti kirkju- garðs. þar sem skemmst væri til tslands. En það er bezt að játa það strax. að undirrituðum hefur ekki tekizt að finna þessi ummæli i bréfum skáldsins, þrátt fyrir talsverða leit. En hvort sem þetta er rétt eftir Stephani haft eða ekki, þá varð raunin sú. að hann var ekki graf- inn i neinum kirkjugarði, heldur i eigin fjölskyldugrafreit, skammt frá heimili sinu. Og reyndar gerði hánn ýmsar ráðstafanir varðandi legstað sinn. Hann grunaði, sem lika reyndist rétt. að landar hans myndu vilja reisa honum bauta- stein — og kveið fyrir þvi! Það er "gaman að sjá hvað hann hefur sjálfur til þeirra mála að leggja i bréfi til trúnaðarvinar sins, Baldurs Sveinssonar, rösklega hálfu þriðja ári fyrir dauða sinn: „Hér lýk ég bréfi með leyndar- máli. einkamáli. sérvizkukreddu, sem ég trúi þér til hvorki að hræðast né hneykslast á. Svo er málið vaxið. að ég er stundum að hugsa um að hreiðra ögn um mig hérna á árbakkanum (þvi aldrei fer ég héðan alfari, og láti þess langt að biða enn að skipta mér i tvö hornin, upp og niður). Þegar þar að kemur, er ekki að vita, nema einhver hlemmi ofan á leifar minar hér „stöng og grýtu", úr steini eða „steypu - potti". eftir þvi sem þá verður „lagið á". Slikt er bæði of form- legt, óþarft og of dýrt, eftir minu skapi. Ég verð samt að koma ein- hverju i veg fyrir það,ef ég get. Ég hef auga á islenzkri vörðu eöa dysi. Hefi nóga hnöllunga i hana, i ánni hérna. og steinlimið (con- cretið) er ódýrt og haldgott... Ég byggði bæði vörður og dys heima, en er ekkert upp með mér af sköpulagi þeirra, og hálfbúinn að gleyma þvi... ...Áletrun hef ég hugsað mér: Hér var Stefán G. Grafinn." Baldur Sveinsson brást hið bezta við þessari bón vinar sins. svo sem auðráðið er af bréfum. Nokkrum mánuðum siðar skrifar Stephan honum aftur. og hefur þá þetta að segja: ,,Þú helur allt of mikið I'yrir þessari sérvizku minni. Baldur. Aldrei datt mér i hug. að hún yrði til þess að reka þig i svona mikla ..vórðu"-fyrirhófn. en þökk fyrir það sem komið er. og það sem i vændum er. Jú satt er það, lagleg ..beinakerling" sæmir sér betur en þessi Mosaheiðar-grjótgerður. þó gaman sé að sjá hana samt - en i óllum bænum'. Gakktu ekki af þér neina skó viðþetta það er ekki svo áriðandi. bara eins konar duttlungur....Þegar ég var í Viði- mýrarseli. hlóð ég og hélt við vörðu á mel austan við það sem var ..túnið". andspænis húsa- dyrum...Varðan var ennuppil917, en biluð. Þorvaldur Arasen á Viðimýri var með mér og kvaðst (óbeðinn) ætla að láta hlynna að hrauknum. en hvort af varð, veit ég ekki... ...Eitt verð ég að segja þér: Ég hló mig sælan að þvi. sem þú sagðir i bréfinu. að þú hefðir verið búinn að gleyma þvi, að Sunn- lendingar hefðu aldrei kunnað að hlaða vörðu. Ég hefi svo gaman af norðlenzku drýgindaertninni okkár nyrðringanna við suðræn- ingana. oft svo meinleysislega meinlegri." Óskaplega hlýtur það að hafa verið gaman að standa i bréfa- sambandi við Stephan G.! Jafn- vel svo háalvarlegt viðfangsefni, sem að velja bautastein á sjálfs- sin leiði. getur hann afgreitt með þvi að kjósa sér heldur heiðarlega beinakerlingu en einhverja Mosa- heiðar-grjótgerði. Hann talar líka um vörður almennt, og telur þær mjög islenzkar og auk þess „ein- kennileg og góð landamerki". Þegar hann svo hefur rætt það, og fleira i leiðinni,hrekkur allt i einu á pappirinn — eins og fyrir ein- skæra tilviljun: „Svona agar öllu saman inni i hugans ruslakistu. Þar mun fáum þykja gaman að þreifa niður i myrkrin yztu"! Er þetta annars ekki visa, heil og fullsköpuð? Ójú. Ekki ber á öðru. Og svo halda menn kannski, að Stephan hafi lamið og barið og hamrað og hamazt i hv«rt skipti sem hann orti. Hann kvað að visu „stundum stirt", eins og Káinn sagöi um hann forðum, en fráleitt alltaf. En þótt gamlir og nýir aðdá- endur Stephans viti, að alltof mikið hefur verið gert úr stirðleik ljóða hans, þá kemur það nú samt skemmtilega á óvart að rekast á, inni i miðju sendibréfi, eftir hann visu. sem svo nærri stendur hinu mælta máli. En snúum okkur aftur að vörðum. Stephani varð ekki að þeirri ósk sinni, að á legsteini hans stæðu aðeins fimm orð. Þar var.hann borinn ráðum — sem betur fór. Hitt þurfti hann ekki að óttast, að þeir, sem bezt þekktu hann, reiknuðu honum það til fordildar, þótt hann vildi hafa nokkra hönd i bagga um frágang legstaðar sins — einmitt til þess að koma i veg fyrir að á hann yrði hlaðið tildri. I upphafi þessa máls var frá þvi sagt i afsökunartón, að ekki hefði tekizt að finna órækar sannanir fyrir þeim ummælum Stephans, að hann vildi þar i jörð liggja, sem skemmst væri til Islands. Segja má. að þetta skipti ekki heldur miklu máli. Við vitum, hvern hug Stephan bar til ætt- jarðar sinnar og þurfum ekki um það fleiri heimildir en við þegar höfum. Ef við kunnum að meta verk hans, og ég tala nú ekki um, ef við berum gæfu til að eignast eitthvert brot af mann- dómi hans og hugarfari, þurfum við ekki að kvarta, þótt við vitum ekki upp á hár, hve margir kiló- metrar eru frá yztu tóngum ts- lands að leiði Klettafjallaskálds- Minnisvarði Stephans G. Stephanssonar. A helluna er letrað fæöingar- og dánarár skáldsins, svo og hinar alkunnu llnur úr kvæðinu Bræðra býti: Aðhugsaekkilárum, en öldum /aðalheimta eidaglaunað kvöidum / |i\í svo lengist mannsævin mest. Enn fremur er þar í enskri þýðingu upphafið á kvæðinu „Þótt þú lang förull legðirTKonurnar hjá minnisvarðanum eru Rósa dóttir Stephans sem ein er á lifi barna hans, og Helga, dóttir Rósu. Heimagrafreitur Stephans G. og fjölskyldu hans að Markerville.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.