Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. september 1972 TÍMINN 3 Arásin á Artúnshöfða: Mönnunum tveim sleppt Þjónar og framkvæmdastjóri Veitingahússins í Glæsibæ. f.v. Róbert Kristjánsson, Jón íngi Baldursson, Páll Stefánsson, ómar Hallsson og Halldór Júllusson. (Tímamynd Gunnar) Veitingahúsið í Glæsibæ opið þrisvar í viku Veitingahúsið i Glæsibæ hefur nú fengið vinveitingaleyfi, og verður það opið fyrir almenning á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, en á föstudögum og sunnudögum verða salirnir öðru hverju leigðir út fyrir einkasam- kvæmi. Veitingahúsið i Glæsibæ er á neðstu hæð verzlunarhússins, og þar einn aðalsalur, og auk þessi minni salur. Um fimm hundruð manns rúmast i báðum sölunum. Tveir barir eru i veitingahús- inu. og gott dansgólf. í veitingahúsinu i Glæsibæ verður framreiddur matur þau kvöld. sem opið er. Haukur Mortens og hljómsveit leika fyrir dansi, en hljómsveit- ina skipa 7 menn. Framkvæmdastjóri er Halldór Júliusson veitingamaður, en yfir- þjónn Jón Ingi Baldursson. Klp-Roykjavik Monnúinum tveim. sem úr- skuröaöir voru i 60 daga gæzlu- varöhald nú i vikunni cftir kæru konunnar, sein varö fyrir árás- inni á Ártúnshöföa aöfaranótt s.l. þriöjudags. hcfur nú veriö sleppt. Fulltriii Sakadóinara dómtók máliö i gær og slcppti þeim siöan kl. 15,00. Að sögn lögreglunnar veröur rannsókn málsins haldið áfram, en enn vantar bifreiðar- stjórann, sem ók konunni upp á Ártúnshöföa, til aö bera vitni Eins og áöur hcfur komiö fram i fréttum, vaknaöi konan inn i gripaflutningabil á þriöjudags- inorguninn og var þá mjög illa leikin, bæöi kjálkabrotin, nefbrot- in og skorin um allan likama. Kæröi luin þegar tvo menn fyrir likamsárás og þeir voru siðan handteknir og úrskuröaöir i 60 daga gæzluvaröhald. Hafa þeir alla tiö neitaö aö hafa gcrt kon- unni nokkuö til miska og hefur þeim nú vcrið sleppt. Kunnur banda- rískur rithöfundur í heimsókn Hinn kunni bandariski rithöf- undur. James Michener, er vænt- anlegur til islands á laugardag. Mun hann dvelja hér fram á þriðjudag og meðal annars koma á fund með félögum i Rithöfunda- sambandi islands. Michener er 65 ára að aldri, en hóf ekki ritstörf fyrr en fyrir 25 árum, er bók hans Tales of the South Pacific kom út. Hlaut hann fyrir hana Pulitzerverðlaunin og varð heimsfrægur fyrir þessa einu bók. Á henni var byggður söngleikur þeirra Rogers og Hammerstein, sem nefnist South Pacific og siðar gerð eftir henni samnefnd kvikmynd. Siðan hafa komiðút eftir hann tuttugu og ein bók. Meðal kunnra skáldsagna eftir hann má nefna Sayonara, Hawaii, the Source og The Bridges at Toko Ri. Nýjasta bók Micheners er The Drifters, sem fjallar um lif og háttu æskufólks nútimans, sem lætur reka undan straumum og hefur misst tengsl við foreldra sina og lif þeirra. James Michener er menntaður við Swarthmore og Colorado há- skóla. Að námi loknu gerðist hann kennari og siðar prófessor, þar til hann helgaði sig ritstörf- um. Kona Micheners, Mari Yoriko, er af japönskum ættum og er hún með honum á ferð hans. Michener kemur hingað frá Norðurlöndum og fer héðan til Spánar. Ökuníðingar á ferð um Reykjanesbraut Kasta jafnvel stórslösuðum dýrum út fyrir vegkantinn Klp-Reykjavik Um siðustu helgi var ekið á tvær kindur á Reykjanesbraut, en slikt telst nú varla orðið i frásögu færandi þar. 1 báðum þessum til- vikum mun samt ökumaðurinn hafa látið viðkomandi yfirvald vita, en að sögn lögreglunnar i Hafnarfirði er það ekki alltaf^sem það er gert. Lögreglan segir það oft koma fyrir, að kindum sé hreinlega hent út fyrir vegkantinn — og það stundum stórslösuðum. Þar veröa svo dýrin að kveljast, þar til einhver miskunnsamur veg- farandi kemur að. Þeir ökumenn, sem hverfa á brott frá slikum ákeyrslum, eru sjálfsagt að reyna að losna við að greiða sektir. Sjálfsábyrgðin á bifreiðum er 7500 krónur, en kind- in er metin á um 2000 til 5000 krónur. Benedikt Kristjánsson hjá Samvinnutryggingum, sagði okk- ur, að kindin væri metin sam- kvæmt ákvörðun Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. óbornar ær. svo og geldfé- annað en hrút- ar, er metið á 5500 krónur hver. Gemlingar á 3800 krónur, ein- lembingar á 2710 krónur og tvi- lembingar á 2230 krónur. Ef lambið er grátt bætast 200 krónur við, en ef það er hrútur af ein- hverju góðu kyni, er sérstakt mat látið fara fram. Pétur Sveinbjarnarson hjá Um- ferðarráöi tjáði Timanum, að tekin hefði verið saman skýrsla um öll umferðaróhöpp á Reykja- nesbraut á árunum 1968 til 1970. Sú skýrsla sýndi, að á þessum tima hefði verið ekið á 37 kindur á þessari leið. Athyglisvert væri, að á flestar hefði verið ekið i næsta nágrenni við fjárhús, sem væru rétt við veginn, þ.e.a.s. við Lóna- kot og rétt við Tollskýlið. Þeir, sem ekið hafa um Reykja- nesbraut að undanförnu, hafa tekið eftir þvi, að óvenju mikið er af kindum við veginn. Telja menn að ástæðan sé sú, að við vegkant inn hefur veriðsáð og þar er kom- ið nokkuð mikið og gott gras. Sækja kindurnar i það og eru si- fellt að hlaupa yfir götuna til að finna sér betri beit. Þarna aka bifreiðir um á miklum hraða og er það oft snarræði ökumanns að þakka ,að honum tekst aö koma i veg fyrir óhöpp þarna, en fjáreig- endum suður með sjó mun þykja nóg um samt. Aukið samstarf leikhúsa höfuðborgarinnar - Helgi Skúlason hleypur í skarðið hjó Þjóðleikhúsinu Stp-Reykjavik Á þessu nýbyrjaða leikári eru sýningar hafnar á tveimur is- lenzkum leikritum i leikhúsum höfuðborgarinnar. Þjóðleikhúsið sýnir Sjálfstætt fólk, en Leikfélag Reykjavikur Dóminó. Nú vill svo til, að Jón Laxdal Halldórsson leikur i báðum þessum leikritum. Hann leikur aðalhlutverkið i Dóminó og hlutverk kennarans i Sjálfstæðu fólki. Það var þvi greinilegt, að þarna kæmi til árekstra milli leikhúsanna varð- andi sýningardaga á þessum leik- ritum. Það varð þvi að samkomu- lagi milli leikhúsanna, að Helgi Skúlason léku hlutverk kennar- ans i Sjálfstæðu fólki, en Helgi er sem kunnugt er fastráðinn hjá Leikfélagi Reykjavikur og leik- stýrir þar um þessar mundir Dóminó Jökuls Jakobssonar. Helgi lék hjá Þjóðleikhúsinu i ein tiu ár, eftir að hann lauk námi, en hefur ekki leikið þar s.l. tólf ár. Helgi er um þessar mund- ir að æfa i nýju leikriti, sem sýna á i októberbyrjun, en það er eftir Ninu Björk Arnadóttur og heitir Fótatak. t viðtali sagði Helgi, að hann hefði fyrst i gærkvöldi, fengið að vita um, að hann ætti að taka hlutverkið, og hefur þvi aðeins tvo daga til að æfa það, en leikrit- ið verður sýnt i kvöld. Helgi sagði enn fremur, að hlutverkið væri stutt, aðeins ein sena, svo engin vandkvæði væru á þvi, að þetta tækist. Oft hefðu leikarar haft skemmri frest til að gripa inn i. Hins vegar hefur hann aldrei fyrr hlaupið i skarðið i Þjóðleikhúsinu. ,,Þetta er svolitið skritiö fyrir mann, að gripa svona inn i, en ég vona, að þetta sé upphafið að meira samstarfi leikhúsanna”, sagði Helgi. Sýningar þessara tveggja leik- rita rákust tvisvar á i vor, er Listahátiðin stóð yfir. Þá var málið leyst með þvi að sýna Dóminó klukkan sex og Sjálfstætt fólk seinna um kvöldið, þannig að Jón Laxdal gat leikið i báðum sýningunum. Ástæðu þess, að sýningarnar rákust á nú, kvað Helgi þá, að leikhúsin væru ekki almennilega komin i gang ennþá, og þetta hefði alveg farið fram hjá mönnum fyrst , i stað. Þjóð- leikhúsið byrjar einnig óvenju snemma. Það hefur yfirleitt ekki byrjað aö sýna fyrr en i byrjun októbers, svo i mörg horn hefur þurft að lita siðustu daga. Hinn nýji leikhússtjóri i Iðnó, Vigdis Finnbogadóttir, gagði, að sér fyndist ósköp eðlilegt að leik- húsin reyndu að hjálpa hvort öðru, þegar nauðsyn krefði, og þau Sveinn Einarsson, þjóðleik- hússtjóri, væru sammála um, að auka samstarf leikhúsanna og skiptast á leikurum, ef svo ber undir, en það væri samt stundum erfitt, þar sem 3 til 4 sýningar eru i gangi allan veturinn á báðum stöðum. Væri auðveldara við að fást, ef um heil leikár er að ræða. Um verkefnaskrá Þjóðleik- hússins sagði Sveinn, að hann byggist við, að Sjálfstætt fólk yrði sýnt fram eftir hausti, en alltaf var fullt á leikritið I fyrra. Um næstu mánaðamót verður farið að sýna Túskildingsóperuna. Frá Sauðfjárverndinni Á s.l. vori sendi Sauðfjárvernd- in frá sér áskorun til landsmanna um að reyna að koma i veg fyrir slys á sauðfé, með þvi m.a. að fjarlægja gaddavirsflækjur og annað drasl, sem hætta stafaði af, og einnig að aka varlega á veg- um. Vonandi hefur þessi áskorun einhvern árangur borið, þótt ekk- ert sé hægt að fullyrða um það. Hitt er aftur á móti vitað, að kindur hafa farizt af slysum i sumar, bæði hefur verið ekið á þær á vegum og þær farizt á ann- an hátt. T.d. var sagt frá þvi i dagblaði — og sýnd mynd af þvi — að hrútur hafði fest hornin i sláttuvélarhjóli og drepizt þar. Þá gerðist það nýlega, að bóndi i Grimsnesinu fann á flækta i girni eins og laxveiðimenn nota, og hafði girnið skorið fætur kindar- innar svo illa, að lóga varð henni. Siðastnefnda tilfellið ættu lax- veiðimenn að hafa i huga, og muna að fleygja ekki girni frá sér á viðavangi. Og allir landsmenn eru beðnir að reyna að koma i veg fyrir slys á sauðfé, eftir þvi sem unnt er. Meðal slysavalda, sem lita þarf eftir eru hús og kofar, bæði i byggð og óbyggðum, þvi það hefur komið fyrir — þvi mið- ur — að kindur hafi lokast inni i slikum húsum og soltið i hel. Nú hefjast göngur og réttir og jafnframt sauðfjárslátrun. Sauð- fjáreigendur, farið vel með féö i öllu fjárragi, sérstaklega dilkana, sem fluttir eru til slátrunar, þvi það er bæði mannúðarmál og fjárhagsspursmál. Og að siðustu. Rýið við fyrstu hentugleika kindur, sem eru i tveimur reifum, og hafið þær i húsi fyrstu dagana á eftir, ef illa viðrar. Sauðfjárverndin. Mikilvægur sigur Framsóknarflokksins i forustugrein Dags 13. þ.m. er rætt um byggðamálin og segir þar m.a.: „Frá þvi að Framsóknar- flokkurinn var stofnaður af bændum og samvinnumönn- um, hefur hann unnið að byggðajafnvægi i landinu, enda oft verið nefndur dreif- býlisflokkur. Eftir að Reykja- vik og næsta nágrenni hennar varð bústaður um helmings þjóðarinnar, aðsetur lög- gjafarvalds og fjármagns, miðstöð mennta og visinda, aðal innflutningshöfn o.s.frv., Iiallaði mjög á aðrar byggðir i opinberri þjónustu. Fræöslu- mál, heilsugæzla og sam- göngumál hafa viða um land veriðá þann veg, að fólk hefur blátt áfram hrakizt frá dreif- býli til þéttbýlis, og þá oftast flutt til Reykjavikur eða Suðurnesja, þrátt fyrir bar- áttu flokksins. Á allra siöustu timum hafa mörg samvirk öfl, bæði inn- lend og einnig erlend, opnaö augu þjóðarinnar fyrir margs konar ytri og innri Hfsverð- mætum og auðlindum dreif- býlis, og fleiri islcnzkir stjórn- málaflokkar hafa séð til þess ástæðu að feta i fótspor Fram- sóknarflokksins f baráttu dreifbýlisfólksins fyrir jafn- rétti og nauðsynlegri fyrir- greiðsiu hins opinbera. Þessu ber að fagna, þótt menn verði ætiö að greina á milli alvör- unnar og pólitískra yfirboða, og þaö ættu menn einnig að hafa I huga, aö þessi stefnu- breyting i islenzkum stjórn- málum er mesti sigur Fram- sóknarflokksins I áratuga bar- áttu sinni fyrir bættum hag hinna dreifðu byggða”. Þáttaskil Þá segir Dagur ennfremur: ,,! síöustu viku hélt Fram- sóknarfiokkurinn árlegan þingflokksfund sinn til undir- búnings flokksstarfinu á kom- andi Alþingi. En nú var sú ný- breytni upp tekin og i fyrsta sinn að halda þennan fund utan Reykjavikur og var fundarstaðurinn Akureyri. Auðvitað eru þingflokksfundir taldir lokaöir fundir. En hér voru þeir þó opnir mörgum utanþingsmönnum, og leiö- togar atvinnu- og fjármálalifs í bæ og nágrenni höfðu hér tækifæri til milliliöalausra viðræðna við komumenn. Auk þess kynntu og sýndu heima- menn ráöherrum og öðrum þingmönnum, svo og fram- kvæmdastjórn flokksins, helztu miðstöðvar atvinnulifs- ins, þeim til skilningsauka. Koma þingflokks og fram- kvæmdastjórnar til funda- halda á Akureyri og siðan um bæði norðlenzku kjördæmin, hefur vakiö mikla athygli og ánægju Norðlendinga. Megi fundahöld þessi enn tákna þáttaskil i störfum þess stjórnmálaflokks, sem fyrr og siðar hefur verið sverð og skjöldur hinna dreifðu byggða”. Þ.Þ. Puttemans setti heimsmet í 3 km. Belgiumaðurinn Emile Putte- mans, sem hlaut silfurverblaunin i 10 km hlaupi á OL i Miinchen, setti nýtt heimsmet i 3 km hlaupi á móti i Arósum á fimmtudags- kvöldið. Timi hans var 7:37,6 min. Millitimar hans voru — 1000 m. 2:33,0 min. — 1500 m. 3:48,0 min. og 2000 m. 5:05,0 min.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.