Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 17. september 1972 Ein elzta, stærsta og fullkomnasta vörubifreiöaverksmiöja Evrópu getur nú boðið viðskiptavinum sinum á fslandi að velja um eftirfarandi bifreiðar: BEBLICT-wniMrcihr i sextiu miamunandi gerðum, sem bera 4—140 tonn. BERUET-laagferðabifreiSar með saeti fyrir 32—180 farþega. BERLJET-taakbifreiðar, og aðrar sérsmiðaðar bifreiðar svo sem, steypu- bifreiðar, slökkviliðsbifreiðar, dráttarbifreiðar og torfærubifreiðar. Allar bessar bifreiðar eru þrautreyndar við hin erfiðustu skilyrði. Verktakar og opinberar stbfnanir stórlækkið rekstrakostn- aðinn og veljið BEXUET. JAXCO. HF. Simi 83865 benliBl § beplíel ”FRANSKA TRÖLLIД SEM GERÐI DRAUMINN UM ALPAGÖNGIN AÐ VERULEIKA I l Póstferðir Flóabátsins Baldur milli Stykkishólms og Brjánslækjar verða i september á mánudögum kll3.00og miðvikudögum kl. 11,00 f.h. t okt.- des. jan.-mal á miðvikudögum og laugardögum. Brott- farartimi frá Stykkishólmi kl. 9,00 árdegis, til baka sömu daga. Flóabáturinn Baldur hf. «5í atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi liili ssonB 2 28 0 4 tj||J heildsala - smásala HELLESENS RAFHLÖÐUR steelpower | 15 VOLT IEC R20 j A./ RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVIK • SIMI 18395 Árelius Níelsson: „Þökk fyrir innlitið.” Þetta eru svo hersdagsleg orð, að það er naumast hægt að segja að þau fari vel á prenti. En samt býr bak við þau lif, tilfinning, ylur og birta. Eftir þvi, sem hraðinn og fjöld- inn vex á litlum svæðum borga og fjölbýlis, vex einnig, þótt ótrúlegt sé, einstæðingsskapurog þrá eftir kærleikssnertingu. „Eitt kærleiksorð — ég er svo einn og enginn sinnir mér” var einu sinni sungið og sagt. En miklu fremur nú en þá er þetta orðið óp og kvein. Eldra fólkið, sem dæmt er úr leik löngu fyrir timann við störf samfélagsins, er oft einmana. Nú er sú stefna, sem vel er á rökum reist, rikjandi, að fólk sé ekki flutt á elliheimili og hjúkrun- arhæli fyrr en þvi er ókleift að vera heima á eigin heimili og i eigin ibúð. Þetta skapar einnig aukinn einstæðingsskap, langa daga, dimm kvöld og auð. Finu heimilin og útivinnandi húsmæður gera margri ömmu og afa ókleift að dvelja hjá börnum og barnabörnum. Þau verða ein við veginn óðar en varir. Nú — og svo eru allir hinir og hinar, sem eiga engan að og eru af einhverjum orsökum orðin ein, kannski dæmd, fordæmd, gleymd og yfirgefin áður en af veit. Þarna skapast þörf, verkefni fyrir fólk, sem gæti haft tima og skap til að „lita inn.”, koma með glaðvært viðmót til að spjalla og þó einkum til að hlusta, drekka kaffisopa, kannski syngja, lesa ljóð eða sögu., en umfram allt að vera — vera einlæg og góðviljuð manneskja, sem skilur, vonar, gefur og þiggur. „Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er Drottinn öll frá þér.” „Þetta ættuð þið prestarnir að gera,” segir einhver. „Þarna kemur ykkar húsvitjunarskylda að góðum notum.” Þetta er auðvitað alveg rétt. Og ein slik heimsókn getur, þótt ótrú- legt sé, vegið á móti mörgum predikunum og messum að guðs- þjónustugildi. Margir prestar reyna líka að lita inn til einstæðinga. En þar sem mest er þörfin, t.d. i borg og fjölmenni, endist timinn litt til slikra „innlita” eða húsvitjana, þótt presturinn væri allur af vilja gerður. En auðvitað er sjálfsagt, að hann komi eins oft og unnt er. Og til eru prestar, sem setja engar „húsvitjanir” á starfs- skýrslur sinar i fyrrverandi merkingu þess orðs, sem fara samt i slikar vitjanir til einstæð- inga, freistaðra og fáráðra mörg hundruð sinnum á ári, já oft á dag. Ensamterþað ekkinóg. Hér þarf fleira fóllk til starfa, annað hvort sjálfboðaliða, eða þar til ráðið fólk, með einhverja þóknun til endurgjalds. Þetta gæti orðið safnaðarstarf, sem með timanum yrði skipulagt á hverju hausti til sem beztra nota fyrir sem flesta. En þó umfram allt enga of- skipulagningu, ekkert vélgengi, allt svona starf þarf að vera eðli- legt og sjálfsagt — eða innan sinna vébanda eins og lifið sjálft. Safnaðarfélög gætu sem bezt stofnað til svona heimsókna, hús- vitjana eða „innlits” og starfrækt þær i nokkrar vikur til að byrja með, athugað svo sinn gang og ákveðið samkvæmt reynslu, hvað heppilegt sé. En umfram allt má þetta ekki lita út eins og afskiptasemi, ihlut- un eða rannsóknarferðir. Þá verkar það öfugt við sinn tilgang. Þess vegna þarf að fá fólk til „innlitsins”, sem gætt er háttvisi, kurteisi og eðlilegri fórnarlund og glaðværu viðmóti. „Aðgát skal höfð i nærveru sálar”. Fáir eru viðkvæmari fyrir öllu hnjaski en einmitt einstæðar manneskjur. Stundum er lika nóg að hringja. Og sé það hægt,að hringja áður en inn er litið. En einnig það verður að gera með háttvisi. I sumum söfnuðum er þjónusta fyrir eldra fólk á safnaðarheimil- um kirkjunnar. Þar er fótsnyrt- ing, opiö hús, hársnyrting og fleira, sem gleður og bætir. Fátt er þó betra viö slika þjón- ustu en það, að þarna erugóðar kvenfélagskonur, sem bjóöa kaffi og kökur við litið borð, og gefa sér tima til að tala við gestina og hlusta á tal þeirra meðan að borð- um er setið. Allir fara broshýrir og léttari i spori en þeir komu. Þeir eða þær hafa fundið snert- ingu kærleikans, þótt ekki væri nema með kaffisopa og brosum frá uppsprettu góðvildar. Þarna er allt, sem bendir i sömu átt og það sem hér er gert að umtals- efni. Og vissulega eru þaö sömu eig- indir, sem umsjónarkonur „snyrtistofunnar” eiga i svo rik- um mæli sem húsvitjunarfólk. En svo lærist allt og æfist. Reynsla og starf eru beztu kennararnir. Og húsvitjunarþjónustan verð- ur eins vel unnin af ungu fólki, ef það annars fæst til þess. Um tima voru hér ungfingar að störfum, sem nefndu sig Tengla. Þar var þessi starfsemi einmitt i gangi. En þeir lögðu sérstaklega leið sina á sjúkrahús. En annars var þarna sama hugsjón i fram- kvæmd. En til allrar þjónustu þarf mik- ið þolgæði, biðlund trú á sigur hins góða. Oft er ekki gaman nema fyrst, vonbrigði, ósigrar og misskilningur eru skuggar og vofur á þessum vegum heim- sóknarfólksins. En þrátt fyrir allt má fólk vita, að þetta er mikils- vert starf. Væri ekki rétt að velja nefnd, heimsóknanefnd, i kvenfélaginu þinu, æskulýðsfélaginu eða bræðrafélagi i haust? En hafið ekki heimsóknir of langar, of stutt er auðvitað til — en þó betra. Allt er bezt i hófi. En eitt er vist, það er gott frá Guði, sem fylgir orðunum, sem þú færð tii kveöju: „þökk fyrir innlitið.” Árelíus Nfelsson. Verkamenn óskast Viljum ráða verkamenn til starfa nú þeg- ar. Upplýsingar hjá verkstjóra. | Samband ísl. samvinnufélaga AFURÐASALA Lttt4Lvv ___ L4U444mAwL-< Sportjakkar í hresscmdi litum .4444444 U /4 ocj mynstrum þerra' husiój AOALÍT8XTI « 8ÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.