Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 17. scptember 1972 er sunnudagurinn 17. september 1972 Heilsugæzla Slökkviliö og sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavarðstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- ’verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er op- ‘ in laugardag og sunnudag kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á' Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgi- dagavaktar. Simi 21230. Kvöld/ nætur óg helgarvakt: Mánudaga fimmtudaga kl. 17.00-08.00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08.00 mánudaga. Simi 21230. Apótck llafnarfjarðar er opið’ alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Breytingar á afgrciðslutima lyfjabúða i Reykjavik. Á laugardögum verða tvær lyfjabúðir opnar frá kl. 9 til 23 og auk þess verður Árbæjar Apótek og Lyfjabúð Breiðholts opin frá 9 til kl. 12. Aðrar lyljabúðir eru lokaðar á laugardögum. A sunnudögum (helgidögum) og alm. fridög- um er aðeins ein lyfjabúð opin frá kl. 10 lil kl. 23. Á virkum dögum frá mánudegi til föstu- dags eru lyfjabúðir opnar frá kl. 9 lil kl. 18. Auk þess tvær frá k. 18 til kl. 23. Kviild og na-turvörzlu lyfjabúða i Keykjavik, vikuna 16. lil 22. sept. annast Austurba'jar Apótek og Ingólls Apótek. Sú 'lyljabúð, sem fyrr er nefnd, annast ein vörzluna á sunnud. (helgid.) og alm ■ fridögum. Næturvarzla i Stórholti 1, er frá kl. 23 til kl. 9. (til kl. 10 á helgidögum). . Félagsstarf eldri borgara. Miðvikudaginn 20. sept. verður opið hús að Langholtsvegi 109-111, félags- heimili Fóstbræðra, kl. 1.30, —kl. 5.30. e.h. Upplýsingar i sima 18800, Félagsstarf eldri borgara kl. 10—12. f.h. Frá Kvcnfélagi Kópavogk. Fyrsti fundur vetrarins verð- ur fimmtudaginn 21. sept. kl. 20.30. i félagsheimilinu efri sal. Rætt verður um vetrar- starfið og fl. Mætum vel og stundvislega. Stjórnin. Blöð og tímarit Ægir rit Fískifélags island er komiðút. Helzta efni: Otgerð og aflabrögð. Sölusamband isl. fiskframleiðenda 40 ára, eftir Tómas borvaldsson. „Ferómón” og laxauppeldi, eftir Hans Noreng. Fiskaflinn i febrúar .1972 og 1971. Norskt laxaræktarbú. Astand og horfur i fisksölumálum i Bandarikjunum. Nýjar fisk- vinnsluvélar frá Baader. tJt- fluttar sjávarafurðir i mai 1972 og 1971. s Skinfaxi, timarit Ungmenna- félags islands. 2.hefti 1972 er komið-út. Efni: Gegn nýrriplá gu-Landsmótin stækka. — Skákþing UMFl 1972 - Nám- skeið fyrir stjórnendur ung- mennabúða. — Landgræðsla ungmennafélaganna 1971 — Framkvæmdastjórar héraðs- sambanda • Nokkur orð um islenzka glimu. — Islendingar og ólympiuleikarnir — Dr. Richard Beck 75 ára. Frá starfinu. — Pósturinn og fl. Minningarkort MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrímskirtju (GuSbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga lcl. 2-4 e.h., simi 17805, Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall- dóru Ólaisdóllur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparstig 27. Minningarkorl Flugbjörgun: arsveitarinnar fást á eftirtöld- um stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Minningabúð- inni Laugavegi 56, hjá Sigurði M. Þorsteinssyni, simi 32060, hjá Sigurði Waage, simi 34527, hjá Magnúsi Þórarinssyni, simi 37407 og Stefáni Bjarna- syni simi 37392. Frá Kvenfélagi HreyfilsStofnaður hefur veriö minningarsjóður innan Kven- félags Hreyfils. Stofnfé gaf frú Rósa Sveinbjarnardóttir til minningar um mann sinn, Helga Einarsson, bifreiða- stjóra, einnig gaf frú Sveina Lárusdóttir hluta af minn- ingarkortunum. Tilgangur rsjóðsins er að styrkja ekkjur og munaðarlaus börn bifreiða- stjóra Samvinnufélagsins á Hreyfli. * Minningarkortin fást á eftir- töldum stöðum á skrifst. Hreyfils, simi 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur, Fells- múla 22, simi 36418, hjá Rósu Sveinbjarnardóttur, Sogavegi 130 simi 33065, hjá Elsu Aðal- steinsdóttur, Staðarbakka 26, simi 37554 og hjá Sigriði Sig- björnsdóttur, Kársnesbraut 7, simi 42611. Miniiingarspjöld Kapellusjóðs Séra Jóns Steingrimssonar fást á eftirtöldum stöðum: Minningarbúðinni, Laugaveg 56, Skartgripaverzlun Email Hafnarstræti 7, Þórskjöri, Langholtsvegi 128, Hrað- hreinsun Austurbæjar, Hliðar- vegi 29, Kópavogi. Þórði Stefánssyni, Vik i Mýrdal og Séra Sigurjóni Einarssyni, Kirkjubæjarklaustri. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Árbæjarblóminu Rofabæ 7, R. Minningabúð- inni, Laugavegi 56, R. Bóka- búð Æskunnar, Kirkjuhvoli Hlin, Skólavörðustig 18, R. Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, R. Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Hafn- arstræti 22, R. og á skrifstofu félagsins Laugavegi 11, i sima 15941. Minningarspjöld Kvenfélags Laugarncssóknar, fást á eftir töldum stöðum: Hjá Sigriði, Hofteigi 19, simi 34544, hjá Ástu, Goðheimum 22, simi 32060, og i Bókabúðinni Hrisa- teig 19, simi 37560, Minningarspjöld liknarsjóðs Dómkirkjunnar, eru afgreidd hjá Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli, Verzluninni Emmu Skólavörðustig 5, Verzluninni öldugötu 29 og hjá prestkonum. Myndin var tekin utan við Sjálfs tæðishúsið á Akureyri á f östudagskvöldið, áður en fegurðarsam- keppnin hófst þar. Svo sem sjá má eru ýmis spjöld á lofti. (Timamynd AS) Rauðsokkur með spjöld á lofti á Akureyri Klp—Iteykja vík. i gærkveldi var haldinn dans- leikur i Sjálfstæðishúsinu á Akur- cyri, þar sem m.a. fór fram kjör fegurðardrottningar Akureyrar. Áður en dansleikurinn fór fram og nokkuð fram eftir kvöldi, stóðu Rauðsokkur fyrir mótmæl- um, en það fór allt friðsamlega fram að sögn iögreglunnar á Akurcyri. Einn dyravarðanna, sem var á vakt, sagði okkur, að Rauðsokkur hefðu komið að húsinu snemma um kvöldið og borið spjöld, sem á hefði verið letrað eitthvað um brjóstastærð og brjóstagæði — með öðru. Auk þess hefðu þær dreift miðum og hefðu allir tekið við þeim. Þetta hefði verið hin bezta skemmtun fyrir fólkið, en þarna hefði verið margt um manninn og uppselt i húsið kl. 20.30, þó að miðinn kostaði 400 krónur. Rauð- sokkur hefðu sungið, en i alla staði komið kurteislega fram og sumar þeirra hefðu jafnvel viljað komast inn á ballið, þegar liða tók á kvöldið. Þessar hefðu ekki haft neina kvigu með sér, eins og þær sem mótmæltu á Akranesi um sið- ustu helgi, en hann hefði heyrt, að þær hefðu reynt að verða sér út um eina, en ekki tekizt. Þrjár stúlkur kepptu um titilinn Ungfrú Akureyri, og varð hlut- skörpust 17 ára nemandi úr Menntaskóla Akureyrar, Herdis Klausen. Ný útgáfa af Heiðaharmi Gunnars Gunnarssonar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja útgáfu af skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, Ileiðaharmi, en hún á tvimæla- laust sæti meðal öndvegisverka þessa mikilsvirta höfundar. Ileiðaharmur táknar að þvi leyti þáttaskil á ritferli Gunnars Gunnarssonar, að þetta er fyrsta skáldsagan, sem frá hans hendi kemur eftir að hann flyzt, fimm- tugur að aldri, heim frá Dan- mörku, þar sem hann hafði starf- að á fjórða tug ára. Heiöaharmur á sér sögusvið, sem er i senn einkennilega rammislenzkt og forneskjulegt. Það er heiðabyggðin, viðlend og hrjóstrug, ofar gróðursæld og dalaskjóli, þar sem sérstætt mannlif hefur þróazt um aldir við ógnir og eyðidýrð i strjálum kot- býlum, sem hvert um sig er sjálf- stæður örlagaheimur, en eru jafnframt hvert öðru tengd sterk- um böndum sameiginlegrar lifs- baráttu. En sagan gerist á siðustu áratugum nitjándu aldar og fyrstu árum hinnar tuttugustu, og þá liggja aldahvörf og Ameriku-. ferðir i loftinu. Þetta hvort tveggja, ásamt langvinnu harð- æri, stofnar til æ meiri upplausn- ar meðal heiðarbúanna, sem nú leggja hver um annan leið sina að sjónum og siðan vestur um haf. En Brandur á Bjargi, höfðingi og hjálparhella byggðarlagsins, unir ekki slikri uppgjöf, og honum er það sjálfsögð og eðlislæg skylda að berjast við ofurefli. Lifið má ekki biða ósigur og ef til vill sér hann draum sinn rætast áður en yfir lýkur. Dóttir hans, Bjargföst, er ein um það barna hans að hafa ekki flúið af hólmi, og saga þess- arar ungu stúlku, sem er heillandi imynd æsku og hugrekkis, verður einn minnisstæðasti þáttur i hinu margslungna skáldverki. Þannig lýkur þessari hetju- sögu, sem leitt hefur lesandann frá einum harmleik til annars, i nýrri von, grundvallaðri á þeirri þrenningu, sem virðist eiga sér sterkastar rætur i trúarbrögðum Gunnars Gunnarssonar, en það er tryggð,þrautseigjaog fórnarlund. Bókin er 236 bls. að stærð prent- Mánudagsmynd Háskólabiós ber nafnið,,Dodeska den” )Von laust þorp) og er leikstýrð af fjórum snjöllustu kvikmynda- gerðarmönnum Japana, Kuro- saiva, Ichikawa, Kinoshita og Kobayashi. Frægastur þeirra fiórmenninga er Akira Kuro- sawa, að góðu kunnur hérlendis fyrir nokkrar ágætis kvikmyndir sinar. Kurosawa sækir oftast verkefni sin i liðna tið,dregur fram forna japanska menningu og dustar af henni rykið i dags- Ijósinu. Margar myndir hans hafa verið sýndar hér - fæstir þó með mikla aðsókn eins og titt er stundum um góðar myndir. ..Barnsránið” ,,Sjö samúrajar” ,,Kumonosu-djo (Machbeth). í ..Sjö samurajum” fjallar hann um samurjana sem voru málaliðar keisaranna japönsku á 16. öld. og siðar. Þeir trúðu blint á yfirmenn sina og unnu dyggilega i þeirri þjónustu við að berja niður óhlýðni þegnanna viö keis- arann. John h’ord kúrekaleik- stjórinn ameriski tók Kurosawa uð i Odda og bundin i Sveinabók- . bandinu. Útlit annaðist Torfi Jónsson. til fyririmyndar i „Hetjunum sjö) en þar voru „hetjurnar” ameriskir byssubófar i stáð japanskra málaliða. 1 ..Dodeska den” á Kurosawa einna stærstan þátt i heild kvik- myndarinnar. Þorpið „dauðlega” þar sem allt er á hverfanda hveli, ibúar þess vonlausir um örlög sin og hver og einn hefur sitt sérstaka vandamál við að glima. Allir eiga sina drauma um betra lif, betri heim en þann sem þeir lifa i. Móðirin einstæða, Kuni, biður statt og stöðugt um að hálf- vitinn Rokuchan sonur hennar fái bata. Hann er „þorpsauminginn” og verður aldrei neitt annað. Ryo og lausláta konan hans Misao eru kjaftafóður bæjarins. Hún er alltaf að eiga börn en ekkert með manni sinum. Þau vita ekki annað en þessi feitlagni maður sé faðir þeirra — en þorpið veit betur. Það er ást og hatur i bænum, vitrir og heimskir kljást en draumarnir stóru rætast aldrei. GF + Asgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti lézt að heimili sinu föstudaginn 15. september. Lilly og Þórhallur Asgeirsson Vala og Gunnar Thoroddsen Björg og Páll Asg. Tryggvason AAánudagsmyndin: VONLAUST ÞORP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.