Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 17. september 1972 Menn 09 mákfni Fundahöld Framsóknar- manna norðanlands Fulltrúar á þingi Sambands ungra framsóknarmanna á Akureyri. Akureyrarfundur þingflokksins Dagana 6-8. þ.m. var haldinn á Akureyri fundur þingflokks Framsóknarmanna til að ræða um stjórnmálahorfur og undir- búning þingmála. Framkvæmda- stjórn flokksins tók einnig þátt i fundinum. A fundinum fluttu ráð- herrar flokksins yfirlit um efna- hagsmálin og lándhelgismáliö, en nokkrir þingmenn höfðu framsögu um einstaka málaflokka, sem liklegir eru til að verða ofarlega á baugi á næsta þingi. A fundinum mættu nokkrir gestir, eins og t.d. stjórn Kjördæmasam bands Fram- sóknarmanna i Norðurlandskjör- dæmi eystra og bæjarfulltrúar flokksins á Akureyri. Þá tóku varaþingmenn Framsóknar- flokksins i Norðurlandskjördæmi eystra þátt i störfum fundarins. 1 sambandi við fundinn boðuðu kjördæmasambönd Framsóknar- flokksins á Norðurlandi til tólf landsmálafunda samtimis einn fundardaginn, en siðar var haldinn fundur á Akureyri. A þessum fundum höfðu þingmenn og framkvæmdastjórnarmenn framsögu, en siöar fóru fram almennar umræður, sem viöa urðu allmiklar. Flestir fundanna voru vel sóttir,enda þótt veður væri óhagstætt. Samtals sóttu mörg hundruð manns þessa fundi. Það er óhætt að fullyrða, að fundahönd þessi voru hin gagn- legustu fyrir Framsóknarflokk- inn. A fundi þingflokksins fékkst glöggt yfirlit um stööu stjórn- mála og undirbúning þingmála, og mun það auövelda starf hans á komandi þingi. Þá kynntust ráð- h'errar, þingmenn og fram- kvæmdastjórnarmenn vel við- horfi almennings á hinum mörgu landsmálafundum sem voru haldnir i sambandi við þing - flokksfundinn. A þeim var rætt jöfnum höndum um landsmál og hérðasmáli og fengust þannig margar gegnlegar upplýsingar. Aukin tengsl við landsbyggðina Fyrir þingflokksfundinn hafði það svo sérstaka þýðingu, að hann var haldinn á Akureyri. Þetta er fyrsti fundur þing - flokksins, sem haldinn er utan Reykjavikur. Tilgangurinn með þvi var að reyna að skapa enn nánari tengsl milli þingflokksins og samtaka flokksins úti um land og auka kynni fleiri þingmanna en heimaþingmanna á mönnum og málefnum norðanlands. Vafa- litið hefur talsvert unnizt i þessa átt með fundarhaldi þingflokks- ins á Akureyri. Ætlunin er, að þingflokkurinn fylgi þeim sið áfram að halda haustfundi sina, þegar þingmál eru undirbúin, utan Reykjavikur. Kjördæma- samband Austurlands hefur þegar óskað eftir að næsti slikur fundur þingflokksins verði haldinn austanlands. Óhætt er að segja, eftir þessi fundahöld, að yfirleitt riki ánægja með rikisstjórnina. Sérstaklega fagna menn aðgerðunum i land- helgismálinu, þar sem megin- forustan hefur hvilt á ráðherrum Framsóknarflokksins. Þá fagna menn stefnubreytingu, sem orðið hefur á mörgum sviðum. Hins vegar rikir uggur i sambandi við efnahagsmálin, og þar bíður rikisstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna eitt höfuðverkefnið á næsta þingi. Ályktun þings SUF um efnahagsmál Eins og sagt er hér á undan, munu efnahagsmálin verða helzta viðfangsefnið á komandi þingi. Það var þvi hyggilega ráðið af ungum Framsóknarmönnum að gera efnahagsmálin að einu helzta viðfangsefni sinu á nýloknu myndarlegu þingi þeirra, sem haldið var á Akureyri um siðustu mánaðamót. Þing þeirra sam- þykkti um þau itarlega ályktun, sem er mjög athyglisverð, og verður þvi reynt aö rekja hér efni hennar i stuttu máli: I upphafi ályktunarinnar er bent á, aö þeir efnahagserfið- leikar, sem viðreisnarstjórnin skildi við, hafi enn ekki verið ylirunnir, og enn sé aðeins að litlu leyti hafin sú mótun islenzks at- vinnulifs á grundvelli félags- og skipulagshyggju, sem Fram- sóknarflokkurinn hafði boðað á undanförnum árum. Þau efna- hagsvandamál, sem við er að glima á liðandi stund og þarfnast skjótrar úrlausnar, se u. i aöal- atriðum þessi: 1) Þensla, sem stafar af of mikilli eftirspurn. 2) Alvarlegar horfur i greiðslu- stööu landsins gagnvart út- löndum, sem afleiðing af inn- flutningseftirspurn siðustu missera. 3) Yfirvofandi alda verð- hækkana, sem nú er haldið i skefjum með timabundinni verð- stöðvun. Verði þeirri öldu hleypt út i verölagið, mun hún koma af stað vixilhækkunum kaupgjalds og verölags og grafa enn frekar undan greiðslugetu atvinnu- veganna. Leita verður nýrra leiða Þá vekur þing SUF athygli á, að þessi vandamál eru ekki ný af nálinni. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að gömul, hefðbundin úrræði eru ekki einhlit til lausnar á þeim. Þvi verður að leita nýrra leiða. Þing SUF leggur áherzlu á, að tekið verði tillit til eftirfarandi atriða, þegar ákveðnar verða að- gerðir til lausnar þeim skamm- tima efnahagslegu vandamálum, sem nú blasa við: 1) Verði dregið úr fjárfestingu um ákveðinn tima, liggi til grundvallar þeirri ákvörðun skýr forgangsröðun um framkvæmdir. Fjárfestingartakmarkanir verði ekki látnar ná til fiskiðnaðar, skóla eða ibúðarhúsnæðis. 2) Fjárlög ársins 1973 verði af- greidd með greiðsluafgangi. 3) Beitt verði stighækkandi óbeinum sköttum á ýmsar vörur, sem eru umfram daglegar lifs- nauðsynjar. 4) Útlánastefna bankakerfisins verði samræmd. Þá er lögð áherzla á stóraukið skattaeftirlit. Sá hluti efnahags- ályktunar SUF, sem hér hefur verið rakinn,fjallar nær eingöngu um vandamál liðandi stundar. Mestur hluti ályktunarinnar fjallar hins vegar um skipan efnahagsmála i framtiðinni, þar sem megináherzla er lögö á, aö komið sé á markvissum áætlunarbúskap i samvinnu við stéttasamtök og landshlutasam- tök. Mikil áherzla er lögð á, að Framkvæmdastofnun rikisins getisinntþvi hlutverki,sem henni erætlað. Að þessum meginþætti i efnahagsáætlun þings SUF er nánara vikið i forustugrein Timans i dag. Næg atvinna og vinnufriður Stjórnarandstöðublöðin gera sér tiðrætt um þá erfiðleika, sem atvinnuvegirnir eiga nú viö að glima. og reyna að kenna þvi um, að kaupgjald hafi hækkað of mikið i tið núv. rikisstjórnar, m.a. vegna styttingar á vinnu- tima. Þvi er gleymt, að rikis- stjórnin tók við nær öllum kaup- samningum lausum og nauðsyn- legt var að bæta launþegum, einkum þó hinum láglaunuðu, þá miklu kjaraskerðingu, sem hafði orðið af völdum gengisfellinga á siðasta kjörtimabili. Vinnutima- styttingin var óhjákvæmileg af- leiðing þeirra kjai asamninga, sem fyrrv. rikisstjórn hafði gert við opinbera starfsmenn, enda samþykkt af öllum flokkum á Alþingi, Sjálfstæðismönnum ekki siður en öðrum. Kjara- samningarnir, sem voru gerðir siðastliðinn vetur, voru eins hóf- legir og frekast mátti ætla,ef ekki átti að efna til stórfelldra verkfalla einu sinni enn. 1 þessu sambandi er vert að menn hafi það hugfast, að núv. rikisstjórn hefur tekizt bæði að tryggja næga atvinnu og vinnu- fríð. Það var hins vegar ekki hægt að segja um fyrrv. rikisstjórn. Samkvæmt opinberum skýrslum urðu tapaðir vinnudagar vegna verkfalla og atvinnuleysis 285.669 árið 1968, 732.150 árið 1969 og 629.242 árið 1970. Þessar tölur munu verða aðrar og æskilegri á þessu ári. Það er ávinningur af starfi og stefnu núv. rikis- stjórnar, sem vert er að meta og virða. Uppsögnin var óhjákvæmileg Það er nú komið glöggt i ljós, hve hyggilegt það var af rikis- stjórn og Alþingi að lýsa land- helgissamningana frá 1961 úr gildi fallna. Ef það hefði ekki verið gert, væru Islendingar nú skuldbundnir til að fara eftir úr- skurði Alþjóðadómstólsins. Islendingar geta með fullum rétti og góðri samvizku neitað að fara eftir úrskuröinum. Það væri ekki hægt ef samningarnir hefðu ekki verið lýstir úr gildi fallnir. Af sömu ástæöum er augljóst, að það styrkir mjög aðstöðu Islands, að ekki var mætt fyrir réttinum, þegar kærur Breta og Vestur-Þjóðverja voru teknar fyrir. Alþjóðadómstólnum hafa oft borizt kærur á hendur aðilum, sem ekki hafa viðurkennt lögsögu hans um viökomandi atriði. Við- brögð þeirra hafa undantekn- ingalitið verið þau að neita lög- sögu dómstólsins og mæta ekki. Fjarvera er sterkasta undir- strikun þess, aö dómstóllinn eigi ekki lögsögu I viðkomandi máli. Islendingum bar að undirstrika þessa afstöðu sina á sem allra skýrastan hátt. Þröskuldurinn En þótt Islendingar hafi notað rétt sinn til að losa sig undan á- kvæðum landhelgissamninganna frá 1961 og lögsögu Alþjóðadóm- stólsins, hafa landhelgissamning- arnir frá 1961 reynzt hinn mikli þröskuldur i málinu. Margir for- ustumenn Breta hafa viljað gera bráðabirgðasamning við Islend- inga, alveg eins og ráðamenn Belgiumanna. Þeir Bretar, sem ekki hafa viljað semja, eins og t.d. togaraútgerðarmenn og viss hópur þingmanna, hafa hins veg- ar sagt, að Bretar ættu að nota sér landhelgissamningana frá 1961 til þrautar, áður en nokkuð væri að ráði gengið til móts við Is- lendinga. Þess vegna ætti brezka stjórnin að leggja áðaláherzlu á málskot til Alþjóðadómstólsins. Þetta sjónarmið hefur ráðið af- stöðu Breta til þessa. Þannig hafa landhelgissamn- ingarnir frá 1961 verið mikill þröskuldur i vegi þess, að hægt væri að ná samkomulagi við Breta og Vestur-Þjóðverja. Afstaða Nervo 1 sambandi við uppsögn land- helgissamninganna er vert að minna á afstöðu Padilla Nervo. Morgunblaðið ræddi i gær um afstöðu Padilla Nervo, sem var eini dómarinn i Alþjóðadómstóln- um,sem greiddi atkvæði gegn úr- skurðinum vegna kæru Breta og Vestur-Þjóðverja á hendur Is- lendingum. I þvi sambandi þykir rétt að minna á, að höfuðrök hans gegn úrskurðinum voru þessi. ,,Að minu áliti hefði dómstóll- inn ekki átt að samþykkja álykt- un um verndaraðgerðir.'Sérstaöa þessa máls getur ekki réttlætt þessar aðgerðir gegn riki, sem ekki viðurkennir lögsögu dóm- stólsins, sem er ekki aðili að þess- um dómi, og fullveldi þess er þannig ekki virt”. (Mbl. 18. ág- úst). Þannig byggði Nervo afstöðu sina fyrst og fremst á uppsögn landhelgissamninganna frá 1961. Eflum landhelgis- gæzluna og sýnum þjóðarviljann Að frumkvæði ráðherranna og fleiri forustumanna flokka og stéttarsamtaka hefur verið hafin sérstök fjársöfnun til eflingar landhelgisgæzlunni. I ávarpi, sem forgöngumenn þessarar söfnunar birtu i upphafi segir m.a,: „Landhelgisgæzlan er traust okkar og hald I þeirri baráttu, sem framundan er, og hlutur hennar mun nú stóraukast að gildi og verkefnum, ekki aðeins i átökum, sem kunna að verða við þau skip, sem ekki virða hin nýju fiskveiðitakmörk, heldur einnig i slysavörnum, eftirliti, björgunar- starfi og annarri þjónustu við inn- lenda sem erlenda sæfarendur á stækkuðu umsjónarsvæði. En til þess þarf hún fleiri skip og flug- vélar, betri tæki og meiri mann- afla, og þessa framverði sina verður þjóðin að búa eins vel úr garði og nokkur kostur er. Með allt þetta i huga höfum við undirritaðir ákveðið að beita okk- ur fyrir almennri fjársöfnun um land allt til eflingar landhelgis- gæzlunni — efna til Landssöfnun- ar til Landhelgissjóðs — þar sem öllum gefst kostur á að leggja fram skerf sinn til þessarar mik- ilvægu baráttu og verða með þeim hætti virkir þátttakendur i þessari lifsbjargarstarfsemi þjóðarinnar. . . . Sýnum öðrum þjóðum með þessum hætti hina órofa sam- stööu þjóðarinnar allrar. Sýnum það öllum, að i þessari baráttu vill hver einasti Islendingur leggja eitthvað i sölurnar. Þaö er einhugurinn i þessu máli, sem mun færa okkur sigur.” Undir þessi ummæli ber þjóð- inni að taka kröftuglega. Einhug- ur hennar verður bezt sýndur i verki með þvi að sem allra flestir taki þátt i landhelgissöfnuninni. Það sýnir þjóðarvilja, sem ekki verður minna tekið eftir erlendis en heima fyrir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.