Tíminn - 17.09.1972, Side 7

Tíminn - 17.09.1972, Side 7
Sunnudagur 17. septeniber 1972 TÍMINN 7 myrt á nýjan Sharon leik. Hippaleiðtoginn Charles Man- son fyrirskipaði fjórum áhang- endum sinum, þrem stúlkum og einum karlmanni, að myrða kvikmyndaleikkonuna Sharon Tate. Sem kunnugt er var geng- Nýr Perry Mason Kvikmyndafélagið Fox mun hefja að nýju framleiðslu á sjónvarpsmyndum um Perry Mason. Gerðir hafa verið mörg hundruð þættir um lögmanninn og málaferli hans, og lék Ray- mond Burr titilhlutverkið. En nú er hann upptekinn við að leika Ironside, en þeir þættir ganga ekki siður en hinir fyrr- nefndu. Verður Fox þvi að fá annan leikara til að fara með hlutverk Perry Masons, en hver það verður er ekki látið uppi- skátt að svo komnu. ið rösklega til verks og Sharon var myrt ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum á heimili hennar og manns hennar, leikstjórans Roman Polanskis, sem var ekki heima þegar ódæðið var framið. Sharon var komin átta mánuði á leið, þegar hippaskrillinn rudd- ist inn á heimilið með byssur og hnifa. Sharon bað um að lifi hennar yrði þyrmt, þótt ekki væri nema vegna ófædda barns- ins, en Mansonshyskið lét sig það engu skipta, og hún var skotin og skorin eins og aðrir. Réttarhöldin yfir morðingjun- um og Manson stóðu lengi yfir og vöktu heimsathygli ekki sið- ur en glæpurinn. Saklaus synd i Sviþjóð. Sviar eru búnir að ganga svo fram af sjálfum sér í þvi að vera „djarfir”, að þeir eru hættir að taka eftir þótt verið sé að stripl- ast kringum þá. Ljósmyndari i Stokkhólmi fékk unga og fallega stúlku til að ganga um miðborg Stokkhólms i mesta annatiman- um einn sólskinsdag i sumar. Var stúlkukindin eins og hver önnur Stokkhómsdama að öðru leyti en þvi, að hún gekk ber- brjóstuð milli verzlana. Inn- fæddir litu ekki einu sinni upp, þótt stúlkan gengi svona til fara. Hún var afgreidd umyrðalaust i verzlunum og lögregluþjónar, sem mættu henni litu ekki við henni. Þeir einu, sem sýndu þess ein- hver merki, að þeir tækju eftir tiltæki stúlkunnar voru útlend- ingar. Ferðamenn brugðu upp myndavélum sinum um leið og hún gekk framhjá og ungir menn, sem töluðu ensku með alls konar hreim, og segjast vera stúdentar hvarvetna utan heimalanda sinna, ávörpuðu stúlkuna og gerðu sig liklega til að fá hana með sér á afvikinn stað. En Eva litla Sundequist var upptekin i verzlunarferð og hélt sinu striki án verulegra ó- þæginda eða afskiptasemi ann- arra vegfarenda. Roman Polanski er nú að vinna að kvikmynd um morðin, þegar kona hans var drepin. Ung leikkona Sidney Rome, fer með hlutverk Sharon Tate, en hún er sláandi lik henni i útliti. Polanski segir, að hann verði að gera þessa kvikmynd. Verkefn- ið á að róa hug hans og gera anda hans frjálsan af umhugs- un um þennan hroðalega glæp. Þar að auki má vænta þess, að kvikmyndin verði stórgróðafyr- irtæki, en um það hefur Pol- anski ekkert sagt. Á myndinni er leikstjórinn á- samt leikkonunni, sem fara á með hlutverk eiginkonu hans fyrrverandi. M y — Suða fyrir eyrunum segir þér. Hættiö bara að hlusta á hana. Jón hafði boðið Gunnu út i gönguferð eftir hádegi á laugar- degi og var nú kominn til að sækja hana. Þá fann hann ibúðina læsta, en á hurðinni hékk miði, sem á stóð: Er farin upp i sumarbústað. Kem annað kvöld. Þúsund kossar. PS. Þú mátt ekki taka miðann. Hann er ekki bara til þin. — Allt ungt fók ætti að hafa þak yfir höfuðið, svo að það geti sett sjónvarpsloftnetið einhvers staðar. Svo var það maðurinn, sem hitti vin sinn á götu. Vinurinn haföi verið heilsuveill upp á sið- kastið, og að sjálfsögðu var hann spurður, hvernig gengi. — Ljómandi. Ég fékk nýjan lækni. sem gefur mér járn- sprautur, járnpillur og lætur mig borða járnauðugan mat. — Liður þér þá vel? — Já, svo lengi sem ég sný i norður. — Ansinn sjálfur. Ég hef gleymt spilunum. • •• Sonja varð bálöskuvond, er hún kom að unnusta sinum á veitinga- húsi. þar sem hann sat með dvergvaxinni stúlku. — Þú lofaðir að fara aldrei framar út með öðrum stúlkum en mér, kveinaði hún. — Já. en elskan min, þú 'sérð, að ég er farinn að minnka það. DENNI DÆMALAUSI Gina verður fljótar reið, en nokkur sem ég þekki, en hún er lika undir eins góð aftur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.