Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS fRYSTIKISTUR fagy' RAFTORG SIMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 Þjóðverjar bjóða til viðræðna Á föstudagskvöldiö barst rikis- stjórninni orðsending frá rikis- stjórn Vestur-Þýzkalands um, hvort islenzka stjórnin væri sam- þykk þvl, ao embættismannavi6- ræður um landhelgismálið færu fram tV^* milli Breta og Þjóð- verja annars vegar og tslandinga hinsvegar I Bonn dagana 28.29. september. Þýzki sendiherrann i Reykjavlk kom þessari orðsendingu áleiðis til islenzku stjórnarinnar, en að þvi er Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra sagði Timanum I gær, þá verður ekki tekin ákvörðun um orðsendingu Þjóðverjanna fyrr en eftir helgi. Gáfust upp Flugvélarræningjarnir og fangarnir gáfust upp á flugvellin- um I Madrid kl. 2 I gær. Vélin var orðin algjörlega eldsneytislaus þegar hún lenti, og var álitið að öfgamennirnir ætluðu að fá eld- sneyti á vélina og halda áfram til' Alsir eða Lybíu. En þeir virtust vera orðnir úrvinda og ekki treyst sér til að halda áfram. Spænsk yfirvöld hafa ekkert látið uppi um hvað gert verður við mennina. Sjó baksíðu Laxveiði í net gekk vel í sumar bó—Reykjavik. Netaveiði i ám og vötnum er nú viðast hvar að ljúka, eða er lokið. Netaveiðin virðist hafa gengið vel að þessu sinni og jafnvel betur en i fyrra, sem þó var mjög gott ár. Karl Þórðarson, bóndi á Hrauni i ölfusi. sagði aö þeir á Hrauni væru búnir að fá á áttunda hundr- að laxa i sumar, og væri það mun betra en i fyrra. Annars sagði Karl, að þeir á Hrauni hefðu verið dálitið óheppnir með veiðina i fyrra sumar, þvi að ölfusá breytti sér við ósana og hafði það áhrif á heildarveiðina. Laxinn úr ölfusá hefur verið fallegur i sumar, en þó ekki eins fallegur og hann var fyrir nokkr- um árum, og sagði Karl, að stofn- inn i Olfusá væri ekki eins falleg- ur og hann var fyrr á árum. — Svo til allur laxinn, sem veiðzt hefur i ölfusá i sumar hefur farið til útflutnings. Laxinn hefur verið fluttur ferskur út með flugvélum og hefur það reynzt mjög vel. Veröið fyrir laxinn er m.a. fyrir þessar sakir hærra en það hefur verið. Kristján Fjeldsted i Ferjukoti, sagöi,að netaveiðinni hjá sér hefði lokiö 20. ágúst, og hafði hún yfir- leitt verið góð i sumar.Laxinnúr Hvitá hefur verið heldur vænni i sumar en undanfarin ár. I Ferjukoti fengust á milli 15 og 20 tonn af laxi i sumar, en það er afli frá tveim jörðum, og 9 net eru höfð i ánni. Stangveiðinni i Borgarfirði er nú að ljúka, og sums staðar lokið. Sagði Kristján, að allsstaðar væri góð veiði og i sumum ánum væri hún betri en i fyrra. c 211. tölublað — Sunnudagur 17. sept. —56. árgangur J XtowéubUKJUtS/UttM, hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Ásgeir Ásgeirsson fyrrv. forseti látinn Asgcir Asgeirsson, fyrrverandi forscti islands, varð bráðkvaddur að hcimili sinu seint i fyrrakvöld, 15. scptcmber, 7S ára að aldri. Asgcir Asgeirsson fæddist að Kórancsi á Mýrum 13. mai árið 1K94. Voru foreldrar hans Asgeir Eyþórsson kaupmaður þar og sið- ar bókhaldari i Reykjavik og kona hans Jensina Björg Matthi- asdóttir. Asgcir lauk stúdentsprófi við mcnntaskólann í Reykjavík árið 1912 og cand. theol. prófi frá Há skóla islands 1915. Þá stundaði hann og framhaldsnám við li:i- skólana i Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916—17. Hann var biskupsritari 1915—1911! og bankaritari i Landsbankanum 1917—1918. Asgeir Asgeirsson lét fræðslu- og skólamál mjög til sin taka. Hann var kennari i Kennaraskóla íslands frá 1918 til 192<i, settur fræðslumálastjóri árið 1926 og skipaður i það embætti árið eftir. Hann var útgcfandi og ritstjóri Skólablaðsins 1921—22 og Menntamála frá 1924 til 19.12. Þá var hann einnig meðútgefandi Unga íslands 1922—25 og Vöku 1927—29. Asgcir Asgeirsson-v-ar „fyrstl kosinn á þing árið 1923, og var sið- an aiþingismaður Vestur-isfirð- inga allt til ársins 1952, að hann var kjörinn forseti islands. Hann var fjármálaráðherra 1931—1934 og forsætisráðhcrra 1932—1934. Forseti sameinaðs Alþingis var hann 1930—31, kosinn i milli- þingancfnd i bankamálum 1925, átti sæti I Alþingishátiðarnefnd I92(i, skipaður formaður gengis- ncfndar 1927 og gegndi þvi starfi til 1935. t utanrikismálanefnd var hann frá 1928—31 og aftur 1938 til 1952. Hann var fulltrúi á fjár- málafundi Sameinuðu þjóðanna i Bretton Woods árið 1944, I stjórn- arncfnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins 194(i—52, fulltrúi ;i allsherjar- þingum Sameinuðu þjóðanna i New York 194(i og I Paris 1947. Hann átti einnig sæti I gjaldeyris- kaupancfnd 1941—44, i viðskipta- ncfnd við Bandarikin 1941 og i samninganefnd utanrikisvið- skipta 1942—1952. 1 undirbúnings- Asgeir Asgcirsson. ncfnd lýðveldishátlðar sat hann 1943—14. Hann var kjörinn heið- ursdoktor i lögfræði við Mani- tobaháskóla og sýnd margvisleg sæmd önnur, bæði hér heima og crlendis. Ariö 1952 var Asgeir Asgeirsson kjörinn forseti tslands og siðan endurkjörin 1956, 1960 og 1964. Hinn 3ja október 1917 kvæntist Asgcir Asgeirsson Dóru Þórhalls- dóttur biskups Bjarnasonar. Hún andaðist 1(1. scpt. 1964. Börn þcirra frú Dóru Þórhalls- dóttur og Asgcirs Asgcirssonar cru þrjú: Þórhallur ráðuneytis- stjóri, fæddur árið 1919, Vala, fædd 1921, gift Ounnari Thorodd- scn. alþingismanni og Björg fædd 1925, gift Páli Asgeiri Tryggva- syni. dcildarstjóra i utanrikis- ráðuncytinu. Ásgeir Ásgeirsson var i hópi mestu áhrifamanna þjóðarinnar i fjóra áratugi. ekki aðeins sem forseti landsins hálfan annar ára tug, heldur eigi siður áður i litrik- um stjórnmálaferli, allt frá þvi er hartn var kjörinn á þing 1923, og hann lét mjög að sér kveða við framkvæmd og löggjöf tveggja meginþátta i þjóðlifinu, fræðslu- mála og efnahagsmála, bæði sem í'ræðslumálastjóri og bankastjóri, i þingkjörnum nefndum og á lög- gjafarþinginu. Hann var af öllum viðurkennd- ur frábær gáfumaður og hygginn málafylgjumaður með sterkum og mjúkum tökum. Hann var einn þeirra fáu manna, sem aflaöi sér mikilla, almennra og traustra vinsælda með þjóðinni, þrátt fyrir hörð stjórnmálaátök fyrr á árum, og það þjóðartraust var hafið yfir ágreining liðandi stundar, eins og siðar kom greinilegast i ljós. Ungur að árum vakti hann at- hygli aiþjóðar með rökföstum og frjálslyndum skrifum um trúmál, menningarmál og almenn þjóð- mál, og ræðulist hans var löngum við brugðið. Þjóðin veitti honum óvenjulegt traust, er hún kjöri hann forseta. Á þjóðminningarstundum var hann glæsilegur og virðulegur forvigismaður, og æðsta embætti þjóðarinnar gengdi hann með föstum tökum hins langreynda vitmanns. Hann var mikill unn- andi islenzkrar þjóðarsögu og hafði djúpan skilning á henni. Þangað sótti hann sér gjarnan mælikvarða til mats á vandamál- um dagsins og styrk máli sinu og kunni með að fara af óvenjulegu listfengi. Áhrif Ásgeirs Ásgeirssonar á gróandi þjóðlif voru mikil á mót- unarárum hins nýja, islenzka þjóðveldis á öðrum fjórðungi þessarar aldar, og þeirra mun enn lengi gæta. Horfinn er mikill persónuleiki L Forseti fslands, herra Kristján Eldjárn flutti minn-, ingarorð um Ásgeir Asgeirs- son, fyrrverandi forseta Is- lands í gær. Fara minningar- orö Kristjáns Eldjárns hér á eftir: Með herra Ásgeiri Ásgeirs- syni, fyrrverandi forseta Is- lands, er horfinn einn sá maður, sem lengi setti svip á samtið vora i opinberu lifi. Hann kom ungur fram á sjón- arsviðið og gegndi þar enn mikilvægu hlutverki langa stund, eftir að hann var kom- inn á þann aldur, sem flestir menn hvilast að loknu dags- verki. Hann hóf þingmennsku ungur, varð forseti Sameinaðs Alþingis, siðan fjármálaráð- herra og forsætisráðherra og loks forseti Islands 1952-1968, eða alls 16 ár. Horfinn er nú mikill per- sónuleiki og glæsilegur fulltrúi landsins. Asgeir Asgeirsson var virðulegur maöur 1 fram- göngu. Vitur maður og hlýr i viðkynningu. Hann naut virð- ingar og vinsælda þjóðarinnar Iforsetastarfi ogfór allt vel úr hendi, sem það starf krefst. Góöar minningar lætur hann eftir hjá þjóö sinni, nú þegar hann er burtkallaður I góðri elli. Hann hélt vel hreysti sinni til likama og sálar, og er þess skemmst aö minnast, að hann kom opinberlega fram við opnun sýningar hér i Reykja- vik fyrir fáum dögum, þá kom hann siðast i Bessastaði þar sem hann réði svo lengi rikj- um. öllum þótti mikið til um, hve vel hann hélt sinni gömlu og þjóðkunnu reisn. Hann kvaddi meö þvi hlýja hand- taki, sem einkenndi hann og nú mun hann sjálfur vera kvaddur meö þökk og virðingu islenzku þjóðarinnar aö lokn- um löngum ævidegi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.