Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 20
Einhverjar trull Jú. rétt Benni Y' Og það eru átta ár siðan við heyrðum siðast ^ frá n ýlendunni! Sambandið rofnaði skyndilega! Það var til þess að við náðum aldreisam handi aftur! anir vegnaloftsteina, rigningar. ekki / v satt? r Og hefur ekkert heyrzt frá þeim? Vviðnáum ekki ^sendingum þeirra meðair Rómar erhinum meginy V við sólina, Valli!_^% ^Þess vegna er þessi ] leiðangur! Við verðum að vita, hvort einhver \ hefur komizt lifs af! langt út fyrir beltið „ Daila! FRAMHALD ing heátures Syndicate, Inc., 1972. World righta reserved. Flugvélaránið: Áfram- haldandi þjark á flugvellinum í Madrid NTB—Stokkhólmi Siðustu farþegarnir i SAS-flug- vélinni, sem rænt var i fyrradag voru látnir lausir kl. 8.30 i gær- morgun að sænskum tima eftir miklar samningaviðræður, en áhöfnin var enn um borð ásamt flugvélaræningjunum. Króatisku öfgasinnarnir fengu þvi framgengt, að sex Króatar, sem sátu i fangelsi vegna morðs- ins á júgóslavneska sendiherran- um i Sviþjóö fyrir 17 mánuðum, voru látnir lausir. Sjöundi fang- inn neitaði að láta framselja sig flugvélarræningjunum. Einnig fengu ræningjarnir hálfa milljón sænskra kró'na i lausnargjald fyrir siðustu 47 farþegana; sem þeir slepptu, en alls voru 86 far- þegar um borð. Sögðu ræningj- arnir aö það væru fangarnir, sem krefðust f járins á móti föngunum sjö, en sjálfir höfðu þeir lofað að láta farþegana lausa. Flugvélin fór siðan frá Bulltoftaflugvelli við Malmö kl. 8.47 og haföi eldsneyti til 2.300 km ferðar, eða 2-2 1/2 tima. Kl. 11.42 lenti flugvélin á Barajas flugvelli i Madrid og var þá hver dropi eldsneytis uppurinn. Hjá spænska utanrikisráðu- neytinu fengust þær upplýsingar, að ekki væri enn hægt að segja um hvernig spænska stjórnin brygðist við þvi, ef flugvélar- ræningjarnir bæðust hælis' á Spáni. Palme forsætisráðherra Svia hefur látið i ljósi von sina um, að stjórn hvers þess lands, sem flugvélin lenti i.gerði sitt ýtrasta til að vernda lif áhafnar flugvél- arinnar. Flugmennirnir tveir og tvær flugfreyjur voru úrvinda eft- ir taugaspennu og bið á föstudag og laugardagsnótt, en ræningj- arnir 3 höfnuöu tilmælum um að skipt yrði um áhöfn áður en farið var frá Spáni. Sviar fylgdust i ofvæni með at- burðunum alla nótina. Fyrst slepptu ræningjarnir nokkrum farþegum, þ.á.m. tveim hjarta- sjúklingum, sem strax var ekið á sjúkrahús. Hinir farþegarnir voru fölir yfirlitum en rólegir, þegar þeir loks komu inn i flug- stöðvarbygginguna i Bulltofta. Rikisstjórnin sat á fundi og á flugvellinumvoru menn viöbúnir hinu versta, en ræningjarnir höfðu hótað að sprengja flugvél- ina i loft upp, ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. Um hádegi i gær stóð flugvélin á flugvellinum i Madrid og verið var að fylla hana eldsneyti til Framhald á bls. 19 Nýr leiðangur leitar „Rómarloftsteinsins”! Fyrsti leiðangurinn snéri aldrei aftur! Fldflaug fer um geiminn á leið til Marz — og enn lengra Áfangastaður: Hið hættulega loftsteinabelti! Blaðburðarfólk óskast við eftirtaldar götúr: lljarðarhagi, Tómasarhagi, Laufásvegur, Kreyjugata, Laugavegur, Kleppsvegur, Sund- laugavegur. Kinnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaösins, Bankastræti 7, sími 12323. Ráðstefna um sjávarútveg sem undirstöðu efnahagslífs Dagana 18^-22 september 1972 hyggst Félag Viðskiptafræöi- nema efna til norrænnar ráð- stefnu um efnið „Sjávarútvegur sem undirstaða efnahagslifs”. Félagið er aðili að samtökum norrænna viðskiptafræðinema. er nefnast NHS (Nordisk Handel- högskolarnas Studentkar). Mark- mið þessara samtaka er einkum það, að efla tengsl norrænu verzl- unarháskólanna m.a. með ráð- stefnuhaldi sem þessu. Er hér þvi um að ræða framlag félagsins til þessarar starfsemi. Ráðstefnu þessa, sem haldin verður i Nor- ræna húsinu sækja auk islenzkra viðskiptafræöinema, 23 við- skiptafræðinemar frá hinum Norðurlöndunum. Auk þess er haft samráö við Félag Hagfræð- inga og Viðskiptafræöinga um þátttöku af þeirra hálfu. Alls verða 3 erindi flutt á ráðstefnunni (sjá dagskrá), og verða erindin flutt kl. 10:00 fyrir hádegi dagana 19. 20. og 22.september og verða siðan umræður um þau kl. 2:00 sömu daga. Auk þessa verður hinum norrænu viðskiptafræði- nemum sýndur Fiskvinnsluskól- inn og farið verður með þá til Vestmannaeyja, þar sem þeir munu kynna sér það helzta i at- hafnalifi staðarins. Mánudaginn 18. september verður ráðstefnan hins vegar sett og hefst setningin kl. 10:00 i Norræna Húsinu, en Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávar- útvegsmálaráðuneytisins mun setja ráðstefnuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.