Tíminn - 17.09.1972, Side 19

Tíminn - 17.09.1972, Side 19
Sunnudagur 17. september 1972 TÍMINN 19, ectrolux Frystikista TCI14 10 litra, kr. 28.405. Frystigeta 1,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- tillir (Termostat). Oryggisljós. in karfa. Útbúnaður til að fjar- egja vatn úr frystihólfinu. Seg- llæsing. Fjöður, sem heldur ikinu uppi. BREF TIL BENEDIKTS ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Myndin er at leiAangursmönnum, sem gcrðu tilraunina s.l. vor og gnæfir hæsti lindur jarðar yfir þeim. Jámiðnaðar- menn Óskum að ráða nú þegar nokkra járnsmiði Upplýsingar í síma 20680 Lands smiöjan Framhald af 17. siðu. Eyvindi á Alþingi, er sekt hans nær 30 ár.” Svo er bezt að botna þetta spjall um Fjalla-Eyvind með tveimur visum eftir borstein Erlingsson, sem var giftur Guðrúnu frá Kot- laugum, náfrænku Fjalla-Ey- vindar: ,,Nei ég hefi verið allrar náðar án en ennþá haldið minum vegi greiðum ég ætla ekki að bera böðla þján og brennimerkta kinn i efstu leiðum hann dæmir hart en dæmir eng- um smán, hans dauði hérna suður á Mývatnsheiöurr^ En margt er nú glatað, sem gaman var að og gleymt hef ég dönsum og söng, en til er aö ég geti talað um það hvað 20 ár eru löng. Mitt land á svo ágæta og útlærða sveit sem annast þess heiður og mennt. Ég fékk það sem óbyggðin islenzka veit og útlægum þjóf hefur kennt. Það er engu likara en að Þor- steinn sé þarna og gera gys að nú timanum með visuorðum „Mitt land á svo ágæta og útlærða sveit, sem annast þess heiður og mennt.” Það má nú segja um nútimann. bar er siðasta afrekið, að Háskóli íslands hefur gert Halldór Laxness að heiðursdoktor á 70 ára afmæli hans fyrir þau visindi, að Ólafur Tryggvason Noregskonungur og frægasta þjóðhetja Norðmanna hafi aldrei verið til. í Vinlandspunktum stendur þetta: ,,begar Oddur munkur Snorrason fór á stúfana með Ólafssögu Tryggvasonar 200 ár frá falli hans. Hann tinir sam- an sitt úr hverri áttinni og býr til höfuðpersónur frá rótum eins og Sigriði stórráðu. A endanum finnur Oddur felustaðinn i tveimur litt minnisstæðum visum dróttkveðnum eftir Skúla nokkurn Þorsteinsson, sem höfðu geymst á vörum manna. Þar segir að orustan hafi verið háð við Svoldarmynni. Af skáldskap Skúla verður þá engan vegin séð að Ólafur Tryggvason hafi komið nærri orrustunni. 1 þessum kveðlingum er Svoldur fyrst nefnt. Hún er naglinn i nagla- súpunni.” Fyrir þessa vizku, sem próf. Magnús Már Lárusson sagði um i Norrænahúsinu, strax eftir að bókin kom út, að væri surrandi vitleysa hefir Halldór Laxness nú verið gerður að heiðursdoktor við Háskóla Islands, og talin uppfylla þá samþykkt Hákólans frá 1918, að sá titill sé aðeins veittur fyrir afrek i islenzkum fræðum. Electrolux Hl Frystikista 310 Itr. 4 Þó gekk þetta ekki þrautalaust fyrir sig og Hreinn Benediktsson prófessor var á móti þessu. Halldór Laxness etur þessa naglasúpu Háskólans sjálfsagt með sigurbros á vör á afmælinu og er það i sjálfu sér gott. Það má vel heiðra hann margvislega á afmælinu, þvi að hann hefur margt gert vel, en visindi hans eru ekki margra fiska virði. Svo ætlar Benedikt frá Hofteigi að gera þjóðhetju okkar Islendinga sömu skil og Halldór Laxness gerði þjóðhetju Norð- manna. Fyrir það verður hann sjálfsagt gerður að heiðursdoktor Háskóla tslands, þegar hann verður áttræður og vonandi lifir hann svo lengi. Benedikt held- ur þvi fram að Snorri Sturlu- son hafi aldrei skrifað Heims- kringlu, og Halldór Laxness ætlar að sanna það i siðustu bók sinni, að Egill Skallagrimsson hafi ekki ort Sonartorrek. Hvað viljið þið hafa það betra? Sá þriðji i röðinni, sem heiðurs- doktorersvo .auðvitað Þórhallur Vilmundarson. Hann er nú ný- kominn frá Noregi, þar sem hann ferðaðist á milli háskóia og hélt fyrirlestra um þessa spánýju visindagrein sina. Þá ætti nú verzlunarjöfnuður okkar að jafn- ast, ef hægt væri að flytja út vit- leysu á borð við fræði Þórhalls. Meðal þess, sem hann fræddi frændur vora á, varð það, að Hjaltadalur i Skagafirði væri ekki kendur við Hjalta son Þórðar skálps eins og við fávisir höfum haldiö, heldur fann hann ein- hverja hjalla, sem dalurinn átti aö vera skirður eftir. En af hverju heitir dalurinn þá ekki Hjalla- dalur en i dag? Það er þægilegt að vera -visindamaður og þurfa aldrei að hugsa neina hugsun til enda. Mér finnst að bórhallur hefði fyrst átt að haldaþessafyrirlestra á Sæluviku Skagfirðinga og vita hvort þeir hefðu tekið hon um eins vel og Norðmenn. 1 Landnámu stendur þetta: „Hjalti son bórðar skálps kom til tslands og nam Hjaltadal að ráði Kolbeins og bjó að Hofi. ■ Hans synir voru þeir Þorvaldur og Þórður ágætir menn. Það hefur erfi verið ágætast á tslandi er þeir erfðu föður sinn og voru þar 1200 boömenn og allir virðinga- menn með gjöfum brott leiddir.” Frá Hjaltasonum er mikil ætt komin og göfug Hvernig taka Skagfirðingar þvi, að þessum frægu forfeðrum þeirra verði breytt i hundaþúfur af visindamönnum nútimans? Um 1500 hefði ég trúað þeim til að gjalda rauðan belg fyrir gráan fyrir slik ummæli. Ég held hinsvegar að það sé skammt undan að við tslendingar getum haldið margfallt fjöl- mennara erfi eftir okkar fornu menningu en Hjaltasynir héldu eftir sinn föður, ef svo heldur áfram, sem nú horfir. Læt þetta svo duga i bili og þykir vist mörgum nóg. Helgi Haraldsson. Hafnasambandið þingar á Akureyri Aðalfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn á Akur- eyri 15. september. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, formaður sambandsins, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Alexander Stefáns- son, oddviti flutti framsöguerindi um gjaldskrár til nýrra hafnalaga og Gylfi tsaksson, bæjarstjóri, hafði framsögu um þriðja aðalmál fundarins: hlutverk hafna í flutn- ingamálum. Var á fundinum lögð fram skýrsla um athugun, sem fram fer á vegum hafnasam- bandsins á aðstöðu hinna mis- munandi flugningsmöguleika, einkum með tilliti til stöðu hafn- anna i þeim samanburði. Þetta er þriðji aðalfundur Hafnasambands sveitarfélaga, sem nú er haldinn i fyrsta skipti utan Reykjavikur. Gestir frá hafnasamböndum annars staðar á Norðurlöndum sitja fundinn. Flugvélaránið Framhald af bls. 20. áframhaldandi flugs. Gizkað er á, að ræningjarnir láti fljúga sér og föngunum til Libiu eð Alsir. Þrjár manneskjur fóru úr vél- inni i Madrid, en ekki er vitað hverjar þær voru. Sænska sendi- ráöið i Madrid hafði beðið spænsk yfirvöld um að leyfa, að skipt yrði um áhöfn, svo hugsanlegt er að þessar þrjár manneskjur hafi til- heyrt sænsku áhöfninni. Vopnaðir spæ-nskir lögreglumenn héldu vörð um flugvélina. Viðræður við ræningjana fóru fram frá flug- turninum og þar voru tveir menn frá spænska utanrikisráðuneyt- . inu. Vetrarmann vantar i sveit á Norðurlandi. Upplýsingar i sima 19872. Náðu ekki tindinum Tuttugu og þriggja manna leið- angur gerði s.l. vor tilraun til að klifa hæzta tind heimsins, Mound Everest, sem er 8,882 metra yfir sjávarmáli. 17 ár eru nú liðin sið- an brezkum leiöangri tókst i fyrsta og siðasta sinn að klifa tindinn. Fór sá leiðangur upp að norðanverðunni, en fjallagarp- arnir sem ætluðu að fara upp i vor völdu syðri leiðina. Foringi leið- angursins var Þjóðverjinn Herr- ligkoffer, cn meölimirnir voru af fimm þjóöernum. Litlu munaöi aö mennirnir kæmust alla leið, en þegar aðeins voru nokkur hundr- uð metrar eftir upp á tindinn skall á hrið og slík veður standa yfir sólarhringum saman á þessum slóðum. Urðu mennirnir að gef- ast upp, en ætla aö reyna siðar. A næstu árum munu nokkrir leið- angrar reyna sig við tindinn og mun hrczkur leiðangur gera til- raun á næsta ári.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.