Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 17. september 1972 er ég bregð blundi á morgnana. begar aðrir tala hæst, mun ég stundum þagna og hlusta — ekki á það, sem sagt er, heldur eftir þögninni, sem eitt sinn umlukti mig. Stundum mun ég taka eftir spurulum augnatillit- um annarra — tilliti, sem mun verða minnisstætt, þvi að svo horfði ég löngum sjálf. Þá sæmir ekki annað en ég sé bljúg og blið. Ég hef ekki þakkað Merek Vance það, sem hann hefur gert fyrir mig. Enginn þakkar sólinni, þótt hún risi eða andrúmsloftinu, þótt við getum andað þvi að okkur. — Hann myndi lika aðeins hafa yppt öxlum og hleypt brúnum, ef ég hefði farið að þakka honum. En eitt sinn lét hann falla orð, sem ég hef ekki gleymt: „Hversu mörgum, sem lækningar minar verða að liði, hefði það aldrei orðið mér til gleði, ef mér hefði mistekizt að lækna þig. Þá hefðu lækningarnar orðið mér viðlika kvöl og að einangra sýkil, er drepið hefði konu mina eða barn”. En nú hef ég vikiö frá söguþræðinum. Atburðirnir skapa söguna. Hugsanir fólks um það, sem gerzt hefur, eru annars eðlis. Ég var ákaflega eiröarlaus daginn eftir ökuferð okkar Harrýs og æddi fram og aftur um húsið. Mér var áþekkt innan brjósts og barni, sem lokað er inni i myrkum fataskáp og finnur alls staðar fyrir sér föt, en engar útgöngudyr. Það stillist ekki fyrr en það loks finnur hurðar- snerilinn og birta dagsins fellur framan i það. Slika lausn gat ég ekki hlotiö. Loks afréð ég að fara til Bostonar undir þvi yfirskini, að ég ætl- aði að kaupa til jólanna. Ég varð að flýja óttann og ömurleikann, sem grúfði yfir Blairsborg, fyrst að ég gat ekki flúið sjálfa mig. Ég skeytti ekkert um, þótt ég bryti fyrirmæli Vance um að fella aldrei úr lækn- ingatima. Ég hafði aldrei vænzt neins af tilraunum hans. Ég fór til hans daglega til þess að eyða timanum — annað ekki, hugsaði ég. Ég ætlaði að láta þvi lokið með nýja árinu. Merek Vance gat ekki heimtað, að ég efndi heit, sem hann hafði neytt mig til aðgefa. Ég skrifaði fáein orð á miða og skildi hann eftir, ásamt litla greni- sveignum, um leið og ég fór i járnbrautarstöðina. Vance hlaut að finna þetta i póstkassanum, en þá yrði ég komin á bak og burt. Harrý bjóst við að vinna langt fram á kvöld i verksmiðjuskrifstofunum. Hann hafði sagt, að ég skyldi ekki gera ráð fyrir sér til kvöldverðar. Emma frænka lét sér þetta uppátæki mitt vel lika. „Það er alveg rétt af þér að bregða þér þetta, væna min”, sagði hún. „Ævinlega hlakkaði ég til svona ferða, þegar ég var á þinum aldri. Reyndu nú bara aðskemmta þér sem bezt og gleyma öllu óláni hér. En láttu Eniku fyrir alla muni ekki vita, hve áhyggjufull við erum út af verksmiðjunum. bú skalt segja henni, að allt komist i samt lagt aftur, þegar vinna hefst að nýju eftir áramótin”. Ég hét þessu og reyndi af fremsta megni að gleyma Blairsborg, er ég var setzt inn i járnbrautarvagninn. En það var ekki svo auðvelt. Þetta var hraðlest, sem kom norðan að og var full af skólafólki og sölumönn- um, sem voru á leið heim fyrir jólin. En hátiðarbragur og jólatilhlökk- un, sem hvarvetna lýsti sér, megnaði ekki að hrifa mig. Allar hillur voru hlaðnar farangri, og i hliðarstúkunum var fullt af ferðakoffortum, skautum og grenibundinum. Farþegarnir voru broshýrir og glaðværir og kinkuðu kolli hver framan i annan og gerðu að gamni sinu. En ég gat ekki hrist af mér drungann. Ég hnipraði mig saman, þögul og afskipta- laus, eins og snigill hlýtur að vera i þeirri þröngu skel, sem er veröld hans. Loks þoidi ég ekki að horfa lengur á alla kátinuna og hafurtaskið. Ég lokaði augunum, svo að aðrir skyldu halda, að ég svæfi. Ég var lika allt of þreytt til þess að geta lagt það á mig að lesa orð ókunnugra manna af vörum þeirra. Ef til vill hefur snöggvast sigið á mig höfgi. Þó er ég ekki viss um það. En allt i einu virtist mér ég greina eitthvert hljóð, eða eitt- hvað, sem liktist hljóði og skar frá þeirri tilfinningu, sem hreyfing vagnsins olli eyrum minum. Ég reis upp i sæti minu og fann undarlegan kuldahroll læsa sig niður bakið á mér. Taskan féll úr hendi minni, en þegar ég laut niður til þess að taka hana upp, hvarf þessi nýstárlega skynjun. „Þetta er af þvi, að ég er i járnbrautarvagni”, sagði ég við sjálfan mig. „Það er titringurinn, sem hefur blekkt mig”. Ég mundi, að það hafði tvivegis komið fyrir, að ég hélt mig hafa greint hljóð, er ég var á ferð i járnbrautarvagni. Læknar höfðu skýrt þessi fyrirbæri á þann hátt, að snerting tauga, sem skynja hreyfingu, við heyrnarstöðvar heilans hefði valdið misskynjuninni. Þeir höfðu gert margar tilraunir með mig af þessu tilefni með tilstyrk ótal véla og tækja og ráða. Ég hafði jafnvel verið látin fljúga alloft, þvi að slik hreyfing var i stöku tilfellum talin hafa veitt heyrnarvana fólki nokkra meinabót. Allt þetta hafði verið unnið fyrir gýg, og ég forðaðist þvi að glæða þá von, að ég hefði i rauninni heyrt i þetta skipti. Þó gat ég ekki neitað þvi, að ég hefði skynjað hljóð með vissum hætti — veikan og fjar- lægan óm einhvers, sem gerðist umhverfis mig. Mig hlýtur að hafa dreymt, datt mér skyndilega i hug. En þessi get- gáta megnaði ekki heldur að vikja hugsuninni um þessa undarlegu skynjun frá mér. 1 seinni tið hafði ég sætt mig svo fullkomlega við það, að ég yrði heyrnarlaus til æviloka, að mig rak ekki minni til þess, að mig hefði nokkru sinni dreymt, aðég hefði öðlazt heyrn. Ég leit um öxl. Fyrir aftan mig var hópur skólafólks. Einn drengj- anna lék á harmóniku, sem hann þandi og skældi, og dillaði sér i sæti sinu eftir hljómfallinu. „Hvaða vitleysa”, svaraði ég sjálfri mér og reyndi að berja niður þá hugsun, sem vaknað hafði ósjálfrátt. — „Hann er enn að spila á harmónikuna, og ég heyri ekkert. Hvi ætli ég hafi þá fremur heyrt það áðan?” Ég flýtti mér út úr vagninum, strax og i brautarstöðina kom, forðað- ist að rifja upp siðustu bið mina þar. Enika var ekki heima. Hún var hjá einhverjum vinum sinum að spila bridge. Ég skildi tösku mina eftir og hélt út aftur. Rauða tigulsteinahúsið hennar var mér litið augnayndi. Ég baksaði á móti storminum yfir almenningsgarðana i áttina til vöru- húsanna við Boylstonstræti. Mér fannst vindurinn hressandi og loftið tært, en þó var snjófölið meðfram stigunum blakkt af ryki og sóti. Alls staðar sást jólahugurinn. Börn i fallegum kápum köstuðu brauðmolum til dúfnanna og spörvanna, skautafólk lék sér á tjörnunum og jóla- sveinar Hjálpræðishersins vöppuðu kringum þrifætur sina og sám- skotapotta. Ég kastaði aurum i þá, sem á vegi minum urðu. Brátt var ég komin i fjölsóttasta verzlunarhverfið. Það var gaman að koma aftur i þessi stóru vöruhús, þótt ég ætti raunar alltaf erfitt með að beina at- hygli minni að einhverjum ákveðnum hlut, þar sem svo mikið var um dýrðir. Bagi minn var mér þar til enn meiri trafala en eila. Afgreiðslu- stúlkurnar voru á sifelldu iði og þönum, svo að mér veittist mjög örðugt að sjá, hverju þær svöruðu spurningum minum. En loks hafði ég keypt allt, sem Emma frænka hafði beðið mis um, og ég sjálf ætlaði að fá. Ég var hlaðin pinklum, og ég var búin að fá höfuðverk af allri áreynsl- unni. 1209. Krossgáta Lárétt 1) Hátiðina. — 6) Fiskur. — 7) Borðhald. — 9) Mynni. — 10) Dræmast. — 11) Röð. — 12) Korn. — 13) Flana. — 15) Ritað. — Lóðrétt 1) Málms. — 2) Leit. — 3) Ka'rði. — 4) Bor. — 5) Stússið. 8) Islam. — 9) Iteykja. — 13) Kind. — 14) Burt. — Ráðning á gátu NO. 1208 Lárétt I) ólekjan. — (i) Lak. — 7) Vé. 9) AU. — 10) Innanum. — II) KN. — 12) KA. — 13) Gúl. 15) Neglist. — Lóbrétt 1) Osvikin. — 2) El. — 3) Karakúl. — 4) JK. — 5) Naum- ast. —8) Enn. —9) Auk. — 13J GG.— 14) LI. — / r 'b 1 *? r m. 7 5 k7 10 II - H s á ~ m 11 r m /ý D R E K I íIÍÍQmMse!! x. Sunnudagur 17. september 8.00 Morgunandakt. Biskup íslands flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Loft, láð og lögur.Eyþór Einarsson grasafræðingur talar um gróðurfar á jökul- skerjum i Vatnajökli. 10.45 OrgelIeikur.Finn Viderö leikur á orgelið i Friðriks- borgarhöll verk eftir Cabe- zón. Sweelinck og Scheidt. 11.00 Messa i Ilofsóskirkju. (Hljóðrituð 13. f.m.lPrestur: Séra Sigur- páll Óskarsson. Organisti: Pála Pálsdóttir. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 F’réttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiðir. Ingólfur Nikódemusson byggingameistari talar um leiðina frá Varmahlið á Sprengisand. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. Danskir listamenn syngja og leika. 16.00 Fréttir. Sunnudagslögin. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatíminn: 18.00 Frcttir á ensku 18.10 Stundarkorn með bVczku söngkonunni Janet Baker. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Á ferð i Túnis. Ágúst Guðmundsson ferðast með telpnakór Öldutúnsskóla i Hafnarlirði. 20.20 Tilbrigði fyrir flautu. óbó og sembal eftir Harry Frcedman. Mario Duschenes, Melvin Berman og Kelsey Jones leika. 20.35 „Litil saga, scm cndar vel" Smásaga eftir Böðvar Guðmundsson. Höfundur les. 20.55 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. 21.30 Árið 1946; siðara miss- eri. Bessi Jóhannsdóttir tekur saman. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. llBiiil Sunnudagur 17. september 16.30 Endurtekið efni. Frá Ólvmpiulcikunum.Myndir , sem sýndar hafa verið á timanum milli 18.00 og 19.45 að undanförnu. (Euro- vision) 18.00 Frá Olympiuleikunum. Myndir frá keppni i hnefa- leikum og íleiri greinum (Evrovision) Kynnir Ómar Ragnarsson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 „Ein er upp til fjalla" Fræðslumynd. gerð af Ós- valdi Knudsen. um rjúpuna og lifnaðarhætti hennar. M.a. greinir hér frá rannsóknum. sem Dr. Finn- ur Guðmundsson og fleiri gerðu i Hrisey fyrir nokkr- um árum. Tal og texti Dr. Finnur Guðmundsson. Ljóðalestur Þorsteinn O. Stephensen. Tónlist Magnús Blöndal Jóhannsson. 20.50 Norræn sönglög. Eyvind Islandi syngur i sjónvarps- sal. Undirleikari Guðrún Kristinsdóttir. 21.05 Ivan grimnii.Siðari hluti kvikmyndar Eisensteins um valdatið Ivans IV. Vasilevitsj. Rússakeisara. Þýðandi Helgi Haraldsson. 22.30 Að kvöldi dags.Sr. Jakob Jónsson flytur hugvekju. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.