Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN: Sunnudagur 17. september 1972 Sunnudagur 17. september 1972 TÍMINN Guðmundur G. Þórarinsson forseti S* láksaml bands Islands: „Maður hafði sjal Id Inas t tíma til að líta á kl u kku na” Sagan á bakvið söguna Það væri ekki neitt óliklegt, þótt seinni tima tslendingar ættu eftir að kalla sumarið 1972 skák- sumarið. Svo mikið er aö minnsta kosti vist, að oft hafa árstiðum verið gefin nöfn, sem ekki eiga sér sterkari forsendur. Um það þarf ekki að tala frek- ar, svo mjög sem öllum eru at- burðir sumarsins i fersku minni. Hitt kynni að vera, að ekki hafi allir leitt hugann að þvi, sem kalla mætti söguna á bak við sög- una. Vissulega voru útvarp, sjón- varp og dagblöð óspör á að flytja okkur fréttir af skakeinviginu — það er að segja þær fréttir, sem lágu á yfirborðinu. En hvað um allt hitt? llvað gerðist á bakvið tjöldin? Hvernig leið þvi íólki, sem i eldinum stóð? Það skal strax tekið fram, að hér verða ckki gefnar tæmandi eða mjög nærgöngular lýsingar á þeim hlulum en þó mun hér sitt af hverju bera á góma, sem ekki hefur áður komið fram. Það er forseti Skáksambands tslands. sem hér situr fyrir svör- um, og l'yrsta spurningin, sem honum er gert að svara er svo- hljóðandi: — Hvað heldur þú, Guðmund- ur, að þér hafi þótt skemmtileg- asti dagur þessa eftirminnilega sumars? — Ja, þetta er nú erfið spurn- ing. En mér er nær að halda að skemmtilegasti dagurinn hai'i verið þegar fyrsta skákin var tefld. Þvi óneitanlega var hugsun min bundin þessu einvigi nær allt sumarið. — En ef við snúum okkur þá að hinum endanum: Hver þáttur þessara mála þótti þér eríiðastur við að fást? — Þessu er lika nokkuð vand- svarað. þvi segja má. að þetta mál hafi verið samtvinnað af mörgum erfiðum þáttum. 1 fyrsta lagi voru nú samningarnir við Júgóslava, þegar ákveðið var að skipta einviginu, ákaflega erfiðir. Siðan var allur undirbúningur einvigisins alveg sérlega erfiður vegna óvissunnar. sem rikti. Það vissi enginn maður. hvort Eischer myndi koma til leiks. og rikti sú óvissa l'ram á siðasta dag, og lengur þó, þvi eins og kunnugt er. þá kom hann ekki á tilsettum tima. £g vil þannig svara þvi til, að undirbúningurinn hafi að öllu samanlögðu verið langerfiðasti timinn sem tengdur er þessu skákeinvigi. En, eins og allir vita: Kischer kom um siðir. þótt mikið væri búið á að ganga áður. — Nú langar mig að vikja að einu, sem kannski er ekki hægt að fá svar við: Þvi hel'ur verið hvisl- að manna á milli. að forsætisráð- herra. Ólafur Jóhannesson.'hafi hringt vestur um haf og skorað á ráðamenn þar að hlutast til um að Fischer kæmi hingað til leiks. Er þetta ekki eintóm lygi. eins og oft vill myndast i kringum svona stóratburði? — Nei. þetta er nú ekki einber uppspuni. þótt atburðurinn gerð- ist að visu ekki alveg svona. Að undangengnum vissum aðdrag- anda, gekk ég á fund forsætisráð- herra og fór þess á leit við hann, að hann beitti sinum áhrifum til þess að hrinda þessu máli i fram- kvæmd. Forsætisráðherra hafði samband við bandariska sendi- ráðið, sendiráðið hafði samband við Hvita húsið og Kissinger hringdi i Fischer. Samkvæmt þvi, sem bandarisku lögfræðingarnir sögðu mér, hafði Fischer þá setið um sex klukkustundir yfir tilboði Slaters hins brezka, án þess að geta ráðið það við sig, hvort hann tæki tilboðinu eða ekki. Þegar svo Kissinger hafði talað við Fischer, ákvað hann að koma hingað og tefla - fyrr ekki. Ég hef fulla á- stæðu til þess að ætla að það hafi raunverulega verið þetta simtal sem réð úrslitum um það, að heimsmeistaraeinvigið var að lokum haldið. Siminn tekinn úr sambandi. — Þá er nú komið að þeirri spurningu, sem var. satt að segja, mér efst i huga, þegar ég steig hér inn úr dyrum: Hvernig fór þetta með ykkur hjónin? Gekk ekki heimilið allt úr skorðum af simahringingum og gestaþvargi á meðan á öllu þessu stóð? — Nú hlær forseti Skáksam- bandsins: Það er bezt að þú spyrjir konuna mina um þetta! — Jú, sagði Anna Björg, það f'ylgdi þessu voðalegt ónæði. Sim- inn stanzaði aldrei, hvorki á nóttu né degi. Verst var. þegar menn voru að hringja um miðjar nætur og troða upp á okkur alls konar upplýsingum og ráðleggingurrv sem þeim þóttu auðvitað ákaflega mikilvægar. Þegar svo var komið urðum við að taka simann úr sambandi. Um annað var ekki að ræða. - En hvernig gekk með mat- málstimana? — Guðmundur i'ékk matinn oft- ast á simaborðið til sin. Það vant- aði svo sem ekki. að ég legði á borð i eldhúsinu. venju sam- kvæmt, en þessa stuttu stund,sem Guðmundur var heima i mat, stanzaði siminn aldrei, svo það endaði ævinlega með þvi, að ég lærði honum diskinn að simanum — og lá við að ég þyrfti að mata hann. — Já, þvi það heí'ur náttur - lega getað komið fyrir, að hann þyri'ti að skrii'a niður eitt og ann- að með þeirri hendinni, sem ekki hélt á simatólinu? - Það gat allt komið fyrir. I raun og veru er ógerningur að lýsa þeirri röskun. sem svona hlutir valda einu litlu heimili. nema fyrir þeim. sem einhvern tima hafa kynnzt einhverju álika. - Það þarf þá vist ekki að spyrja svo iavislega, hvort þið hai'ið tekið nokkuð sem heitir sumarfri þetta árið? — Uss. biddu einn og sannan fyrirþér! Guðmundur var að visu alltaf að segja. að við skyldum þó svo sannarlega taka okkur ærlegt Hcr cru þau hjónin Guðmundur G. Þórarinsson og Anna Björg Jónsdóttir, kona lians. ásamt börnum þcirra þrcni. Þau cru: Kristin Björg clzt. þá Þorgcrður og loks Jón Garðar. I.iklcga vcrð- ur hann einhvcrn tima verkfræð- ingur, cins og pabbi lians, þvi liann hafði mikinn áhuga á skrvtna scgulbandstækinu, scm pabbi lians og inamrna voru látin tala inná. Timimynd GE. sumarfri, þegar þessu væri loks- ins lokið. En reyndin hefur orðið önnur. Mér sýnist hann hafa litið minna að gera núna, ef það hefur þá nokkuð lagazt. Timi hans fór allur i skák i allt sumar og öll hugsunin varð að snúast um það mál, en öll önnur verkefni sitja á hakanum. Svo nú veitir vist ekki af að snúa sér að þeim af fullum krafti. En svo ég svari nánar spurningunni um sumarfriið, þá skilst mér. að nú sé búið að fresta þvi til áramótanna. Svo ég viki aftur að ævintýrinu i Laugardalshöllinni, Guðmund- ur.: Hvað gætir þú imyndað þér, að þú hefðir unnið þar langan vinnudag að jafnaði? — Þessu er nú vandsvarað, þvi ef satt skal segja, þá hafði maður sjaldnast tima til að huga að þvi, hvað klukkan væri. Á meðan und- irbúningurinn var hvað harðast- ur, mátti segja, að ég ynni sleitu- laust að þessu frá þvi ég vaknaði á morgnana og fram á rauða nótt. Þegar svo sá „vinnudagur” var úti, tóku oft við.simtöl til Banda- rikjanna, sem iðulega voru á milli klukkan þrjú og fjögur á nóttunni. Vegna timamunarins virtist það vera sá timi dagsins hjá þeim, sem auðveldast var að ná tali af lögfræðingum. Þannig varð vinnutiminn næsta langur og ó- reglulegur. Það er svo ótrúlega margt i kringum svona hluti.sem þarf að sjá um og huga að, — jafnvel þótt ekki komi upp svo al- varleg vandamál og deilur, sem settu svip sinn á allan undirbún- ing þessa einvigis. — En hvernig fannst þér að vinna með þeim útlendingum, sem þú þurftir að hafa nánust skipti við? — Yfirleitt var samstarfið gott. Vil ég þar alveg sérstaklega nefna stjórnarmenn Skáksam- bands lslands og ráðgjafanefnd- ina, sem sett var á laggirnar. Samstarfið við þessa aðila var með miklum ágætum. Auk þess voru margir einka-aðilar og fyr- irtæki, sem voru þessu mjög hlynnt og greiddu götu okkar á margan hátt. Ég vil meira að segja kveða svo fast að orði, að ég efast um, að án alls þess stuðn- ings hefði verið framkvæmanlegt að halda einvigið hér. En svo ég svari beint spurningu þinni um samstarfið við útlendingana, þá var oft býsna snúið að leysa mál- in, sérstaklega við fulltrúa Fisch- ers, á meðan á einviginu stóð. Það var ákaflega mikið um bréfaskriftir, og oft þurfti að taka á málunum með mikilli ró, ef ekki átti allt að springa i loft upp. Yfir- dómari einvigisins, dr. Lothar Schmidt, var lika oft mjög þreytt- ur — nánast steinuppgefinn á öllu þessu þrefi, og þess varð lika vart hjá dr. Euwe. Við fundum miklu minna fyrir Rússunum, þangað tij þarna undir lokin, þegar þeir korhu fram með kröfuna um rannsóknir, eins og menn rekur vist minni til. — En að öðru leyti hefur verið öllu auðveldara að gera þeim til hæfis? — Já, já. Þegar við vorum að bera undir þá hluti eins og til dæmis lýsinguna og fjarlægð á- horfenda, voru þeir vanir að svara þvi til, að þeir hefðu ekki neitt út á þetta að setja, spurning- in væri bara hvort Fischer gæti fallizt á það. Holl lexía fyrir FIDE. Aftur á móti voru þessir hlutir og reyndar margir fleiri, enda- laust umræðu- og þrætuefni við Bandarikjamennina. En ég er þeirrar skoðunar, að margt af þeim ágreiningsatriðum verði Al- þjóðaskáksambandinu til góðs i framtiðinni. Sannleikurinn er nefnilega sá, að i reglum Alþjóða- skáksambandsins eru fjölmöfg atriði. sem ekki eru til nein föst og óyggjandi ákvæði um. Til þess aö gefa fólki ofurlitla hugmynd um, hvað ég á við skal ég til dæmis nefna það, að þegar setningarat- höfnin i Þjóðleikhúsinu var um garð gengin, urðu miklar deilur um það, hvort heimsmeistaraein- vigið væri nú byrjað eða ekki. — Gat einhver vafi leikið á þvi? — Já. Um þetta eru ekki til nein ákvæði i lögum Alþjóðaskák- sambandsins. Er það hafið, þegar setningarathöfnin hefur farið fram? Hefst það. þegar keppend- ur hafa dregið um liti i fyrstu skákinni, eða ekki fyrr en fyrsta -skákin er hafin. Af þessari ástæðu var það, sem deilurnar risu, þeg- ar dr. Euwe frestaði einviginu um tvo daga, vegna þess að Fischer var ekki kominn til leiks. Var hægt að fresta einviginu, ef það var ekki þegar hafið? Og hver gat sagt. hvort það var i raun og veru hafið eða ekki? Rússarnir kröfð- ust þess, að fyrsta skákin yrði dæmd af Fischer, fyrst hann ekki kom, og um það var deilt. Ég hélt þvi fram, að ekki væri hægt að dæma skák af manni, þótt hann ekki kæmi til þess leiks sem þeg- ar hefði verið frestað. Að lokum hugkvæmdist mér ráð, sem ég held að hafi leyst þessa þraut — eina af mörgum: Við sendum skeyti til Skáksambands Sovét- rikjanna þess efnis, að ekki væri hægt að dæma skákina af Fisch- er. þar sem skákklukkan hefði aldrei verið sett i gang, en það hefði aldrei verið siður að dæma skákir af keppendum, nema þær hefðu hafizt, klukkur i gangi, og svo framvegis. Jafnframt lýstum við þvi yfir, að við teldum að bæta þyrfti reglur FIDE verulega, svo að girt yrði fyrir þá hluti, sem orðið hefðu að deilumálum hér. Þetta sættu Rússarnir sig við, enda hafði þá dr. Euwe beðizt af- sökunar, hann hafði fordæmt Fischer fyrir framkomu hans og Fischer hafði beðizt afsökunar, — svo að ýmislegt gekk nú á. — Ert þú ekki þeirrar skoðunar, Guðmundur, að allt þetta tilstand og deilur, sem margbúið er að rekja, hafi haft slæm áhrif á Spasski og jafnvel haft veruleg áhrif á getu hans til þess að ein- beita sér? — Það er ekki nokkur vafi á þvi, að þetta hefur haft gifurleg áhrif á hann. Slikt liggur alveg i augum uppi. Við fengum meira að segja bréf frá sálfræðiprófesssorum i Bandarikjunum, þar sem þeir héldu þvi fram, að það væri algerlega óviðunandi fyrir Spasski að tefla undir þessum kringumstæðum. Þeir héldu þvi fram, að skákin væri svo mikil iþrótt jafnvægis og hugarrósemi, að keppendur mættu alls ekki eiga við neins konar öryggisleysi að striða. Nú vita allir hvernig þetta var: Það var stöðugt verið að breyta öllu i kringum Spasski. Það var verið að breyta um stól, það ver varið að færa áhorfendur fram og aftur og það var verið að breyta lýsingu. Siðast en ekki sizt var svo óvissan um Fischer sjálf- an. Myndi hann mæta þennan eða hinn daginn? Oftast kom hann of seint. og það voru uppi hótanir frá fulltrúum hans skák eftir skák, um að hann kæmi ekki, ef þetta eða hitt yrði ekki gert. Nú, við féllumst stundum á málamiðlanir i einstökum atriðum, en stundum gerðum við ekki neitt. Allt er það kunnugt af fréttum, — eða flest að minnsta kosti. En bandarisku sál- fræðingarnir héldu þvi fram, að i þessari aðstöðu væri heimsmeist- arinn hjálparlaus. Umhverfið væri að verða honum framandi, hann vissi aldrei, hverju hann ætti að mæta, þann eða hinn dag- inn, og þetta hlyti að valda þvi, að hann gæti ekki teflt með fullum styrkleika. — Nú er það á allra manna vit- orði, og fer naumast á milli mála, að Spasski gerði sig sekan um alls konar klaufsku, sem jafnvel ólærðir áhugamenn sáu, að var hreinasta glapræði, og vafalaust hefði hann getað unniö miklu fleiri skákir en raun varð á. Hafa menn á takteinum nokkrar fram- bærilegar skýringar á þessum furðulegu glappaskotum? — Menn veltu þessu mikið fyrir sér. Og einmitt þetta, hversu ótrúlega Spasski tefldi, varð nú til þess. að Rússar fóru fram á rann- sóknina. sem allir hafa vist heyrt talað um. Þeir sögðu mér, til dæmis Geller, að þeir hefðu þekkt Spasski allt að þvi frá barnæsku, og hann vissi vel, hvernig hann tefldi, en hann hefði aldrei séð neitt þessu likt til hans. Svo fór nú rannsóknin fram, og þá bentu Rússar á margt,sem var mjög at- hyglisvert, þótt við hefðum reyndar aldrei neina trú á þvi, að neitt kæmi út úr þeirri athugun. Hitt var fullkomlega eðlilegt, að menn veltu þessum málum fyrir sér og reyndu að finna hinar og þessar ástæður til hinnar furðu- legu taflmennsku Spasskis. Ein skýringin var sú, að hann ætti mjög erfitt með að tefla inni i kraftsviði Fischers. Menn, sem velta þeim hlutum fyrir sér, héldu þvi fram, að ára Fischers væri mjög óróleg og hefði áhrif á Spasski. Að þessi geysilegi viljastyrkur og einbeit- ingarhæfni Fischers myndaði i kringum hann kraftsvið sem verk aði panmg á Spasski, að hann ætti erfitt með að einbeita sér. Þetta var sem sagt eitt af mörgu, sem menn létu sér detta i hug, og getur svo hver og einn gert sér það i hugarlund, sem honum þyk- ir sennilegast. Vilja keppa — Telur þú liklegt, að þeir muni eiga eftir að leiða saman hesta sina aftur, garparnir? — Það er alls ekki óliklegt. Samkvæmt núgildandi reglum Alþjóðaskáksambandsins, er Fischer heimsmeistari næstu þrjú ár. Ef Spasski ætlar að tefla við hann eftir þessi þrjú ár, þarf hann að vinna sér rétt tilþessmeð þvi að vinna kandidatakeppnina, svo kölluðu. Hins vegar hefur talsvert verið um það rætt, að þeir tefli saman aftur, það er að segja innan þessara þriggja ára, en þá þyríti bæði Alþjóðaskák- sambandið og Fischer að fallast á þá ráðstöfun. Það hafa verið nefndar svimháar tölur i þessu sambandi. eins og til dæmis, að Las Vegas i Bandarikjunum hafi boðið eina milljón dollara i verð- laun i slikri keppni, en hvað hæft er i slikum orðrómi, get ég að sjálfsögðu ekki staðfest. En hitt get ég sagt, að ég spurði þá báða, Spasski og Fischer þessarar spurningar og þeir virtust báðir hafa áhuga á þvi að teíla aftur. — Þú heldur þá ekki að þeir hafi fengið nóg hvor af öðrum, þannig að þeir hafi óbeitá þvi að hittast á ný? — Það held ég hreint ekki. Á meðan spenna einvigisins var, töluðust þeir aldrei við. Þeir sem fylgdust náið með, sögðu, að þeir hefðu aldrei horfzt i augu. En eft- ir að einviginu var lokið, varð ég var við mikinn áhuga hjá þeim báðum að hittast og ræða saman. Og ég varð þess var, bæði i loka- veizlunni og eins þegar við hitt- umst hjá forseta íslands, að þeir höfðu mikinn áhuga á þvi að tala saman og voru þá báðir glaðir og reifir. — Nú hefur margt og misjafnt verið um Fischer sagt, og að minnsta kosti sumt verðskuldað. Meðal annars hefur undirritaður heyrt menn halda þvi fram, að hann geti haldið heimsmeistar- atigninni ævilangt, aðeins með þvi að neita að tefla eða að setja skilyrði, sem hann veit, að ekki verður gengið að. Hvað vilt þú segja um þetta? — Eftir það, sem á undan er gengið, kæmi mér það ekki neitt á óvart, þótt Fischer ætti eftir að setja ýmis skilyrði, sem erfitt yrði að ganga að, svo ekki sé meira sagt. Hitt er annað mál, að hann getur ekki haldið heims- meistaratigninni án þess að tefla. Þá myndi Alþjóðaskáksambandið alveg tvimælalaust dæma titilinn af honum. — Við höfum nú lengi rætt um þá heimsmeistarana, núverandi og fyrrverandi, en satt að segja var ætlunin að tala meira um þig sjálfan. Ég spurði þig áðan, hver þáttur þessa máls þér hefði þótt erfiðastur. Og nú langar mig að spyrja, hvort ekki hafi verið ein- hver sérstök stund þessa fræga sumars, sem þér hafi þótt erfiðari en allar hinar? Erfiðasta stundin — Þar getur orðið erfitt að gera upp á milli, þvi satt að segja voru margir punktarnir heldur i þyngra lagi, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Þó held ég aö mer sé minnisstæðast, þegar setning- arathöfn einvigisins fór fram! Ég hafði allan daginn verið á Loft- leiðahótelinu, rigbundinn að fást við lögfræðing Fischers, sem hér var staddur. Hann var með helj- armiklar kröfur, og okkur bar mikið á milli. Viðureign okkar stóð fram yfir klukkan hálfátta, en klukkan átta átti setningarat- höfnin að hefjast. Þegar við svo loks kvöddUmst og ég hélt frá Loftleiðahótelinu áleiðis i Þjóð- leikhúsið, þar sem setningarat- höfnin átti alveg að fara að hefj- ast, var mér ljóst, að við vorum alltof langt hvor frá öðrum til þess að samkomulag væri hugs- anlegt, eins og sakirnar stóðu þá. Ég vissi, að eins og málin horfðu nú við, myndi Fischer alls ekki koma til þessa einvigis Með þá vitneskju i huganum fór ég niður i Þjóðleikhús til þess að setja einvigið. Það var erfið stund. Auk þess var timinn svo naumur, að ég hafði ekki tima til þess að skipta um föt, hvað þá að skril'a ræðu, setningarræðuna. En það var ekki neitt til, sem hét að hopa af hólmi, og þarna setti égjinvigiðað viðstöddum forseta islands, ráðherrum, ambassa- dorum og heimsmeistaranum i skák, Boris Spasski. En að halda slika ræðu, verandi með i huga þá bjargföstu sannlæringu að heimsmeistaraeinvigið væri nú endanlega farið út um þúfur, og að ekkert myndi af þvi verða — já það er bezt að vera ekki neitt að fjölyrða um það, hvernig mér leið. - Svo er hér að lokum ein sam- vizkuspurning. Guðmundur, sem kannski er ósanngjarnt að leggja fyrir þig: Myndir þú óska eftir öðru heimsmeistaraeinvigi á is- landi, ef þú vissir fyrir fram, að það myndi ma'ða álika mikið á sjálfum þér og þetta, sem nú er nýai'staðið? — Þessi spurning kallar á margvislegar hugrenningar. i fyrsta lagi, þá held ég nú, að islendingum muni ekki gefast annað tækii'æri til þess að sjá um heimsmeistaraeinvigi i skák i nánustu framtið. Þar að auki held ég.að ef við ættum þess kost að sjá um framkvæmd annarra at- burða á heimsmælikvarða, þá væri æskilegt að það yrði á ein- hverju öðru sviði - að þessu yrði dreift á fleiri áhugasvið. Annars kallar spurning þin á aðra spurningu: Hver er árang- urinn af öllu þvi mikla erfiði,sem lagt var i það að halda þetta heimsmeistaraeinvigi hér nú i ár? ()g er sá árangur jákvæður? Það heíur verið sagt, að þetta ein- vigi hafi verið mikil auglýsing fyrir island, að eftirleiðis verði auðveldara að selja islenzkar af- urðir erlendis og að hingað muni koma fleiri l'erðamenn á næstu árum. Ef rétt reynist þá er þetta auðvitað gott að vissu marki. En þá kemur önnur spurning: Aðhve miklu leyti viljum við lifa hér sæl við land og fólk og feðra tungu og að hve miklu leyti viljum við vera innan um aðra i samfélagi þjóð- anna? Auðvitað erum við ein þjóðin á þessum hnetti og viljum vera hlutgengir i veröldinni. Það er alls ekki óliklegt, að okkur tak- ist að gera ýmsa hluti, sem kynhu að vefjast fyrir öðrum og stærri þjóðum. En hvert stefnum við? Eftir hverju erum við að leita? Hvernig viljum við nota lif okkar, sem ein- staklingar og sem þjóð? Við þessu er ekki hægt að gefa nein algild svör i eitt skipti fyrir öll. Þau verður hver kynslóð og hver einstaklingur að finna á eig- in spýtur. -VS 11 o'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.