Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. september 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmáns) Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasoni. Ritstjórnarskrif-i stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. F ra mtíða rstef na í efnahagsmálum Hér i blaðinu hefur áður verið sagt frá þeim hluta efnahagsmálaályktunar þings SUF, sem fjallar um efnahagsvanda liðandi stundar. Siðari hluti ályktunarinnar fjallar um þá varanlegu grundvallarbreytingu, sem SUF telur nauðsynlega, en aðalatriði hennar er, að stjórn efnahagsmála verði byggð á yfirlits- áætlunum um höfuðþætti þjóðarbúsins og sér- áætlunum um þróun einstakra atvinnuvega, opinberar framkvæmdir, fjárfestingu og neyzlu. Rikisvaldið hafi forystu um gerð slikra áætlana i nánu samstarfi við samtök launþega og einstakra atvinnuvega, samvinnuhreyf- inguna og landshlutasamtökin. Við gerð áætl- ananna og framkvæmd þeirra verði sérstök áherzla lögð á eftirfarandi: 1) Áætlanirnar verði grundvallaðar á itar- legum athugunum á ástandi og framtiðar- möguleikum hinna mörgu þátta þjóðar- búsins og raunhæfum skoðanaskiptum milli allra þeirra aðila, sem hlut eiga að áætlana- gerðinni. Þannig skapi undirbúningsstarfið skilyrði fyrir árangursrikri framkvæmd. 2) Fjárlög hvers ársverði i samræmi við markmið áætlananna. Opinberum fram- kvæmdum verði gagngert beitt i þeirra þágu. 3) Framkvæmdir bæja- og sveitafélaga verði á vegum heildarsamtaka þeirra samræmdar yfirlitsáætlunum og hinum einstöku séráætl- unum. 4) Lánastarfsemin i landinu verði fyrst og fremst miðuð við að auðvelda framkvæmd áætlananna. 5) Tolla- og skattakerfið verði látið þjóna markmiðum áætlananna. Tekið verði tillit til þeirra atvinnugreina og landshluta, sem ákveðið verði að hafi forgang. 6) Rikisstyrkir verði eingöngu veittir til þeirra þátta þjóðarbúsins, sem standa höll- um fæti um stundarsakir, og til að gera þeim kleift, að geta sjálfstætt náð þeim mark- miðum, sem áætlanirnar hafa sett. Auk þessara almennu þátta i framkvæmd skipulagshyggjunnar leggur þing SUF rikustu áherzlu á þá tegund séráætlana, sem fjalla um einstaka landshluta. Að lokum vekur þing SUF athygli á þvi, að Framkvæmdastofnun rikisins hafi enn ekki orðið sá aflgjafi nýrrar efnahagsstjómar, sem nauðsynlegur er til að tryggja grundvallar- stefnubreytingu. Stofnunin sjálf hafi reynzt atkvæðalitil og ýmsir opinberir aðilar hafi sniðgengið hana við töku afdrifarikra ákvarðana i fjárfestingarmálum. Eigi sú skipulagshyggja, sem boðuð hefur verið, að verða annað og meira en orðin tóm, verði að sýna i verki, að Framkvæmdastofnun rikisins sé þess megnug að hafa forgöngu um efnahagsstjórn i anda slikrar skipulagshyggju. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT Kennedy hleypir fjöri í kosningabaráttu McGoverns Síðar munu Muskie og Humphrey koma til liðveizlu Kdward Kcnncdy GEORGE McGOVERN hóf aðalsókn sina i kosningabar- áttunni siðastliðinn mánudag og er ætlun hans að halda henni látlaust áfram til kjör- dags. sem er 7. nóvember . Þetta upphaf aðalsóknarinnar var markað á tvennan hátt. t fyrsta lagi var hafin skipulögð sjónvarpskynning á Mc- Govern og stefnu hans og verður henni haldið áfram fram að kjördegi. i öðru lagi varefnttilstórra fjöldafunda i Minneapolis. Chicago. Cleve- land. Detroit. Fittsburgh og Rhiladelphia. Á öllum þessum fundum mætti Edward Kennedy með McGovern, og margir telja, að na'rvera hans hafi átt drjúgan þátt i þvi, hve vel fundirnir tókust. Hlutverk hans var að kynna McGovern og honum tókst að gera það á þann hátt, að báðir voru ákaft hylltir. Edward Kennedy er að mörgu leyti beztur ræðumað- ur þeirra Kennedy-bræðra og þeirra aðsópsmestur i ræðu- stóli. Hann kann vel að beita raddbreytingum og eftir- minnilegum vigorðum á gamlan og hefðbundinn hátt, sem enn virðist eiga vel við á stórum fundum. Þetta gerði hann óspart á umræddum fundpm með góðum árangri og hleypti þannig eins og nýju fjöri og þrótti i fundarmenn. Jafnhliða þessu héldu þeir McGovern og Kennedy svo fundi með helztu leiðtogum flokkssamtaka demókrata á viðkomandi stöðum, en þeir hafa margir hverjir verið tregir i stuðningi við Mc- Govern, en hinsvegar hefur Kennedy haft náin skipti við marga þeirra. Hlutverk Kennedys var þannig að sætta McGovern og flokksforustuna á hinum ýmsu stöðum. Þetta tókst honum m.a. i Chicago, en litil vinátta hefur verið milli McGoverns og Daleys borgarstjóra, sem er áhrifa- mesti leiðtogi demókrata þar, en milli hans og Kennedy- ættarinnar hefur lengi verið traust vinátta. Eftir viðræður þeirra þremenninganna mætti Daley á fjölmennum fundi og byrjaði ræðu sina með þvi að hrópa: Halló, Chicago! Hér er næsti forseti Bandarikjanna, George McGovern! FULLVÍST þykir, að hinir fjölsóttu fundir þeirra Kenne- dys og McGovern hafi orðið til að styrkja McGovern veru- lega. en þó segja sumir blaða- menn. að þeir muni styrkja Kennedy enn meira i kosningunum 1976. Annars mun Kennedy ekki mæta á fleiri fundum með McGovern að sinni, heldur er ætlunin að Muskie mæti með honum á næstu fundum og siðar mæti Humphrey á fundum með hon- um. Ætlunin með þessu er að sýna einingu i flokknum og fá flokkssamtök demókrata til starfa. en þau eru viða óvirk, siðan McGovern sigraði fram- bjóðendur þeirra i prófkjörun- um. McGovern er talið þetta nauðsynlegt, ef hann á að hafa minnstu von um sigur i kosningunum. Sumir telja, að þetta geti veikt McGovern meðal hinna róttækari fylgis- manna hans, þvi að viða er stjórn flokkssamtakanna i höndum ihaldssamra demó- ; krata. Yfirleitt er þó talið, að vinstri menn skilji, að þetta áé McGovern nauðsynlegt, ef hann á að ná kosningu, en samkvæmt siðustu skoðana- könnunum nýtur Nixon stuðn- ings 63% kjósenda, en Mc- Govern aðeins 29%. Hann verður þvi eftir megni að reyna að breikka hóp fylgis- manna sinna, ef hann á ekki að biða stórkostlegan ósigur. Á það er bent, að það hafi ekki veikt John F. Kennedy i kosningunum 1960, þótt hann leitaði fylgis ihaldssinnaðri demókrata, heldur var það talinn vottur um hyggindi hans. Republikanar hyggjast hafa aðalbaráttuna styttri en þeim mun skarpari. Þeir ætla t.d. ekki að hefja sóknina i sjón- varpi að ráði fyrr en um eða eftir næstu mánaðamót. MARGT hefur orðið Mc- Govern til hnekkis að undan- förnu. Óeining hefur verið meðal aðstoðarmanna hans og sumir látið af störlum. Þetta er notað sem sönnun þess, að hann sé ekki stjórnsamur. Verst hefur þó Eagleton-málið reynzt honum, og þó sérstak- lega það, að hann sagðist i fyrstu styðja Eagleton „þús- und prósent”, en lét hann sið- ar draga sig i hlé. Slik um- mæli, oft sögð i ógáti, hafa iðu- lega orðið frambjóðendum i Bandarikjunum að fótakefli. McGovern er nú hvergi nærri eins róttækur i málflutn- ingi sinum og hann var i próf- kjörunum. Hann hefur breytt ýmsum tillögum, sem hann bar fram þá, og taldar hafa verið illframkvæmanlegar við nánari athugun, t.d. i skatta- málunum. Þó reynir hann að gera sem gleggstan mun á stefnu sinni og Nixons. Sá munur á vafalaust eftir að skýrast betur, þegar kosn- ingabaráttan harðnar. Það sem af er hefur kosn- ingabaráttan einkennzt veru- lega af þvi, að Nixon og fylgis- menn hans reyna aö stimpla McGovern sem hállgerðan sósialista, sem boði óraun- ha’fa stefnu og myndi gera Bandarikin að annars flokks riki, ef hann fengi völdin, með ofmiklum samdrætti á her- búnaði. McGovern og fylgis- menn hans halda þvi hinsveg- ar fram, að Nixon sé fulltrúi sérhagsmuna og stjórn hans hafi þvi verið andsta-ð al- mennum hagsmunum og muni halda áfram að vera það. Ekkert sérstakt nýjabragð er á þessum málflutningi, þvi að hann hefur löngum einkennt kosningabaráttu i Banda- rikjunum. Siðan i stjórnartið Roosevelts hefur það lika yfir- leitt verið þannig, að demó- kratar hafa hugsað meira um almannahag en republikanar. Vietnamstyrjöldina hefur horið minna á góma en ætla hefði mátt. Þetta stafar af þvi, að demókratar telja ekki úti- lokað, að Nixon takist að semja við Norður-Vietnam fyrir kjördag og þvi vilja þeir ekki byggja kosningabaráttu sina um of á þessu máli. Þess- vegna hefur kosningabaráttan snúizt mest um innanlands- málin, og þar skortir demó- krata ekki heldur ádeiluefni, þar sem er vaxandi atvinnu- leysi og dýrtið, auknir glæpir, aukin mengun, versnandi ástand i stórborgunum o.s.frv. Helztu „tromp” Nixons á móti þessu er batnandi sambúð við Rússa og Kinverja, og hefði þvi einhverntima ekki verið spáð. að kommúnistar ættu þannig eftir að verða hjálpar- hella hans. En það verður lika að játa, að hér hefur Nixon fariö inn á hyggilega braut. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.