Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. september 1972 TÍMINN 5 Baðiö i Viti hressti flesta, sem úti fóru, þó svoað vatnið sé ljótt á litinn. Á ferð með Farfuglum NAKTIR FERÐALANGAR II. grein Texti og myndir: Þorleifur Ólafsson bað vöknuðu margir kaldir að morgni mánudagsins eftir óveðursnótt undir Tungnafells- jökli. En eftir að maður var kom- inn upp úr svefnpokanum, hitnaði likaminn fljótt i hlýjum ullarföt- unum. bessi nótt hafði reyndar verið frekar næðingssöm fyrir suma útlendingana. þar sem tjöldin rétt stóðu i átökunum við storminn. Rennilásinn á tjaldi irsku stúlknanna hafði bilað, og þar af leiðandi haföi blásið kalt á þær og enginn karlmaðurinn hafði haft rænu á að hlýja þeim. Guðjón kokkur hitaði kaffi og kakó i miklum fljótheitum, en samt fannst útlendingunum drykkirnir vera lengi að hitna, kannski engin furða. Erich byrjar aö kvarta Með okkur i ferðinni var sjö- tugur bjóðverji frá Berlin, Erich Korn að nafni, og átti hann stund- um eftir að láta heyra i sér. bað var þennan morgun, sem hann byrjaði fyrir alvöru. Hann fann öllu allt til foráttu, allt var ómögulegt. Kaffið og kakóið, sem hann blandaði alltaf saman var ómögulegt. Island allt of kalt, og lslendingarnir hálf vitlausir. Vitaskuld tók landinn þetta alvar- lega. og rætt var um, hvað gera skyldi. og var ákveðið að reyna að gera þeim gamla allt til hæfis. Skyndilega sagði einn bjóðverj- inn okkur, aö við skyldum ekki taka þann gamla alvarlega. Hann hefði byrjað að rövla i flugvélinni á leið til tslands. Um borð i flug- vélinni var að sjálfsögðu borið fram kaffi eftir matinn. en þegar kom að kaffinu. þá æsti Erich sig upp við flugfreyjuna og sagði. ,,ég vil ekkert helv. . . kaffi. ég vil að- eins fá ostinn minn". begar við höfðum fengið þessar upplýs- ingar hjá bjóðverjanum. þá var ákveðið að hlusta ekkert á gamla manninn. bara lofa honum að rövla, enda kom það á daginn. að ,.sá gamli" hætti að rövla og að lokum. held ég. að hann hafi verið ánægðastur allra. bað gekk fljótlega að taka saman tjöldin þarna á Nýja-dal, enda kepptist hver við annan þarna i kuldanum. Siðan var lagt af stað i rigningu og hriðarhragl- anda. Ákvöröunarstaðurinn var að þessu sinni Gæsavötn, en þar átti að gista. Ekkert bar til tið- inda fyrr en við komum að Skjálf- andafljóti, en þar þurfti að finna vað. Fljótlega var ákveðinn stað- ur til að fara yfir, og Alli lét ..trússbilinn” vaða út i og á auga- bragði var hann kominn yfir. Sið- an renndu allir bilarnir sér yfir fljótið og allt gekk eins og i sögu. Eftir um það bil 3 stunda akstur var komið i Gæsavötn, en þá vandaðist heldur en ekki máliö. Veðrið var bókstaflega of vitlaust til þess. að hægt væri að tjalda með góðu móti. og að auki var mjög kalt. Ákveðið var að hinkra aðeins við og drekka kaffi hér á staðnum. en að þvi loknu var ákveðið. hvað gera skyldi. Eftir nokkra umhugsun komst Ragnar að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um annað að gera, en að halda i öskju og tjalda i Drekagili, þar sem varla væri þorandi að tjalda i svona veðráttu við Gæsavötn með jafnstóran hóp. Haldið í öskju Frá Gæsavötnum áttum við 9 tima akstur fyrir höndum i Drekagil, og yfir torfærustu leið á islandi var að fara, „Urðarháls". Fljótlega eftir að við fórum úr Gæsavötnum fór vegurinn að versna. og þetta þótti útlending- unum skemmtilegt fyrst I stað. en þegar leið á daginn voru sumir búnir að fá sig fullsadda á öllum þessum akstri. Áður en við lögð- um á sjálfan Urðarhálsinn kom- um við aö stað. sem ber nafnið Kattarbúðir. bað er hér sem Akureyringarnir hafa sina bæki- stöð. bað er héðan, sem snjókött- urinn á Dyngjujökli er gerður út. En nokkrir Akureyringar hafa verið með hann i farþegaflutn- ingum á Vatnajökli i sumar. Skrifstofa þeirra kattarmanna, er sennilega einhver sú bezt hannaða, sem um getur. beir höfðu komið stóru tjaldi fyrir i litlum hraungig, sem er lokaður fyrir öllum vindáttum, aðeins var hægt að skriða inn um smá holu. bannig höföu þeir fyrirtaks hús frá náttúrunnar hendi. bað var sama hvernig blés. alltaf skjól. Bedfordinn hans Bjarna hafði gengið illa i einni brekkunni við Kattarbúðir. hún var mjög brött, og þegar „Beddinn” var um það bil að komast upp á brekkubrún- ina byrjaði vélin skyndilega að hósta og billinn stanzaði. bað kom upp úr kafinu, að vélin náði ekki upp oliunni i þessum mikla bratta. Fóru nú allir út úr bilnum, og Bjarni reyndi að koma bilnum áfram. hægt og sigandi, en gekk illa. Var nú byrjað að setja stóra steina aftan við hjólin i hvert skipti. sem billinn mjakaðist áfram og um leið ýttu bjóð- verjarnir. þannig tókst að mjaka bilnum upp á ha'ðina. Ekki var um aðra sla-ma tor- færu að ræða fyrren komið var að brekku einni. sem er utarlega i Urðarhálsinum. en i henni er alltaf mikill snjór. Til þess að hægt va'ri að fleyta bllunum yfir snjódyngjuna urður allir að fara út úr bilunum og ganga yíir snjóinn. Vel gekk að koma bil- unum yfir. enda voru þeir aðeins látnir „lulla” og sigu þess vegna ekkert i snjóinn. Ekki var um annan farartálma að ræða á þessari ferð, fyrr en komið var að upptökum Jökulsár á Fjöllum. þar sem áin kemur vestast undan jöklinum. Áin breiðir þarna úr sér á miklum sandeyrum. en siðan hverfur hún undir hraunið og sameinast siðar aðalupptöku stórfljótsins. Yfir þessar sandeyrar urðu bilarnir að iara. og nú var um að gera að linna rétt vað. en þó svo að áin sé ckki djúp þarna þá er ha'tta á sandbleytu þarna. bað var komið fram undir mið- na'tti, þegar komið var i Dreka- gil. en Drekagil var okkar fyrir- heitni na'turstaður að þessu sinni. llann var hvass i Drekagili þegar byrjað var að tjalda, en allt gekk það að óskum. Eftir þvi sem leið á nóttina hvessti enn meira, og nú lóru tjöldin að taka upp á þvi, að lalla, enda er mjög litil festa fyrir tjaldha'lana i gljúpum vikrinum i Drekagili. Flestir ef ekki allir tjaldbúarnir þurl tu einu sinni eða oftar að hlaupa út um nóttina. og reisa tjaldið sitt við. Menn voru i miklum grjótl'lutningum og báru óspart grjót á tjöldin, svo að likja mátti þessu við, þegar Bakka- bra'ður grjótháru Brúnku sina. Baö í Víti Um morguninn var komið bezta Jarðhitasvæðið við Námaskarö vakti gifurlega hrifningu bjóöverjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.