Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN 5 Fimmtugur: Einar Ágústsson, utanríkisráðherra Einar Ágústsson. utanrikisráð- herra, átti afmæli i gær. Hann var fimmtugur. Af þvi tilefni langar mig til að koma á framfæri i Tim- anum stuttri afmæliskveðju, sem ég veit. að ég get sent i nafni allra samherja okkar. Ég hefi að þessu sinni ekki tima til að skrifa hér neina æviferils- skýrslu i hefðbundnum stil, enda má það biða. þvi að vonandi er fimmtugsaldurinn aðeins áfangi á langri leið. Við þessi timamót i ævi Einars Ágústssonar langar mig aðeins til að flytja honum ár- naðaróskir og þakkir fyrir störf hans i þágu Framsóknarflokksins á liðnum árum og siðast en ekki sizt þakkir fyrir samstarfið i rikisstjórninni. Einar Ágústsson hefur á undan- förnum árum unnið mikil störf og gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, ekki sizt i ReykjaviMn þar hefur hann verið einn af aðalforystumönn- unum, setið i borgarstjórn og gegnt þingmennsku. Mun á engan mann hallað, þó að sagt sé að hann hafi átt flestum mönnum drýgri hlut i vexti Framsóknar- flokksins i Reykjavik. Hann vann þar á sinum tima þingsæti og undir hans forystu hefur borgar- fulltrúum flokksins fjölgað. Þessir kosningasigrar byggjast auðvitað á þvi, að Einar Ágústs- son er giæsilegur ræðumaður, Einar Ágústsson, utanrikisráðherra. vinsæll maður og góðviljaður og vegna hefur hann notið sivaxandi vill hvers manns vandræði leysa, trausts i höfuðborginni, jafnt eftir þvi sem kostur er. Þess innan flokks sem utan. Hann er prúðmenni, sem ósjálfrátt laðar menn að sér og vekur traust. Bæði i borgarstjórn og á Alþingi hefur Einar skipað sess sinn með sóma, rækt öll þau störf, sem honum hafa verið falin af myndarskap og með trúmennsku. Hefur ekki hlift sér, ef til hans er leitað og hann kallaður til starfa. Það er þvi sizt að undra, að til hans hefur verið leitað i æ rikara mæli, er velja hefur þurft menn til trúnaðarstarfa á vegum flokksins. Hefur hann lengi átt sæti i miðstjórn og framkvæmda- stjórn. Varaformaður flokksins hefur hann verið frá þvi i árs- byrjun 1968. 011 þessi margvis- legu störf hans er mér i nafni flokksins bæði ljúft og skylt að þakka. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn s.l. sumar, þurfti hann að velja mann i sæti utan- rikisráðherra. Það má segja, að starf utanrikisráðherra sé alltaf vandasamt. En nú stóð svo á, að augljóst var, að starf utanrikis- ráðherra mundi verða alveg sér- staklega vandmeðfarið, fyrst og fremst vegna landhelgismálsins. Einar Ágústsson varð fyrir valinu. Þar af er skemmst að segja, að hann hefuv i þvi vanda- sama embætti ekki brugðizt þeim vonum, sem við hann voru bundn- ar. Hann hefur að minum dómi staðið sig i þvi embætti með ágæt- um og komið hvarvetna þannig fram, að hróður Islands á er- lendum vettvangi hefur aukizt. Um þetta hygg ég, að flestir séu sammála, ekki aðeins stjórnar- sinnar heldur og fjölmargir stjórnarandstæðingar. Og þó að margt sé nú misjafnt sagt um okkur ráðherrana, er mér nær að halda, að flestir muni viðurkenna, að i embætti utanrikisráðherra sé réttur maður á réttum stað, þar sem Einar Ágústsson er. Samstarf okkar Einars Ágústs- sonar i rikisstjórn hefur i alla staði verið, eins og bezt verður á kosið. Fyrir það er mér persónu- lega ljúft að þakka. En þetta átti bara að vera stutt afmæliskveðja. Hún er liklega orðin lengri en ég ætlaði, en þegar ég hugsa til mins ágæta sam- starfsmanns, er svo margt, sem vill fljóta úr pennanum eins og ósjálfrátt. Ég slæ þvi botninn i hana með þvi að óska þessum fimmtuga framherja okkar Framsóknarmanna Einari Ágústssyni allra heilla i framtið- inni, svo og hans ágætu konu Þór- unni Sigurðardóttur og börnum þeirra hjóna. Olafur Jóhannesson. Ingólfur Davíðsson: Á FERÐ OG FLUGI 25. og 26. ágúst. — Skeggræður um skógrækt i Höfn i Hornafirði. Fjölmenni, komið viða af landinu og áhugi mikill. Heimamenn sýndu skógræktarfélagsreit sinn, allgróskulegan i hólbrekku i út- jaðri kauptúnsins. í sjálfu kaup- túninu voru blöð lauftrjáa viða brúnleit og hálfvisin af stormi og særoki. Skjól þarf hér, sem annars staðar á fslandi, umfram allt. Sitkagrenihrislur stóðu al- grænar og frisklegar, — særokið hafði ekki bitið á þær enda strand- tré að uppruna. Blóm og runnar skörtuðu þar sem skjólgott var i görðum. Skógræktarkonurnar brugðu sér að Hraunkoti i Lóni i boði hjónanna þar, Sigurlaugar og Skafta, og áttu varla nógu sterk orð til að lýsa skrúðgarð- inum þar, þegar þær komu til baka. Garðurinn! landslagið! steinasafnið! bara að við ættum slikt heima hjá okkur. Sunnudaginn 27. ágúst lá leiðin vestur á bóginn i Suðursveit og öræfi. Skoðuð Smyrlabjarga- Stp-Reykjavik. Mjög góð tið hefur verið undan- farið i Mývatnssveit, og hafa tún haldið áfram að grænka. Farið var i eftirleit i Grafarlönd á fimmtudaginn i indælasta veðri, og fundust um 50 kindur, þar á meðal ein útigengin rolla með tvö lömb. Fyrr i göngunum hafði komið veturgamall hrútur undan henni af Hólsfjöllum, en nú skýtur sú gamla sem sagt upp kollinum i Grafarlöndum með tvö lömb. Ekki fannst teljandi dautt i leitunum. Ein tvilembd ær fannst dauð i læk i Hliðarhaga, en það er svo mikill snjór þarna, að ef til vill hefur farizt fleira af fé. Var verið að leita þar i gær. Farið var i aðrar göngur á Norðurfjöll og Miðfjöll á föstu- daginn, en búið var að slátra meira en helmingi af lömbum i virkjun, litið i átt til Hala og minnzt bræðranna Þorbergs og Steinþórs (nú-nú). Ekki vannst timi til að skoða fallegan skóg- ræktarreit Þorsteins á Reynivöll- um, þvi að haldið skyldi alla leið að Skaftafelli. — „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða". Virkisá hafði hlaupið úr farvegi sinum i rigningunni nóttina áður og beljaði nú utan brúar, ófær með öllu. Tvær jarðýtur komu til að grafa hana fram og veita aftur i farveg sinn. En það var seinlegt verk, sem við gátum ekki beðið eftir. Við stönzuðum samt lengi við Virkisá og nutum veðurbliðu og stórfenglegs umhverfis öræfa. Fram úr hverju fornu fjallaskarði- Vatnajökull teygir tungur, trölli sá er hrammaþungur”. Þorlcifur Einarsson jarðfræð- ingur leiðbeindi fólkinu upp að jökli, útskýrði jarðfræðileg fyrir- bæri og sýndi upptök árinnar, en Mývatnssveit á fimmtudag, að sögn Féturs i Reynihlið og er vigt dilkanna góð. Starfsemi Kisliliðjunnar gengur vel, og er ekki ráðgerð frekari stækkun verksmiðjunnar, allavega ekki á næstunni, en hins vegar hefur komið til tals að bæta við nýrri þró fyrir gúrinn. Mönn- um við dælingu hefur nú verið fækkað, en dælt verður áfram úr vatninu e'itthvað fram eftir hausti, og reynt að halda við magninu i þrónum eftir þvi, sem hægt er. Nauðsyn er á hinni nýju þró. þar sem svo mikið er dælt yfir sumarið, en hverfult, hvað hægt er að dæla yfir veturinn. — Ekkert hefur verið um að vera i botnsmálinu svonefnda undanfariö, sagði Pétur, og engar viðsjár með bændum eða neitt svoleiðis. hún gýs upp undan jökulbrúninni likt og stórkostlegur gosbrunnur. Hákon benti á litlu birkihrisl- urnar, sem hvarvetna gægðust upp úr moldinni og kvað fljótlega vaxa þarna upp álitlegan skóg, ef fjárbeit væri haldið i skefjum. Hér breytist landslag stundum undraskjótt af völdum jökla og vatna. Féllu flestir i stafi yfir mikilleik nátturuaflanna t.d. við Jökulsá á Breiðamerkursandi og jökullónið þar. Margir náðu sér i gabbrómola á sandinum, áin og jökullinn hafa fægt steinana og gert þá marga að fögrum sýningargripum. Þó eðlilegt sé á sandinum virðist skúmurinn hafa nóg að eta. Hann var friðsamur núna, en um varptimann getur hann gert skæðar „loftárásir". Sfli gengur sjálfsagt að ströndinni og jafnvel upp i lónið. Virkisá bannaði okkur för að Svinafelli og Skaftafelli, en timi vannst til að renna heima að Hofi og ganga i litlu, viðkunnanlegu torfkirkjuna. Séra Gunnar i Glaumbæ las texta dagsins, Oddur Andrésson lék sálmalög á orgelið og allur skóg- ræktarsöfnuðurinn tók undir. Eftir þennan aftansöng okkar var haldið til Fagurhólsmýrar og flogið þaðan til Reykjavikur. Flugvélarnar voru tvær, og skyldi sú, er fyrr lagði af stað, fljúga i meiri hæð. En hún kom þá seinna til Reykjavikur. Hinir siðustu verða stundum fvrstir! 7. september. — Hret byrjað á Norðurlandi. Glitfaxi flýgur frá Reykjavik i björtu, fögru veðri, unz hann nálgast hálendið hrika- lega milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar. Þar er allt snjóhvitt að sjá, lagt niður i dali — og þoka fyrir stafni. Þaö gengur á með slydduéljum þar nyðra. ,,Er ekkert gat i gegnum þig grái skýjaflóki?” Jú, nú rofar til og sést til jarðar og litlu siðar er lent á Akureyrarflugvelli. Nú er farið að skoða garða. Föl er alveg niður undir bæi, veður hráslaga- legt og kalt, en þó frostlaust. Við höföum óttazt að kartöflugrös féllu i hretinu norðanlands, en svo varð ekki. Aftur á móti fraus næstu nætur sunnanlands og varð þar allt svart i kartöflu- görðunum, en hægt var að fara i sólbað á daginn. Þau eru mörg loftslagshólfin á lslandi! Það er ómögulegt að spá fyrir veðri i Eyjafirði, er haft eftir veður- fræðingi. Það er svalt og snæ- samt i Svarfaðardal og á Árskógsströnd. Svo skiptir mjög um við Hillur, sem ganga fram i sjó, rétt utan við Fagraskóg. Enn mildast veðráttan innan við Reiðholt, milli Hvamms og Hofs. Stundum andar hlýju innan úr Hörgárdalnum, þótt þar fyrir utan blási á norðan. Veðraskil eru lika oft á Moldhaugahálsi og svo innan við Akureyri. Látra- ströndin er úrkomusöm og snjó- þung, nú var Kaldbakur alhvitur heim að húsum i Grenivik. Upp- skeruhorfur voru viðast góðar i görðum við Eyjafjörð, mun betri en sumstaðar syðra, enda heitari dagar á stundum þetta sérkenni- lega sumar. Grasspretta hvar- vetna með ágætum og nýting þolanleg. Allar hlöður fullar og hey auk þess sett upp viða úti á túnunum, eða sumstaðar mörg uppborin, stór hey, hlið við hlið nálægt fjósi og fjárhúsum. (Sjá mynd) Fremur gróft og létt mun heyið vera viðast hvar. Grasið var allmjög úr sér sprottið, er þurrkar komu og sæmileg heyskapartið. Skúrir féllu oftast einhverntima á hverjum sólarhring. Það bjargaði hve tæknin er orðin mikil að slá og hirða. í gamal daga hefðu orðið vandræði að ná þurru heyi i hlöðu i svona árferði. Nú eru heyin meiri en nokkru sinni fyrr — og sumsstaðar nokkrar fyrn- ingar frá þvi i fyrra. Rétt ofan við Nonnahúsið á Akureyri var aldraður maður að taka upp kartöflur, en margir ferðamenn voru að skoða húsið og muni Nonna. ,,Ert þú búinn að skoða húsið”, sagði karlinn, „Jú, Nonni var ágætur og bækurnar hans, en draslið þarna inni mætti nú held ég missa sig, fólk er nú vitlaust i alla gamla hluti, — hvað! Þetta er bara tizkufyrirbrigði — að kaupa gamla rokka og þvi um likt og hafa inni i stofu hjá sér, — eftir nokkur ár vill það út af lifinu selja allt aftur! ,,En gamla Svalbarðskirkjan hérna rétt hjá,” segi ég. ,,Ertu ekki ánægður með hana?” ,,Sér er nú hver vitleysan," segir karl, ,,að vera að drasla henni hingað, nei, hún átti að vera kyrr á sinum stað, meðan hún gat hangið uppi. — ,,Um leið kastaði hann vænum rauðum kartöflum i fötuna svo aö glumdi i. Mig grunar, að hann hafi gaman af að þræta og vilji fá fólk til andmæla, þvi að ég heyrði, að hann byrjaöi sömu töluna við þá, sem næst komu út úr húsinu. ,,Ertu á móti gömlum görðum”, sagði einn þeirra. „Nei, það er annað mál, i sumum görðum hérna i brekk- unum hafa verið ræktaðar kar- töflur i 150 ár. Það var danskur kaupmaður, sem byrjaði, heiður sé honum.” „Hvað hét hann”? „Levcr. heldurðu að ég viti það ekki?” Orðræður karls minntu mig dálitið á Frimann gamla Arngrimsson, sérkenm- legan gáfumann, hann byrjaði stundum á svipaðan hátt, þegar hann vildi fá skólapilta i kapp- ræður við sig. Ingólfur Daviðsson. Bretinn botninn skefur, og jú og jú og jú — Skefur hann einu sinni, skefur hann tvisvar sinnum, skefur hann þrisvar sinnum — og júog júog jú — Smáfisk herjar einatt á árans gaurinn sá!! Ægir klippir þrjóta — og júogjúogjú — Klippir hann einu sinni, klippir hann tvisvaj- sinnum klippir hann þrisvar sinnum — ogjú ogjúog jú — Bretinn missti halann sinn! Farðu út fyrir góðurinn ! ! I.D. Blíðvirði í Mývatnssveit og bróð- erni manna á meðal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.