Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. október 1972. TÍMINN 3 JÓNAS & EINAR til Tokyo Stp-Reykjavik í haust tekur ísland i fyrsta skipti þátt i lokakeppni tónlistar- hátiðarinnar ,,World Popular Song Festival” i Tókio! Verður þetta i þriðja sinn, sem þessi hátið er haldin, en hún fór fyrst fram 1970. Það er YAMAHA stofnunin um tónlistarkennslu, sem gengst fyr- ir hátiðinni, og 18. september s.l. tilkynnti hún Skemmtikrafta- skrifstofu Ingibergs borkelsson- ar, að lag eftir Einar Vilberg Hjartarson, flutt af JÓNASI & EINARI, hafði verið valið til keppninnar. Lag Einars, „When I look at all those things”, sem aldrei hefur verið flutt opinber- lega, né gefið út, verður á hátið- inni flutt af JÓNASI & EINARI, sem hafa sér til aðstoðar '64 manna hljómsveit og kór. Auk YAMAHA gangast fyrir hátiðinni, sem haldin verður 17. til 19. nóbember n.k., japanska utanrikisráðuneytið, japanska menntamálaráðuneytið, borgar- stjórn Tokyo og ýmis japönsk fyrirtæki. Tónlistarhátiðin verður haldin i hinni 10.000 manna Budokan-höll i Tokyo, og verður sjónvarpað það- an um Japan og nágrannalöndin, en að keppni lokinni verður gefin út hljómskifa með 28 efstu lögun- um i keppninni, sem seld verður um allan heim. Árið 1971 seldist hún i milljónum eint. Auk bezta lagsins (Grand Prize) og næst- bezta (Outstanding Prize) verður bezti höfundur valinn og beztu túlkendur. Verðlaun eru fjöl- breytt og þau hæstu 3.000.00 dollarar. Keppendur verða að vera komnir til Tokyo 13. nóv., en þá hefjast strangar æfingar með hljómsveitinni. Með þeim félög- um, Jónasi og Einari, fer einnig útgefandi þeirra, Jörgen Ingi Hansen. Verið er að vinna að hljóm- plötusamningum fyrir JÓNAS & EINAR, sem hafa fengið tilboð um að koma fram viðs vegar um heim og i mörgum sjónvarpsþátt- um. Fréttamaður hafði sam- band við Jónas R. Jónasson, til að heyra i honum hljóðið varðandi þetta stórtækifæri þeirra félaga. Ég get eiginlega ekkert sagt, nema hvað við erum að sjálf- sögðu mjög ánægðir yfir að fá tækifæri, fyrst og fremst bara að fara og sjá þetta. Lagið er gott, þannig að það stendur alveg fyrir sinu. Það var samið núna seint i sumar og heitir raunverulega „Walking the Road” og með þvi heiti sendum við það frá okkur. Fyrir einhver misskilning brenglaðist þetta og tekin var upp aðallínan úr ljóðinu, „When I Look At All These Things” sem heiti, en það skiptir ekki máli. Hvað sendu þið mörg lög. — Við sendum þrjú lög. Þau eru „LOVE IS A RAINY DAY” „DAIZY JONES” og fyrrnefnt lag. Við megum vera mjög ánægðir mað að fá þarna inni meö lag, þar sem alls 1000 tónskáld sendu þrjú til fimm lög hver, en ekki voru valin nema um fjörutiu. — Þið fáið þarna mjög gott tækifæri til þess að komast i sam- band við umboðsmenn og þess háttar. — — Já, vissulega, þetta verður stórkostlegt tækifæri. Þeir, sem fóru i keppnina i fyrra, hafa gert það mjög gott siðan. Svo eru þarna þekkt nöfn, t.d. sendi Paul Mauriat, sá sem gerði lagið „LOVE IS BLUE”, lag i keppnina i fyrra og fékk einhver verðlaun. „Verðum að geta staðið við þann einhug á borði” Svo sem kunnugt er af fréttum, gaf Þorsteinn M. Jónsson fimmtiu þúsund krónur i land- helgissjóð, og er það langhæsta upphæö, sem nokkur einstak- lingur hefur gefið fram að þessu. 1 tilefni af þvi skrapp blaða- maður frá Timanum i stutta heimsókn til þeirra hjónanna, frú Sigurjónu Jakobsdóttur og bor- steins i þvi skyni'að spjalla við þau um þessa höfðinglegu gjöf. —Það tekur þvi ekki að vera að skrifa um þetta i blöð, sagði bor- steinn. Fimmtiu þúsund krónur eru ekki nein ósköp, eins og verð- gildi peninga er orðið hér á landi. — En hvað kom þér til þess að gefa þetta, hvort sem þú vilt nú kalla það mikið eða litið? —Það á sér dálitla sögu eins og flestir aðrir hlutir Eins og þú og aðrir sjálfsagt vita, var ég um langt skeið bókaútgefandi. En ég átti lika stórt bókasafn sjálfur — það er að segja i einkaeign og algerlega fyrir utan útgáfubæk- urnar. Þetta safn seldi ég is- lenzka rikinu. En þessar bækur, sem voru min persónuleg eign — á þær hafði ég aldrei litið sem efnahagslega fasteign, heldur miklu fremur eins og börnin min. Sögu sölunnar þarf ekki að rekja núna, enda hefur hún oft áður verið gerð að umtalsefni opinberlega. En þegar bækurnar minar fóru að fara og peningar að koma hingað til min i staðinn, þá fannst mér ég eiginlega ekki eiga þá f jármuni, svo að ég skipti þeim á milli barnanna minna, að undanteknu þessu, sem ég gaf i landhelgissjóðinn. Mig vantar nú ekki nema þrjú ár i nirætt. Ég hef bæði eftirlaun og ellistyrk, og kviði þvi ekki, að ég muni ekki hafa nóg fyrir mig að leggja þau ár, sem ég kann að eiga eftir. — Er ekki sárt að sjá á eftir bókunum út úr húsinu? — Nei, ekki i svona gott fóstur. Já, ég sá að þú horfir upp i hill- urnar þarna beint á móti þér, sem nú eru tómar. En ef þú kæmir með mér inn i herbergið hérna við hliðina, þá myndirðu sjá fleiri tómar hillur. Ojú. Munurinn verður sjálfsagt mikill, þegar þær verða allar farnar. — Hvenær gerir þú ráð fyrir að þær seinustu verði afhentar? — Það er svo ráð fyrir gert i samningi minum við Islenzka rikið, að ég þurfi ekki að láta safnið allt af hendi, fyrr en eftir minn dag. En það er samt alltaf smám saman verið að vinna að þvi að flytja bækurnar i sin nýju heimkynni. Ætli það sé ekki um það bil að verða hálfnað núna. Annars erekki svo gott að gizka á það svona i fljótu bragði, þetta er svo mikið. — Lestu mikið ennþá? — Ég hef til skamms tima ekki átt ýkjaerfitt með lestur, en þó hefur þeirri getu hrakað talsvert upp á siðkastið. Mig hefur langað til þess að halda einhverju af bók- um eftir á meðan ég get eitthvað lesið, en samt hefði ég nú helzt kosið að lifa það að vinna sjálfur að afgreiðslu safnsins. En það var þetta, sem þú spurðir mig um áðan, hvað komið hefði mér til þess að gefa þessa aura i landhelgissjóðinn. Eigin- lega var ég ekki búinn að svara þeirri spurningu nema til hálfs. Vissulega var ein ástæðan sú, að mér fannst ég ekki geta annað þarfara með þær krónur gert. Þó var önnur ástæða miklu veiga- meiri. — Má spyrja, hver hún er? — Já, já. Hún er siður en svo neitt leyndarmál. Mig uggir, aö við munum þurfa á miklum pen- ingum að halda i þvi striði. Þjóðin stendur einhuga i málinu, og fyrst við erum svo heppnir að vera þar sammála, þrátt fyrir allar okkar deilur, þá verðum viö aö geta staðið við þann einhug á borði, — sagði hinn aldni garpur að lokum. VS. M ALLTAF FJÖLCAR (\X/) VOLKSWAGEN ARGERÐ 1973 er KOMIN VOLKSWAGEN GERÐ I - 1200, 1300, 1303 HEKLA hf. laugavegi 170—172 — Sími 21240. Enn þá einu sinni hafa endurbætur átt sér stað. Sérstaklega á V. W. 1303 (t. h.). Að utan: Stærri og kúptari framrúða, stærri og hringlaga afturljósasamstæða. Að innan: Nýtt, glæsilegt mælaborð. I öllum ..gerðum I” - (1200, 1300 og 1303) er ný gerð framstóla, með sérstak- lega bólstruðum hliðum, sem falla þétt að og veita aukið öryggi i beygjum. Fjöl- margar og auðveldar stillingar. Nýtt fersklofts- og hitunarkerfi, og betri hljóðeinangrun frá vél. V. W. ,,gerð I" er fáanleg með þremur mismunandi vélarstærðum: V. W. 1200 (til vinstri) 41,5 h.a. V. W. 1300 (i miðju) 52 h.a. V. W. 1303 (til hægri) 52 h.a. V. W. 1303 S 60 h.a. Það er sama hvaða V. W. ..gerð I" þér veljið. - þér akið á framúrskarandi bil. © SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM KOMIÐ - SKOÐIÐ REYNSLUAKIO Volkswagen bilarnir af ,,gerð l'' eru óvenjulegastir en þó þekktustu og eftir- sóttustu oilar heims. Enn þá einu sinm hafa þeir skarað fram úr: - þegar 15.007.034 billinn af sömu geró Kom úr framleiðslu, þá var sett heimsmet. Leyndarmálið á bak við þennan heims- meistaratitil, er uppbygging bilsins, sem þegar er ævintýri likust; traustleiki hans, ending - örugg þjónusta, og siðast en ekki sizt, hin marg-reynda grundvallar- stefna Volkswagen: „Endurbætur eru betri en breytingar".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.