Tíminn - 01.10.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 01.10.1972, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 1. október 1972. ★ I Sigurður Jónasson, fyrrverandi forstjóri, var bæði hugsuður og hugsjónamaður. Hann keypti Þerney og Gunnunes i Kjalarnes- hreppi af Guðmundi á Reykjum, ogseldi mér svo Þerney fyrir 100 þúsund krónur sama dag. Slika perlu ætlaði ég aldrei að selja, en atvikin höguðu þvi nú samt svo, að úr þvi varð. Þegar Vilhjálmur Þór var i samningum við Sigurð að taka við Oliufélaginu h.f., var það m.a. skilyrði, að Oliuhöfn h.f. sem Sigurður hafði stofnaö, og taldist eiga Gunnunes, yrði selt S.I.S., og skyldi Þerney vera með. Þar sem ég hef verið sam- vinnumaður svo til frá fæðingu og var lærisveinn Arnórs frá Laugum og Jónasar Jónssonar úr Samvinnuskólanum, ákváðum við Sigurður aö afhenda Sam- Hjálmtýr Pétursson: Þegar Landsbankinn kúgaði Sambandið Þerney Jakob Kriinannsson — Erlendur Einarsson Þeir, seni Landsbankinn beitti ofriki hans og hefur borgarstjórnar- meirihluta að baki sér. að af- henda Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga þessar eignir þess aftur fyrir sama verð. Það væri stórmannlegt og höfðinglegt i til- efni að sjötiu ára afmæli S.Í.S. og 90 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga. Slik rausn og dreng- skapur yrði metinn af þjóðinni. Dreyfus-málið fékk góðan endi og þessu islenzka ..Deyfusmáli” ætti aö ljúka á sama hátt. Jón Axel Pétursson er á áttræðisaldri. Ilann ætti nú að biðja þjóð sina af- sökunnar. Það er mannlegt að gera mistök, en stórmannlegt að viðurkenna þau opinberlega. Hjálmtýr Pétursson. Geir Ilallgrimsson — tekur hann á inóti ránsfengnum? Starfsstúlknafélagið Sókn — Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 3. október 1972, kl. 9 e.h. i Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. FUNDAREFNI: 1. Kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing. 2. Undirbúningur Alþýðusambandsþings. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Starfsstúlknafélagsins Sóknar. Jóii Axel Pétursson — Pétur Benediktsson Þeir, sem stóðu l'yrir aðförinni að sambandinu. bandinu þessar fasteignir fyrir sama verð, þótt sjáanlegt yrði, að þær mundu stórhækka i verði, jafnvel yrðu ekki til fjár metnar. Við báðir töldum, að lif okkar yrði skemmra en samvinnu- hreyfingarinnar á islandi, og greinilegt er nú, að sú ósk okkar rætist. Nú skeður það i málinu, að Oliufélagið hf. tók sér stöðu i Hvalfirði en ekki við Þerneyjar- sund, en S.Í.S. haföi hugsað sér með tið og tima að flytja bæki- stöð sina þangað og tengja Þerney við nesið með 400 metra garði. Þá væri þar stærri höfn en Reykjavikurhöfn. II Sambandið lenti i fjárþröng um stuttan tima vegna verðfalls á freðfiski i Bandarikjunum og þurfti á aðstoð Landsbankans að halda. l»á voru þeir bankastjórar, Pétur Benediktsson, Jón Axel Pétursson og Svanbjörn Fri- mannsson. Þegar forráðamenn S.t.S. voru kallaðir i Lands- bankann til umræðna um skulda- mál mun sú krafa hafa komið fram Irá Pétri og Jóni Axel, að S.Í.S. afhenti þeim Þerney, Gunnunes og stóra leigulóð við Njarðargötu, Tivolisvæðið, sem eru margir hektarar að stærð, fyrir aðeins rúmar 12 milljónir. Til þess að öll hjól viðskipta S.l.S. við Landsbankann stöðvuðust ekki. lét forstjóri og stjórn S.t.S. þessar eignir af hendi. Svo til á sömu stundu afhentu herrarnir i Landsbankanum Reykjavikurborg þessar fast- eignir S.t.S. fyrir sama verð, sem þeir lánuðu i tuttugu ár. — Þetta er ljót saga en sönn. — Haft er eftir Jóni Axel, að þetta frægðarverk hafi hann mest unnið i lifi sinu, eftir að eignir verkalýðsfélaganna, Iðnó, Alþýðuhúsið og Brauðgerðin voru gerð að hlutafélögum krata. Eg vil nú skora á borgar- stjórann, hr. Geir Hallgrimsson, sem er séntilmaður sem faðir Varahlutir í J.C.B. óskast Óskum eftir notuðu spólustykki fyrir aft- urgálga i J.C.B. 3 eða J.C.B. 6. Illaðprýði hf., Simar 84090, 41735, 37755 og 41290.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.